Innlent

Elti stúlku til að neyða hana upp í bíl

Foreldrar barna í Álftamýrarskóla voru varaðir við þremur ungum karlmönnum sem reyndu að lokka til sín börn í dag. Í tilkynningu frá skólastjóra kom fram að mennirnir hefðu reynt að lokka stúlku upp í silfurlitaðan bíl. Þegar hún neitaði að fara í bílinn elti einn mannanna hana á hlaupum. Hún komst þó undan.

Málið hefur verið kært til lögreglunnar en rannsóknarlögreglan vill ekki tjá sig um málið að svo komnu máli.

Nokkuð er síðan karlmenn reyndu að lokka börn upp í bíl til sín. Þetta er þó í fyrsta skiptið sem greint er frá því að karlmaður hafi elt barn í þeim tilgangi að neyða það upp í bíl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×