Fleiri fréttir

Saurmengun í Elliðavatni

Mikil saurmengun greindist í Elliðavatni í nýrri rannsókn, sjöfalt yfir þeim mörkum sem teljast ásættanleg í reglugerð um varnir gegn mengun vatns. Einnig finnst saurmengun á nokkrum stöðum í Elliðaánum en í litlum mæli.

Heimilisofbeldismál sent aftur í rannsókn

Aðalmeðferð fór fram í gær í máli Más Ívars Henryssonar, margdæmds manns, sem ákærður er fyrir fjöldann allan af brotum, meðal annars nokkrar árásir á lögreglumenn.

Risafrétt Trump reyndist prump

Risafréttin sem athafnamaðurinn Donald Trump boðaði um Barack Obama Bandaríkjaforseta í gærdag reyndist vera stormur í vatnsglasi svo vægt sé til orða tekið.

Stór jarðskjálfti norður af Siglufirði í nótt

Jarðskjálfti upp á 3,5 stig varð laust fyrir klukkan fjögur í nótt norðaustur af Siglufirði og annar upp á 3 stig varð norðaustur af Gjögurtá á ellefta tímanum í gærkvöldi, auk fjölda vægari skjálfta á báðum svæðunum.

Makríldeilan áfram í sama fari

Ekki náðist samkomulag um skiptingu heildarafla í makríl á fundi strandríkja í London, en þriggja daga samningalotu lauk í gær.

Hús Línu öll skráð á 26 ára dóttur hennar

Allar fasteignir Línu Jia, sem er til rannsóknar hjá lögreglu vegna gruns um mansal, eru skráðar á 26 ára dóttur hennar. Ein fasteignin er 410 fermetra hús. Ung kínversk stúlka sakaði Línu um að hafa selt sig í vændi árið 2004.

Íslenskum unglingum gengur best í ritun

Íslenskir tíundu bekkingar stóðu sig best í ensku á samræmdu prófunum í ár. Lakastar voru einkunnir þeirra í íslensku. Í einstökum hlutum prófa var meðaleinkunnin hæst í íslenskri ritun.

Leggja til 300.000 tonna kvóta

Hafrannsóknastofnunin leggur til að heildaraflamark loðnu á vertíðinni 2012/2013 verði samtals 300 þúsund tonn. Heildarkvótinn á síðustu vertíð varð 765 þúsund tonn.

Schäuble og Draghi segja Stournaras bulla

Yannis Stournaras, fjármálaráðherra Grikklands, fullyrti á þingi í gær að Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefðu samþykkt að Grikkland fengi tveggja ára viðbótarfrest til að koma ríkisfjármálum sínum í lag.

Verðlaunaljósmyndari fékk bráðahvítblæði

Ljósmyndarinn Ingólfur Júlíusson greindist með bráðahvítblæði fyrir skömmu og hefur verið haldið í einangrun á Landspítalanum vegna veikinda sinna. Ingólfur er raunar heimsfrægur, ef svo má að orði komast, en fréttaveitan Reuters valdi mynd sem hann tók í gosinu árið 2010 eina af 150 bestu fréttaljósmyndum ársins. Það hafa því líklega milljónir séð myndir Ingólfs en hann hefur einnig unnið sem ljósmyndari fyrir Reuters um árabil.

Hundruð leitað til Símans vegna stolinna farsíma

Alls hafa þrjú hundruð einstaklingar leitað til Símans á síðustu sex mánuðum vegna stolinna farsíma. Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Símans, var í viðtali við Reykjavík síðdegis í dag þar sem hann var spurður út í þjófnað á farsímum í dag.

Berlusconi er kominn með nóg

Silvio Berlusconi ætlar ekki að sækjast eftir forsætisráðherraembættinu þegar Ítalir kjósa á næsta ári. Þetta staðfesti hann í dag. Berlusconi sagði að hér eftir yrði það hlutverk hans að styðja við bakið á ungu fólki sem geti skipt sköpum í stjórnmálum.

Sá sem skipulagði skotárásina á Malala nafngreindur

Bandaríska fréttastofan CBS greinir frá því í dag að pakistönsk yfirvöld hafa tæplega tvítugan karlmann grunaðann um að hafa skipulagt fólskulega skotárás á hina fjórtán ára gömlu Malala Yousufzai sem var skotin margsinnis í byrjun október.

Vilja hámark á laun verkalýðsforkólfa

Þór Saari mælti fyrir lagafrumvarpi á Alþingi í dag sem miðar að því að lögfesta reglu um hámarkslaun forsvarsmanna verkalýðsfélaga og hagsmunasamtaka launafólks þannig að þau geti aldrei orðið hærri en því sem nemur þreföldum lágmarkskjörum umbjóðenda sinna.

Almannavarnir lýsa yfir óvissustigi vegna jarðskjálftahrinu

Að höfðu samráði við vísindamenn, lögreglustjórana á Sauðárkróki, Akureyri og Húsavík hefur ríkislögreglustjóri ákveðið að lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinu úti fyrir Norðurlandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum.

Vill gefa lántakendum vopn í deilunni við fjármálafyrirtæki

Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vill veita lántakendum vopn í deilu sinni við fjármálafyrirtækin. Í viðtali við RÚV fyrr í kvöld sagði þingmaðurinn að hann vildi að sett yrði upp sérstök reiknivél sem endurreikni gengistryggð lán almennings án endurgjalds.

Kynjabundinn launamunur óþolandi

Velferðarráðherra segir óþolandi að launajafnrétti kynjanna hafi enn ekki verið náð á Íslandi. Hann kynnti í dag aðgerðaáætlun til að sporna við vandanum.

Rannsakað hvort Arðvis hafi verið umfangsmikið pýramídasvindl

Í morgun handtóku starfsmenn sérstaks saksóknara þrjá starfsmenn Arðvis, þar á meðal framkvæmdastjórann Bjarna Júlíusson. Húsleitir voru síðan framkvæmdar, meðal annars á skrifstofum fyrirtækisins í Bæjarlind í Kópavogi. Meðal þess sem er rannsakað er hvort um sé að ræða umfangsmikið pýramídasvindl.

Boraði í ellefu þúsund volta streng

Alvarlegt vinnuslys varð á Akureyri á fjórða tímanum í dag þegar karlmaður boraði í ellefu þúsund volta streng. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni brenndist maðurinn illa á úlnliðum og andliti og verður á gjörgæslu í nótt.

Buster og Nökkvi bestir

Fíkniefnahundurinn Buster hjá lögreglunni á Selfossi og Nökkvi hjá lögreglunni Borgarnesi eru bestu fíkniefnahundar landsins eftir Íslandsmeistaramót fíkniefnahunda sem fór fram á Eyrarbakka og Selfossi í gær og í dag, sem tíu hundar tóku þátt.

Einn handtekinn í Grafarvogi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með umfangsmiklar aðgerðir í Veghúsum í Grafarvogi þessa stundina en mikið af bensíni er í einni af íbúðum í götunni, eftir því sem fréttastofa kemst næst.

Trump greiðir 5 milljónir dala fyrir persónuupplýsingar Obama

Bandaríski auðkýfingurinn Donald Trump hefur skorað á Barack Obama, Bandaríkjaforseta, að birta persónuupplýsingar sínar. Í staðinn mun Trump styrkja góðgerðarsamtök um fimm milljónir Bandaríkjadala, eða það sem nemur sex hundruð og þrjátíu milljónum króna.

Sandy nálgast Jamaica

Íbúar Jamaica búa sig nú undir komu fellibylsins Sandy. Fjölmargir hafa leitað sér skjóls í sérstökum neyðarskýlum sem komið hefur verið upp á suðurströnd landsins.

Vara við erlendum tölvuþrjótum

Lögreglunni hafa borist nokkrar tilkynningar nýverið um að fólk sé að fá símtöl, ef til vill erlendis frá, þar sem hringjandi tilkynnir þeim að tölvan á heimilinu sé sýkt með vírus.

Illugi vill frekar betri spítala en ný jarðgöng

Það voru gerð mistök þegar ákveðið var að veita 10 milljörðum í lán vegna framkvæmda við Vaðlaheiðagöng, í stað þess að bæta tækjakost Landspítalans og Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Þetta sagði Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi í dag.

Mætti í sína eigin kistulagningu

Kistulagning í norðausturhluta Brasilíu fór úr skorðum á dögunum eftir að hinn látni mætti á svæðið og tilkynnti ástvinum að hann væri sannarlega á lífi.

Tekinn af lífi með sprengjuvörpu

Einn af varnarmálaráðherrum Norður-Kóreu, Kim Chol, var dæmdur til dauða á dögunum. Hann var sakaður um drykkjuskap og óviðeigandi háttsemi.

Fullorðnir eiga rétt á lyfjum við ADHD

„Miðað við texta fjárlagafrumvarps verður greiðsluþátttöku hætt á lyfjum við ADHD hjá fullorðnum. Við lýsum yfir áhyggjum vegna þess.“

Hryllingsmynd sýnd fyrir mistök

Mikið óðagot myndaðist við kvikmyndahús í Nottingham í gær. Foreldrar höfðu fjölmennt með börn sín á sýningu nýjustu Madagascar teiknimyndarinnar. Um 25 fjölskyldur voru í kvikmyndasalnum þegar sýningin hófst.

Vél Iceland Express kyrrsett á Keflavíkurflugvelli

Isavia kyrrsetti í morgun Airbus A-320 flugvél tékkneska flugfélagsins Holiday Czeck Airlines vegna ógreiddra lendingargjalda á Keflavíkurflugvelli. Iceland Express hefur ekki staðið skil á greiðslunum vegna flugs á vegum félagsins, eftir því sem fram kemur á vef Víkurfrétta.

Loftárásir á Gazasvæðinu í nótt

Ísraelsher stóð fyrir loftárásum á palestínsku borgina Rafah á Gazasvæðinu í nótt. Að minnsta kosti fjórir Palestínumenn létust í árásinni.

Kvíðir ekki vistinni á Kvíabryggju

Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur segir að Ítalir fari illa með sína vísindamenn. Þetta segir hann í tilefni þess að í fyrradag voru sjö vísindamenn dæmdir í fangelsi fyrir að bregðast rangt við fyrirboðum um skjálfta árið 2009.

Lést eftir hákarlaárás

Þrjátíu og níu ára gamall brimbrettakappi lést eftir hákarlaárás við strendur Santa Barbara í Kaliforníu í gær. Vinur mannsins varð vitni af árásinni og dró hann í land.

Þungun vegna nauðgunar er vilji guðs

Ummæli sem Repúblikaninn Richard Mourdock lét falla í kappræðum í Indianaríki hafa valdið miklu fjaðrafoki í Bandaríkjunum síðasta sólarhringinn.

Eldur í hesthúsi

Eldur kviknaði í hesthúsi að bænum Hellulandi í Hegranesi í Skagafirði á fyrsta tímanum í nótt, en svo vel vildi til að hestarnir voru allir úti þegar það gerðist. Slökkviliðið á Sauðárkróki kom fljótt á vettvang og logaði þá mikill eldur. Eftir tveggja klukustunda slökkvistarf fór liðið aftur til síns heima, en klukkustund síðar gaus eldurin aftur upp, og eftir það var slökkviliðið á vettvangi til klukkan sjö í morgun. Hesthúsið stendur fjarri öðrum húsum og logn var í nótt þannig að önnur mannvirki voru aldrei í hættu. Húsið er stórskemmt ef ekki ónýtt, og eldsupptök eru ókunn.-

Ban Ki-moon dansaði Gangnam Style-dansinn

Suður-kóreski söngvarinn Psy hefur heldur betur slegið í gegn á síðustu mánuðum eftir að lagið Gangnam Style varð vinsælt um allan heim. Á dögunum heimsótti Psy höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna í New York og hitti meðal annars samlanda sinn og framkvæmdastjórann Ban Ki-moon. Hann fékk framkvæmdastjórann virðulega til að taka Gangnam Style-dansinn á meðan fjöldinn allur af ljósmyndurum og fréttamönnum horfðu á.

Yfir 15.000 hafa skrifað undir hjá SÁÁ

Nú hafa yfir 15 þúsund Íslendingar skrifað undir kröfu um að 10 prósent af áfengisgjaldinu verði varið til að nýrra úrræða fyrir þolendur áfengis- og vímuefnavandans.

Ábendingum vegna nuddstofu rignir inn

Alþýðusambandinu bárust ábendingar í gær frá fyrrverandi viðskiptavinum Línu Jia, eiganda nuddstofa á höfuðborgarsvæðinu, um starfsemi hennar á stofunum. Nokkrir hringdu einnig inn til Fréttablaðsins eftir umfjöllun gærdagsins um rannsókn lögreglu á starfsemi konunnar vegna gruns um mansal.

Listaverk prýði frystigeymsluna

HB Grandi þarf að fá Samband íslenskra myndlistarmanna til að annast samkeppni um listskreytingu vegna úthlutunar lóðar fyrir frystigeymslu á athafnasvæði fyrirtækisins við gömlu höfnina í Reykjavík.

Sjá næstu 50 fréttir