Fleiri fréttir

Einn með allar tölur réttar í lottóinu

Einn heppinn lottóspilari var með allar tölur réttar í lottóinu í kvöld og er hann tæpum 10,6 milljónum ríkari fyrir vikið. Vinningurinn kom á miða með tölunum 28, 29, 35, 37, 38. Miðinn var seldur í Kolaportinu við Tryggvagötu. Þá var einn spilari með fimm réttar tölur í réttri röð í Jokernum og er hann tveimur milljónum ríkari.

Haförn orpinn í beinni útsendingu

Haförn er orpinn í beinni útsendingu frá hreiðri úr eyju við innanverðan Breiðafjörð. Ef allt gengur að óskum ætti ungi að skríða úr egginu eftir mánuð eða svo.

Lífrænt eldsneyti á Þorvaldseyri í sumar

Þrátt fyrir ákvörðun um að gera hlé á búskap um óákveðinn tíma stefnir bóndinn á Þorvaldseyri að því að framleiða lífrænt eldsneyti þar í sumar.

Karlmaður handtekinn vegna óláta

Karlmaður var handtekinn vegna óláta við Austurvöll, skammt frá veitingastaðnum Kaffi París, seinni partinn í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni er maðurinn en í hennar haldi en ekki hafa fengist nánari skýringar um málavöxtu.

Krían er komin

Fuglaáhugamenn á Hornafirði sáu kríuhóp við Ósland á Höfn í dag. Ragnheiður Gestsdóttir, íbúi á Hornafirði, tilkynnti þetta á facebook-síðu sinni og sagði að þarna væru um tíu kríur. Þetta er fyrsta tilkynningin í ár um kríuna.

Vél Icelandair fór í loftið um tvöleytið

Flug Icelandair til Glasgow sem áætlað var að færi klukkan eitt í dag fór í loftið rétt eftir klukkan tvö, samkvæmt upplýsingum frá Guðjóni Arngrímssyni, upplýsingafulltrúa Icelandair.

Reyna að rýma til fyrir strandaglópa

Bresk flugfélög biðja nú farþega sem eiga bókað far um helgina um að fresta heimferð sinni til að skapa pláss fyrir þá farþega sem urðu strandaglópar vegna eldgossins í Eyjafjallajökli.

Enn órói í Eyjafjallajökli

Órói er enn í Eyjafjallajökli, samkvæmt upplýsingum sérfræðinga Veðurstofu Íslands á fjölmiðlafundi í Skógarhlíð í morgun. Öskuframleiðsla er enn í gangi en gosmökkurinn er undir 3 km hæð og mælist því ekki á ratsjá.

Segir mikilvægt að strandveiðar hefjist á tilsettum tíma

Jón Bjarnason, sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra, segir mikilvægt fyrir atvinnulífið á landsbyggðinni að strandveiðar hefjist á tilsettum tíma. Samkvæmt frumvarpi ráðherra eiga strandveiðar að hefjast um næstu mánaðamót en Alþingi á enn eftir að ljúka annarri umræðu um málið.

Flutt meðvitundarlaus á gjörgæsludeild

Þremenningarnir sem fluttir voru á slysadeild Landspítalans í Fossvogi í morgun hafa allir verið fluttir meðvitundarlausir á gjörgæsludeild, samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá vakthafandi lækni á slysadeildinni.

Fjórir fluttir á spítala eftir bílveltu

Fjórir voru fluttir á spítala eftir að bíll valt við Mánatorg norðan við Keflavík um hálfsjöleytið í morgun. Í bílnum voru þrjár stúlkur og einn piltur.

Gosmistur yfir höfuðborgarsvæðinu

Mistur liggur yfir höfuðborgarsvæðinu nú og segir sérfræðingur frá Veðurstofunni að það sé af völdum gossins í Eyjafjallajökli. Dökkan mökk leggur nú frá eldstöðvunum og einhver öskumyndun er enn til staðar.

Innanlandsflug liggur niðri

Innanlandsflug mun liggja niðri að minnsta kosti til klukkan hálfeitt í dag, samkvæmt upplýsingum frá Flugfélagi Íslands vegna gosmakkarins sem leggur yfir suðvesturhluta landsins. Kannað verður með flug klukkan hálfeitt.

Rannsaka þarf sparisjóðina

Rannsóknar­nefnd Alþingis telur að íslenska sparisjóðakerfið verðskuldi sérstaka athugun en að það sé Alþingis að taka ákvörðun slíka rannsókn. Ríkið tók yfir rekstur Byrs og Sparisjóðs Keflavíkur í fyrrakvöld.

Allir þingmenn frá 2008 kunni að víkja

Innan Samfylkingarinnar hefur þess verið krafist að allir þeir sem sátu á Alþingi fram að hruni 2008 segi af sér. Ekki er óhugsandi að þetta sé réttmæt krafa og nauðsynlegt sé að verða við henni. Svo segir Steinunn Valdís Óskarsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.

Öllu vanur eftir þrjú eldgos um ævina

Kristján Guðmundsson býr að Steinum undir Eyjafjöllum og er því í nágrenni eldgossins í jöklinum. Hann kippir sér ekkert upp við eldsumbrotin, enda öllu vanur þar sem þetta er þriðja gosið sem hann sér í návígi.

Hefur trú á að grasið spretti

„Ég hef fulla trú á að grasið spretti upp úr öskunni í sumar því hér er rigningasamt og hlýtt en ég óttast að erfitt verði að heyja á túnunum þar sem askan rótast upp undan vélunum.“ Þetta segir Guðni Þorvaldsson, doktor í gróðurfræðum og einn þeirra sem nú sinnir kindum sínum og klárum við erfiðar aðstæður austur undir Eyjafjöllum. Jörðin hans Raufarfell er á því svæði sem öskulagið er hvað þykkast.

Spara á því að taka strætó

Strætó bs. hefur birt útreikninga sem sýna að taki fólk strætó til og frá vinnu eða skóla, megi spara um 150 þúsund krónur á ári. Þar er miðað við að áfangastaðurinn sé innan við tíu mínútur frá heimili.

Áform um hækkun gjalda á flugið

Kostnaði vegna flugmála verður mætt í auknum mæli með notendagjöldum á næstu árum. Á það meðal annars við um rekstur leiðsögukerfis innanlandsflugsins, viðhaldsverkefni á Keflavíkurflugvelli, byggingu samgöngumiðstöðvar við Reykjavíkurflugvöll og stækkun flugstöðvarinnar á Akureyri. Bæði stendur til að hækka gjaldskrár og leggja á ný gjöld. Fjallað er um þessi áform í nýrri samgönguáætlun en ekki er gerð nákvæm grein fyrir þeim.

Samþykktu vantraust á stjórn

Aðalfundur Lífeyrissjóðs verkfræðinga samþykkti á þriðjudag yfirlýsingu um vantraust á stjórn sjóðsins síðastliðið starfsár. Stjórnin eigi að segja af sér og boða aukafund til að kjósa lífeyrissjóðnum nýja stjórn.

Akureyrarflugvöllur líka úr leik

Fullt var út úr dyrum í gær í flugstöðinni á Akureyrarflugvelli sem þjónaði sem miðstöð millilandaflugs Íslendinga. Breyttar vindáttir lokuðu þó flugvellinum um miðnæturbil.

Veiðibannið í endurskoðun

Tillaga formanns og varaformanns Alþjóðahvalveiðiráðsins um breytt fyrirkomulag hvalveiðibanns fyrir næstu tíu árin er sett fram í þeirri von að hún nægi til að stilla til friðar innan ráðsins, þannig að bæði hvalveiðiþjóðir og andstæðingar hvalveiða megi vel við una.

Hreinsað á Önundarhorni

Þegar hefur verið hafist handa við hreinsum á bænum Önundarhorni undir Eyjafjöllum, en jörðin varð sérstaklega illa úti þegar Svaðbælisá hljóp skömmu eftir að gosið hófst í Eyjafjallajökli.

Stálust til veiða í Þorleifslæk

Fjórir menn, sem sást til við veiðar í Þorleifslæk, flúðu af hólmi úr Stöðvarhyl, einum besta veiðistað árinnar, þegar aðvífandi veiðimaður innti þá eftir veiðileyfi. Mun þetta ekki vera eina dæmið um að sést hafi til veiðiþjófa í Þorleifslæk í vor að því er segir á vef Stangaveiðifélags Reykjavíkur.

Viðhald fyrir 13 milljónir króna

Viðhaldskostnaður Grímseyjarferjunnar Sæfara nemur minnst þrettán milljónum króna á þessu ári, samkvæmt nýrri samgönguáætlun.

Eru á móti bótum frá ríkinu

Flugumferð Finnair, ríkisflugfélags Finna, færist í eðlilegt horf um helgina eftir að hafa farið mjög úr skorðum í vikunni vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Í tilkynningu félagsins í gær var haft eftir Mika Vehviläinen, forstjóra Finnair, að farþegar sem orðið hefðu fyrir röskunum yrðu aðstoðaðir eftir megni. Enn voru þá nokkur þúsund strand.

Grikkir þurfa að skera grimmt niður

George Papandreou, forsætisráðherra Grikklands, fór í gær formlega fram á aðstoð frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum sem á að tryggja að ríkissjóður landsins lendi ekki í greiðsluþroti á næstunni.

Ungir bændur fái nýliðastyrk

Aðalfundur Samtaka ungra bænda beindi því til stjórnar samtaka sinna að beita sér fyrir því að komið verði á „raunverulegum nýliðunarstyrkjum til að tryggja endurnýjun í landbúnaði“ eins og segir í ályktun fundarins sem haldinn var við Mývatn 17. apríl.

Sektuð fyrir að aka með blæju

Frönsk kona var nýlega sektuð um 22 evrur (jafnvirði tæpra 3.800 króna) fyrir að aka með höfuðblæju. Taldi lögregla að blæjan byrgði henni fulla sýn í umferðinni.

Ellefu manna er enn leitað

Ellefu manna af olíuborpallinum sem sprakk á Mexíkóflóa í vikunni er enn leitað. Hrint hefur verið af stokkunum umfangsmikilli aðgerð til að koma í veg fyrir meiri háttar umhverfisslys.

Reyna að blása lífi í viðræður

Sendifulltrúi Bandaríkjaforseta reynir nú að blása lífi í friðarviðræður Ísraels og Palestínu sem hafa verið stopp í meira en ár. Um leið eru stirðleikar í samskiptum Bandaríkjanna og Ísraels.

Eldgos seinkaði skákeinvíginu

Heimsmeistarinn Viswanathan Anand og Búlgarinn Veselin Topalov hefja einvígi um heimsmeistaratitilinn í skák í dag.

Tveir karlar út tvær konur inn

Breytingar hafa verið gerðar á starfshópi um skattkerfið í kjölfar ábendinga um að skipan hans uppfyllti ekki ákvæði jafnréttislaga um jöfn hlutföll kynja.

Sex lögreglumenn féllu í Mexíkó

Sjö létust í skotbardaga milli lögreglu og glæpamanna í mexíkósku borginni Ciudad Juarez í kvöld. Meðal hinna látnu eru sex lögreglumenn. Skotbardaginn hófst eftir að lögregla reyndi að stöðva bifreið en í henni var leigumorðingi.

Palin vitnaði gegn tölvuþrjóti

Sarah Palin, fyrrverandi forsetaframbjóðandi og ríkisstjóri í Alaska, bar í dag vitni gegn tölvuþrjóti sem braust inn í tölvupóstinn hennar í kosningabaráttunni fyrir tveimur árum. Tölvuþrjóturinn heitir David Kernell og 22 ára fyrrverandi nemi í Háskólanum í Tennessee þar sem hann lagði stund á nám í hagfræði.

Telja að Keflavíkurflugvöllur verði lokaður fram yfir helgi

Icelandair gerir ráð fyrir lokun Keflavíkurflugvelli verði lokað fram yfir helgi og hefur sett upp flugáætlun fyrir mánudaginn sem tekur mið af áframhaldandi lokun Keflavíkurflugvallar vegna spár um dreifingu ösku frá gosinu í Eyjafjallajökli.

Flugumferð um Akureyri takmörkuð

Flugumferð um Akureyrarflugvöll verður takmörkuð í kvöld og nótt vegna nýrrar öskufallsspár. Þar verður ekki gefin svokölluð blindflugsheimild, að sögn Hjördísar Guðmundsdóttur upplýsingafulltrúa Flugstoða. Von er á næstu öskufallspá á miðnætti.

Helga leiðir Frjálslynda í Reykjavík

Helga Þórðardóttir, kennari, skipar 1. sætið á framboðslista Frjálslynda flokksins í borgarstjórnarkosningunum í maí. Haraldur Baldursson, tæknifræðingur, skipar 2. sætið. Framboðslistinn var kynntur í gær.

Óróinn bendir ekki til gosloka

Virkni eldgossins á Eyjafjallajökli síðastliðinn sólarhring hefur verið mjög svipuð samkvæmt mælingum og hún var í gær. Vatnsrennsli í Markarfljóti hefur haldist nokkuð stöðugt um 6,1 metri við gömlu Markarfljótsbrúna. Óróinn hefur einnig verið nokkuð svipaður síðastliðinn sólarhring og bendir hann ekki til þess að gosinu sé að ljúka.

Skálmöld á Laugavegi

Eiturlyfjasala, vændi og ofbeldi er daglegt brauð á aðalverslunargötu höfuðborgarinnar, Laugaveginum. Þetta segir verslunareigandi sem vill sýnilegri löggæslu svo að gestir miðborgarinnar fái frið fyrir óreglufólki.

Fólk virði lokanir

Lögreglan á Hvolsvelli minnir á að öll almenn umferð er bönnuð nærri eldstöðinni á Eyjafjallajökli. Bannsvæðið nær yfir jökulinn og hlíðar hans, Fimmvörðuháls og Mýrdalsjökul. Einnig er vegurinn í Þórsmörk lokaður allri umferð. Fólk er beðið um að virða þessar lokanir. Gert hefur verið kort af bannsvæði Eyjafjallajökuls sem fylgir með þessari frétt.

Miðstjórn Framsóknarflokksins kemur saman

Vorfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins verður í Valsheimilinu að Hlíðarenda á morgun. Fundurinn verður settur um tíuleytið og síðan tekur við ræða formanns, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar.

Sjá næstu 50 fréttir