Innlent

Þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir vörslu barnakláms

Mynd/Getty
Fimmtugur karlmaður var í dag dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa barnaklám undir höndum. Ákærði játaði brot sitt skýlaust fyrir dómi en á tölvu hans fundust 174 ljósmyndir sem sýndu börn á kynferðislegan og klámfenginn hátt. Myndirnar fundust við húsleit lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×