Innlent

Siv braut þrjá fingur

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Siv braut þrjá fingur í gær.
Siv braut þrjá fingur í gær. mynd/ anton.
Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknaflokksins, braut þrjá fingur á hægri hendi sinni með því að klemma sig á stálhurð í bílastæðakjallara Alþingis í gær. Hún var á leið á fund í allsherjar- og menntamálanefnd í forföllum Eyglóar Harðardóttur þegar óhappið varð, eftir því sem hún greinir frá á vefsíðu sinni.

Siv gerir ráð fyrir að brotin verði um 5-6 vikur að gróa og segir þetta vera nokkuð bagalegt í ljósi þess að hún sé rétthent. „Erfitt er að vinna í tölvunni og senda sms svo eitthvað sé nefnt, en vinstri hendin hlýtur að þjálfast fljótt upp,"






Fleiri fréttir

Sjá meira


×