Fleiri fréttir

Nýtt MS lyf samþykkt

Greiðsluþátttaka ríkisins í MS lyfinu Gilenya hefur verið samþykkt, en Landspítalinn óskaði eftir flýtimeðferð á afgreiðslu umsóknar um innleiðingu lyfsins þann 28. júní síðastliðinn.

Slökkviliðsstjóri hefur áhyggjur af þurrkum

Slökkviliðsstjórinn í Árnessýslu hefur vaxandi áhyggjur af langvarandi þurrkum á Suðurlandi. Hann segir slökkviliðið vera skíthrætt við einnota grill og önnur ný tæki sem geta verið mjög varasöm úti í náttúrunni.

Hringtorg við Rauðavatn lokað í kvöld

Í kvöld eru fyrirhugaðar malbikunarframkvæmdir í hringtorgi við Rauðavatn á mótum Suðurlandsvegar og Breiðholtsbrautar. Vegna þessa verður hringtorgið lokað að hluta frá klukkan 21 og fram eftir nóttu. Opið verður fyrir umferð að austan til vesturs fram eftir kvöldi, svo verður lokuninni snúið við. Um eða eftir miðnætti gæti orðið um tímabundna lokun að ræða. Settar verða upp merktar hjáleiðir í gegnum Norðlingaholt og Árbæ. Vegfarendur eru beðnir um að sýna aðgát.

Segir ráðningar án auglýsinga grafa undan trausti á ríkinu

Umboðsmaður Alþingis vill að þeir sem hafa ráðningarvald hjá hinu opinbera gæti betur að því sem býr að baki lögum um auglýsingaskyldu. Hann telur að með því sé hægt að auka traust á stjórnsýslunni. Þá telur hann mikilvægt að þegar auglýst er, sé ráðið í störfin í samræmi við þau sjónarmið sem fram koma í auglýsingu.

Bílastæði gert vistvænna

Við sportvöruverslunina Tri við Suðurlandsbraut getur nú að líta venju fremur vistvænt bílastæði. Eigendur verslunarinnar ákváðu að tími væri til kominn að gera hjólafólki hátt undir höfði og lögðu eitt bílastæði undir hjólagrind. Stæðið hefur vakið lukku meðal hjólafólks en stæðið er beint fyrir framan innganginn. Að sögn eiganda var hugmyndin sú að veita hjólafólki besta aðgengið að búðinni enda er hún ætluð m.a. fyrir hjólreiðarmenn.

Jakob Frímann fær lífsýni úr Davíð Stefánssyni

Jakob Frímann Magnússon tónlistarmaður mun fá að gang að lífsýnum Davíðs Stefánssonar skálds frá Fagraskógi og tveggja annarra einstaklinga, samkvæmt úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur frá í morgun. Þetta kemur fram á mbl.is Jakob hyggst nýta lífsýnin til ættfræðirannsókna

Vill gera dómara afturreka

Þorvaldur Gylfason, hagfræðiprófessor, viðraði þá hugmynd á bloggi sínu í gær hvort íslenskir dómarar ættu að verða leystir frá störfum ef dómar þeirra reyndust rangir fyrir alþjóðlegum dómstólum.

Fjörutíu ár liðin frá Einvígi aldarinnar

Fjörutíu ár eru liðin í dag frá því að Einvígi aldarinnar hófst. Þá tefldu þeir Boris Spassky, heimsmeistari í skák, og Bobby Fischer sína fyrstu skák hér í Reykjavík. Skákmenn munu halda upp á daginn með því að nýtt húsnæði skákfélagsins á Suðurlandi verður vígt. Það er helgað minningu Fischers og verður í senn minningarsetur um hann. Gunnar Finnlaugsson skákáhugamaður hefur haft veg og vanda að byggingu hússins. Fischer hvílir, sem kunnugt er, í Laugardælakirkjugarði á Selfossi.

Boðað til samstöðumótmæla

Þrjár konur, sem eru í rússnesku pönksveitinni Pussy Riot og hafa verið í haldi lögreglu í Moskvu frá því í mars, hafa hafið hungurverkfall.

Íþróttir þema ljósmyndakeppni

Íþróttir eru þema annarrar ljósmyndakeppni sem Fréttablaðið stendur fyrir í sumar. Vonast er eftir sem fjölbreytilegustu myndum frá þátttakendum en undir íþróttaþema geta fallið myndir frá íþróttamótum barna og fullorðinna, myndir af brennó, badmintonleik úti í garði eða golfi svo fáein dæmi séu tekin. Skilafrestur fyrir íþróttamyndirnar er 18. júlí en myndir skal senda á netfangið Ljosmyndasamkeppni@frettabladid.is.

Skurðaðgerðir við lungnakrabba skila góðum árangri

Árangur skurðaðgerða vegna lungnakrabbameins hér á landi er mjög góður í alþjóðlegum samanburði og lífslíkur þeirra sem gangast undir slíkar aðgerðir hafa batnað umtalsvert. Þetta kemur fram í grein íslenskra vísindamanna við Háskóla Íslands og Landspítala sem birtist nýverið í einu virtasta tímariti heims á sviði krabbameinslækninga, Journal of Thoracic Oncology.

Kúabændur furða sig á ákvörðun landbúnaðarráðherra

Landssamband kúabænda furðar sig á þeirri ákvörðun sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að heimila innflutning á ostum unnum úr ógerilsneyddri mjólk en reglugerð þess efnis var undirrituð í vor eins og Fréttablaðið greindi frá á dögunum.

Katie Holmes aftur orðin kaþólsk

Katie Holmes er orðin kaþólsk að nýju. Daginn eftir skyndiskilnað sinn við Tom Cruise eða í gærkvöldi sagði Holmes sig úr Vísindakirkjunni og skráði sig og dóttur sína Suri inn í söfnuðinn við hina kaþólsku kirkju St. Francis Xavier í New York en í þeirri borg munu mæðgurnar búa til framtíðar.

Ætlar á snekkju í kringum Ísland, eftir hringveginum

Skoskur ævintýramaður, Andrew Baldwin að nafni, ætlar að fara hringinn í kringum Ísland á lítilli snekkju sinni. Þetta væri svo sem vart í frásögur færandi nema að hann ætlar að keyra snekkjuna, sem heitir Scary Marie, eftir hringveginum.

Lyfjakostnaður lækkar áfram

Lyfjakostnaður Sjúkratrygginga, vegna lyfja annarra en sjúkrahúslyfja, lækkaði árið 2011 frá árinu á undan þrátt fyrir að lyfjanotkun hefði aukist. Lækkunin er einkum til komin vegna breytinga stjórnvalda á greiðsluþátttöku í þunglyndis- og flogaveikislyfjum.

Vill dýralögreglu sem sérhæfir sig í eftirliti

„Eftirlit með dýravelferð hér á landi er í mjög lágum gæðaflokki,“ segir Árni Stefán Árnason, lögfræðingur í dýrarétti. „Málarekstur tekur langan tíma, valdhafar beita ekki inngripum og hagsmunatengsl eru mjög rík.“

Tryggja farsímasamband um allan heim

Íslenska fyrirtækið On Waves, sem er að stærstum hluta í eigu Símans, tryggir áhöfn og farþegum á hátt í 600 stórskipum um allan heim farsímasamband. Í þeim hópi er fjöldi skemmtiferðaskipa en eitt þeirra, Celebrity Eclipse, lagðist að bryggju í Reykjavík í gær.

Segir úrbóta þörf eftir laumufarþegaatvik

Öryggisferlar flugfélaga á Keflavíkurflugvelli eru óbeint tengdir almennu öryggiskerfi á flugvallarsvæðinu. Úrbóta er þó þörf í ljósi atviks um síðustu helgi þegar tveir menn komust inn á öryggissvæði flugvallarins og upp í flugvél Icelandair þar sem þeir fundust. Þetta segir Heimir Már Pétursson, upplýsingafulltrúi Iceland Express, í samtali við Fréttablaðið, aðspurður um yfirlýsingu Isavia um að öryggiskerfi á flugvellinum „hafi virkað“ þrátt fyrir uppákomuna.

Frjókorn fleiri í þurrki og hita

Mikil frjódreifing var í Reykjavík í júní enda mánuðurinn óvenjuþurr. Heildarfjöldi frjókorna í júní reyndist 1.841 frjó á rúmmetra. Aðeins í fyrra mældust þau fleiri.

Fréttablaðið heldur ótvíræðu forskoti

Fréttablaðið er sem fyrr langmest lesna blað landsins samkvæmt mælingum Capacent. Nýjasta lestrarkönnunin, fyrir annan ársfjórðung 2012, sýnir að 68,6 prósent höfuðborgarbúa á aldrinum 18 til 49 ára lesa blaðið, sem er lækkun úr 69,3 prósentum frá fyrsta ársfjórðungi.

Tekinn með fíkniefni í Hjartargarðinum

Lögregla stöðvaði mann í Hjartargarðinum svokallaða við Laugaveg í nótt. Hann reyndist vera með fíkniefni á sér og fær hann á sig kæru fyrir vikið. Einnig var hann kærður fyrir brot á lögreglusamþykkt.

Koma má með hrátt kjöt ef það er frosið

Ferðamenn geta nú komið með hrátt kjöt til landsins sé það frosið og prófað fyrir salmónellu. Ekki þarf að greiða toll af kjötinu sé magnið undir þremur kílóum. Afla þarf þó leyfis hjá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu fyrir fram. Vottorðakrafa fyrir soðnar vörur hefur verið felld niður, að því er Gísli Sverrir Halldórsson, dýralæknir inn- og útflutningsmála hjá Matvælastofnun (MAST) greinir frá.

Gefa 100 kíló af erlendri mynt

Forsvarsmenn Strætó afhentu Dóru Elínu Atladóttur, forstöðumanni Vildarbarna Icelandair, yfir hundrað kíló af erlendri mynt nýverið.

Fleiri geitungar en voru í fyrra

Það sem af er sumri hafa meindýraeyðar Reykjavíkurborgar þurft að eyða mun fleiri geitungabúum en síðastliðin ár. Guðmundur Björnsson, meindýraeyðir hjá Reykjavíkurborg, segir þó að nú sé geitungatímabilið rétt að hefjast svo að enn sé of snemmt að bera árin saman. "Þetta er þó vísbending um að þeim gæti verið að fjölga,“ segir hann.

Engin sameining syðra að sinni

Ekkert verður af viðræðum um sameiningu Reykjanesbæjar, Garðs og Sandgerðis eftir að Sandgerðingar ákváðu að taka ekki þátt. Bæjaryfirvöld í Garði, sem höfðu áður ákveðið að taka þátt í viðræðunum, sjá ekki grundvöll fyrir að halda áfram viðræðum án Sandgerðinga.

Skolp rennur úr yfirfalli fyrir regnvatn

Úr yfirfallsröri fyrir regnvatn fellur skolp í Arnarneslæk í Garðabæ. Íbúi í nágrenninu segir lyktina vera eins og á útikamri. Rörið kemur frá einu af elstu hverfunum í Garðabæ, úr Mýrahverfi og Túnahverfi. Í læknum fljóta pappírstægjur og límast við steina og hvít slikja liggur á vatninu.

18.000 íbúinn fær gjafir

Íbúar á Akureyri urðu 18 þúsund talsins 29. maí, þegar Elísabetu Þórunni Jónsdóttur og Sveini Arnarsyni fæddist sonur. Af því tilefni ætla Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri og Geir Kristinn Aðalsteinsson, forseti bæjarstjórnar, að afhenda drengnum og foreldrum hans gjafir í dag.

Icelandair flaug oftast frá Íslandi

Icelandair flaug allra flugfélaga mest frá Íslandi í júní. Flugfélagið stóð fyrir tæpum 70 prósentum allra utanlandsfluga frá landinu, eða tæplega tólf hundruð ferðum. Túristi.is hefur tekið saman upplýsingar um ferðir allra flugfélaga sem héðan flugu í júní.

Þúsundir íbúa búa við hávaða

Hávaði frá umferð fer yfir viðmiðunarmörk við húsveggi þúsunda íbúða á höfuðborgarsvæðinu. Fyrsta áfanga kortlagningar hávaða frá stórum vegum í þéttbýli er lokið.

Björgólfur Thor fær ekki að breyta húsinu

Húsið við Fríkirkjuveg 11 í Reykjavík hefur nú verið friðað að öllu leyti. Mennta- og menningarmálaráðherra friðaði á mánudag innra byrði hússins að tillögu Húsafriðunarnefndar. Ytra byrðið var friðað 25. apríl 1978.

Íslenskir dómstólar brutu á blaðakonum

Íslenska ríkið braut gegn tjáningarfrelsi blaðamannanna Bjarkar Eiðsdóttur og Erlu Hlynsdóttur, þegar þær voru dæmdar til að bera ábyrgð á ummælum viðmælenda sinna og fundnar sekar um meiðyrði árið 2009. Þetta er niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu, sem dæmir ríkið til að greiða þeim báðum milljónir í skaða- og miskabætur og málskostnað.

Efasemdir um McDonald‘s og Coca-Cola

Jacques Rogge, forseti Alþjóðlegu ólympíunefndarinnar, segir í viðtali við Financial Times að nefndin hafi íhugað að hætta við að hafa hamborgararisann McDonald's sem styrktaraðila. Segir hann að gagnrýni samtaka sem berjast fyrir bættri heilsu á tengsl skyndibitakeðja við Ólympíuleikana hafi farið vaxandi.

30 milljarðar til Spánar í júlílok

Þrjátíu milljörðum evra verður dælt inn í spænska bankakerfið í lok júlímánaðar. Fjármálaráðherrar evruríkjanna sautján samþykktu þetta á fundi í fyrradag.

Forseti og þing bjóða herforingjum birginn

Hæstiréttur Egyptalands ógilti í gær tilskipun Mohammeds Morsi, forseta landsins, um að egypska þingið verði kallað saman á ný. Rétturinn, sem úrskurðaði nýlega að þingkosningarnar í vetur hefðu verið ólöglegar, sagði Morsi ekki hafa vald til að kalla þingið saman á ný.

Bjargaði björgunarmanni sem fékk þyrluspaða í höfuðið

Herlækninum Jeremy Kilburn hefur líklega ekki grunað hvað væri í vændum þegar hann var á göngu í skóginum Shasta-Trinity í Bandaríkjunum á dögunum. Hundurinn hans gekk í veg fyrir hann með þeim afleiðingum að hann féll illa og fótbrotnaði. Þá voru góð ráð dýr, en samkvæmt AP fréttastofunni var kallað eftir þyrluaðstoð svo það væri hægt að flytja Kilburn á sjúkrahús.

Eyfirðingar þjónusta olíuleitarflota af Drekasvæðinu

Floti fjögurra olíurannsóknarskipa kom inn til Akureyrar í dag af Drekasvæðinu til að sækja sér vistir og þjónustu sem og til áhafnaskipta. Eyfirðingar fá þarna forsmekkinn af þeim umsvifum sem vaxandi olíuleit í Norðurhöfum gæti skapað á Íslandi á næstu árum. Rannsóknarskipið Nordic Explorer fer fyrir flotanum en með því eru þrjú fylgdarskip, tvö færeysk og eitt íslenskt, Valberg VE.

Skemmdu upplýsingavita

Skemmdir voru unnar á upplýsingavita við setlaugina á Gróttu um hádegið í dag samkvæmt lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt upplýsingum starfsmanns Seltjarnarnesbæjar er tjónið nokkur hundruð þúsund krónur.

Sprautaði sósu á kærustuna fyrir að lesa "mömmuklám“

Það er óhætt að segja að skáldsagan Fifty Shades of Grey eftir rithöfundinn El James fari sigurför um allan heim. Bókin, sem hefur verið kölluð mömmuklám af gárungunum, hefur meðal annars orðið til þess að sérfræðingar í Bandaríkjunum búast við meiriháttar aukningu á barneignum þar í landi. Þannig er gert ráð fyrir ástleitnum afleiðingum skáldskaparins sem fjallar í örstuttu máli um konu sem á í ástarsambandi við hinn dularfulla Grey.

Sjá næstu 50 fréttir