Bjarni vill endurskoða stjórnarskrána 13. mars 2011 11:51 Mynd/Pjetur „Ég lýsi mig reiðubúinn til þess að hefja nú þegar vinnu við endurskoðun stjórnarskrárinnar. Ég tek alvarlega þær athugasemdir sem fram hafa komið um að þinginu hafi mistekist í fortíðinni,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Hann segir að þau atriði sem menn telji að þurfi hvað helst að endurskoða standi ekki í sér. „Ég er tilbúinn til að setjast niður og ræða þau mál.“ Bjarni var gestur Sigurjóns M. Egilssonar á Bylgjunni í morgun. Þar gagnrýndi Bjarni harðlega framgöngu stjórnarflokkanna í málefnum stjórnlagaþingsins og nú stjórnlagaráðsins. Hann sagði að um gæluverkefni Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, væri að ræða. Betra væri að láta stjórnarskrána taka breytingum í ró og næði. „En ekki í einhverju krampakasti og pólitískum þvingunaraðgerðum eins og verið er að gera á Alþingi þar sem menn leggja sig í líma við að keyra í kringum niðurstöðu Hæstaréttar í málinu. Þetta var ógild kosning, hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Það ber að virða.“ Bjarni vill hefja nú þegar endurskoðun á stjórnarskránni. Þá sagði hann: „Hefur einhvern tímann verið sest niður til dæmis með mér og mínum flokki og látið á það reyna hvort við getum ekki bara leyst þetta verkefni í þinginu," spurði Bjarni. „Hvers vegna ekki að setjast niður og skoða málið? Af hverju ekki að ganga í verkið? Alþingi er jú einu sinni sá aðili sem að einn hefur heimild til að breyta stjórnarskránni.“ Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira
„Ég lýsi mig reiðubúinn til þess að hefja nú þegar vinnu við endurskoðun stjórnarskrárinnar. Ég tek alvarlega þær athugasemdir sem fram hafa komið um að þinginu hafi mistekist í fortíðinni,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Hann segir að þau atriði sem menn telji að þurfi hvað helst að endurskoða standi ekki í sér. „Ég er tilbúinn til að setjast niður og ræða þau mál.“ Bjarni var gestur Sigurjóns M. Egilssonar á Bylgjunni í morgun. Þar gagnrýndi Bjarni harðlega framgöngu stjórnarflokkanna í málefnum stjórnlagaþingsins og nú stjórnlagaráðsins. Hann sagði að um gæluverkefni Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, væri að ræða. Betra væri að láta stjórnarskrána taka breytingum í ró og næði. „En ekki í einhverju krampakasti og pólitískum þvingunaraðgerðum eins og verið er að gera á Alþingi þar sem menn leggja sig í líma við að keyra í kringum niðurstöðu Hæstaréttar í málinu. Þetta var ógild kosning, hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Það ber að virða.“ Bjarni vill hefja nú þegar endurskoðun á stjórnarskránni. Þá sagði hann: „Hefur einhvern tímann verið sest niður til dæmis með mér og mínum flokki og látið á það reyna hvort við getum ekki bara leyst þetta verkefni í þinginu," spurði Bjarni. „Hvers vegna ekki að setjast niður og skoða málið? Af hverju ekki að ganga í verkið? Alþingi er jú einu sinni sá aðili sem að einn hefur heimild til að breyta stjórnarskránni.“
Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira