Fleiri fréttir

Sæðingamenn á leið í verkfall

Sæðingamenn landsins eða frjótæknar eins og þeir eru oftast nefndir standa í kjaradeildu við búnaðarsambönd landsins. Þeir ætla sér að fara í verkfall um næstu áramót náist ekki samningar við þá, eftir því sem fram kemur á fréttavefnum dfs.is. Frjótæknar telja að þeir hafi dregist mikið aftur úr í launum sé miðað við aðrar stéttir. Þeir hafi verið með lausa samninga frá 1. janúar 2008 og hafi samningafundir sem farið hafa fram ekki skilað neinum árangri. Náist ekki samningar fyrir komandi áramót sé hið eina í stöðunni að þeir boði til verkfalls.

Ágúst Torfi Hauksson hættur hjá Jarðborunum

Ágúst Torfi Hauksson, forstjóri Jarðborana, mun láta af starfi. Samkomulag hefur náðst um þetta, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu. Þar kemur fram að stjórn félagsins og forstjóri hafi ekki verið sammála um leiðir að því markmiði að efla rekstur Jarðborana hf. Ráðningarferli þar sem leitað verður að nýjum forstjóra Jarðborana er þegar í undirbúningi. Á meðan það ferli stendur mun Baldvin Þorsteinsson, stjórnarformaður félagsins gegna starfi forstjóra.

Útvarpsmanni dæmdar bætur frá ritstjóra

Útgáfufélag Viðskiptablaðsins, Myllusetur, var í morgun sýknað af skaðabótakröfu Péturs Gunnlaugssonar, útvarpsmanns á Útvarpi Sögu, vegna ummæla í Viðskiptablaðinu og á VB.is. Þá hafnaði dómurinn einnig kröfu Péturs um að Björgvin Guðmundssyni, ritstjóra blaðsins, yrði gert að sæta refsingu vegna ummælanna.

Óska eftir vitnum að líkamsárás við Hvíta húsið

Lögreglan á Selfossi óskar eftir vitnum að líkamsárás við Hvíta húsið á Selfossi um klukkan fjögur aðfaranótt sunnudags. Talið er að ráðist hafi verið á manninn á skemmtistaðnum en hann var með áverka í andliti. Dyraverðir á skemmtistaðnum tóku mann sem var grunaður um árásina. Þeir sem vita eitthvað um líkamsárásina eru beðnir um að hafa samband við lögregluna á Selfossi í síma 480 - 1010.

Fundu amfetamín og eðlu

Amfetamín, eðla og svefnlyf var meðal þess sem blasti við lögreglunni á Suðurnesjum, þegar hún gerði húsleit í íbúðarhúsnæði í Reykjanesbæ síðastliðið föstudagskvöld, að fengnum dómsúrskurði.

Forsetahjónin heimsækja bændur fyrir norðan

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Dorrit Moussaieff forsetafrú heimsækja í dag og á morgun sauðfjárbændur í Þingeyjarsýslu, Skagafirði og Húnaþingi sem glímt hafa við afleiðingar veðuráhlaupsins í vetrarbyrjun og háð harða baráttu við að ná fé úr fönn. Margir hafa misst verulegan hluta bústofns síns. Þá munu forsetahjónin heimsækja tvo grunnskóla til sveita sem og Framhaldsskólann á Laugum og Fjölbrautaskólann á Sauðárkróki.

"Hef ekki heyrt um þetta áður"

Segir lagaprófessor um þá ákvörðun dómara að bannað sé að segja fréttir úr dómsal, fyrr en eftir skýrslutökur.

Börkur bað um læknisaðstoð við komuna í réttarsal

Mikill viðbúnaður var við Héraðsdóm Reykjaness þegar aðalmeðferð hófst í máli ákæruvaldsins gegn Annþóri Kristjáni Karlssyni og Berki Birgissyni og fleiri mönnum sem ákærðir hafa verið fyrir nokkrar sérstaklega hættulegar líkamsárásir.

Bankastjórinn segir kröfuhafa sýna skilning

Viðræður eru hafnar um að lengja í lánum Landsbankans gagnvart gamla bankanum. Bankastjóri Landsbankans segir erlenda kröfuhafa sýna greiðsluflæðisvanda Íslands skilning og vonast eftir því að hægt verði að lengja lánin verulega.

Súkkulaði örvar heilastarfsemi

Franz Messerli, sérfræðingur í hjartasjúkdómum og kennari við Columbia háskóla, ritaði grein í læknaritið New England Journal of Medicine þar sem hann heldur því fram að súkkulaðiát auki líkur manna á því að hreppa Nóbelsverðlaun.

Vildu ekki færa Þorláksbúð til

Kirkjuþing felldi tillögu séra Baldurs Kristjánssonar um tilfærslu Þorláksbúðar. Baldur vildi að húsið yrði tekið niður og geymt þar til hentugur framtíðarstaður fyndist.

Afinn á leiðinni á hvíta tjaldið

Kvikmynd byggð á einleiknum Afanum er í bígerð. Sigurður Sigurjónsson, sem lék Afann í tæplega hundrað leiksýningum, mun fara með aðalhlutverkið. ?Þetta er ekki einleikur heldur er verið að blása í stóra og mikla bíómynd sem, þó að ég segi frá, kemur fólki við,? segir Sigurður. Bjarni Haukur Þórsson, höfundur leikritsins, skrifaði kvikmyndahandritið í samstarfi við Ólaf Egilsson.

Fæðingardagurinn getur skipt sköpum

Þeir nemendur sem yngstir eru í hverjum bekk eru líklegri til þess að fá ávísað örvandi lyfjum við ofvirkni og athyglisbresti (ADHD) en þeir sem eldri eru. Námsárangur yngstu nemendanna er jafnframt líklegri til þess að vera lakari en þeirra eldri.

Tollfrjálst í fríhöfn en rukkað við hliðið

Verð á mörgum vörum í komuverslun Fríhafnarinnar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar er yfir leyfilegu hámarksvirði einstaks hlutar, 32.500 krónum. Því þurfa kaupendur að gefa hlutina upp við tollafgreiðslu eftir að hafa keypt þá tollfrjálst skömmu áður, undir sama þaki.

Engin tilkynning um snjóflóð í nótt

Veðurstofunni barst engin tilkynning um snjóflóð í nótt, en þau gætu komið í ljós í birtingu, þegar snjóeftirlitsmenn hefja störf.

Fundu 10.000 ára gamlan bústað í Skotlandi

Fornleifafræðingar í Skotlandi hafa fundið það sem talið er elsti bústaður manna í landinu. Bústaður þessi, sem fannst í South Queensferry, er talinn vera um 10.000 ára gamall eða frá Mesolitich tímabilinu.

Ban Ki-moon hvetur til vopnahlés á Gazasvæðinu

Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna er nú á leið til Kaíró í Egyptalandi til að reyna að miðla málum milli Ísraelsstjórnar og Hamassamtakanna. Hann hvetur báða aðila til þess að semja um vopnahlé þegar í stað.

Handtekinn vegna ölvunnar og óláta

Karlmaður var handtekinn við 10-11 verslunina í Hjallabrekku í kópavogi undir kvöld vegna óláta þar. Hann var svo drukkinn að hann gat ekki gert grein fyrir sér og er hann vistaður i fangageymslum.

Danskir prestar ósáttir við opinberar jarðarfarir

Prestar í Kaupmannahöfn og víðar í Danmörku gagnrýna sveitar- og bæjarstjórnir fyrir að beita sér ekki nægilega í því að finna ættingja fólks sem jarðað er á kostnað hins opinbera.

SAS afboðar nokkrar flugferðir í dag

Þrátt fyrir að SAS flugfélaginu hafi tekist að semja við flest verkalýðsfélög starfsmanna sinna hefur félagið afboðað nokkrar flugferðir frá Kastrup til hinna Norðurlandanna í dag.

Páfi egypskra kopta vígður

Tawandros II. var í gær vígður páfi koptísku kirkjunnar í Egyptalandi. Athöfnin tók nærri fjórar klukkustundir, en hana sóttu meðal annars forsætisráðherra Egyptalands og nokkrir aðrir ráðherrar í hinni íslömsku ríkisstjórn landsins.

Búbót af rekavið á Ströndum

Rekaviður er ennþá búbót hjá bændum í Árneshreppi sem segjast ekki hafa undan við að saga rekavið niður í klæðningar, gólffjalir og girðingarstaura. Hlunnindabúskapur hefur frá fyrstu tíð verið þáttur í lífsafkomunni í Árneshreppi og í gegnum aldirnar hafði rekinn mikla þýðingu.

Finnst dásamlegt að vera í Árneshreppi

Kynslóðaskipti á tveimur bæjum í Trékyllisvík og fjölgun barna í skólanum á Finnbogastöðum hafa kveikt vonarneista um framtíð byggðar í Árneshreppi á Ströndum. Þetta kom fram í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 í kvöld.

McCain vill að Clinton miðli málum

Bandaríkin þurfa að senda hátt settan erindreka, eins og Bill Clinton fyrrverandi forseta, til þess að miðla máli á milli Ísrael og Palestínu. Þetta segir John McCain, öldungadeildarþingmaður Repúblikana. Hann segir að bandarísk stjórnvöld verði að sýna fram á það að þeim sé alvara þegar þau segi að þau vilji að friður haldist á Vesturbakkanum.

Vinsældir Frakklandsforseta dala sífellt

Francois Hollande, forseti Frakklands, verður sífellt óvinsælli með hverjum mánuðinum sem líður. Vinsældir hans hafa nú dalað sex mánuði í röð samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem birt var í dag. Skoðanakönnunin sem gerð var fyrir vikublaðið Le Journal de Dimanche sýnir að vinsældir Hollandes minnkuðu um eitt prósent síðastliðinn mánuð. Hann nýtur nú stuðnings 41% landsmanna.

Minntust þeirra sem létust í umferðarslysi

Þeirra var minnst í morgun, sem látist hafa í umferðarslysum. Athöfn var haldin við bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi en Sameinuðu þjóðirnar hvetja aðildarríki til að halda slíka athöfn þriðja sunnudag í nóvember ár hvert. Hér á landi er það starfshópur innanríkisráðuneytis og velferðarráðueytis um áratug aðgerða í umferðaröryggismálum sem skipuleggur athöfnina en í honum sitja einnig fulltrúar ýmissa aðila sem starfa að umferðaröryggismálum.

Forsetafrúin opnaði Íslenskuþorpið

Íslenskuþorpið, nýstárleg leið fyrir fólk sem er að læra íslensku sem annað mál, var formlega opnað á Háskólatorgi á föstudag. Það var frú Dorrit Moussaieff sem opnaði þorpið.

Þrjú hús rýmd á Sauðárkróki

Þrjú hús á Kambastíg á Sauðárkróki voru rýmd í dag vegna snjóflóðahættu. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Sauðárkróki er stór snjóhengja fyrir ofan húsin og er óttast að hún geti fallið. Efsta húsið hafði þegar þrjár litlar hengur húsið, en ekkert tjón varð vegna þess. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Sauðárkróki eru ekki margir íbúar í húsunum.

Finnsk og íslensk börn líklegust til að hreyfa sig

Finnsk og íslensk börn eru líklegust allra barna á Norðurlöndunum til að hreyfa sig í samræmi við ráðleggingar eða rúm 56% finnskra barna og rúm 52% íslenskra barna. Þetta kemur fram í samnorræni vöktun á mataræði, hreyfingu og holdafari, en rannsóknin var unnin á síðasta ári.

Áfram barist á Gaza

Bardagar halda áfram á Gaza í dag, fimmta daginn í röð. Minnst tólf Palestínumenn féllu í morgun. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, segir að Ísraelar séu reiðubúnir í meiri hernað. Þá halda Palestínumenn áfram að skjóta eldflaugum að Ísraelum. Á meðal þeirra sem hafa fallið á Gaza í morgun eru fjögur börn. Þá voru höfuðstöðvar tveggja fjölmiðla sprengdar og blaðamenn særðust. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, lýsti í morgun yfir stuðningi við Bandaríkjamenn og sagði að þeir væru í fullum rétti til að verja sjálfa sig.

Tökum á Game of Thrones lýkur um næstu helgi

Tökur á þriðju þáttaröðinni af Game of Thrones standa nú sem hæst. Tökurnar fara fram við Mývatn, eins og fram hefur komið. Snorri Þórisson, framkvæmdastjóri kvikmyndaframleiðslufyrirtækisins Pegasus, sem þjónustar tökuliðið hér á landi, segir að tökurnar gangi vel. "Það gengur mjög vel. Mikill snjór, eins og það á að vera,“ segir Snorri. Hann segir að um 270 manns vinni við tökurnar en til stendur að ljúka þeim annaðhvort 24. eða 25. nóvember. Eins og fram hefur komið var önnur þáttaröð Game of Thrones líka tekin upp á Íslandi. Ísland í dag sagði ítarlega frá þeim upptökum og þú getur horft á þá umfjöllun hér.

Vilhjálmur skilar brúðargjöfinni

Vilhjálmur Vilhjálmsson og eiginkona hans hafa ákveðið að skila brúðargjöf frá Eir, að andvirði 100 þúsund krónur. Sigurður H. Guðmundsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Eir, sagði frá gjöfinni í morgun en hann endurgreiddi Eir hana ásamt 200 þúsund króna gjafabréfi sem hann lét Jóhannesi Rúnari Jóhannessyni, hæstaréttarlögmanni og eiginmanni sínum, í té.

Endurgreiddi 100 þúsund króna brúðkaupsgjöf til Vilhjálms

Sigurður Helgi Guðmundsson fyrrverandi framkvæmdastjóri hjúkrunarfélagsins Eirar, hefur endurgreitt Eir 100 þúsund krónur sem Eir gaf Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni, fyrrverandi stjórnarformanni Eirar, í brúðkaupsgjöf. Eins og áður hafði komið fram hefur Sigurður Helgi einnig endurgreitt Eir gjafabréf Icelandair sem hann gaf Jóhannesi Rúnari Jóhannessyni, tengdasyni sínum, sem þakklætisvott fyrir vinnu sem hann vann fyrir Eir.

Sigríður Ingibjörg einungis um 70 atkvæðum á eftir Össuri

Einungis 68 atkvæði skildu á milli Össurar Skarphéðinssonar og Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur í baráttunni um fyrsta sætið í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Össur hlaut 972 atkvæði í fyrsta sætið og varð þar með efstu en Sigríður Ingibjörg fékk 904 atkvæð í fyrsta sætið og varð hún í því öðru, með 1322 atkvæði í fyrsta til annað sæti. Þetta þýðir að þau munu leiða sitthvort Reykjavíkurkjördæmið fyrir alþingiskosningarnar í vor en í samtali við Vísi í gærkvöldi þegar úrslit voru kunn sagðist Sigríður Ingibjörg ekki útiloka formannsframboð í Samfylkingunni.

Yfir helmingur Breta vill ganga úr ESB

Yfir helmingur breskra kjósenda myndi greiða atkvæði með þeirri tillögu að ganga úr Evrópusambandinu, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem sagt er frá á vef The Observer. Yfir 56% kjósenda myndu líklega eða örugglega greiða atkvæði með tillögunni ef haldin yrði þjóðaratkvæðagreiðsla.

Hart tekist á um réttindi samkynhneigðra

Tugþúsundir manna hafa núna um helgina mótmælt áformum stjórnvalda í Frakklandi að heimila hjónabönd samkynhneigðra og veita samkynhneigðum heimild til að ættleiða börn. Lögreglan segir að hið minnsta 70 þúsund hafi verið á götum Parísar, en einnig hafi verið mótmælt í borgunum Lyon, Toulouse og Marseille. Þarna hafi verið um að ræða kaþólikka og aðra stuðningsmenn hefðbundinna fjölskyldugilda, eins og það er orðað á fréttavef BBC.

Sigríður Ingibjörg útilokar ekki formannsframboð

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, sem varð í öðru sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík, útilokar ekki framboð til formennsku Samfylkingarinnar eftir áramót. Niðurstaða prófkjörsins þýðir að Sigríður Ingibjörg mun leiða annað Reykjavíkurkjördæmið. Össur Skarphéðinsson, sem var í fyrsta sæti, leiðir hitt.

Össur varð efstur

Össur Skarphéðinsson hlaut fyrsta sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Niðurstöðurnar voru kynntar á tíunda tímanum. Hann hlaut 972 atkvæði í fyrsta sætið. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir varð í öðru sæti. Þetta þýðir að Össur og Sigríður Ingibjörg munu leiða sitthvort Reykjavíkurkjördæmið fyrir alþingiskosningarnar í vor.

Sjá næstu 50 fréttir