Erlent

Hetja mætir fyrir rétt í Seattle

Phoenix Jones nýtur mikillar hylli í Seattle.
Phoenix Jones nýtur mikillar hylli í Seattle.
Réttað verður í máli Benjamin Francis Fodor í Seattle á morgun. Bandaríkjamaðurinn er sakaður um að hafa ráðist á hóp fólks með piparúða. Síðustu mánuði hefur Fodor ferðast um dimm stræti Seattle borgar og stöðvað smáglæpamenn - hann kallar sig Phoenix Jones.

Ekkert mál er of lítið fyrir Phoenix Jones. Hann hefur stöðvað ölvaða ökumenn og aðra óprúttna aðila, svo sem bílþjófa.

Hann klæðist svörtum og gulum búningi, vopnaður piparúða, rafbyssu og snjallsíma til að hringja á lögregluna.

Áræðni Phoenix hefur vakið hrifningu meðal íbúa Seattle og hefur hetjan nú þegar fengið nokkra grímuklædda aðstoðarmenn.

Á myndbandi sást til Phoenix veitast að hópi fólks og úða þau með piparvökva. Grímuklæddur kvenmaður var með honum í för. Jones á að mæta fyrir rétt á morgun og á yfir höfði sér árs fangelsi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×