Erlent

Hillary Clinton hlakkar til að hætta

Clinton hefur mikla trú á að Obama nái endurkjöri á næsta ári.
Clinton hefur mikla trú á að Obama nái endurkjöri á næsta ári. mynd/AFP
Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, ætlar að yfirgefa embætti sitt á næsta ári. Clinton sagðist þrá ró og næði, í núverandi starfi sínu sé slíkur munaður ekki til staðar.

Clinton og Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, voru keppinautar í prófkjöri Demókrata árið 2008. Hún sagðist hafa gefið drauminn sinn um að gegna forsetaembættinu upp á bátinn. Hún er þó viss um að Obama nái endurkjöri á næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×