Erlent

Þýskir hryðjuverkamenn kenna sig við Heklu

Mynd/AP
Þýska lögreglan kom í gær í veg fyrir árás á lestarteina í austur Berlín í gær. Sprengjum hafði verið komið fyrir á þremur stöðum á teinunum en starfsmaður lestakerfisins fann þær áður en þær sprungu og tókst lögreglu að aftengja þær í tíma. Þetta er í þriðja sinn á tveimur dögum sem gerðar eru tilraunir til að gera árásir á lestarkerfið í höfuðborg Þýskalands og röskuðust samgöngur í borginni í tvo tíma vegna málsins.

Enn er óljóst hvort sömu aðilar hafi staðið að tilraununum í öll skiptin en áður óþekkt samtök hafa lýst sprengjutilraununum á mánudaginn á hendur sér. Samtökin kenna sig við eldfjallið Heklu en þau heita „Hekla-Empfangskommitee - Iniative für mehr gesellschaftliche Eruptionen", eða „Móttökunefnd Heklu - frumkvæði að fleiri eldgosum í samfélaginu". Í yfirlýsingunni segir að með árásum á lestarkerfið sé verið að mótmæla þáttöku Þjóðverja í stríðinu í Afganistan og sölu Þjóðverja á hergögnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×