Akureyrarflugvöllur líka úr leik 24. apríl 2010 05:45 Mannhaf á Akureyrarflugvelli. Farþegar Iceland Express til Berlínar fylltu vel út í flugstöðina á Akureyrarflugvelli í gær. Mynd/Örlygur Hnefill Fullt var út úr dyrum í gær í flugstöðinni á Akureyrarflugvelli sem þjónaði sem miðstöð millilandaflugs Íslendinga. Breyttar vindáttir lokuðu þó flugvellinum um miðnæturbil. „Maður vildi svo sem gjarnan hafa traffíkina af öðrum ástæðum en þeim sem við stöndum frammi fyrir,“ sagði Sigurður Hermannsson, umdæmisstjóri Flugstoða á Akureyrarflugvelli, síðdegis í gær. Vegna lokunar flugvallarins í Keflavík og Reykjavíkurflugvallar var í gær öllu millilandaflugi beint til Akureyrar. Farþegum sem koma þurfti til og frá höfuðborgarsvæðinu var ekið á milli í rútum. Fullt var út úr dyrum í flugstöðinni þegar rúturnar komu með farþega til brottfarar. Samkvæmt fréttum Ríkissjónvarpsins komu upp tilvik þar sem farþegar fóru norður en komust ekki í tilætlað flug því ekki hafði verið gert ráð fyrir þeim. Flogið var með farþega til og frá Glasgow og til Berlínar og Kaupmannahafnar. Um klukkan sex í gær höfðu tólf vélar í millilandaflugi lent á Akureyri og tíu tekið á loft.Akureyri líka úr leikNýjasta spá um öskufall gerði ráð fyrir að vindur myndi beina ösku yfir Eyjafjörð um miðnætti í gær og loka þar með fyrir millilandaflug á Akureyri. Spáin fól sömuleiðis í sér að flugvellirnir fyrir sunnan verða lokaðir áfram. Að sögn Hjördísar Guðmundsdóttur, upplýsingafulltrúa Flugstoða, virtist sem hægt yrði að halda Egilsstaðaflugvelli opnum fyrir millilandaflug. Óljóst var í gærkvöld hvernig flugfélögin myndu bregðast við þessu ástandi.Staðan sem upp kom í gær var ekki óvænt. „Vissulega voru menn farnir að hugsa um þetta og farnir að gera sér grein fyrir því að þetta væri hlutur sem gæti gerst hvenær sem væri. Þannig að menn voru búnir að undirbúa sig,“ sagði Sigurður sem kvað allt hafa gengið nokkurn veginn í samræmi við áætlanir í gær. „Það tekur alltaf tíma, þegar þetta umfangsmikil aðgerð er að fara í gang, að slípa einhverja agnúa af en heilt yfir held ég að þetta hafi gengið vel.“Mannskap var bætt við í flest störf á Akureyrarflugvelli í gær. Sigurður segir að þótt álagið sé margfalt á við það sem venjan er sé öryggisleit og tollskoðun sambærileg við það sem tíðkast á Keflavíkurflugvelli. Sigurður segir Norðlendinga búna undir framhald. „En það er náttúrulega algjörlega háð veðri og vindum,“ segir hann.Mesti krafturinn úr gosinuMagnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur sagði í gær að mesti krafturinn væri nú úr gosinu í Eyjafjallajökli. „Við metum stærðargráðuna núna þannig það séu að koma tuttugu til þrjátíu tonn á sekúndu miðað við sjö hundruð til átta hundruð tonn á sekúndu þegar gosið var í hámarki fyrstu þrjá dagana,“ sagði Magnús Tumi, sem kvað engar mælingar að styðjast við til að spá fyrir um framhaldið.„Meirihlutinn af þessu efni hleðst upp í gíg við gosstöðvarnar og öskufall er lítið en aska getur borist víða ef það er sterkur vindur. Það er sennilegt að það versta sé afstaðið í þessu gosi, þótt það sé náttúrulega ekkert útlokað. Gosið getur hætt á morgun eða jafnvel mallað áfram mánuðum saman af svipuðum krafti og það gerir núna,“ sagði Magnús Tumi Guðmundsson. gar@frettabladid.is Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
Fullt var út úr dyrum í gær í flugstöðinni á Akureyrarflugvelli sem þjónaði sem miðstöð millilandaflugs Íslendinga. Breyttar vindáttir lokuðu þó flugvellinum um miðnæturbil. „Maður vildi svo sem gjarnan hafa traffíkina af öðrum ástæðum en þeim sem við stöndum frammi fyrir,“ sagði Sigurður Hermannsson, umdæmisstjóri Flugstoða á Akureyrarflugvelli, síðdegis í gær. Vegna lokunar flugvallarins í Keflavík og Reykjavíkurflugvallar var í gær öllu millilandaflugi beint til Akureyrar. Farþegum sem koma þurfti til og frá höfuðborgarsvæðinu var ekið á milli í rútum. Fullt var út úr dyrum í flugstöðinni þegar rúturnar komu með farþega til brottfarar. Samkvæmt fréttum Ríkissjónvarpsins komu upp tilvik þar sem farþegar fóru norður en komust ekki í tilætlað flug því ekki hafði verið gert ráð fyrir þeim. Flogið var með farþega til og frá Glasgow og til Berlínar og Kaupmannahafnar. Um klukkan sex í gær höfðu tólf vélar í millilandaflugi lent á Akureyri og tíu tekið á loft.Akureyri líka úr leikNýjasta spá um öskufall gerði ráð fyrir að vindur myndi beina ösku yfir Eyjafjörð um miðnætti í gær og loka þar með fyrir millilandaflug á Akureyri. Spáin fól sömuleiðis í sér að flugvellirnir fyrir sunnan verða lokaðir áfram. Að sögn Hjördísar Guðmundsdóttur, upplýsingafulltrúa Flugstoða, virtist sem hægt yrði að halda Egilsstaðaflugvelli opnum fyrir millilandaflug. Óljóst var í gærkvöld hvernig flugfélögin myndu bregðast við þessu ástandi.Staðan sem upp kom í gær var ekki óvænt. „Vissulega voru menn farnir að hugsa um þetta og farnir að gera sér grein fyrir því að þetta væri hlutur sem gæti gerst hvenær sem væri. Þannig að menn voru búnir að undirbúa sig,“ sagði Sigurður sem kvað allt hafa gengið nokkurn veginn í samræmi við áætlanir í gær. „Það tekur alltaf tíma, þegar þetta umfangsmikil aðgerð er að fara í gang, að slípa einhverja agnúa af en heilt yfir held ég að þetta hafi gengið vel.“Mannskap var bætt við í flest störf á Akureyrarflugvelli í gær. Sigurður segir að þótt álagið sé margfalt á við það sem venjan er sé öryggisleit og tollskoðun sambærileg við það sem tíðkast á Keflavíkurflugvelli. Sigurður segir Norðlendinga búna undir framhald. „En það er náttúrulega algjörlega háð veðri og vindum,“ segir hann.Mesti krafturinn úr gosinuMagnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur sagði í gær að mesti krafturinn væri nú úr gosinu í Eyjafjallajökli. „Við metum stærðargráðuna núna þannig það séu að koma tuttugu til þrjátíu tonn á sekúndu miðað við sjö hundruð til átta hundruð tonn á sekúndu þegar gosið var í hámarki fyrstu þrjá dagana,“ sagði Magnús Tumi, sem kvað engar mælingar að styðjast við til að spá fyrir um framhaldið.„Meirihlutinn af þessu efni hleðst upp í gíg við gosstöðvarnar og öskufall er lítið en aska getur borist víða ef það er sterkur vindur. Það er sennilegt að það versta sé afstaðið í þessu gosi, þótt það sé náttúrulega ekkert útlokað. Gosið getur hætt á morgun eða jafnvel mallað áfram mánuðum saman af svipuðum krafti og það gerir núna,“ sagði Magnús Tumi Guðmundsson. gar@frettabladid.is
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira