Fleiri fréttir Landabrugg og kannabisræktun á Akranesi Lögreglan á Akranesi fékk í gær ábendingu um landabruggun í heimahúsi í bænum. Húsleit var gerð í kjölfarið og lagt hald á bæði landa og eimingartæki. Húsráðandinn gekkst við brugguninni. Síðar um daginn stöðvuðu lögreglumenn á Akranesi bifreið vegna gruns um að ökumaður væri undir áhrifum. Bráðabirgðaprófanir bentu til þess að hann væri undir áhrifum áfengis, amfetamíns og kannabis. Við leit í bifreiðinni fundust um 60 grömm af amfetamíni sem þar höfðu verið falin. Í framhaldi af því var gerð húsleit hjá manninum. Þar kom í ljós að maðurinn var með kannabisræktun í gangi, á lokastigi, auk þess sem 25 grömm af tilbúnum maríjúnana fundust. Maðurinn játaði við yfirheyrslur í nótt að vera eigandi efnanna og ræktunarinnar og viðurkenndi að hluti efnanna væri ætlaður til sölu og rest til eigin neyslu. Fram kom hjá manninum að amfetamínið væri mjög sterkt sem segir að hann hefur trúlega ætlað að drýgja efnið með íblöndunarefnum. 11.3.2011 13:43 Húsið byrjaði að vagga Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, starfsmaður UN Women í Japan, var stödd í Osaka þegar jarðskjálftinn reið yfir og sagðist ekki hafa fundið mikið fyrir honum. Hún var í miðri ræðu á hátíðarhöldum í tilefni alþjóðlegs baráttudags kvenna þegar hún segir húsið hafa byrjað að vagga. 11.3.2011 12:34 Alveg viss um að skólinn myndi hrynja "Ég var akkúrat í háskólanum í þreki þegar ég fann fyrir skjálftanum," segir Villimey Sigurbjörnsdóttir, skiptinemi við J.F. Oberlin háskólann í Machida sem er á Tókíó-svæðinu. "Ég hef aldrei fundið fyrir svona rosalegum skjálfta áður. Ég var um tíma alveg viss um að ein skólabyggingin myndi annað hvort hrynja eða glerin brotna," segir hún. 11.3.2011 12:13 Utanríkisráðuneytið hefur virkjað viðbragðsáætlun Í kjölfar jarðskjálftans sem varð við strendur Japans í morgun varar utanríkisráðuneytið við flóðbylgjuhættu á ströndum við Kyrrahaf. Ráðuneytið ráðleggur Íslendingum sem vita um vini og ættingja á þessum svæðum að setja sig í samband við þá og fullvissa sig um að þeir séu meðvitaðir um hættuna og haldi sambandi við ættingja sína á Íslandi eftir atvikum. Fólk sem hefur áhyggjur af ættingjum sem eru staddir á hættusvæðinu er beðið að hafa samband við borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins í síma 545-9900. Ráðuneytið hefur virkjað viðbragðsáætlun og ráðleggur Íslendingum á þessu svæði að fylgjast grannt með viðvörunum stjórnvalda og fjölmiðlum á staðnum. 11.3.2011 11:40 Facebook síðu um einelti í Hveragerði lokað Facebook síðu sem helguð var einelti í grunnskóla Hveragerðis hefur verið lokað. Aðstandendur síðunnar segjast hafa tekið ákvörðunina eftir mikla íhugun en þeir segjast hafa orðið fyrir áreiti með símhringingum og póstsendingum þar sem þrýst var á þá að loka síðunni. Þeir segjast hafa orðið fyrir beinum og óbeinum hótunum frá hendi bæjarbúa. 11.3.2011 11:14 Íslendingur í Japan býr sig undir tsunami Hinrik Örn Hinriksson, skiptinemi í Japan, heyrði fyrst af jarðskjálftanum þegar hann fékk sms-skilaboð frá vini sínum sem sagði honum að halda sig inni. Hinrik býr í borginni Beppu í Oita-héraði sem er nokkuð langt frá upptökum skjálftans. Þar er engu að síður búist við tsunami-fljóðbylgjum og fara þyrlur reglulega með ströndinni til að fylgjast með sjóhæð. Vegna þessa er einnig byrjað að rýma íbúðir við ströndina sem standa á jarðhæð. "Fólki er auðvitað brugðið og fólk býr sig undir öfluga eftirskjálfta. Ég á marga vini sem búa á Tókíó-svæðinu og við höfum öll verið í sambandi við hvort annað, þau okkar sem eru hér í námi. Allir hafa það gott. Ein var í leikfimitíma og sagði að húsið hefði skolfið í eina mínútu. Önnur vinkona mín hljóp undir skrifborð hjá sér, en ekkert amar að neinum enda Íslendingar og vön því að jörðin láti vita af sér," segir Hinrik. Hann er búsettur við ströndina, á 7. hæð í stórri blokk, og telur sig nokkuð öruggan. Hann fór út í búð eftir að stóri skjálftinn reið yfir og þar var fólk almennt frekar rólegt. Hinrik tekur þó fram að strandgæslan sinni eftirliti við ströndina og beini fólki í burtu ef það kemur of nálægt henni, vegna hættu á tsunami. Símalínur liggja víða niðri en íslenska sendiráðið í Japan leggur áherslu á að ná í sem flesta Íslendinga á svæðinu. Tölvupóstur og Facebook hafa þar komið að góðum notum. Hinrik hefur sjálfur sent tölvupóst til þeirra vina sinna og kunningja sem hann hefur enn ekki heyrt frá. 11.3.2011 11:07 Enn óvíst hvort ríkið kynnir Icesave-málið Ríkisstjórnin hefur ekki ákveðið hvort og þá hvernig staðið verði að sérstakri kynningu á Icesave-málinu fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna 9. apríl. 11.3.2011 11:00 Sendiherra hvetur Íslendinga til að láta vita af sér Stefán Lárus Stefánsson, sendiherra í Japan, hvetur Íslendinga sem eru á skjálftasvæðinu í Japan að láta vita af sér á Facebook. Hann segir sendiráðið reikna með því að um 65 Íslendingar séu þar og þegar hafa um þrjátíu manns haft samband. 11.3.2011 10:50 Nímenningarnir studdir í Iðnó í kvöld Í kvöld ætlar góður hópur fólks að halda skemmtikvöld í Iðnó til styrktar nímenninganna sem ákærðir voru fyrir að mótmæla við Alþingi í desember 2008. 11.3.2011 10:09 Tala látinna komin í 32 Nú er ljóst að 32 hafa látist hið minnsta þegar tíu metra há flóðbylgja skall á norðausturströnd Japans í morgun. Sky fréttastofan greinir frá þessu. Borgin Sendai varð verst úti. Flóðbylgjan kom í kjölfar gríðarlega öflugs jarðskjálfta sem mældist 8,9 á richter og átti upptök um 150 kílómetra undan ströndum Japans. Skjálftinn er sá stærsti í sögu Japans og sá sjöundi stærsti sem sögur fara af. 11.3.2011 10:01 Lenti í þriðja sætinu í París "Þetta er í annað skipti sem ég tek þátt og minn besti árangur hingað til,“ segir Yesmine Olsson, sem hreppti bronsverðlaun fyrir nýjustu matreiðslubók sína í keppninni Gourmand World Cookbook Awards í París á dögunum. 11.3.2011 10:00 Alþjóðabjörgunarsveitin á vöktunarstigi Vegna jarðskjálftans í Japan var Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin sett á svokallað vöktunarstig klukkan átta í morgun. Í tilkynningu frá Landsbjörgu segir að vöktunarstig feli í sér að stjórnendur fylgist vel með með ástandinu og því hvort japönsk stjórnvöld biðji um aðstoð frá alþjóðasamfélaginu, sem þau hafa ekki gert. 11.3.2011 09:36 Að minnsta kosti átta látnir í Sendai Að minnsta kosti átta létust þegar tíu metra há flóðbylgja skall á hafnarbænum Sendai í Japan í morgun í kjölfar gríðarlega öflugs jarðskjálfta á svæðinu. Skjálftinn mældist 8,9 á richter skalanum og er sjöundi stærsti skjálfti í sögunni. Flóðbylgjan hreif með sér bíla og skip í höfninni og eyðilagði fjölda húsa. Þá hefur skemmtigarður Disney í Tókíó orðið illa úti auk þess sem mikill eldur geisar í olíuhreinsistöð í borginni Ichihara. 11.3.2011 08:51 Menn Gaddafis vinna á - stefna á Benghazi Hermenn hliðhollir Gaddafi einræðisherra í Líbíu hafa síðustu daga unnið á gegn uppreisnarmönnum í austurhluta landsins og segja fréttamenn á staðnum að borgin Zawya vestur af höfuðborginni Trípólí sé nú fallin í hendur þeirra, eftir margra daga loftárásir. 11.3.2011 08:15 Löggan stöðvaði bjórkvöld hjá menntskælingum í Kópavogi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lokaði veitingastað í Kópavogi upp úr miðnætti, þar sem hátt í 80 ungmenni voru að skemmta sér og var töluverð ölvun, að sögn lögreglu. Sumir gestanna voru allt niður í 16 ára, en 18 ára og yngri mega ekki vera á veitingastöðum eftir klukkan tíu á kvöldin. 11.3.2011 08:03 Ferðalögin kosta 217 þúsund krónur á dag Kostnaður skattgreiðenda við hvern dag sem Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, var erlendis í fyrra var um 217 þúsund krónur samkvæmt útreikningum Fréttablaðsins. Árið áður var meðaltalskostnaðurinn 163 þúsund fyrir hvern dag. 11.3.2011 08:00 Skotárás í Kaupmannahöfn: Einn látinn og tveir slasaðir Nítján ára gamall maður var skotinn til bana og tveir eru sárir eftir skotárás í Husum, úthverfi Kaupmannahafnar í gærkvöldi. Að sögn lögreglu keyrði svartur lúxusbíll, sennilega af Audi gerð, upp að fjórum ungum mönnum stem stóðu á gangstétt. Skyndilega stöðvaði bíllinn og farþegarnir hefja skothríð á mennina fjóra með sjálfvirkum byssum. 11.3.2011 07:56 Tíu metra flóðbylgja skall á hafnarbæ Tíu metra há flóðbylgja skall á hafnarbænum Sendai á norðausturströnd Japans í kjölfar hins öfluga skjálfta sem reið yfir í morgun undan ströndum Japans. Fréttamyndir sýna að bylgjan hefur hrifið með sér bíla og hús og miklir eldar loga í olíubirgðastöð við höfnina. Fyrstu fregnir hermdu að skjálftinn væri um 7,9 stig en nú hefur verið staðfest að hann mældist 8,9 stig. Engar fregnir hafa borist af manntjóni en nokkrir slösuðust í Tókíu þegar þak á skólabyggingu gaf sig. 11.3.2011 07:28 ESB-ríki ákveða sjálf kvóta í staðbundnum fiskistofnum Aðildarríki Evrópusambandsins (ESB) geta ákvarðað einhliða hámarksafla úr stofnum sem eru alfarið nýttir af viðkomandi ríki, í stað þess að tekin sé sameiginleg ákvörðun í ráðherraráðinu eins og átt hefur við hingað til. Þetta kemur fram í nýrri reglugerð ESB um sameiginlega fiskveiðistjórnun og gæti haft áhrif á stöðu Íslands, komi til aðildar að sambandinu. 11.3.2011 07:00 Öflugur skjálfti undan ströndum Japans - flóðbylgjuviðvörun gefin Öflugur jarðskjálfti, 8,8 á richter-kvarðanum, reið yfir norðausturströnd Japans í morgun.Byggingar í höfuðborginni Tókíó skulfu í nokkrar mínútur og fólk þusti út á götur borgarinnar en engar fregnir hafa borist af manntjóni. Flóðbylgjuviðvörun var gefin út fyrir stórt svæði og gæti bylgjan orðið allt að sex metra há en viðvörunin gildir fyrir Japan, Rússland, Guam, Tæwan og Fillipseyjar. Einnig hefur viðvörun verið gefin út fyrir Indónesíu og Hawaí. 11.3.2011 06:35 Óeðlilega lítill tími til stefnu Þeir sem koma að fyrirhuguðum breytingum á skólastarfi í Reykjavík eiga að skila inn umsögnum vegna tillagna fyrir 25. mars næstkomandi. 11.3.2011 06:00 Ætla ekki að vinna með ESB Bændasamtökin ætla ekki að taka fulltrúa sinn úr samningahópi um landbúnaðarmál í aðildarviðræðum við Evrópusambandið, ESB. Þetta segir Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtakanna. 11.3.2011 06:00 Vilja afnema hverfisskiptinguna Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra tók í gær við undirskriftalista frá tíundu bekkingum þar sem skorað er á hana að afnema hverfaskiptingu í framhaldsskólum. Rakel Ýr Birgisdóttir, nemandi í 10. bekk í Laugalækjarskóla, safnaði ásamt félögum sínum um þúsund undirskriftum meðal jafnaldra þeirra. Það er um fjórðungur árgangsins. 11.3.2011 05:00 Gæfa landsins hvað við erum fá Þegar talið berst að leiðum til að komast út úr kreppunni og búa til störf eru umhverfissjónarmið gjarnan látin mæta afgangi. Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra lítur á það sem sitt hlutverk að standa vörð um umhverfismálin. Hún hefur staðið í ströngu frá því hún tók við embættinu árið 2009. 11.3.2011 05:00 Yfirheyrslum fram haldið hér heima Yfirheyrslur héldu áfram í gær yfir tveimur fyrrverandi starfsmönnum Kaupþings sem fyrst voru handteknir hér á miðvikudag vegna rannsóknar Serious Fraud Office í Bretlandi á bankanum. 11.3.2011 04:00 Telja Vaðlaheiðargöng ekki standa undir sér „Fullyrðingar um að vegatollar standi undir gerð Vaðlaheiðarganga er í besta falli óskhyggja,“ segir í nýútkomnu blaði Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB). „Í versta falli eru áhugamenn um gerð ganganna vísvitandi að blekkja stjórnvöld, vitandi að galtómur ríkissjóður mun þurfa að taka á sig verulegan hluta af kostnaðinum,“ segir áfram í blaði FÍB. Þar er ítarlega farið í saumana á áætlunum um kostnað, umferð og tekjur vegna Vaðlaheiðarganga. 11.3.2011 03:30 Auknar kvaðir gætu verðfellt bújarðir Magnús Leopoldsson fasteignasali deilir ekki þeirri skoðun með sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að gildandi jarðalög séu ógn við matvælaöryggi í landinu og aftri nýliðun í bændastétt. 11.3.2011 03:15 Hnífamaður tekinn í miðborginni Karlmaður um fimmtugt ógnaði fólki með hnífi í miðborg Reykjavíkur kvöld. Lögreglan fékk tilkynningu um málið um áttaleytið. Þegar lögreglan kom á staðinn hafði maðurinn yfirgefið vettvang en hann náðist í nágrenninu. Lögreglan handtók manninn, sem var mjög ölvaður. Hann mun gista fangageymslur í nótt og verður yfirheyrður í fyrramálið. Lögreglan hefur áður haft afskipti af þessum sama manni. 10.3.2011 23:56 Andlát í World Class: Lét starfsfólk vita af manninum Gestur líkamsræktarstöðvarinnar World Class lét starfsfólk stöðvarinnar vita rétt fyrir lokun hennar, að enn væri maður eftir inni. Morguninn eftir fannst maðurinn látinn í gufuklefa stöðvarinnar. Öryggisreglur World Class hafa verið yfirfarnar. 10.3.2011 22:24 Um 10% hafa komið á Vog Tæplega 10% núlifandi karlmanna hafa komið á sjúkrahúsið Vog, samkvæmt frétt á vef SÁÁ. Þar kemur fram að í árslok 2009 höfðu 20.579 einstaklingar, þar af 5903 konur og 14.676 karlarinnritast á Vog. Þetta jafngildir því að 9,8% núlifandi karla og 4,1% kvenna sem eru 15 ára og eldri hafi komið á Vog. 10.3.2011 21:58 Týr kom með stálpramma í togi Týr, varðskip Landhelgisgæslunnar, kom til Reykjavíkur klukkan sex í kvöld með stálpramma í togi sem Landhelgisgæslan hefur svipast eftir um nokkurt skeið. Áhöfn varðskipsins tókst að snara prammann síðdegis í gær eftir að þyrla Landhelgisgæslunnar TF-LÍF fann prammann að nýju. 10.3.2011 20:58 Sjálfstæðismenn vilja vera með á fundi Sjálfstæðismenn í borgarráði eru ósáttir við fyrirkomulag funda sem borgarfulltrúar Besta flokksins og Samfylkingarinnar hafa boðað með foreldrum leik- og grunnskóla. Sjálfstæðismenn segja að til fundarins sé boðað vegna umdeildra tillagna um sameiningu skóla og breytinga á skólastarfi. Fundarboð sem dreif hafi verið í Grafarvogi verði ekk skilið öðruvísi en svo að ekki sé ætlast til þess að borgarfulltrúar annarra flokka sitji fundinn. 10.3.2011 21:18 Sheen vill 12 milljarða frá Warner Bros Charlie Sheen hefur stefnt Warner Bros, fyrrverandi vinnuveitanda sínum og Chuck Lorre, framleiðanda Two and a Half Men. Hann krefst 100 milljóna bandaríkjadala í bætur, en Sheen var rekinn úr þáttunum fyrr í vikunni. 10.3.2011 20:23 Áform um risahöfn við Langanes Sveitarfélögin á Norðausturlandi hafa kynnt áform um risahöfn á Langanesi, þá langstærstu á Íslandi, til að þjóna siglingum yfir Norðuríshafið. Á hafnarsvæðinu verður boðið upp á lóðir undir olíu- og gasvinnslustöðvar. 10.3.2011 18:41 Jóhanna vill lækka handhafalaunin Forsætisráðherra hefur óskað eftir því við Fjársýsluna að greiðslur til hennar sem handhafa forsetavalds verði lækkaðar til samræmis við launalækkun forsetans. Kjararáð hafnaði ósk forsetans á sínum tíma um launalækkun sem síðar samdi við þáverandi fjármálaráðherra um launalækkun. 10.3.2011 18:38 Látnir lausir gegn tryggingu en fagna í Cannes Fréttir af handtökum og húsleitum Serious Fraud Office hafa vakið mikla athygli í Bretlandi. Tchenguiz bræður eru stjörnur í samkvæmislífinu og tilkynnti Vincent Tjengí í dag að hann myndi ekki hætta við veislu í snekkju sinni í Cannes - þrátt fyrir að hafa verið handtekinn daginn áður. 10.3.2011 18:35 Borgarráð framlengi ekki veitingaleyfi Stjórn Íbúasamtaka miðborgar Reykjavíkur styður kröfu nágranna við veitingastaðina Monaco og Monte Carlo á Laugavegi og skorar á borgarráð að mæla ekki með framlengingu veitingaleyfa staðanna. 10.3.2011 18:02 Stjórnvöld auki ekki á óvissuna Stjórnvöld verða að hætta að tala og gefa yfirlýsingar sem auka alla óvssi í efnahagslífinu, sagði Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins á iðnþingi í dag. 10.3.2011 17:47 Dæmdar bætur vegna andláts konu Hæstiréttur dæmdi í dag íslenska ríkið til að greiða eiginmanni og tveimur börnum konum sem lést vegna meðgöngueitrunar árið 2001 bætur vegna mistaka sem voru gerð þegar konan fór í glasafrjóvgun og vegna ófullnægjandi meðferðar við meðgöngueitrun sem konan fékk á meðgöngu. 10.3.2011 17:27 Eldgosið í Eyjafjallajökli hafði lítil áhrif á heilsufar búfjár Allt bendir til að öskufall úr Eyjafjallajökli á síðasta ári hafi ekki haft veruleg áhrif á heilsufar búfjár á svæðinu. Þetta sýna rannsóknir sem voru gerðar í kjölfar eldgossins í fyrra. 10.3.2011 16:28 Tæplega 50 börn á biðlista hjá einni dagmömmu Reykjavíkurborg vantar dagvistunarpláss fyrir um 150 börn, en það er misjafnt eftir hverfum hversu mörg börn bíða vistunar. 10.3.2011 15:48 Heathrow-flugvöllur rýmdur Flugstöðvarbyggingu fimm var lokað á Heathrowflugvelli í dag eftir að grunsamlegur hlutur fannst í byggingunni. Byggingin var rýmd á meðan hluturinn var rannsakaður og voru farþegar spurðir spurninga af lögreglu. 10.3.2011 15:40 Stór æfing hjá neyðarstjórn Landsnet Í dag verður neyðarstjórn Landsnets með stóra raunæfingu. Æfðar eru aðstæður þegar alvarlegar truflanir verða á raforkukerfinu bæði á Suðurlandi og á Austurlandi í mjög slæmu veðri. 10.3.2011 14:21 Rima apótek oftast ódýrast Rima apótek í Langarima býður oftast lægsta verðið, samkvæmt nýrri könnun verðlagseftirlits ASÍ sem kannaði nýverið verð á ýmsum vörum sem seldar eru í apótekum, svosem snyrtivörum, smokkum og fæðubótarefnum. 10.3.2011 14:18 Efast um réttmæti sorphirðugjalds Skipulagsráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að fá faglegt álit á því hvort heimilt er að krefja fólk um að færa ruslatunnur sínar fyrir losunardag ef þær eru almennt geymdar lengra en fimmtán metrum frá sorphirðubíl. Samkvæmt nýju fyrirkomulagi hjá borginni þarf fólk að greiða 4800 krónur í sorphirðugjald ef ruslatunnur eru lengra í burtu en þessu nemur. 10.3.2011 14:05 Sjá næstu 50 fréttir
Landabrugg og kannabisræktun á Akranesi Lögreglan á Akranesi fékk í gær ábendingu um landabruggun í heimahúsi í bænum. Húsleit var gerð í kjölfarið og lagt hald á bæði landa og eimingartæki. Húsráðandinn gekkst við brugguninni. Síðar um daginn stöðvuðu lögreglumenn á Akranesi bifreið vegna gruns um að ökumaður væri undir áhrifum. Bráðabirgðaprófanir bentu til þess að hann væri undir áhrifum áfengis, amfetamíns og kannabis. Við leit í bifreiðinni fundust um 60 grömm af amfetamíni sem þar höfðu verið falin. Í framhaldi af því var gerð húsleit hjá manninum. Þar kom í ljós að maðurinn var með kannabisræktun í gangi, á lokastigi, auk þess sem 25 grömm af tilbúnum maríjúnana fundust. Maðurinn játaði við yfirheyrslur í nótt að vera eigandi efnanna og ræktunarinnar og viðurkenndi að hluti efnanna væri ætlaður til sölu og rest til eigin neyslu. Fram kom hjá manninum að amfetamínið væri mjög sterkt sem segir að hann hefur trúlega ætlað að drýgja efnið með íblöndunarefnum. 11.3.2011 13:43
Húsið byrjaði að vagga Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, starfsmaður UN Women í Japan, var stödd í Osaka þegar jarðskjálftinn reið yfir og sagðist ekki hafa fundið mikið fyrir honum. Hún var í miðri ræðu á hátíðarhöldum í tilefni alþjóðlegs baráttudags kvenna þegar hún segir húsið hafa byrjað að vagga. 11.3.2011 12:34
Alveg viss um að skólinn myndi hrynja "Ég var akkúrat í háskólanum í þreki þegar ég fann fyrir skjálftanum," segir Villimey Sigurbjörnsdóttir, skiptinemi við J.F. Oberlin háskólann í Machida sem er á Tókíó-svæðinu. "Ég hef aldrei fundið fyrir svona rosalegum skjálfta áður. Ég var um tíma alveg viss um að ein skólabyggingin myndi annað hvort hrynja eða glerin brotna," segir hún. 11.3.2011 12:13
Utanríkisráðuneytið hefur virkjað viðbragðsáætlun Í kjölfar jarðskjálftans sem varð við strendur Japans í morgun varar utanríkisráðuneytið við flóðbylgjuhættu á ströndum við Kyrrahaf. Ráðuneytið ráðleggur Íslendingum sem vita um vini og ættingja á þessum svæðum að setja sig í samband við þá og fullvissa sig um að þeir séu meðvitaðir um hættuna og haldi sambandi við ættingja sína á Íslandi eftir atvikum. Fólk sem hefur áhyggjur af ættingjum sem eru staddir á hættusvæðinu er beðið að hafa samband við borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins í síma 545-9900. Ráðuneytið hefur virkjað viðbragðsáætlun og ráðleggur Íslendingum á þessu svæði að fylgjast grannt með viðvörunum stjórnvalda og fjölmiðlum á staðnum. 11.3.2011 11:40
Facebook síðu um einelti í Hveragerði lokað Facebook síðu sem helguð var einelti í grunnskóla Hveragerðis hefur verið lokað. Aðstandendur síðunnar segjast hafa tekið ákvörðunina eftir mikla íhugun en þeir segjast hafa orðið fyrir áreiti með símhringingum og póstsendingum þar sem þrýst var á þá að loka síðunni. Þeir segjast hafa orðið fyrir beinum og óbeinum hótunum frá hendi bæjarbúa. 11.3.2011 11:14
Íslendingur í Japan býr sig undir tsunami Hinrik Örn Hinriksson, skiptinemi í Japan, heyrði fyrst af jarðskjálftanum þegar hann fékk sms-skilaboð frá vini sínum sem sagði honum að halda sig inni. Hinrik býr í borginni Beppu í Oita-héraði sem er nokkuð langt frá upptökum skjálftans. Þar er engu að síður búist við tsunami-fljóðbylgjum og fara þyrlur reglulega með ströndinni til að fylgjast með sjóhæð. Vegna þessa er einnig byrjað að rýma íbúðir við ströndina sem standa á jarðhæð. "Fólki er auðvitað brugðið og fólk býr sig undir öfluga eftirskjálfta. Ég á marga vini sem búa á Tókíó-svæðinu og við höfum öll verið í sambandi við hvort annað, þau okkar sem eru hér í námi. Allir hafa það gott. Ein var í leikfimitíma og sagði að húsið hefði skolfið í eina mínútu. Önnur vinkona mín hljóp undir skrifborð hjá sér, en ekkert amar að neinum enda Íslendingar og vön því að jörðin láti vita af sér," segir Hinrik. Hann er búsettur við ströndina, á 7. hæð í stórri blokk, og telur sig nokkuð öruggan. Hann fór út í búð eftir að stóri skjálftinn reið yfir og þar var fólk almennt frekar rólegt. Hinrik tekur þó fram að strandgæslan sinni eftirliti við ströndina og beini fólki í burtu ef það kemur of nálægt henni, vegna hættu á tsunami. Símalínur liggja víða niðri en íslenska sendiráðið í Japan leggur áherslu á að ná í sem flesta Íslendinga á svæðinu. Tölvupóstur og Facebook hafa þar komið að góðum notum. Hinrik hefur sjálfur sent tölvupóst til þeirra vina sinna og kunningja sem hann hefur enn ekki heyrt frá. 11.3.2011 11:07
Enn óvíst hvort ríkið kynnir Icesave-málið Ríkisstjórnin hefur ekki ákveðið hvort og þá hvernig staðið verði að sérstakri kynningu á Icesave-málinu fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna 9. apríl. 11.3.2011 11:00
Sendiherra hvetur Íslendinga til að láta vita af sér Stefán Lárus Stefánsson, sendiherra í Japan, hvetur Íslendinga sem eru á skjálftasvæðinu í Japan að láta vita af sér á Facebook. Hann segir sendiráðið reikna með því að um 65 Íslendingar séu þar og þegar hafa um þrjátíu manns haft samband. 11.3.2011 10:50
Nímenningarnir studdir í Iðnó í kvöld Í kvöld ætlar góður hópur fólks að halda skemmtikvöld í Iðnó til styrktar nímenninganna sem ákærðir voru fyrir að mótmæla við Alþingi í desember 2008. 11.3.2011 10:09
Tala látinna komin í 32 Nú er ljóst að 32 hafa látist hið minnsta þegar tíu metra há flóðbylgja skall á norðausturströnd Japans í morgun. Sky fréttastofan greinir frá þessu. Borgin Sendai varð verst úti. Flóðbylgjan kom í kjölfar gríðarlega öflugs jarðskjálfta sem mældist 8,9 á richter og átti upptök um 150 kílómetra undan ströndum Japans. Skjálftinn er sá stærsti í sögu Japans og sá sjöundi stærsti sem sögur fara af. 11.3.2011 10:01
Lenti í þriðja sætinu í París "Þetta er í annað skipti sem ég tek þátt og minn besti árangur hingað til,“ segir Yesmine Olsson, sem hreppti bronsverðlaun fyrir nýjustu matreiðslubók sína í keppninni Gourmand World Cookbook Awards í París á dögunum. 11.3.2011 10:00
Alþjóðabjörgunarsveitin á vöktunarstigi Vegna jarðskjálftans í Japan var Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin sett á svokallað vöktunarstig klukkan átta í morgun. Í tilkynningu frá Landsbjörgu segir að vöktunarstig feli í sér að stjórnendur fylgist vel með með ástandinu og því hvort japönsk stjórnvöld biðji um aðstoð frá alþjóðasamfélaginu, sem þau hafa ekki gert. 11.3.2011 09:36
Að minnsta kosti átta látnir í Sendai Að minnsta kosti átta létust þegar tíu metra há flóðbylgja skall á hafnarbænum Sendai í Japan í morgun í kjölfar gríðarlega öflugs jarðskjálfta á svæðinu. Skjálftinn mældist 8,9 á richter skalanum og er sjöundi stærsti skjálfti í sögunni. Flóðbylgjan hreif með sér bíla og skip í höfninni og eyðilagði fjölda húsa. Þá hefur skemmtigarður Disney í Tókíó orðið illa úti auk þess sem mikill eldur geisar í olíuhreinsistöð í borginni Ichihara. 11.3.2011 08:51
Menn Gaddafis vinna á - stefna á Benghazi Hermenn hliðhollir Gaddafi einræðisherra í Líbíu hafa síðustu daga unnið á gegn uppreisnarmönnum í austurhluta landsins og segja fréttamenn á staðnum að borgin Zawya vestur af höfuðborginni Trípólí sé nú fallin í hendur þeirra, eftir margra daga loftárásir. 11.3.2011 08:15
Löggan stöðvaði bjórkvöld hjá menntskælingum í Kópavogi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lokaði veitingastað í Kópavogi upp úr miðnætti, þar sem hátt í 80 ungmenni voru að skemmta sér og var töluverð ölvun, að sögn lögreglu. Sumir gestanna voru allt niður í 16 ára, en 18 ára og yngri mega ekki vera á veitingastöðum eftir klukkan tíu á kvöldin. 11.3.2011 08:03
Ferðalögin kosta 217 þúsund krónur á dag Kostnaður skattgreiðenda við hvern dag sem Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, var erlendis í fyrra var um 217 þúsund krónur samkvæmt útreikningum Fréttablaðsins. Árið áður var meðaltalskostnaðurinn 163 þúsund fyrir hvern dag. 11.3.2011 08:00
Skotárás í Kaupmannahöfn: Einn látinn og tveir slasaðir Nítján ára gamall maður var skotinn til bana og tveir eru sárir eftir skotárás í Husum, úthverfi Kaupmannahafnar í gærkvöldi. Að sögn lögreglu keyrði svartur lúxusbíll, sennilega af Audi gerð, upp að fjórum ungum mönnum stem stóðu á gangstétt. Skyndilega stöðvaði bíllinn og farþegarnir hefja skothríð á mennina fjóra með sjálfvirkum byssum. 11.3.2011 07:56
Tíu metra flóðbylgja skall á hafnarbæ Tíu metra há flóðbylgja skall á hafnarbænum Sendai á norðausturströnd Japans í kjölfar hins öfluga skjálfta sem reið yfir í morgun undan ströndum Japans. Fréttamyndir sýna að bylgjan hefur hrifið með sér bíla og hús og miklir eldar loga í olíubirgðastöð við höfnina. Fyrstu fregnir hermdu að skjálftinn væri um 7,9 stig en nú hefur verið staðfest að hann mældist 8,9 stig. Engar fregnir hafa borist af manntjóni en nokkrir slösuðust í Tókíu þegar þak á skólabyggingu gaf sig. 11.3.2011 07:28
ESB-ríki ákveða sjálf kvóta í staðbundnum fiskistofnum Aðildarríki Evrópusambandsins (ESB) geta ákvarðað einhliða hámarksafla úr stofnum sem eru alfarið nýttir af viðkomandi ríki, í stað þess að tekin sé sameiginleg ákvörðun í ráðherraráðinu eins og átt hefur við hingað til. Þetta kemur fram í nýrri reglugerð ESB um sameiginlega fiskveiðistjórnun og gæti haft áhrif á stöðu Íslands, komi til aðildar að sambandinu. 11.3.2011 07:00
Öflugur skjálfti undan ströndum Japans - flóðbylgjuviðvörun gefin Öflugur jarðskjálfti, 8,8 á richter-kvarðanum, reið yfir norðausturströnd Japans í morgun.Byggingar í höfuðborginni Tókíó skulfu í nokkrar mínútur og fólk þusti út á götur borgarinnar en engar fregnir hafa borist af manntjóni. Flóðbylgjuviðvörun var gefin út fyrir stórt svæði og gæti bylgjan orðið allt að sex metra há en viðvörunin gildir fyrir Japan, Rússland, Guam, Tæwan og Fillipseyjar. Einnig hefur viðvörun verið gefin út fyrir Indónesíu og Hawaí. 11.3.2011 06:35
Óeðlilega lítill tími til stefnu Þeir sem koma að fyrirhuguðum breytingum á skólastarfi í Reykjavík eiga að skila inn umsögnum vegna tillagna fyrir 25. mars næstkomandi. 11.3.2011 06:00
Ætla ekki að vinna með ESB Bændasamtökin ætla ekki að taka fulltrúa sinn úr samningahópi um landbúnaðarmál í aðildarviðræðum við Evrópusambandið, ESB. Þetta segir Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtakanna. 11.3.2011 06:00
Vilja afnema hverfisskiptinguna Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra tók í gær við undirskriftalista frá tíundu bekkingum þar sem skorað er á hana að afnema hverfaskiptingu í framhaldsskólum. Rakel Ýr Birgisdóttir, nemandi í 10. bekk í Laugalækjarskóla, safnaði ásamt félögum sínum um þúsund undirskriftum meðal jafnaldra þeirra. Það er um fjórðungur árgangsins. 11.3.2011 05:00
Gæfa landsins hvað við erum fá Þegar talið berst að leiðum til að komast út úr kreppunni og búa til störf eru umhverfissjónarmið gjarnan látin mæta afgangi. Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra lítur á það sem sitt hlutverk að standa vörð um umhverfismálin. Hún hefur staðið í ströngu frá því hún tók við embættinu árið 2009. 11.3.2011 05:00
Yfirheyrslum fram haldið hér heima Yfirheyrslur héldu áfram í gær yfir tveimur fyrrverandi starfsmönnum Kaupþings sem fyrst voru handteknir hér á miðvikudag vegna rannsóknar Serious Fraud Office í Bretlandi á bankanum. 11.3.2011 04:00
Telja Vaðlaheiðargöng ekki standa undir sér „Fullyrðingar um að vegatollar standi undir gerð Vaðlaheiðarganga er í besta falli óskhyggja,“ segir í nýútkomnu blaði Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB). „Í versta falli eru áhugamenn um gerð ganganna vísvitandi að blekkja stjórnvöld, vitandi að galtómur ríkissjóður mun þurfa að taka á sig verulegan hluta af kostnaðinum,“ segir áfram í blaði FÍB. Þar er ítarlega farið í saumana á áætlunum um kostnað, umferð og tekjur vegna Vaðlaheiðarganga. 11.3.2011 03:30
Auknar kvaðir gætu verðfellt bújarðir Magnús Leopoldsson fasteignasali deilir ekki þeirri skoðun með sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að gildandi jarðalög séu ógn við matvælaöryggi í landinu og aftri nýliðun í bændastétt. 11.3.2011 03:15
Hnífamaður tekinn í miðborginni Karlmaður um fimmtugt ógnaði fólki með hnífi í miðborg Reykjavíkur kvöld. Lögreglan fékk tilkynningu um málið um áttaleytið. Þegar lögreglan kom á staðinn hafði maðurinn yfirgefið vettvang en hann náðist í nágrenninu. Lögreglan handtók manninn, sem var mjög ölvaður. Hann mun gista fangageymslur í nótt og verður yfirheyrður í fyrramálið. Lögreglan hefur áður haft afskipti af þessum sama manni. 10.3.2011 23:56
Andlát í World Class: Lét starfsfólk vita af manninum Gestur líkamsræktarstöðvarinnar World Class lét starfsfólk stöðvarinnar vita rétt fyrir lokun hennar, að enn væri maður eftir inni. Morguninn eftir fannst maðurinn látinn í gufuklefa stöðvarinnar. Öryggisreglur World Class hafa verið yfirfarnar. 10.3.2011 22:24
Um 10% hafa komið á Vog Tæplega 10% núlifandi karlmanna hafa komið á sjúkrahúsið Vog, samkvæmt frétt á vef SÁÁ. Þar kemur fram að í árslok 2009 höfðu 20.579 einstaklingar, þar af 5903 konur og 14.676 karlarinnritast á Vog. Þetta jafngildir því að 9,8% núlifandi karla og 4,1% kvenna sem eru 15 ára og eldri hafi komið á Vog. 10.3.2011 21:58
Týr kom með stálpramma í togi Týr, varðskip Landhelgisgæslunnar, kom til Reykjavíkur klukkan sex í kvöld með stálpramma í togi sem Landhelgisgæslan hefur svipast eftir um nokkurt skeið. Áhöfn varðskipsins tókst að snara prammann síðdegis í gær eftir að þyrla Landhelgisgæslunnar TF-LÍF fann prammann að nýju. 10.3.2011 20:58
Sjálfstæðismenn vilja vera með á fundi Sjálfstæðismenn í borgarráði eru ósáttir við fyrirkomulag funda sem borgarfulltrúar Besta flokksins og Samfylkingarinnar hafa boðað með foreldrum leik- og grunnskóla. Sjálfstæðismenn segja að til fundarins sé boðað vegna umdeildra tillagna um sameiningu skóla og breytinga á skólastarfi. Fundarboð sem dreif hafi verið í Grafarvogi verði ekk skilið öðruvísi en svo að ekki sé ætlast til þess að borgarfulltrúar annarra flokka sitji fundinn. 10.3.2011 21:18
Sheen vill 12 milljarða frá Warner Bros Charlie Sheen hefur stefnt Warner Bros, fyrrverandi vinnuveitanda sínum og Chuck Lorre, framleiðanda Two and a Half Men. Hann krefst 100 milljóna bandaríkjadala í bætur, en Sheen var rekinn úr þáttunum fyrr í vikunni. 10.3.2011 20:23
Áform um risahöfn við Langanes Sveitarfélögin á Norðausturlandi hafa kynnt áform um risahöfn á Langanesi, þá langstærstu á Íslandi, til að þjóna siglingum yfir Norðuríshafið. Á hafnarsvæðinu verður boðið upp á lóðir undir olíu- og gasvinnslustöðvar. 10.3.2011 18:41
Jóhanna vill lækka handhafalaunin Forsætisráðherra hefur óskað eftir því við Fjársýsluna að greiðslur til hennar sem handhafa forsetavalds verði lækkaðar til samræmis við launalækkun forsetans. Kjararáð hafnaði ósk forsetans á sínum tíma um launalækkun sem síðar samdi við þáverandi fjármálaráðherra um launalækkun. 10.3.2011 18:38
Látnir lausir gegn tryggingu en fagna í Cannes Fréttir af handtökum og húsleitum Serious Fraud Office hafa vakið mikla athygli í Bretlandi. Tchenguiz bræður eru stjörnur í samkvæmislífinu og tilkynnti Vincent Tjengí í dag að hann myndi ekki hætta við veislu í snekkju sinni í Cannes - þrátt fyrir að hafa verið handtekinn daginn áður. 10.3.2011 18:35
Borgarráð framlengi ekki veitingaleyfi Stjórn Íbúasamtaka miðborgar Reykjavíkur styður kröfu nágranna við veitingastaðina Monaco og Monte Carlo á Laugavegi og skorar á borgarráð að mæla ekki með framlengingu veitingaleyfa staðanna. 10.3.2011 18:02
Stjórnvöld auki ekki á óvissuna Stjórnvöld verða að hætta að tala og gefa yfirlýsingar sem auka alla óvssi í efnahagslífinu, sagði Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins á iðnþingi í dag. 10.3.2011 17:47
Dæmdar bætur vegna andláts konu Hæstiréttur dæmdi í dag íslenska ríkið til að greiða eiginmanni og tveimur börnum konum sem lést vegna meðgöngueitrunar árið 2001 bætur vegna mistaka sem voru gerð þegar konan fór í glasafrjóvgun og vegna ófullnægjandi meðferðar við meðgöngueitrun sem konan fékk á meðgöngu. 10.3.2011 17:27
Eldgosið í Eyjafjallajökli hafði lítil áhrif á heilsufar búfjár Allt bendir til að öskufall úr Eyjafjallajökli á síðasta ári hafi ekki haft veruleg áhrif á heilsufar búfjár á svæðinu. Þetta sýna rannsóknir sem voru gerðar í kjölfar eldgossins í fyrra. 10.3.2011 16:28
Tæplega 50 börn á biðlista hjá einni dagmömmu Reykjavíkurborg vantar dagvistunarpláss fyrir um 150 börn, en það er misjafnt eftir hverfum hversu mörg börn bíða vistunar. 10.3.2011 15:48
Heathrow-flugvöllur rýmdur Flugstöðvarbyggingu fimm var lokað á Heathrowflugvelli í dag eftir að grunsamlegur hlutur fannst í byggingunni. Byggingin var rýmd á meðan hluturinn var rannsakaður og voru farþegar spurðir spurninga af lögreglu. 10.3.2011 15:40
Stór æfing hjá neyðarstjórn Landsnet Í dag verður neyðarstjórn Landsnets með stóra raunæfingu. Æfðar eru aðstæður þegar alvarlegar truflanir verða á raforkukerfinu bæði á Suðurlandi og á Austurlandi í mjög slæmu veðri. 10.3.2011 14:21
Rima apótek oftast ódýrast Rima apótek í Langarima býður oftast lægsta verðið, samkvæmt nýrri könnun verðlagseftirlits ASÍ sem kannaði nýverið verð á ýmsum vörum sem seldar eru í apótekum, svosem snyrtivörum, smokkum og fæðubótarefnum. 10.3.2011 14:18
Efast um réttmæti sorphirðugjalds Skipulagsráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að fá faglegt álit á því hvort heimilt er að krefja fólk um að færa ruslatunnur sínar fyrir losunardag ef þær eru almennt geymdar lengra en fimmtán metrum frá sorphirðubíl. Samkvæmt nýju fyrirkomulagi hjá borginni þarf fólk að greiða 4800 krónur í sorphirðugjald ef ruslatunnur eru lengra í burtu en þessu nemur. 10.3.2011 14:05