Innlent

Banaslys þegar krani féll á Djúpavogi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Alvarlegt vinnuslys varð við höfnina á Djúpavogi laust fyrir klukkan þrjú í dag þegar verið var að losa salt úr skipi. Krani úr landi sem notaður var við verkið brotnaði og féll niður á mann sem þarna var við vinnu sína, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni. Maðurinn, sem var rúmlega fertugur, lést við slysið. Lögreglan á Eskifirði fer með rannsókn málsins ásamt Vinnueftirliti ríkisins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×