Erlent

Reyna að blása lífi í viðræður

Benjamín Netanjahú
Benjamín Netanjahú

 Sendifulltrúi Bandaríkjaforseta reynir nú að blása lífi í friðarviðræður Ísraels og Palestínu sem hafa verið stopp í meira en ár. Um leið eru stirðleikar í samskiptum Bandaríkjanna og Ísraels.

Öldungadeildarþingmaðurinn og samningamaðurinn George Mitchell frá Bandaríkjunum fundaði í gær með Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels.

Netanjahú hefur hafnað kröfum Bandaríkjamanna um að stöðva uppbyggingu landtökubyggða í austurhluta Jerúsalem. Upplýsingar frá skrifstofu Netanjahú herma þó að fundurinn hafi gengið vel og hann setjist á ný niður með Mitchell á morgun. - óká




Fleiri fréttir

Sjá meira


×