Fleiri fréttir

Evrópskir kvikmyndagerðarmenn skrásetja líf íslenska bóndans

Það eru ekki bara kvikmyndagerðarmenn frá draumaborginni sem hafa áhuga á Íslandi þessi dægrin. Arthúr Björgvin Bollason er hér á landi að lóðsa þýska kvikmyndageðarmenn um íslenskar sveitir. Umfjöllunarefni kvikmyndagerðarmannanna er ekki trylltar geimverur eða dökk framtíðarsýn Tom Cruise og félaga í kvikmyndinni Oblivion, heldur hinn jarðtengdi íslenski sauðfjárbóndi.

Tökur á Oblivion hafnar að nýju

Tökur á myndinni Oblivion eru hafnar að nýju. Tökur stóðu yfir hér á Íslandi seinni hluta júnímánaðar, en Íslandstökunum lauk á mánudag í síðustu viku.

Þeir sem misstu af veiðunum fá uppbót

Þeir sem töldu að strandveiðar á svæði A væru óheimilar í dag og réru ekki fá í staðinn viðbótardag til strandveiða í ágúst mánuði.

Sérstakur dagur vegna offjölgunar mannkyns

Dagur mannfjölda jarðarinnar (world population day) var haldinn í dag í því skyni að vekja athygli fólks á offjölgun mannkyns. Hugmyndin að deginum kviknaði þann 11. júlí árið 1987, sem er nokkurn veginn sá dagur sem íbúafjöldi jarðarinnar náði fimm milljörðum. Nú eru íbúar jarðarinnar um það bil 7.025.071.966.

Stríðsherra dæmdur fyrir að nota börn í hernað

Thomas Lubanga er stríðsherra frá Kongó sem notaði börn sem hermenn. Hann var í dag dæmdur til 14 ára fangelsisvistar fyrir Alþjóðlega sakamáladómstólnum. Þetta er fyrsti dómurinn sem fellur hjá dómstólnum.

Þyrla leitar ferðamanns við Landmannalaugar

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út fyrr í dag til aðstoðar við leit að erlendum ferðamanni sem er villtur á hálendinu. Talið er að hann sé í nágrenni Landmannalauga. Það var lögreglan á Hvolsvelli sem óskaði eftir aðstoð þyrlunnar. Þyrlan fór í loftið um þrjúleytið í dag, samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni.

Fríkirkjuvegur 11 friðaður

Húsið að Fríkirkjuvegi 11 hefur verið friðað í heild sinni. Ytra byrði hússins var friðað á áttunda áratug síðustu aldar en að tillögu Húsafriðunarnefndar var innra byrðið friðað sömuleiðis. Húsið þykir eðalsteinn íslenskrar byggingalistar. Athafnamaðurinn Thor Jenssen fékk Einar Erlendsson arkitekt til að teikna fyrir sig íbúðarhús sem hann reisti við Fríkirkjuveg 11 árið 1907.

Söfnun undirskrifta hafin fyrir Ingólfstorg og Nasa

Undirskriftasöfnun til bjargar Ingólfstorgi og Nasa hófst á netinu í dag. Ætlunin er að mótmæla fyrirhuguðum byggingarframkvæmdum á Ingólfstorgi og því að hótel rísi þar sem nú er skemmtistaðurinn Nasa.

Allt slökkvilið kallað að Þverholti

Allt tiltækt lið slökkviliðsins var kallað að Þverholti 19 fyrir stundu. Þar var nokkur eldur en búið er að ná tökum á honum að mestu leyti.

Strandveiðar heimilar í dag fyrir mistök

Strandveiðar voru óvart heimilar í dag á svonefndu A svæði vestanmegin á landinu. Sjávarútvegsráðuneytið hafði auglýst að strandveiðum yrði lokað á svæðinu frá og með deginum í dag. Eitthvað virðist hins vegar hafa farið úrskeiðis í samskiptum ráðuneytisins og starfsmanna Stjórnartíðinda með þeim afleiðingum að auglýsingin birtist ekki í B-deild Stjórnartíðinda. Auglýsingin tók því ekki gildi í dag og um leið og sjómenn urðu þess áskynja þustu þeir aftur út á miðin.

Síbrotamaður í fangelsi

Karlmaður á þrítugsaldri var dæmdur í tíu mánaða fangelsi í dag fyrir fjölda brota, svo sem innbrot, nytjastuldi gripdeildir og fleiri brot sem framin voru í ár og í fyrra. Tveir nítján ára gamlir piltar voru dæmdir í þriggja mánaða skilorðsbundin fangelsi fyrir að hafa tekið þátt í hluta af þessu brotum. Mennirnir voru meðal annars fundnir sekir um að hafa stolið bíl þann 8. júní síðastliðinn í Hafnarfirði og dælt bensíni á hann án þess að greiða fyrir. Þá brutust þeir inn í íbúð í Helluvaði og fóru inn um ólæstar dyr á íbúð í Kambavaði. Tveir mannanna hafa ítrekað gerst brotlegir við lög en ekki sá þriðji.

Réðst á lögreglumenn

Kona á sextugsaldri var í morgun dæmd í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir eignarspjöll og brot gegn valdstjórninni. Konan var fundin sek um að hafa brotið tvær rúður á bakhlið íbúðarhúss í Vesturbæ og eina á framhlið þess, auk þess að valda skemmdum á útidyrahurð hússins. Hún sparkaði svo í bringu lögreglumanns og stuttu síðar í andlit lögreglukonu sem höfðu afskipti af konunni. Konan á sér nokkra brotasögu og hefur gengist undir lögreglusátt vegna líkamsárásarmáls og hlotið dóma fyrir ölvunarakstur.

Skýrt og einbeitt markmið að sigra nektarhlaupið

Pétur Geir Grétarsson fór á Hróarskeldu með það skýra og einbeitta markmið að sigra nektarhlaupið. Sem hann og gerði með miklum sóma. Hann sigraði með tíu metra forskoti, sem verður að teljast nokkuð gott.

Blaðamenn geti fjallað um málefni á borð við mansal og nektardansstaði

Það er tími til kominn að menn átti sig á því hvað tjáningarfrelsið skiptir miklu máli hér á íslandi og því sé gefið svigrúm til að vinna fyrir samfélagið, segir Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands. Mannréttindadómstóll Evrópu komst í morgun að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hefði brotið gegn tjáningarfrelsisákvæði

Tillitsleysi í miðborginni

Bílstjórar gerast sí og æ sekir um átakanlegt tillitsleysi með því að leggja ökutækjum sínum langt upp á gangstéttir að sögn lögreglu. Talsvert er um stöðubrot og þá á lögreglan um fátt annað að velja en að láta fjarlægja ökutæki á kostnað eigenda.

Uppbygging í Frankfurt er Reykvíkingum áminning

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, stimplar sig inn í umræðuna um uppbygginguna við Ingólfstorg og Kvosinni á bloggsíðu sinni í dag. Hann rifjar upp uppbyggingu í gamla miðbæ Frankfurt eftir síðari heimsstyrjöldina.

Himinn og jörð loga á verðlaunaljósmynd

Bæði jörðin og himinninn loga í mynd sem ljósmyndarinn Sigurður Hrafn Stefnisson tók af Heklugosinu árið 1991. Myndin var valin ein af 100 bestu ljósmyndum 113 ára hjá National Geographic árið 2001.

Fundu 70 kannabisplöntur

Rúmlega 70 kannabisplöntur fundust á ýmsum stigum ræktunar þegar lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun í íbúð í fjölbýlishúsi í Grafarholti um helgina. Húsráðandi, karl á fertugsaldri, viðurkenndi aðild sína að málinu.

Stórsigur fyrir blaðamenn

"Ég er í skýjunum yfir þessu," segir Björk Eiðsdóttir, ritstjóri Séð og heyrt og fyrrverandi blaðamaður á Vikunni. Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu í morgun að íslenska ríkið hefði brotið gegn henni og Erlu Hlynsdóttur blaðamanni þegar þær voru gerðar ábyrgar fyrir ummælum viðmælenda sinna á tveimur dómsstigum á Íslandi. "Þetta er frábært. Fyrir hönd okkar allra í blaðamannastéttinni, þá er þetta bara stórsigur," segir hún.

Tjáningarfrelsið var fótum troðið - dómurinn reifaður

Það sem skipti höfuðmáli í dómum Mannréttindadómstóls Evrópu sem féllu í dag, þar sem íslenska ríkið var talið hafa brotið gegn tjáningafrelsi tveggja blaðamanna, er það hlutverk sem fjölmiðlar gegna í lýðræðissamfélagi, þeir eru varðhundar lýðræðisins. Og þó pressan megi ekki ganga út fyrir ákveðin mörk og verði að bera virðingu fyrir orðspori fólks er það engu að síður skylda fjölmiðla að miðla upplýsingum og hugmyndum um málefni sem snerta almenning. Og almenningur hefur rétt til að njóta þeirra.

„Stórkostlegur sigur fyrir tjáningarfrelsið“

Ég held að þetta hafi verið stórkostlegur sigur fyrir tjáningarfrelsið í landinu sem hefur verið í nauðvörn síðustu ár fyrir dómstólnum, segir Gunnar Ingi Jóhannsson, lögmaður blaðmannanna Bjarkar Eiðsdóttur og Erlu Hlynsdóttur.

Gíslar í haldi í barnaskóla

Vopnaður maður tók gísla í barnaskóla í rétt sunnan við París í morgun. Upphaflega voru börn meðal gíslanna en nú virðist sem aðeins einn fullorðinn einstaklingur sé í haldi.

Sir Anthony Hopkins á leið til Íslands

Breski stórleikarinn sir Anthony Hopkins er væntanlegur til landsins síðar í sumar. Hann hefur fallist á að taka að sér hlutverk í myndinni Noah sem tekin verður upp að hluta til hér á landi.

Fimm ferðamenn slösuðust við Búrfell

Umferðarslys varð á Landvegi til móts við Búrfell í gærkvöldi. Fimm erlendir ferðamenn voru í bílnum og slasaðist einn alvarlega, annar minna og þrír urðu fyrir minniháttar hnjaski.

Tvær innbrotstilraunir í nótt

Tvær tilraunir til innbrota voru gerðar á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Í Hafnarfirði var reynt að brjótast inn í gullsmíðastofu rétt fyrir klukkan tvö og var rúða brotin. Þjófarnir höfðu hinsvegar ekki erindi sem erfiði og komust ekki inn í húsið og því var engu stolið.

Þarf að fækka fé ef ekki vöknar í bráð

Miklir þurrkar hafa haft veruleg áhrif á bændur víða um land. Gunnar Þórarinsson, bóndi á Þóroddsstöðum í Hrútafirði í Vestur-Húnavatnssýslu, segir að ef fram haldi sem horfir muni hann þurfa að fækka fé.

Norðurlöndin í sérflokki

Norðurlöndin eru í sérflokki í Evrópu hvað varðar útbreiðslu háhraðatenginga. Þetta kemur fram á vef Póst- og fjarskiptastofnunar.

Ruslið hleðst upp við Frakkastíg

Það er ófögur sjón sem blasir við vegfarendum sem ganga niður Frakkastíginn neðan við Hverfisgötu í Reykjavík. Þar er autt svæði sem ber merki mikils hirðuleysis.

Minna þarf að pissa um nætur

Staðfest er að náttúruvaran SagaPro sem unnin er úr íslenskri ætihvönn virki vel við næturþvaglátum. Klínísk rannsókn sem gerð var á vörunni og birt í virtu læknatímariti sýnir fram á að varan eykur blöðrurýmd og dregur úr tíðni næturþvagláta. SagaMedica framleiðir vöruna.

Magn frjókorna í lofti birt daglega

Á vef Náttúrufræðistofnunar má nú nálgast upplýsingar um magn frjókorna í lofti á hverjum virkum degi. Birtar eru tölur frá mælingastöð í Urriðaholti í Garðabæ.

Í fyrra entust kjötbirgðirnar fram í janúar

Hrafnreyður ehf. hefur uppi áform um að auka enn frekar hrefnuveiðar. Í fyrra voru veiddar um fimmtíu hrefnur en að sögn Gunnars Bergmanns Jónssonar framkvæmdastjóra er stefnt að því að veiða um áttatíu dýr í ár. Markmiðið er að neytendum standi hrefnukjöt til boða allan ársins hring.

Ógerilsneyddir ostar leyfðir

Leyfilegt er nú að flytja til landsins osta úr ógerilsneyddri mjólk. Samkvæmt nýrri reglugerð sem tók gildi í maímánuði er hverjum ferðalangi nú leyfilegt að flytja til landsins allt að einu kílói af ostum unnum úr ógerilsneyddri mjólk til einkanota. Landbúnaðarráðherra getur heimilað innflutning á meira magni, en aðeins til einkaneyslu.

Ferðamenn fyrirferðarmiklir í símkerfunum

Sú mikla aukning á fjölda ferðamanna sem orðið hefur hér á landi síðustu tvö ár hefur áhrif víðar í hagkerfinu en hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu. Eitt dæmi um áhrifin er fjölgun á notendum símkerfa símafyrirtækjanna yfir sumarmánuðina.

Mál laumufarþega sagt mjög alvarlegt

Isavia mun yfirfara öryggiseftirlit sitt með starfsemi á Keflavíkurflugvelli eftir að tveir menn komust inn á flughlað og upp í vél Icelandair aðfaranótt sunnudags. Í tilkynningu frá Isavia segir að atvikið sé litið mjög alvarlegum augum.

Strandveiðar stöðvaðar

Strandveiðar verða stöðvaðar á svæði A frá og með deginum í dag. Um er að ræða landið vestanvert og vestfjarðakjálkann, frá Snæfellsnesi til Súðavíkur.

Grunuðum nauðgara sleppt

Manninum sem grunaður er um að hafa nauðgað konu á Bestu útihátíðinni hefur verið sleppt úr haldi lögreglu. Rannsóknardeild lögreglunnar á Selfossi fer með málið.

Afnám orlofs húsmæðra rætt

Samband íslenskra sveitarfélaga boðar til fundar í næsta mánuði til að ræða kosti þess og galla að afnema lög um húsmæðraorlof.

Eignarhald veiðijarða flyst úr héraði

Byggðaráð Borgarbyggðar hyggst láta kanna umfang og samfélagsleg áhrif stangveiða í sveitarfélaginu. Efnahagslegt virði laxveiðanna í Borgarbyggð er áætlað 3,2 milljarðar króna. Er þar tekið tillit til beinna, óbeinna og afleiddra áhrifa.

Undirrita Landslagssamning Evrópu

Ísland hefur undirritað Landslagssamning Evrópu, en fullgilding þess samnings er á meðal markmiða í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 2009. Berglind Ásgeirsdóttir, sendiherra í Frakklandi, undirritaði samninginn fyrir Íslands hönd.

Orsökin líklega gin- og klaufaveiki

Læknar telja líklegt að gin- og klaufaveiki sé valdur að miklum barnadauða í Kambódíu. Uppruni veikindanna liggur þó ekki endanlega fyrir. Veikindin eru sögð hafa dregið 57 börn til dauða á síðustu fjórum mánuðum. Flest hafa börnin verið á aldrinum tveggja til þriggja ára og aðeins eitt lifað sjúkdóminn af.

Sjá næstu 50 fréttir