Innlent

Segir málverk á uppboði falsað

Ólafur Ingi Jónsson, forvörður.
Ólafur Ingi Jónsson, forvörður.
Forvörðurinn Ólafur Ingi Jónsson telur að listaverk sem var boðið upp í Kaupmannahöfn í síðustu viku, og er sagt vera eftir Svavar Guðjónsson, sé falsað.

Þetta kom fram í kvöldréttum RÚV.

Verkið var slegið á uppboði í Kaupmannahöfn fyrir um 700 þúsund íslenskar krónur. Kaupandinn var íslenskur.

Ólafur Ingi segir margt benda til þess að verkið sé einn angi af stóra málverkafölsunarmálinu.

Ólafur Ingi segir í viðtali við RÚV að hann hafi ekki skoðað verkið sjálft, heldur hafi hann séð ljósmynd af því frá uppboðshúsinu.

Hann álítur verkið mjög líklega falsað.

RÚV tekur svo fram í frétt sinni að þær upplýsingar hafi  fengist hjá Bruun-Rasmussen, þar sem verkið var boðið upp, að þar á bæ væri verið að kanna eigendasögu verksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×