Fleiri fréttir Átján ára piltur skotinn til bana Átján ára gamall piltur var skotinn til bana fyrir utan skemmtistað í New Orleans í Bandaríkjunum í gærkvöld. Fjórir aðrir unglingar eru særðir eftir að maður gekk inn á skemmtistaðinn og hóf skothríð. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er skotmaðurinn ófundinn og hefur verið lýst eftir vitnum af atvikinu, en eftir að hann var búinn að skjóta unglinganna flúði hann. 13.3.2011 14:14 Mestu erfiðleikar síðan í seinni heimsstyjöld Japanir ganga nú í gegnum mestu erfiðleika sem þeir hafa upplifað síðan í seinni heimsstyrjöldinni vegna afleiðinga skjálftans, flóðbylgju og mikillar hættu á kjarnorkuvá. Þetta segir Naoto Kan, forsætisráðherra landsins. 13.3.2011 14:14 Píndi fórnarlömbin með söxuðum lauk Fórnarlömb bandarísks ræningjagengis felldu tár þegar það píndi þau til að afhenda sér verðmæti, enda beittu þeir söxuðum lauk við verkið. 13.3.2011 12:15 Erlendar björgunarsveitir streyma til Japans Óttast er að tala látinna á hamfarasvæðunum í Japan geti farið yfir 10 þúsund en um 9500 manns er saknað í bæ sem varð illa úti í skjálftanum á föstudag. Erlendar björgunarsveitir streyma nú til landsins. Sveitir frá Þýskalandi, Sviss, Ungverjalandi og Taívan lentu í Tókýó í morgun með leitarhunda og annan búnað til leitar í rústum. 13.3.2011 12:13 Bjarni vill endurskoða stjórnarskrána „Ég lýsi mig reiðubúinn til þess að hefja nú þegar vinnu við endurskoðun stjórnarskrárinnar. Ég tek alvarlega þær athugasemdir sem fram hafa komið um að þinginu hafi mistekist í fortíðinni,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Hann segir að þau atriði sem menn telji að þurfi hvað helst að endurskoða standi ekki í sér. „Ég er tilbúinn til að setjast niður og ræða þau mál.“ 13.3.2011 11:51 Skotið á mótmælendur í Jemen - einn látinn Öryggissveitir stjórnarinnar í Jemen skutu á mótmælendur fyrir utan háskólann í höfuðborginni Sanaa í morgun. Að minnsta kosti einn er látinn og 19 eru særðir að sögn Reuters. Fjölmargir mótmælendur hafa haldið til á háskólalóðinni undanfarna daga en þeir vilja að Ali Abdullah Saleh forseti landsins segi af sér. 13.3.2011 11:18 Alec Baldwin biður Charlie Sheen um að fara í sturtu „Leggðu þig, farðu í sturtu og grátbiddu um starfið. Aðdáendur þínir krefjast þess,“ segir leikarinn Alec Baldwin, úr sjónvarpsþættinum 30 Rock, um Charlie Sheen sem fyrr í mánuðinum var rekinn var úr sjónvarpsþáttaröðinni Two And A Half Men. 13.3.2011 10:58 Beckham hjónin flytja til Bretlands Heimildir herma að David og Victoria Beckham hafi fengið nóg í bili af lífinu í Los Angeles og vilji komast til Bretlands á nýjan leik. Hjónin fluttu ásamt börnunum sínum til borgarinnar eftir að David gerði samning við knattspyrnuliðið Los Angeles Galaxy fyrir nokkrum árum. 13.3.2011 10:39 Arabababandalagið biðlar til SÞ um flugbann Arabababandalagið hefur nú biðlað til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um að koma á flugbanni yfir Libýu til að koma í veg fyrir frekari loftárásir á saklausa borgara í landinu. Fulltrúar allra aðildarríkja bandalagsins samþykktu flugbannsbeiðnina á fundi í gær, en höfnuðu hernaðarinngripum erlendra ríkja að öðru leyti. 13.3.2011 09:59 Óttast að 10 þúsund hafi farist Óttast er að tala látinna á hamfarasvæðunum í Japan geti farið yfir 10 þúsund en nú þegar verið staðfest að tæplega 700 séu látnir og rúmlega 1500 slasaðir. Yfir 10 þúsund manns er saknað í bænum Kesennuma í Miyagí-héraði en ekkert hefur spurst til fólksins frá því að skjálftinn og flóðbylgjan reið þar yfir á föstudag. Yfirvöld óttast að fólkið hafi farist í hamförunum en Miyagí-hérað varð hvað verst úti. 13.3.2011 09:54 Innbrot í dýraspítala og fjölmörg rúðubrot Nóttin var heldur erilsöm hjá lögreglumönnum á höfuðborgarsvæðinu. Nokkuð var um pústra í miðbænum en þeir voru minniháttar og þá var brotist inn í Dýraspítalann í Víðidal í kringum miðnætti. Samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá lögreglu liggur ekki fyrir hvort einhverju hafi verið stolið en enginn hefur verið handtekinn. 13.3.2011 09:17 Össur fundaði með utanríkisráðherrum ESB Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra tók í dag þátt í fundi utanríkisráðherra Evrópusambandsins og umsóknarríkja sem haldinn var í Gödöllö í Ungverjalandi. Ráðherrarnir ræddu ástandið í Norður-Afríku og Arabaheiminum, stækkunarmál sambandsins og hamfarirnar í Japan. 12.3.2011 15:00 Foreldrar hafna skólatillögum - Hjálmar settur af sem fundarstjóri Fundur foreldra leik- og grunnskólabarna í Breiðholti hafnar tillögum borgarstjórnarmeirihlutans um sameiningar í leik og grunnskólum. Þetta kemur fram ályktun fjölmenns fundar foreldra með borgarstjóra og borgarfulltrúum í morgun. 12.3.2011 14:54 Fréttaskýring: Land þrýstist upp en ekki til hliðar Risajarðskjálftinn sem varð í gær undan ströndum Japans er allt annars eðlis en skjálftar sem þekkjast hér á landi. Orkan sem leystist úr læðingi í stærsta skjálftanum er um 900 sinnum meiri en þekkist í stærstu skjálftum hér. 12.3.2011 21:30 Ástandið alvarlegt á meðan kælibúnaður er í ólagi Eðlisfræðingur hjá Geislavörnum Ríkisins segir ástandið í kjarnorkuverinu í Japan vera mjög alvarlegt á meðan ekki hefur verið náð tökum á kælingarbúnaði versins. Almennt er þó talin lítil hætta á því að kjarnakljúfurinn springi. 12.3.2011 13:21 Ótrúlegar loftmyndir frá Japan Ótrúlegar myndir berast frá Japan eftir að jarðskjálfti upp á 8,9 stig reið þar yfir í gærmorgun. Talið er að yfir 1300 manns séu látnir og fjölmargra er saknað. Eignatjónið á svæðinu er gríðarlegt og hafa heilu bæirnir þurrkast út. 12.3.2011 13:07 Grípa til aðgerða til að stöðva blóðbaðið Yfirvöld á Vesturlöndum hafa gefið í skyn að það komi til greina að grípa til aðgerða til að stöðva blóðbaðið í Líbýu. Enn berjast uppreisnarmenn og herlið ríkisstjórnarinnar um yfirráð yfir lykilborgum í Líbýu. 12.3.2011 12:26 Eiturgufur leka frá kjarnorkuverinu Sprengingin í kjarnorkuverinu í borginni Fukushima í morgun var gríðarlega öflug en fjórir starfsmenn kjarnorkuversins slösuðust þegar þeir unnu að viðgerð á kælikerfi sem hafði laskast í skjálftanum í gær. Mikinn reyk leggur nú frá kjarnorkuverinu og hafa japönsk yfirvöld staðfest að leiki hafi komið komið þar upp. 12.3.2011 11:55 Þór óskemmdur eftir flóðbylgjur í nótt Varðskipið Þór, sem hefur legið við bryggju í bænum Conceptíón í Chile, er óskemmt eftir að þrjár flóðbylgjur gengu yfir svæðið í nótt. Sú hæsta mældist 2,4 metrar á hæð. Óttast var skipið gæti orði fyrir skemmdum og var það því dregið út í flóann sem liggur að bænum. 12.3.2011 11:33 Skíðasvæði landsins opin í dag Öll helstu skíðasvæði landsins eru opin í dag. Í Bláfjöllum er ellefu stiga frost og heiðskýrt. Skíðasvæði Tindastóls verður opið frá klukkan tíu til fjögur. Þar er logn og fimmtán stiga frost. Í Hlíðarfjalli er sjö stiga frost og nánast logn. 12.3.2011 11:06 Sendi Japanskeisara samúðarkveðjur frá íslensku þjóðinni Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sendi í morgun Akihito Japanskeisara samúðarkveðjur frá sér og íslensku þjóðinni. 12.3.2011 11:03 Hafnar ásökunum um „ólögmætt samráð" Ragnar Önundarson fyrrum framkvæmdarstjóri Kreditkorta hf. hafnar ásökunum um ólögmætt samráð og segir sig úr stjórn Framtakssjóðsins. 12.3.2011 10:10 Íslensku björgunarsveitamennirnir fara ekki til Japans Ljóst er að íslenska alþjóðabjörgunarsveitin kemur ekki til með að fara til Japans að sinna rústaleit vegna jarðskjálftans. Þetta staðfestir Kristinn Ólafsson, framkvæmdastjóri Landsbjargar, í samtali við fréttastofu. 12.3.2011 09:45 Sex ölvaðir undir stýri í Reykjavík - einn á Akureyri Nokkrir gistu fangageymslur sökum ölvunar á lögreglustöðinni við Hverfisgötu í Reykjavík. Sjötíu verkefni komu inn á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt, flest smáverkefni en sex ökumenn voru teknir grunaðir um ölvun við akstur. 12.3.2011 09:43 Fullur á stolinni bifreið Lögreglan á Selfossi tók einn ökumann grunaðan um ölvunarakstur klukkan hálf þrjú í nótt. Auk þess að vera ölvaður reyndist maðurinn vera á stolinni bifreið. 12.3.2011 09:34 Öflug sprenging í japönsku kjarnorkuveri Öflug sprenging varð í kjarnorkuveri í borginni Fukushima í Japan í morgun sem talin er ógna öryggi landsins. Mikinn reyk leggur nú frá kjarnorkuverinu og hafa japönsk yfirvöld staðfest að leki hafi komið þar upp. 12.3.2011 09:23 Þurfa ekki samþykki félagsins „Gjaldeyrishöftin setja okkur í þessa stöðu. Okkur fannst ekki hægt að gera annað. Þetta var það eina sem við gátum gert í því umhverfi sem við búum við,“ segir Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar. 12.3.2011 08:00 Thor Vilhjálmsson jarðsunginn Rithöfundurinn Thor Vilhjálmsson var jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík í gær. Thor lést þann 2. mars síðastliðinn, 85 ára að aldri. Thor var með merkari rithöfundum sinnar kynslóðar, en hann gaf út sína fyrstu bók, Maðurinn er alltaf einn, árið 1950. 12.3.2011 06:00 Jóhanna vill sömu lækkun og forsetinn Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hefur óskað formlega eftir því við Fjársýslu ríkisins að laun hennar sem handhafa forsetavalds verði lækkuð sem nemur þeirri launalækkun sem forseti Íslands tók á sig í ársbyrjun 2009. Gunnar H. Hall fjársýslustjóri staðfestir að einn af þremur handhöfum forsetavalds hafi óskað eftir slíkri launalækkun. 12.3.2011 05:00 Gunnar í Krossinum verður yfirheyrður Mál kvennanna sjö sem saka Gunnar Þorsteinsson, forstöðumann Krossins, um kynferðisbrot hefur nú verið lagt fram sem lögformleg kæra. Skýrslutökum hjá lögreglu er nær lokið, en búið er að tala við fimm konur. Gunnar verður kallaður í skýrslutöku í kjölfarið, en hann neitar öllum sökum. 12.3.2011 04:00 Breytingin er Íslandi í hag Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, segir að nýleg reglugerðarbreyting á sameiginlegri sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins (ESB) þar sem aðildarríkjum er gert að stýra staðbundnum stofnum innan eigin lögsögu, styrki röksemdir Íslands í aðildarviðræðunum við sambandið. 12.3.2011 03:15 Höfðu samband við Íslendingana Sendiherra Íslands í Japan hafði aldrei upplifað annað eins og í skjálftanum. 12.3.2011 00:00 Hamfarir skekja Japan Óttast að á annað þúsund manns hafi farist í einum öflugasta jarðskjálfta sögunnar og flóðbylgjunni sem reið yfir Japan í gær. Hættuástand í kjarnorkuveri. Tuga þúsunda saknað. Íslendingar í landinu óhultir. 12.3.2011 00:00 Háhýsin sveifluðust sem væru úr gúmmíi Íslendingur í miðbæ Tókýó var í um tvær og hálfa klukkustund að ganga heim til sín eftir risaskjálftann í gær. Fólki var brugðið. Skemmdir eru mismiklar eftir hverfum. Heyra mátti skilti berja hús utan þegar eftirskjálftarnir gengu yfir. 12.3.2011 00:00 Fór á brúarstólpa og svo á bíl Umferðarslys varð á Reykjanesbraut á móts við Kaldárselsveg um klukkan tuttugu mínútur í tíu. Slysið varð með þeim hætti að bifreið var ekið á brúarstólpa og síðan á annan bíl. Ökumennirnir voru báðir einir í bílunum. Þeir voru báðir fluttir á slysadeild til skoðunar en meiðsli þeirra munu ekki hafa verið alvarleg. 11.3.2011 22:16 Stjórnarmaður segir að Ragnar fari úr Framtakssjóðnum "Það er minn skilningur að hann hafi ætlað að hætta í báðum stjórnunum," segir Ásta Rut Jónasdóttir, stjórnarmaður í VR og Lífeyrissjóði verslunarmanna, um stöðu Ragnars Önundarsonar. 11.3.2011 20:04 Íslendingar eru fésbókaróð þjóð Um áttatíu prósent Íslendinga nota samskiptasíðuna Facebook. Markaðsstjóri Facebook segir fyrirtæki nýta sér síðuna í auknum mæli til að nálgast neytendur á nýjan hátt. 11.3.2011 22:02 Tíu íslenskar bækur gefnar út hjá Amazon vestanhafs "Við erum býsna montin af þessu,“ segir Halldór Guðmundsson, verkefnisstjóri Sögueyjunnar, sem er annað heiti á heiðursaðild Íslands að bókasýningunni í Frankfurt í haust. 11.3.2011 21:00 "Hér drýpur blóð banka" Halldór Gunnarsson missti húsið sitt sem hann hafði sjálfur byggt við Austurgötu í Hafnarfirði í haust. Hann er ósáttur við niðurstöðuna og að hann þurfi að líða fyrir þann forsendubrest sem varð við bankahrunið. Bankinn tók húsið og Halldór flutti út um áramótin. Hann ákvað að fara að húsinu í dag með smá skilaboð til stjórnvalda og bankanna. "Hér drýpur blóð banka - Takk Árni Páll" skrifaði Halldór á húsið. 11.3.2011 20:46 Íslenskir björgunarsveitamenn gera sig klára fyrir Japan Íslenska alþjóðabjörgunarsveit Slysavarnafélagsins Landsbjargar hefur verið tekin af vöktunarstigi og færð upp á viðbúnaðarstig. Í því felst að búnaður sveitarinnar er tekinn saman og gerður klár til flutnings á skaðasvæði komi til þess að sveitin fari til Japans. 11.3.2011 18:23 Framtíð Ragnars hjá Framtakssjóðnum óráðin Engin ákvörðun hefur verið tekin um framhald á störfum Ragnars Önundarsonar, fyrir Framtakssjóð Íslands. Ragnar er varaformaður í stjórn Framtakssjóðsins og situr þar fyrir hönd stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna. Ragnar hefur einnig gegnt stöðu varaformanns Lífeyrissjóðs verslunarmanna en tilkynnti í dag að hann myndi láta af því embætti. 11.3.2011 17:47 Þór dreginn út á flóa vegna flóðbylgju Varðskipið Þór verður síðar í dag dregið út í flóann sem liggur að bænum Conception, þar sem skipasmíðastöð sjóhersins í Chile er staðsett. Búist er við að flóðbylgja gangi yfir svæðið um klukkan átta í kvöld vegna jarðskjálftans sem reið yfir Japan í morgun. 11.3.2011 17:11 Sakaður um morð Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað íslenska ríkið af kröfu manns sem stefndi ríkinu fyrir ólögmæta frelsissviptingu og gæsluvarðhald sem hann sætti vegna morðs sem hann var á tímabili grunaður um að hafa framið. 11.3.2011 16:23 Skorið niður hjá Vinnuskólanum Nokkrar breytingar verða gerðar hjá Vinnuskóla Reykjavíkur vegna hagræðingar. Búist er við að rúmlega tvö þúsund ungmenni skrái sig í Vinnuskólann í sumar en skráning hefst snemma í aprílmánuði. Skólinn þarf að forgangsraða upp á nýtt fyrir sumarið og felur það meðal annars í sér að svokölluð Græn heimaþjónusta fellur niður. Græn heimaþjónusta fólst í því að eldri borgarar og öryrkjar gátu sótt um þá þjónustu hjá Reykjavíkurborg að láta nemendur Vinnuskólans hreinsa garða sína. 11.3.2011 15:32 Um helmingur þjóðarinnar hefur verið bólusettur Alls hafa tæplega 156 þúsund manns verið bólusettir gegn svínainflúensu frá því að bólusetningar hófust haustið 2009. Í farsóttarfréttum Sóttvarnarlæknis kemur fram að í flestum aldurshópum hafi um og yfir 50% látið bólusetja sig, nema í aldurshópunum 20-40 ára en þar er hlutfallið öllu lægra. Það var jafnframt í þessum aldurshópum sem inflúensunnar hefur orðið vart nú í vetur. 11.3.2011 15:27 Sjá næstu 50 fréttir
Átján ára piltur skotinn til bana Átján ára gamall piltur var skotinn til bana fyrir utan skemmtistað í New Orleans í Bandaríkjunum í gærkvöld. Fjórir aðrir unglingar eru særðir eftir að maður gekk inn á skemmtistaðinn og hóf skothríð. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er skotmaðurinn ófundinn og hefur verið lýst eftir vitnum af atvikinu, en eftir að hann var búinn að skjóta unglinganna flúði hann. 13.3.2011 14:14
Mestu erfiðleikar síðan í seinni heimsstyjöld Japanir ganga nú í gegnum mestu erfiðleika sem þeir hafa upplifað síðan í seinni heimsstyrjöldinni vegna afleiðinga skjálftans, flóðbylgju og mikillar hættu á kjarnorkuvá. Þetta segir Naoto Kan, forsætisráðherra landsins. 13.3.2011 14:14
Píndi fórnarlömbin með söxuðum lauk Fórnarlömb bandarísks ræningjagengis felldu tár þegar það píndi þau til að afhenda sér verðmæti, enda beittu þeir söxuðum lauk við verkið. 13.3.2011 12:15
Erlendar björgunarsveitir streyma til Japans Óttast er að tala látinna á hamfarasvæðunum í Japan geti farið yfir 10 þúsund en um 9500 manns er saknað í bæ sem varð illa úti í skjálftanum á föstudag. Erlendar björgunarsveitir streyma nú til landsins. Sveitir frá Þýskalandi, Sviss, Ungverjalandi og Taívan lentu í Tókýó í morgun með leitarhunda og annan búnað til leitar í rústum. 13.3.2011 12:13
Bjarni vill endurskoða stjórnarskrána „Ég lýsi mig reiðubúinn til þess að hefja nú þegar vinnu við endurskoðun stjórnarskrárinnar. Ég tek alvarlega þær athugasemdir sem fram hafa komið um að þinginu hafi mistekist í fortíðinni,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Hann segir að þau atriði sem menn telji að þurfi hvað helst að endurskoða standi ekki í sér. „Ég er tilbúinn til að setjast niður og ræða þau mál.“ 13.3.2011 11:51
Skotið á mótmælendur í Jemen - einn látinn Öryggissveitir stjórnarinnar í Jemen skutu á mótmælendur fyrir utan háskólann í höfuðborginni Sanaa í morgun. Að minnsta kosti einn er látinn og 19 eru særðir að sögn Reuters. Fjölmargir mótmælendur hafa haldið til á háskólalóðinni undanfarna daga en þeir vilja að Ali Abdullah Saleh forseti landsins segi af sér. 13.3.2011 11:18
Alec Baldwin biður Charlie Sheen um að fara í sturtu „Leggðu þig, farðu í sturtu og grátbiddu um starfið. Aðdáendur þínir krefjast þess,“ segir leikarinn Alec Baldwin, úr sjónvarpsþættinum 30 Rock, um Charlie Sheen sem fyrr í mánuðinum var rekinn var úr sjónvarpsþáttaröðinni Two And A Half Men. 13.3.2011 10:58
Beckham hjónin flytja til Bretlands Heimildir herma að David og Victoria Beckham hafi fengið nóg í bili af lífinu í Los Angeles og vilji komast til Bretlands á nýjan leik. Hjónin fluttu ásamt börnunum sínum til borgarinnar eftir að David gerði samning við knattspyrnuliðið Los Angeles Galaxy fyrir nokkrum árum. 13.3.2011 10:39
Arabababandalagið biðlar til SÞ um flugbann Arabababandalagið hefur nú biðlað til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um að koma á flugbanni yfir Libýu til að koma í veg fyrir frekari loftárásir á saklausa borgara í landinu. Fulltrúar allra aðildarríkja bandalagsins samþykktu flugbannsbeiðnina á fundi í gær, en höfnuðu hernaðarinngripum erlendra ríkja að öðru leyti. 13.3.2011 09:59
Óttast að 10 þúsund hafi farist Óttast er að tala látinna á hamfarasvæðunum í Japan geti farið yfir 10 þúsund en nú þegar verið staðfest að tæplega 700 séu látnir og rúmlega 1500 slasaðir. Yfir 10 þúsund manns er saknað í bænum Kesennuma í Miyagí-héraði en ekkert hefur spurst til fólksins frá því að skjálftinn og flóðbylgjan reið þar yfir á föstudag. Yfirvöld óttast að fólkið hafi farist í hamförunum en Miyagí-hérað varð hvað verst úti. 13.3.2011 09:54
Innbrot í dýraspítala og fjölmörg rúðubrot Nóttin var heldur erilsöm hjá lögreglumönnum á höfuðborgarsvæðinu. Nokkuð var um pústra í miðbænum en þeir voru minniháttar og þá var brotist inn í Dýraspítalann í Víðidal í kringum miðnætti. Samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá lögreglu liggur ekki fyrir hvort einhverju hafi verið stolið en enginn hefur verið handtekinn. 13.3.2011 09:17
Össur fundaði með utanríkisráðherrum ESB Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra tók í dag þátt í fundi utanríkisráðherra Evrópusambandsins og umsóknarríkja sem haldinn var í Gödöllö í Ungverjalandi. Ráðherrarnir ræddu ástandið í Norður-Afríku og Arabaheiminum, stækkunarmál sambandsins og hamfarirnar í Japan. 12.3.2011 15:00
Foreldrar hafna skólatillögum - Hjálmar settur af sem fundarstjóri Fundur foreldra leik- og grunnskólabarna í Breiðholti hafnar tillögum borgarstjórnarmeirihlutans um sameiningar í leik og grunnskólum. Þetta kemur fram ályktun fjölmenns fundar foreldra með borgarstjóra og borgarfulltrúum í morgun. 12.3.2011 14:54
Fréttaskýring: Land þrýstist upp en ekki til hliðar Risajarðskjálftinn sem varð í gær undan ströndum Japans er allt annars eðlis en skjálftar sem þekkjast hér á landi. Orkan sem leystist úr læðingi í stærsta skjálftanum er um 900 sinnum meiri en þekkist í stærstu skjálftum hér. 12.3.2011 21:30
Ástandið alvarlegt á meðan kælibúnaður er í ólagi Eðlisfræðingur hjá Geislavörnum Ríkisins segir ástandið í kjarnorkuverinu í Japan vera mjög alvarlegt á meðan ekki hefur verið náð tökum á kælingarbúnaði versins. Almennt er þó talin lítil hætta á því að kjarnakljúfurinn springi. 12.3.2011 13:21
Ótrúlegar loftmyndir frá Japan Ótrúlegar myndir berast frá Japan eftir að jarðskjálfti upp á 8,9 stig reið þar yfir í gærmorgun. Talið er að yfir 1300 manns séu látnir og fjölmargra er saknað. Eignatjónið á svæðinu er gríðarlegt og hafa heilu bæirnir þurrkast út. 12.3.2011 13:07
Grípa til aðgerða til að stöðva blóðbaðið Yfirvöld á Vesturlöndum hafa gefið í skyn að það komi til greina að grípa til aðgerða til að stöðva blóðbaðið í Líbýu. Enn berjast uppreisnarmenn og herlið ríkisstjórnarinnar um yfirráð yfir lykilborgum í Líbýu. 12.3.2011 12:26
Eiturgufur leka frá kjarnorkuverinu Sprengingin í kjarnorkuverinu í borginni Fukushima í morgun var gríðarlega öflug en fjórir starfsmenn kjarnorkuversins slösuðust þegar þeir unnu að viðgerð á kælikerfi sem hafði laskast í skjálftanum í gær. Mikinn reyk leggur nú frá kjarnorkuverinu og hafa japönsk yfirvöld staðfest að leiki hafi komið komið þar upp. 12.3.2011 11:55
Þór óskemmdur eftir flóðbylgjur í nótt Varðskipið Þór, sem hefur legið við bryggju í bænum Conceptíón í Chile, er óskemmt eftir að þrjár flóðbylgjur gengu yfir svæðið í nótt. Sú hæsta mældist 2,4 metrar á hæð. Óttast var skipið gæti orði fyrir skemmdum og var það því dregið út í flóann sem liggur að bænum. 12.3.2011 11:33
Skíðasvæði landsins opin í dag Öll helstu skíðasvæði landsins eru opin í dag. Í Bláfjöllum er ellefu stiga frost og heiðskýrt. Skíðasvæði Tindastóls verður opið frá klukkan tíu til fjögur. Þar er logn og fimmtán stiga frost. Í Hlíðarfjalli er sjö stiga frost og nánast logn. 12.3.2011 11:06
Sendi Japanskeisara samúðarkveðjur frá íslensku þjóðinni Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sendi í morgun Akihito Japanskeisara samúðarkveðjur frá sér og íslensku þjóðinni. 12.3.2011 11:03
Hafnar ásökunum um „ólögmætt samráð" Ragnar Önundarson fyrrum framkvæmdarstjóri Kreditkorta hf. hafnar ásökunum um ólögmætt samráð og segir sig úr stjórn Framtakssjóðsins. 12.3.2011 10:10
Íslensku björgunarsveitamennirnir fara ekki til Japans Ljóst er að íslenska alþjóðabjörgunarsveitin kemur ekki til með að fara til Japans að sinna rústaleit vegna jarðskjálftans. Þetta staðfestir Kristinn Ólafsson, framkvæmdastjóri Landsbjargar, í samtali við fréttastofu. 12.3.2011 09:45
Sex ölvaðir undir stýri í Reykjavík - einn á Akureyri Nokkrir gistu fangageymslur sökum ölvunar á lögreglustöðinni við Hverfisgötu í Reykjavík. Sjötíu verkefni komu inn á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt, flest smáverkefni en sex ökumenn voru teknir grunaðir um ölvun við akstur. 12.3.2011 09:43
Fullur á stolinni bifreið Lögreglan á Selfossi tók einn ökumann grunaðan um ölvunarakstur klukkan hálf þrjú í nótt. Auk þess að vera ölvaður reyndist maðurinn vera á stolinni bifreið. 12.3.2011 09:34
Öflug sprenging í japönsku kjarnorkuveri Öflug sprenging varð í kjarnorkuveri í borginni Fukushima í Japan í morgun sem talin er ógna öryggi landsins. Mikinn reyk leggur nú frá kjarnorkuverinu og hafa japönsk yfirvöld staðfest að leki hafi komið þar upp. 12.3.2011 09:23
Þurfa ekki samþykki félagsins „Gjaldeyrishöftin setja okkur í þessa stöðu. Okkur fannst ekki hægt að gera annað. Þetta var það eina sem við gátum gert í því umhverfi sem við búum við,“ segir Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar. 12.3.2011 08:00
Thor Vilhjálmsson jarðsunginn Rithöfundurinn Thor Vilhjálmsson var jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík í gær. Thor lést þann 2. mars síðastliðinn, 85 ára að aldri. Thor var með merkari rithöfundum sinnar kynslóðar, en hann gaf út sína fyrstu bók, Maðurinn er alltaf einn, árið 1950. 12.3.2011 06:00
Jóhanna vill sömu lækkun og forsetinn Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hefur óskað formlega eftir því við Fjársýslu ríkisins að laun hennar sem handhafa forsetavalds verði lækkuð sem nemur þeirri launalækkun sem forseti Íslands tók á sig í ársbyrjun 2009. Gunnar H. Hall fjársýslustjóri staðfestir að einn af þremur handhöfum forsetavalds hafi óskað eftir slíkri launalækkun. 12.3.2011 05:00
Gunnar í Krossinum verður yfirheyrður Mál kvennanna sjö sem saka Gunnar Þorsteinsson, forstöðumann Krossins, um kynferðisbrot hefur nú verið lagt fram sem lögformleg kæra. Skýrslutökum hjá lögreglu er nær lokið, en búið er að tala við fimm konur. Gunnar verður kallaður í skýrslutöku í kjölfarið, en hann neitar öllum sökum. 12.3.2011 04:00
Breytingin er Íslandi í hag Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, segir að nýleg reglugerðarbreyting á sameiginlegri sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins (ESB) þar sem aðildarríkjum er gert að stýra staðbundnum stofnum innan eigin lögsögu, styrki röksemdir Íslands í aðildarviðræðunum við sambandið. 12.3.2011 03:15
Höfðu samband við Íslendingana Sendiherra Íslands í Japan hafði aldrei upplifað annað eins og í skjálftanum. 12.3.2011 00:00
Hamfarir skekja Japan Óttast að á annað þúsund manns hafi farist í einum öflugasta jarðskjálfta sögunnar og flóðbylgjunni sem reið yfir Japan í gær. Hættuástand í kjarnorkuveri. Tuga þúsunda saknað. Íslendingar í landinu óhultir. 12.3.2011 00:00
Háhýsin sveifluðust sem væru úr gúmmíi Íslendingur í miðbæ Tókýó var í um tvær og hálfa klukkustund að ganga heim til sín eftir risaskjálftann í gær. Fólki var brugðið. Skemmdir eru mismiklar eftir hverfum. Heyra mátti skilti berja hús utan þegar eftirskjálftarnir gengu yfir. 12.3.2011 00:00
Fór á brúarstólpa og svo á bíl Umferðarslys varð á Reykjanesbraut á móts við Kaldárselsveg um klukkan tuttugu mínútur í tíu. Slysið varð með þeim hætti að bifreið var ekið á brúarstólpa og síðan á annan bíl. Ökumennirnir voru báðir einir í bílunum. Þeir voru báðir fluttir á slysadeild til skoðunar en meiðsli þeirra munu ekki hafa verið alvarleg. 11.3.2011 22:16
Stjórnarmaður segir að Ragnar fari úr Framtakssjóðnum "Það er minn skilningur að hann hafi ætlað að hætta í báðum stjórnunum," segir Ásta Rut Jónasdóttir, stjórnarmaður í VR og Lífeyrissjóði verslunarmanna, um stöðu Ragnars Önundarsonar. 11.3.2011 20:04
Íslendingar eru fésbókaróð þjóð Um áttatíu prósent Íslendinga nota samskiptasíðuna Facebook. Markaðsstjóri Facebook segir fyrirtæki nýta sér síðuna í auknum mæli til að nálgast neytendur á nýjan hátt. 11.3.2011 22:02
Tíu íslenskar bækur gefnar út hjá Amazon vestanhafs "Við erum býsna montin af þessu,“ segir Halldór Guðmundsson, verkefnisstjóri Sögueyjunnar, sem er annað heiti á heiðursaðild Íslands að bókasýningunni í Frankfurt í haust. 11.3.2011 21:00
"Hér drýpur blóð banka" Halldór Gunnarsson missti húsið sitt sem hann hafði sjálfur byggt við Austurgötu í Hafnarfirði í haust. Hann er ósáttur við niðurstöðuna og að hann þurfi að líða fyrir þann forsendubrest sem varð við bankahrunið. Bankinn tók húsið og Halldór flutti út um áramótin. Hann ákvað að fara að húsinu í dag með smá skilaboð til stjórnvalda og bankanna. "Hér drýpur blóð banka - Takk Árni Páll" skrifaði Halldór á húsið. 11.3.2011 20:46
Íslenskir björgunarsveitamenn gera sig klára fyrir Japan Íslenska alþjóðabjörgunarsveit Slysavarnafélagsins Landsbjargar hefur verið tekin af vöktunarstigi og færð upp á viðbúnaðarstig. Í því felst að búnaður sveitarinnar er tekinn saman og gerður klár til flutnings á skaðasvæði komi til þess að sveitin fari til Japans. 11.3.2011 18:23
Framtíð Ragnars hjá Framtakssjóðnum óráðin Engin ákvörðun hefur verið tekin um framhald á störfum Ragnars Önundarsonar, fyrir Framtakssjóð Íslands. Ragnar er varaformaður í stjórn Framtakssjóðsins og situr þar fyrir hönd stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna. Ragnar hefur einnig gegnt stöðu varaformanns Lífeyrissjóðs verslunarmanna en tilkynnti í dag að hann myndi láta af því embætti. 11.3.2011 17:47
Þór dreginn út á flóa vegna flóðbylgju Varðskipið Þór verður síðar í dag dregið út í flóann sem liggur að bænum Conception, þar sem skipasmíðastöð sjóhersins í Chile er staðsett. Búist er við að flóðbylgja gangi yfir svæðið um klukkan átta í kvöld vegna jarðskjálftans sem reið yfir Japan í morgun. 11.3.2011 17:11
Sakaður um morð Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað íslenska ríkið af kröfu manns sem stefndi ríkinu fyrir ólögmæta frelsissviptingu og gæsluvarðhald sem hann sætti vegna morðs sem hann var á tímabili grunaður um að hafa framið. 11.3.2011 16:23
Skorið niður hjá Vinnuskólanum Nokkrar breytingar verða gerðar hjá Vinnuskóla Reykjavíkur vegna hagræðingar. Búist er við að rúmlega tvö þúsund ungmenni skrái sig í Vinnuskólann í sumar en skráning hefst snemma í aprílmánuði. Skólinn þarf að forgangsraða upp á nýtt fyrir sumarið og felur það meðal annars í sér að svokölluð Græn heimaþjónusta fellur niður. Græn heimaþjónusta fólst í því að eldri borgarar og öryrkjar gátu sótt um þá þjónustu hjá Reykjavíkurborg að láta nemendur Vinnuskólans hreinsa garða sína. 11.3.2011 15:32
Um helmingur þjóðarinnar hefur verið bólusettur Alls hafa tæplega 156 þúsund manns verið bólusettir gegn svínainflúensu frá því að bólusetningar hófust haustið 2009. Í farsóttarfréttum Sóttvarnarlæknis kemur fram að í flestum aldurshópum hafi um og yfir 50% látið bólusetja sig, nema í aldurshópunum 20-40 ára en þar er hlutfallið öllu lægra. Það var jafnframt í þessum aldurshópum sem inflúensunnar hefur orðið vart nú í vetur. 11.3.2011 15:27