Lygilegt langlífi systkina - 818 ára gömul 22. ágúst 2012 10:46 Á myndinni sést sú elsta í hópnum, Consolata Melis ásamt þremur bræðrum sínum. Hún er 104 ára gömul, en verður 105 ára á morgun. Elstu systkini í heimi eru samanlagt yfir 800 ára gömul og búa þau á eyjunni Sardiníu. Systkinin eru níu talsins og voru nýlega skráð í heimsmetabók Guinness sem elstu systkini í heiminum. Ef aldur þeirra allra er lagður saman nær hann 818 árum, takk fyrir. Elsta systirin er 104 ára gömul og svo koma þau koll af kolli. 99 ára, 97, 93, 91, 89, 86 81, og sú yngsta í systkinahópnum er ekki nema 78 ára. Luca Deiana, prófessor við háskólann í borginni Sassari í Sardiníu segir að langlífi systkinana sé með ólíkindum. Vissulega sé langlífi ættgengt og í genum fjölskyldunnar en þó sé líklegt að aðrir þættir spili inn í þennan háa aldur. Til að mynda landslagið á eyjunni og ávextir sem eyjaskeggjar hafa ræktað í áratugi, sérstaklega perurnar og sveskjurnar. Langlífi er töluvert algengt á eyjunni því af hverjum 100 þúsund íbúm eru 22 eldri en 100 ára. Þrátt fyrir að vera orðin svona gömul þá eru þau flest öll í góðu formi, bæði líkamlega og andlega. Til dæmis rekur bróðirinn sem er 89 ára krá í heimabæ sínum og sú sem er 99 ára sækir messu í hverri viku. Ef afkomendur systkinanna fá sömu gen og þau sjálf má reikna með að þau komi til með að ná álíka háum aldri. Að minnsta kosti ætti að vera nóg af einstaklingum til að erfa langlífið því sú elsta í hópnum, þessi sem er 104 ára, á níu börn, 24 barnabörn og 25 barnabarnabörn. Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Fleiri fréttir „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Sjá meira
Elstu systkini í heimi eru samanlagt yfir 800 ára gömul og búa þau á eyjunni Sardiníu. Systkinin eru níu talsins og voru nýlega skráð í heimsmetabók Guinness sem elstu systkini í heiminum. Ef aldur þeirra allra er lagður saman nær hann 818 árum, takk fyrir. Elsta systirin er 104 ára gömul og svo koma þau koll af kolli. 99 ára, 97, 93, 91, 89, 86 81, og sú yngsta í systkinahópnum er ekki nema 78 ára. Luca Deiana, prófessor við háskólann í borginni Sassari í Sardiníu segir að langlífi systkinana sé með ólíkindum. Vissulega sé langlífi ættgengt og í genum fjölskyldunnar en þó sé líklegt að aðrir þættir spili inn í þennan háa aldur. Til að mynda landslagið á eyjunni og ávextir sem eyjaskeggjar hafa ræktað í áratugi, sérstaklega perurnar og sveskjurnar. Langlífi er töluvert algengt á eyjunni því af hverjum 100 þúsund íbúm eru 22 eldri en 100 ára. Þrátt fyrir að vera orðin svona gömul þá eru þau flest öll í góðu formi, bæði líkamlega og andlega. Til dæmis rekur bróðirinn sem er 89 ára krá í heimabæ sínum og sú sem er 99 ára sækir messu í hverri viku. Ef afkomendur systkinanna fá sömu gen og þau sjálf má reikna með að þau komi til með að ná álíka háum aldri. Að minnsta kosti ætti að vera nóg af einstaklingum til að erfa langlífið því sú elsta í hópnum, þessi sem er 104 ára, á níu börn, 24 barnabörn og 25 barnabarnabörn.
Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Fleiri fréttir „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Sjá meira