Fleiri fréttir

Tortryggni sem jókst stig af stigi

Vantrú Julians Assange á sænsku réttarfari kemur mörgum undarlega fyrir sjónir, en á sér engu að síður aðdraganda og ástæður. Kristinn Hrafnsson segir málið aldrei hætta að koma sér á óvart.

Sýður gulrætur í hver á Flúðum

„Þetta hefur verið ótrúlega spennandi,“ segir hinn heimsþekkti norski sjónvarpskokkur Andreas Viestad sem er staddur hér á landi við upptökur á tíundu þáttaröð af þætti sínum New Scandinavian Cooking.

Rúta skemmdist við Herjólf

Rúta stórskemmdist í Landeyjahöfn á þriðjudag þegar henni var ekið upp undir landgöngubrú Herjólfs. Ekki er talið að brúin hafi skemmst.

Segja brettagarð og breytt bílastæði þrengja að Þrótti

Verið er að ljúka framkvæmdum á brettagarði í Laugardal, á sama stað og Þróttur hafði hugsað sér íþróttahús. Einnig á að lagfæra bílastæðin við gervigrasvöllinn en þá missa Þróttur og Ármann um 50 til 60 stæði.

Féll næstum í gildru alþjóðlegra þrjóta

Auglýsing á íslensku vefsölutorgi rataði fyrir augu erlendra glæpamanna sem reyndu að ræna fé af Einari Skúlasyni, notanda á sölutorginu. Glæpamaðurinn þóttist vera norskur en vildi að Einar borgaði flutningskostnað til Barcelona.

Enn óvissa um Jóhönnu

Samfylkingin heldur flokksstjórnarfund um helgina og Vinstri græn flokksráðsfund. Undirbúningur kosninga verður í forgrunni og rætt verður um hvernig valið verður á lista. ESB-mál rædd, en ekki búist við samþykktum. Ekki er talið að Jóhanna Sigurðardóttir gefi neitt út um framtíð sína.

Aðeins að birta yfir lundanum

Vísbendingar eru um að nokkuð sé að birta yfir lundastofninum í Vestmannaeyjum. Pysjan er ekki að drepast í stórum stíl eins og undangengin ár og þær sem hafa komist upp virðast sprækar.

Axli pólitíska ábyrgð á sjónvarpsgjörningi

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks segir framsóknarmenn, sem hafa meirihluta í bæjarstjórn Hornafjarðar, þurfa að skýra hvernig þeir ætli að axla pólitíska ábyrgð á því að útgjöld sveitarfélagsins í tilefni sjónvarpsþátta margfölduðust.

Nýir foreldrar fá Svanspoka

Umhverfisstofnun býður nýbökuðum foreldrum að koma og sækja svokallaða Svanspoka með bæklingi sem fjallar um umhverfismerkið Svaninn og mikilvægi þess að velja umhverfisvottað fyrir ungbörn. Í pokanum eru einnig vöruprufur.

2.500 króna verðmunur á sögubók

Nýjar skólabækur fyrir framhaldsskóla eru ódýrastar í ritfangaversluninni A4 - Office 1, samkvæmt nýrri könnun ASÍ. Eymundsson í Kringlunni er oftast með hæst verð á nýjum bókum.

Lýsir eftir blárri bjöllu

„Ég er óskaplega óminnugur á smáhluti, föt og annað slíkt,“ segir Ómar Ragnarsson þegar hann er spurður út í hver hafi verið hans bestu og verstu kaup. Hann kveðst hins vegar minntur daglega á bestu bílakaupin. „Upphaflega keypti ég bílinn á 60 þúsund krónur norður á Akureyri og er búinn að keyra hann síðan. Bílinn hefur þjónað mér óskaplega vel, enda sá ódýrasti sem hægt er að hugsa sér í rekstri. Hann er að verða fornbíll og þar að auki einn af allra minnstu bílum í umferð, Daihatsu Cuore 1988 módel.“ Seljandann segir Ómar að hafi verið sá næstbesti sem hægt sé að hugsa sér, gömul kona á Akureyri. „En best væri þá gömul kona á Fljótsdalshéraði því þar er enginn sjór nálægt.“ Bílinn segir Ómar að hafi verið svo lítið ekinn og í svo góðu standi að öll þessi ár hafi hann flogið athugasemdalaust í gegn um skoðun. „Ég sef í honum, hann er vinnustaður, gististaður og farartæki búinn að vera í þessi fimm ár. Ég held að kalla megi þetta vel heppnaða naumhyggju í bifreiðum í efsta stigi.“

Kostnaðarsamt að taka með sér aukaferðatösku

Reglur flugfélaga um innritaðan farangur og handfarangur eru mismunandi. Mörg rukka fast gjald fyrir yfirvigt en önnur fyrir hvert umfram kíló. Gjöld fyrir aukaferðatösku nema þúsundum króna. Það getur þess vegna reynst dýrkeypt að hafa of mikinn farangur.

Verkföll í fleiri námum í S-Afríku

Verkföll suður-afrískra námuverkamanna hafa breiðst út með því að verkamenn í tveimur námum til viðbótar kalla eftir hærri launum. Jacob Zuma, forseti Suður-Afríku, heimsótti í gær námu þar sem lögregla skaut 34 og særði 78 þann 16. ágúst.

Curiosity rúntar um yfirborð Mars

Vitjeppinn Curiosity fór í sínu fyrstu ökuferð um Mars í dag. Rúnturinn var þó stuttur og tók aðeins sextán mínútur. Síðustu daga hefur Curiosity farið yfir hugbúnað og tækjakost sinn. Fyrr í vikunni notaði hann ChemCam greiningartólið í fyrsta sinn en það rýnir í berg rauðu plánetunnar með leysigeisla.

Velviljuð kona eyðilagði aldagamla fresku

Níræðri konu í smábænum Zaragoza á Spáni tókst að eyðileggja mikil menningarverðmæti á dögunum. Íbúar Zaragoza syrgja nú 120 ára gamla fresku í kirkju bæjarins. Sú gamla ákvað að lífga upp á myndina, viðgerðin gekk þó ekki sem skildi.

Frönsk kona villtist af leið

Frönsk kona villtist af leið við Hvannagil í Lóni í dag. Björgunarsveitir frá Höfn og Djúpavogi voru kallaðar til leitarinnar sem og leitarhundateymi af Austurlandi. Konan fannst síðan klukkan hálf tíu í kvöld.

Berst gegn einmanaleika

Sunna Rós Baxter er 25 ára gömul einstæð móðir. Hún berst nú gegn einmanaleika í íslensku samfélagi og hefur því stofnað samtökin Bjarta ljósið en þau eru hugsuð fyrir fólk sem hefur einangrast í samfélaginu.

Madeline prjónaði sex þúsund ungbarnahúfur

Hin 89 ára gamla Madeline Umhoefer er orðin að hálfgerðri goðsögn í heimabæ sínum í Bandaríkjunum. Hún var á unglingsaldri þegar hún lærði að prjóna. Síðan þá hefur hún prjónað ungbarnahúfur af miklum móð.

Skólavörur nemenda í fyrsta bekk kosta hátt í átta þúsund krónur

Skólavörur fyrir nemanda í fyrsta bekk í grunnskóla í Reykjavík kosta hátt í átta þúsund krónur. Kaupmaður í ritfangaversluninni Úlfarsfell, sem selt hefur tilbúna skólapakka til grunnskólanema í fimmtán ár, segir verðið hafi hækkað eftir hrun en innihald pakkanna breytist lítið.

Fagna hertari löggjöf um smálán

Meðalaldur þeirra sem taka smálán eru tæp þrjátíu og tvö ár, og meðallánsfjárhæðin rúmar sautján þúsund krónur. Þetta kemur fram í gögnum sem samtök smálánafyrirtækja hafa tekið saman.

Hleypt af byssu í Garðabæ

Karlmaður var handtekinn í Garðabæ á fimmta tímanum í dag. Hafði hann hleypt af skotvopni í íbúðarhúsi við Sunnuflöt. Maðurinn er nú í haldi lögreglu en um þrjátíu lögreglumenn tóku þátt í aðgerðinni. Loka þurfti hverfinu í stuttan tíma á meðan maðurinn var handsamaður. Mikill viðbúnaður var vegna málsins og var sérsveit lögreglunnar kölluð út.

Gengi krónunnar mun ekki falla að mati Seðlabankans

Seðlabankastjóri óttast ekki að gengi krónunnar muni hrynja þegar líða fer á haustið. Aðalhagfræðingur Seðlabankans segir allar greiningar benda til þess að gengið sé of lágt skráð.

Hryllingsmyndameistari heiðursgestur á RIFF

Ítalski kvikmyndagerðarmaðurinn Dario Argento verður heiðursgestur RIFF árið 2012. Kvikmyndahátíðin hefst 27. september næstkomandi og verður úrval mynda Argentos á dagskrá. Þá mun hann einnig ávarpa gesti hátíðarinnar.

A4 - Office 1 oftast með lægsta verðið

A4 - Office 1 var oftast með lægsta verðið á nýjum og notuðum bókum í verðkönnun ASÍ á skólabókum síðasta þriðjudag. Könnunin tók til 33 nýrra titla og var A4 - Office 1 með ódýrasta verðið á 15 titlum. Forlagið á Fiskislóð var í öðru sæti. Eymundsson var aftur á móti oftast með hæsta verðið.

Stundum er eins og tilgangurinn sé að skemma sem allra mest

Miklar skemmdir voru unnar á tveimur bifreiðum í Heiðmörk við Furulund í gærkvöld. Eigendur þeirra höfðu brugðið sér í hjólreiðatúr og skilið bílana eftir á meðan. Ófögur sjón mætti þeim þegar þeir komu til baka. Flestar rúður höfðu verið brotnar og greipar látnar sópa um bílana, m.a. hvarf fartölva úr öðrum þeirra.

Sætanýtingin verri þó farþegum fjölgi

Þrátt fyrir að farþegum milli Keflavíkur og Kaupmannahafnar hafi í ár fjölgað um rúmlega 2400 hefur sætanýtingin í flugum verið verri en í fyrra. Það skýrist af umtalsvert fleiri flugferðum milli staðanna og munar þar mest um tilkomu WOW air.

Þingað um heilbrigði hreindýra

Alþjóðlegur hópur sérfræðinga þingar um heilbrigði hreindýra á Skjöldólfsstöðum 23. og 24. ágúst. Þetta er annar fundur hópsins sem var stofnaður í Noregi 2011. Á fundunum verður farið yfir víðan völl en meðal annars sérstaklega fjallað um íslensk hreindýr, en sú umfjöllun verður á fimmtudeginum. Náttúrustofa Austurlands hefur haft veg og vanda af skipulagningu fundarins í samstarfi við Carlos.

Óþekktur maður í gæsluvarðhald

Óþekktur maður var í dag úrskurðaður í gæsluvarðhald en maðurinn var stöðvaður við vegabréfaskoðun 18. ágúst síðastliðinn. Hann framvísaði þá fölsuðu vegabréfi og þegar lögregla gekk á hann um hver hann raunverulega er vildi hann ekkert segja.

Skólasetning í MR

Menntaskólinn í Reykjavík var settur í dag þegar 920 nemendur skólans mættu í blíðskapar veðri og fengu smjörþefinn af skólastarfi vetrarins. Í ár byrja 265 nýnemar við skólann. Skólasetningin fólst í stuttri athöfn en skólastarf hefst með hefðbundnum hætti í fyrramálið.

Mál Snorra í Betel minnir á Pussy Riot

Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður, líkir dómnum í Rússlandi þar sem stúlkurnar þrjár úr pönkhljómsveitinni Pussy Riot voru dæmdar í tveggja ára fangelsi við brottvikningu Snorra í Betel úr kennarastarfi á Akureyri í nýjum pistli á bloggsíðu sinni.

Hægt að klára öll prófmálin á þremur mánuðum

Ef allir leggjast á eitt, verður hugsanlega hægt að klára og dæma í öllum prófmálunum vegna gengislánanna í Héraðsdómi á tveimur til þremur mánuðum, segir staðgengill varadómstjóra í Héraðsdómi Reykjavíkur.

Ísland orðið dýr og síðri kostur fyrir marga

"Ætla stjórnvöld að fara að slátra mjólkurkúnni loksins þegar hún er farin að virka," segir Sævar Skaptason, framkvæmdarstjóri ferðaþjónustu bænda um fyrirhugaða virðisaukaskattshækkun.

Sjónskertir ósáttir við arkitektatyppin og auglýsingaskiltin

Þrjár sjónskertar stúlkur eyddu sumrinu í að taka út aðgengismál fatlaðra og blindra að Laugaveginum í Reykjavík. Í nýlegri skýrslu sem stúlkurnar birtu fyrir hönd Blindrafélagsins kemur fram að þrjú atriði hafi truflað stúlkurnar mest á ferðum sínum niður Laugaveginn, það voru auglýsingaskilti sem stóðu á miðjum gangstéttum, þröskuldar og tröppur inn í verslanir og veitingastaði og litlir staurar sem standa víða upp úr gangstéttinni á Laugaveginum.

Rafhjól eru engin leiktæki

Notkun rafhjóla hefur aukist mjög á landinu síðustu ár. Akstur þeirra er að mörgu leyti mjög frábrugðinn hefðbundnum reiðhjólum. Lögreglu hafa reglulega borist tilkynningar um rafhjól sem ekið er ógætilega, jafvel af börnum, hjálmlausum og stundum með mörgum farþegum. Því hefur Umferðarstofa gefið út leiðbeiningar sem eigendur rafhjóla ættu að hafa bakvið eyrað.

Reykspúandi bifreið ræsti slökkviliðið

Slökkviliðið var kallað út um hálf níu leytið í morgun vegna reykjarmakkar í austurhluta Reykjavíkur. Þegar viðbragðsaðilar komu á svæðið kom í ljós að um reykspúandi bifreið var að ræða og viðbragðsaðilum var snúið frá.

Rignir áfram næstu daga

Sumarið hefur verið fádæma þurrt í borginni en síðdegis í gær opnuðust himnarnir. Veðurfræðingar Veðurstofunnar segja að borgarbúar geti búist við vætu fram eftir vikunni og sérstaklega um helgina.

Bryndísarsjoppa brann

Eldur kom upp í yfirgefnu húsi nærri Flensborgarskólanum í Hafnarfirði í morgun, en húsið er yfirleitt kallað Bryndísarsjoppa. Eldurinn kom upp klukkan sjö í morgun. Slökkviliðismenn voru að störfum í tvo klukkutíma áður en þeir náðu að slökkva eldinn. Ekkert rafmagn er í húsinu og byrjað var að rífa það niður, grunur er um íkveikju. Mikill eldur var í sjoppunni.

Meðalafli 11 tonn á bát

Meðalafli á hvern strandveiðibát í sumar var rösklega ellefu tonn, en strandveiðunum í ár lauk endanlega á miðnætti. Meðal aflaverðmæti á bát var 3,4 milljónir sem er þriggja prósenta aukning frá því í fyrra.

Sárasótt skekur klámmyndaiðnaðinn

Bandarískt fyrirtæki sem sér um dreifingu á fullorðinsmyndum tilkynnti í gær að framleiðsla á slíkum myndum í Los Angeles yrði hætt tímabundið eftir að einn leikaranna greindist með sárasótt, en það er sjúkdómur sem getur blossað upp eftir að fólk gamnar sér saman.

Hákarlar syntu í kringum ömmuna

Hin sextíu og þriggja ára Diana Nyad þurfti að játa sig sigraða í gærkvöldi þegar hún reyndi að synda frá Kúbu til Bandaríkjanna eftir að hún var stungin af marglyttu. Auk þess voru nokkrir hákarlar farnir að hringsóla í kringum hana.

Skilnaðurinn genginn í gegn

Skilnaður Tom Cruise og Katie Holmes er genginn í gegn lögformlega, eftir því sem E! sjónvarpsstöðin greindi frá í gærkvöld. Sjónvarpsstöðin hafði eftir heimildarmanni sem var náinn vinur Cruise að hann væri mjög ánægður og honum væri létt yfir því að nú gæti hann horft fram á veginn. Hann myndi leggja allt kapp á að standa sig í föðurhlutverkinu.

Sjá næstu 50 fréttir