Innlent

Landsbjörg fékk hvatningarverðlaun LÍÚ

BBI skrifar
Adolf Guðmundsson, formaður LÍÚ, afhendir Guðmundi Erni Jóhannssyni, framkvæmdastjóra Landsbjargar verðlaunin.
Adolf Guðmundsson, formaður LÍÚ, afhendir Guðmundi Erni Jóhannssyni, framkvæmdastjóra Landsbjargar verðlaunin.
LÍÚ afhenti slysavarnarfélaginu Landsbjörgu í dag hvatningarverðlaun LÍÚ. Verðlaunin eru í formi styrkjar að upphæð þriggja milljóna króna sem notaðar verða til reksturs og viðhalds björgunarskipa félagsins.

Slysavarnarfélagið Landsbjörg starfrækir 15 björgunarskip hringinn í kringum landið. Skipin eru veigamikill þáttur í starfsemi félagsins en árlega sinnir Landsbjörg um 100 neyðartilvikum á hafi úti.

Það var Adolf Guðmundsson, formaður, sem afhenti verðlaunin Guðmundi Erni Jóhannssyni, framkvæmdastjóra Landsbjargar á aðalfundi LÍÚ í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×