Fleiri fréttir Verð á ýsu hækkar um tíu prósent Ýsa og þorskur hækka í verði en það var ákveðið á fundi Úrskurðarnefndar sjómanna og útvegsmanna. 1.4.2010 14:53 Björgunarsveitarmenn slá upp búðum á Morinsheiði Um fimmtíu björgunarsveitamenn og lögregluþjónar vakta svæðið í kringum eldgosið í dag en að sögn formanns Flugbjörgunarsveitarinnar á Hellu, Svans S. Lárussonar, verða settar upp búðir á Morinsheiði þar sem björgunarsveitarmenn verða. 1.4.2010 14:18 Bensínverð hækkar skyndilega um ferðahelgi Öll olíufélögin á Íslandi hafa hækkað eldsneytisverð í dag samkvæmt vefsíðunni bensinverd.is. Algengasta verðið á bensínlitranum eru 204 krónur en dísellítrinn er á 203 krónur. 1.4.2010 13:39 Bobby Fischer grafinn upp Lögmaður meintrar dóttur skáksnillingsins Bobby Fischers, Sammy Estimo, segir í viðtali við filippeyska fjölmiðla að líkamleifar Bobbys verði grafnar upp til þess að unnt verði að taka úr honum lífsýni. 1.4.2010 12:47 Segja aðgerðir unglækna ólögmætar þvingunaraðferðir Landspítali lítur svo á að gagnkvæmur ráðningarsamningur LSH og unglækna sé í fullu gildi og að unglæknum beri skylda til að efna ráðningarsamning sinn samkvæmt tilkynningu. Þá segir einnig að Landspítali líti á ólögmætar þvingunaraðgerðir unglækna alvarlegum augum. 1.4.2010 12:19 Almannavarnanefnd: Leiðir greiðar að gosinu með takmörkunum þó Fundi almannavarnanefndar Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu ásamt almannavarnadeild ríkislögreglustjórans og í samráði við vísindamenn er lokið. Niðurstaða fundarins er sú að umferð að Þórsmörk verður opnuð aftur. Þá er hægt að ganga Fimmvörðuhálsinn en umferð vélknúinna ökutækja upp Skógaheiði er bönnuð. 1.4.2010 11:46 Vilja afsökunarbeiðni frá lögreglustjóranum Stjórn Lögreglufélags Reykjavíkur krefst þess að Stefán Eiríksson, lögreglustjóri, biðji formann félagsins afsökunar vegna ummæla sem höfð voru eftir Stefáni í fjölmiðlum. 1.4.2010 09:55 Tíu gistu hjá lögreglunni Talsverður erill var hjá lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt og mikið af útköllum vegna hávaða og slagsmála í miðbænum. 1.4.2010 09:54 Tólf þingmenn vilja kjósa um kvótann Tólf stjórnarþingmenn hafa lagt fram þingsályktunartilllögu á Alþingi um að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um framtíðarskipan íslenskar fiskveiðistjórnar. Meðal flutningsmanna eru Ólína Þorvarðardóttir, Atli Gíslason og Ögmundur Jónasson. 1.4.2010 09:52 Öll umferð að gosinu bönnuð Lögreglan á Hvolsvelli hefur lokað fyrir alla umferð að gosstöðvunum á Eyjafjallajökli vegna nýrrar sprungu sem myndaðist þar í gærkvöldi. Engin umferð verður leyfð upp á svæðið en almannavarnanefnd fundar klukkan ellefu og tekur ákvörðun um framhaldið. 1.4.2010 09:43 Almannavarnanefnd fundar um nýja sprungu Almannavarnanefnd Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu ásamt almannavarnadeild ríkislögreglustjórans og vísindamönnum ætla hittast kl.11:00 í dag til að meta nýja stöðu í eldstöðinni á Fimmvörðuhálsi. 1.4.2010 09:23 Fimmtán teknir fyrir of hraðan akstur Lögreglan á Ísafirði stöðvaði og sektaði fimmtán ökumenn í gær fyrir að of hratt. Ökumennirnir voru stöðvaðir í Ísafjarðardjúpinu en að sögn varðstjóra er umferðareftirlit mjög strangt þessa daganna á Ísafirði. 1.4.2010 09:19 Ábending frá Veðurstofu Íslands Vegna mikillar snjókomu síðustu daga og ótryggra snjóalaga á Norðurlandi og Austurlandi, er þeim tilmælum beint til skíðafólks, vélsleðamanna og annara, sem eru á ferð á snjóflóðastöðum, að halda sig frá snjóflóðabrekkum og vera ekki á ferð, þar sem snjóflóð geta fallið. 1.4.2010 16:31 Allar vaktir á Landspítalanum mannaðar Allar vaktir eru mannaðar á Landspítalanum háskólasjúkrahúsi og öryggi sjúklinga tryggt að sögn Ólafs Baldurssonar, sviðsstjóra Lækninga á spítalanum. 1.4.2010 09:56 Fólk í bráðri hættu við nýja gossprungu Hópur fólks var í bráðri lífshættu þegar ný sprunga opnaðist á gossvæðinu á Fimmvörðuhálsi í gærkvöldi. 1.4.2010 08:00 Skulda 150.000.000.000 krónur í bílalán Um 49.000 aðilar eru nú með bílalán. Um 90 prósent þeirra taka breytingum í samræmi við gengi erlendra gjaldmiðla. 70-80 prósent þessara lána voru tekin á árunum 2006 og 2007 þegar gengi krónunnar var hvað sterkast. Frá árslokum hefur gengisvísitalan hækkað um 90 prósent. Í dag er verðmæti þessara lána samtals um 150 þúsund milljónir króna, eða 150 milljarðar. 1.4.2010 08:00 Tómatar urðu kannabis Fjórir karlmenn hafa verið dæmdir í fangelsi fyrir kannabisræktun og undirbúning vatnsræktunar sem gæti numið allt að 600 kannabisplöntum á bænum Karlsstöðum í Djúpavogshreppi. Þar fundust sextán plöntur. 1.4.2010 07:00 E.C.A. býður upp á gosflug í herflugvélum Eldgos Hollenska fyrirtækið E.C.A., sem sótt hefur um að fá að skrá 20 óvopnaðar orrustuþotur á Miðnesheiði, ætlar að bjóða landsmönnum í útsýnisflug yfir gosstöðvarnar á Fimmvörðuhálsi eftir hádegi í dag í sérútbúnum Herkúles-flutningavélum. 1.4.2010 07:00 Ummæli saksóknara ómakleg Ummæli þriggja saksóknara í Fréttablaðinu um síðustu helgi þess efnis að suma verjendur skorti háttvísi í dómsal eru gegnumsneitt ómakleg. 1.4.2010 06:30 Súkkulaði gott fyrir hjartað Þýskaland, AP Súkkulaði gæti minnkað líkurnar á hjartasjúkdómum, samkvæmt nýrri þýskri rannsókn. Hún leiddi í ljós að þeir sem borða lítinn skammt af súkkulaði á hverjum degi gætu minnkað líkurnar á að fá hjartaáfall eða heilablóðfall um allt að 40 prósent. 1.4.2010 06:00 Munaðarlaus börn á Haítí fengu ný tjöld „Það var átakanleg sjón að sjá börnin, og auðvitað fær maður hnút í magann við að hugsa til baka,“ segir Björgvin Barðdal, framkvæmdastjóri Seglagerðarinnar Ægis. 1.4.2010 04:00 Rammaáætlun þarf afbrigði Beita þarf afbrigðum eigi að taka frumvarp um rammaáætlun um verndun og nýtingu á dagskrá Alþingis á yfirstandandi þingi. Í gær var útbýtingardagur, en þá þarf að leggja fram þau frumvörp sem lögð verða fyrir þingið. 1.4.2010 03:00 Deila um myndband af dauða hvalaþjálfara Ættingjar Dawn Brancheau, sem lést þegar háhyrningurinn Tilikum dró hana ofan í sundlaug til sín og varð henni að bana, eiga í lagadeilum við fréttastofur í Bandaríkjunum vegna upptöku sem náðist af atvikinu. Háhyrningurinn, sem er íslenskur, veitti Dawn margvísislega áverka en krufningaskýrsla var gerð opinber í fjölmiðlum í dag. 1.4.2010 21:00 Lokað inn í Þórsmörk og upp á Sólheimajökul Veginum inn í Þórsmörk hefur verið lokað tímabundið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samhæfingarstöð. Ein hefur leiðinni verið lokað upp á Sólheimajökul. 31.3.2010 21:10 Engin hætta í byggð Byggð er ekki talin stafa hætta af nýju gossprungunni sem myndaðist á Fimmvörðuhálsi í kvöld. Nú er búið að ná stjórn á vettvangi við gosstöðvarnar að því er fram kemur hjá Samhæfingarmiðstöð. Ferðamönnum við gosstöðvarnar hefur verið snúið aftur til Skóga og niður í Þórsmörk og einnig hefur farartækjum á Mýrdalsjökli verið snúið til baka. 31.3.2010 21:52 Fólk í Básum heldur kyrru fyrir þar Að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli hefur öllu ferðafólki verið komið niður af Fimmvörðuhálsi. Veginum inn í Þórsmörk hefur verið lokað en fólk sem statt er inni í Básum mun halda kyrru fyrir þar. Þar er nokkur fjöldi fólks en lögregla hefur ekki nákvæma tölu á fjöldanum. 31.3.2010 21:27 Landsvirkjun kemur af fjöllum og segir skilyrði uppfyllt á Kárahnjúkum Landsvirkjun vísar því á bug að ekki hafi verið staðið við öll skilyrði varðandi Kárahnjúkavirkjun en eins og greint var frá í dag hefur umhverfisráðherra ákveðið að láta kanna það. Ráðherra sagðist í daga hafa fengið ábendingar um að skilyrði í úrskurði ráðherra um mat á umhverfisáhrifum Kárahnjúkavirkjunar hafi ekki verið uppfyllt og því hefur Umhverfisstofnun verið falið að kanna málið. 31.3.2010 20:46 Aukin viðbúnaður vegna nýju sprungunnar Aukin mönnun er í Samhæfingarstöð vegna óvissunnar á Fimmvörðuhálsi en þar opnaðist ný sprunga um klukkan sjö. Í samhæfingarmiðstöðinni eru nú um 12 manns að störfum. Aðgerðastjórn á Hellu hefur einnig verið boðuð til starfa. 31.3.2010 20:30 Mælar Veðurstofunnar sýna engin merki um nýja sprungu Á mælum Veðurstofunnar er ekki hægt að sjá að ný sprunga hafi opnast á Fimmvörðuhálsi eins og raunin er. Að sögn jarðfræðings á vakt eru engin merki um aukinn óróa og engir jarðskjálftar hafa komið fram á mælum. 31.3.2010 20:14 Allt í lás hjá læknum Fátt bendir til annars en að neyðarástand skapist á Landspítalanum á morgun þegar sextíu læknar ætla að leggja niður störf vegna deilna um vinnutíma. 31.3.2010 19:05 Hraunið ekki á hraðferð í Þórsmörk Hraunið frá eldstöðinni á Fimmvörðuhálsi hefur ekkert nálgast Þórsmörk frá því fyrir helgi. Ástæðan er víxlverkun hraunfossanna ofan í gilin tvö sem veldur því að nýjar hraunspýjur hlaðast upp í giljunum hver ofan á annnarri. 31.3.2010 18:39 Hraunið myndar skeifu um skjöldinn Minningarskjöldurinn um ungmennin þrjú, sem fórust á Fimmvörðuhálsi fyrir fjörutíu árum, er enn óskemmdur á sínum stað, rétt við rætur nýja eldfjallsins. Tvær hrauntungur hafa myndað skeifu utan um skjöldinn, en vari gosið lengi gæti minningarreiturinn lent undir hrauni. 31.3.2010 18:30 Hleypt inn í hollum í Heiðrúnu Margir hyggja á ferðalög um páskana og því kemur ekki á óvart að mikið hafi verið að gera í vínbúðum borgarinnar í dag. Meðfylgjandi mynd var tekin í Heiðrúnu fyrir stundu og þar var hleypt inn í hollum. 31.3.2010 17:22 Ráðherra undirritar makrílreglugerð Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur í dag undirritað reglugerð um stjórn makrílveiða íslenskra skipa árið 2010. Í tilkynningu frá ráðuneytinu er tekið fram að ekki hafi náðst samkomulag við önnur strandríki um fyrirkomulag eða leyfilegt heildarmagn makrílveiða, og verða því leyfi til veiða á makríl einungis gefin út fyrir yfirstandandi ár. 31.3.2010 16:59 Fjórtándi hjálparstarfsmaður Rauða krossins til Haítí Valgerður Grímsdóttir, hjúkrunarfræðingur, heldur til Haítí þriðjudaginn 6. apríl til starfa fyrir Rauða kross Íslands. Valgerður hefur áður starfað í neyðarverkefnum Rauða krossins í Pakistan og Írak. Í tilkynningu frá Rauða krossinum segir að hún sé fjórtándi hjálparstarfsmaðurinn sem Rauði kross Íslands sendir til Haítí. 31.3.2010 16:47 Kárahnjúkar: Kannað hvort staðið hafi verið við skilyrði Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra hefur falið Umhverfisstofnun að kanna hvernig staðið hefur verið við þau skilyrði sem umhverfisráðuneytið setti í úrskurði um mat á umhverfisáhrifum Kárahnjúkavirkjunar í desember 2001. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að ábendingar hafi borist um að ekki hafi verið staðið við öll skilyrði sem sett hafi verið og þess vegna hafi ráðherra falið Umhverfisstofnun að kanna það sérstaklega. 31.3.2010 16:32 Íranskur kjarnorkufræðingur í Bandaríkjunum Íranskur kjarnorkuvísindamaður hefur fengið pólitískt hæli í Bandaríkjunum að sögn ABC fréttastofunnar. 31.3.2010 16:14 Þungar áhyggjur af deilum almennra lækna við Landspítalann Læknaráð Landspítala lýsir yfir þungum áhyggjum vegna þess ástands sem skapast ef deildar- og aðstoðarlæknar á sjúkrahúsinu mæta ekki til vinnu um næstu mánaðarmót. Tugir lækna gera ráð fyrir að leggja niður störf á morgun ef ekki næst sátt í deilu þeirra við stjórnendur spítalans sem snýst um vinnufyrirkomulag. 31.3.2010 15:32 Búrkur og blæjur bannaðar í Belgíu Þverpólitísk þingnefnd í Belgíu samþykkti einróma í dag að banna blæjur og annan klæðnað sem algerlega hylur andlit manna. 31.3.2010 15:21 Biskupar hvetja fólk til að kæra misnotkun Evrópskir biskupar eru farnir að hvetja fórnarlömg kynferðislegrar misnotkunar í kaþóolsku kirkjunni að fara með mál sín til lögregluyfirvalda. 31.3.2010 15:05 Sýna myndir af gosinu í HD gæðum Stöð 2 Sport HD sýnir um þessa dagana fyrstu myndirnar af gosinu á Fimmvörðuhálsi sem teknar eru upp með svokallaðri HD tækni. Myndirnar hafa verið í sýningu síðan í fyrradag og verða eitthvað áfram, að sögn Haraldar Ása Lárussonar, sem tók myndirnar. 31.3.2010 14:50 Skoda með fljótasta löggubílinn í Danaveldi Skoda og Ford umboðin í Danmörku eru komin í pínulítið stríð út af löggubílum. Í síðustu viku sagði Extrabladet frá Ford Focus sem umboðíð hafði látið mála sem lögreglubíl. 31.3.2010 14:21 Leggja niður störf á morgun að óbreyttu Tugir ungra lækna á Landspítalanum munu leggja niður störf frá og með morgundeginum ef ekki næst sátt um breytingar sem fyrirhugaðar eru á spítalanum. Þetta er mikill meirihluti almennra lækna á spítalanum,“ segir Gunnar Thoroddsen, hjá Félagi almennra lækna. Hann segist ekki geta sagt til um hversu margir læknar leggi niður störf. Þó er ljóst að þeir hlaupa á tugum. 31.3.2010 13:58 Upplýsingavefur um kosningar opnaður Upplýsingavefur dómsmála- og mannréttindaráðuneytisins um sveitarstjórnarkosningarnar 29. maí næstkomandi hefur verið opnaður. Á vefnum, sem hefur slóðina www.kosning.is, eins og við aðrar kosningar, er að finna fróðleik og hagnýtar upplýsingar er lúta að framkvæmd kosninganna. 31.3.2010 12:48 Veiði í Elliðavatni hefst á morgun Stangaveiði í Elliðavatni hefst á morgun. Það er mánuði fyrr en verið hefur síðustu áratugi. Veiðimenn geta útvegað sér leyfi til veiðanna á 31.3.2010 12:18 Sjá næstu 50 fréttir
Verð á ýsu hækkar um tíu prósent Ýsa og þorskur hækka í verði en það var ákveðið á fundi Úrskurðarnefndar sjómanna og útvegsmanna. 1.4.2010 14:53
Björgunarsveitarmenn slá upp búðum á Morinsheiði Um fimmtíu björgunarsveitamenn og lögregluþjónar vakta svæðið í kringum eldgosið í dag en að sögn formanns Flugbjörgunarsveitarinnar á Hellu, Svans S. Lárussonar, verða settar upp búðir á Morinsheiði þar sem björgunarsveitarmenn verða. 1.4.2010 14:18
Bensínverð hækkar skyndilega um ferðahelgi Öll olíufélögin á Íslandi hafa hækkað eldsneytisverð í dag samkvæmt vefsíðunni bensinverd.is. Algengasta verðið á bensínlitranum eru 204 krónur en dísellítrinn er á 203 krónur. 1.4.2010 13:39
Bobby Fischer grafinn upp Lögmaður meintrar dóttur skáksnillingsins Bobby Fischers, Sammy Estimo, segir í viðtali við filippeyska fjölmiðla að líkamleifar Bobbys verði grafnar upp til þess að unnt verði að taka úr honum lífsýni. 1.4.2010 12:47
Segja aðgerðir unglækna ólögmætar þvingunaraðferðir Landspítali lítur svo á að gagnkvæmur ráðningarsamningur LSH og unglækna sé í fullu gildi og að unglæknum beri skylda til að efna ráðningarsamning sinn samkvæmt tilkynningu. Þá segir einnig að Landspítali líti á ólögmætar þvingunaraðgerðir unglækna alvarlegum augum. 1.4.2010 12:19
Almannavarnanefnd: Leiðir greiðar að gosinu með takmörkunum þó Fundi almannavarnanefndar Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu ásamt almannavarnadeild ríkislögreglustjórans og í samráði við vísindamenn er lokið. Niðurstaða fundarins er sú að umferð að Þórsmörk verður opnuð aftur. Þá er hægt að ganga Fimmvörðuhálsinn en umferð vélknúinna ökutækja upp Skógaheiði er bönnuð. 1.4.2010 11:46
Vilja afsökunarbeiðni frá lögreglustjóranum Stjórn Lögreglufélags Reykjavíkur krefst þess að Stefán Eiríksson, lögreglustjóri, biðji formann félagsins afsökunar vegna ummæla sem höfð voru eftir Stefáni í fjölmiðlum. 1.4.2010 09:55
Tíu gistu hjá lögreglunni Talsverður erill var hjá lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt og mikið af útköllum vegna hávaða og slagsmála í miðbænum. 1.4.2010 09:54
Tólf þingmenn vilja kjósa um kvótann Tólf stjórnarþingmenn hafa lagt fram þingsályktunartilllögu á Alþingi um að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um framtíðarskipan íslenskar fiskveiðistjórnar. Meðal flutningsmanna eru Ólína Þorvarðardóttir, Atli Gíslason og Ögmundur Jónasson. 1.4.2010 09:52
Öll umferð að gosinu bönnuð Lögreglan á Hvolsvelli hefur lokað fyrir alla umferð að gosstöðvunum á Eyjafjallajökli vegna nýrrar sprungu sem myndaðist þar í gærkvöldi. Engin umferð verður leyfð upp á svæðið en almannavarnanefnd fundar klukkan ellefu og tekur ákvörðun um framhaldið. 1.4.2010 09:43
Almannavarnanefnd fundar um nýja sprungu Almannavarnanefnd Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu ásamt almannavarnadeild ríkislögreglustjórans og vísindamönnum ætla hittast kl.11:00 í dag til að meta nýja stöðu í eldstöðinni á Fimmvörðuhálsi. 1.4.2010 09:23
Fimmtán teknir fyrir of hraðan akstur Lögreglan á Ísafirði stöðvaði og sektaði fimmtán ökumenn í gær fyrir að of hratt. Ökumennirnir voru stöðvaðir í Ísafjarðardjúpinu en að sögn varðstjóra er umferðareftirlit mjög strangt þessa daganna á Ísafirði. 1.4.2010 09:19
Ábending frá Veðurstofu Íslands Vegna mikillar snjókomu síðustu daga og ótryggra snjóalaga á Norðurlandi og Austurlandi, er þeim tilmælum beint til skíðafólks, vélsleðamanna og annara, sem eru á ferð á snjóflóðastöðum, að halda sig frá snjóflóðabrekkum og vera ekki á ferð, þar sem snjóflóð geta fallið. 1.4.2010 16:31
Allar vaktir á Landspítalanum mannaðar Allar vaktir eru mannaðar á Landspítalanum háskólasjúkrahúsi og öryggi sjúklinga tryggt að sögn Ólafs Baldurssonar, sviðsstjóra Lækninga á spítalanum. 1.4.2010 09:56
Fólk í bráðri hættu við nýja gossprungu Hópur fólks var í bráðri lífshættu þegar ný sprunga opnaðist á gossvæðinu á Fimmvörðuhálsi í gærkvöldi. 1.4.2010 08:00
Skulda 150.000.000.000 krónur í bílalán Um 49.000 aðilar eru nú með bílalán. Um 90 prósent þeirra taka breytingum í samræmi við gengi erlendra gjaldmiðla. 70-80 prósent þessara lána voru tekin á árunum 2006 og 2007 þegar gengi krónunnar var hvað sterkast. Frá árslokum hefur gengisvísitalan hækkað um 90 prósent. Í dag er verðmæti þessara lána samtals um 150 þúsund milljónir króna, eða 150 milljarðar. 1.4.2010 08:00
Tómatar urðu kannabis Fjórir karlmenn hafa verið dæmdir í fangelsi fyrir kannabisræktun og undirbúning vatnsræktunar sem gæti numið allt að 600 kannabisplöntum á bænum Karlsstöðum í Djúpavogshreppi. Þar fundust sextán plöntur. 1.4.2010 07:00
E.C.A. býður upp á gosflug í herflugvélum Eldgos Hollenska fyrirtækið E.C.A., sem sótt hefur um að fá að skrá 20 óvopnaðar orrustuþotur á Miðnesheiði, ætlar að bjóða landsmönnum í útsýnisflug yfir gosstöðvarnar á Fimmvörðuhálsi eftir hádegi í dag í sérútbúnum Herkúles-flutningavélum. 1.4.2010 07:00
Ummæli saksóknara ómakleg Ummæli þriggja saksóknara í Fréttablaðinu um síðustu helgi þess efnis að suma verjendur skorti háttvísi í dómsal eru gegnumsneitt ómakleg. 1.4.2010 06:30
Súkkulaði gott fyrir hjartað Þýskaland, AP Súkkulaði gæti minnkað líkurnar á hjartasjúkdómum, samkvæmt nýrri þýskri rannsókn. Hún leiddi í ljós að þeir sem borða lítinn skammt af súkkulaði á hverjum degi gætu minnkað líkurnar á að fá hjartaáfall eða heilablóðfall um allt að 40 prósent. 1.4.2010 06:00
Munaðarlaus börn á Haítí fengu ný tjöld „Það var átakanleg sjón að sjá börnin, og auðvitað fær maður hnút í magann við að hugsa til baka,“ segir Björgvin Barðdal, framkvæmdastjóri Seglagerðarinnar Ægis. 1.4.2010 04:00
Rammaáætlun þarf afbrigði Beita þarf afbrigðum eigi að taka frumvarp um rammaáætlun um verndun og nýtingu á dagskrá Alþingis á yfirstandandi þingi. Í gær var útbýtingardagur, en þá þarf að leggja fram þau frumvörp sem lögð verða fyrir þingið. 1.4.2010 03:00
Deila um myndband af dauða hvalaþjálfara Ættingjar Dawn Brancheau, sem lést þegar háhyrningurinn Tilikum dró hana ofan í sundlaug til sín og varð henni að bana, eiga í lagadeilum við fréttastofur í Bandaríkjunum vegna upptöku sem náðist af atvikinu. Háhyrningurinn, sem er íslenskur, veitti Dawn margvísislega áverka en krufningaskýrsla var gerð opinber í fjölmiðlum í dag. 1.4.2010 21:00
Lokað inn í Þórsmörk og upp á Sólheimajökul Veginum inn í Þórsmörk hefur verið lokað tímabundið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samhæfingarstöð. Ein hefur leiðinni verið lokað upp á Sólheimajökul. 31.3.2010 21:10
Engin hætta í byggð Byggð er ekki talin stafa hætta af nýju gossprungunni sem myndaðist á Fimmvörðuhálsi í kvöld. Nú er búið að ná stjórn á vettvangi við gosstöðvarnar að því er fram kemur hjá Samhæfingarmiðstöð. Ferðamönnum við gosstöðvarnar hefur verið snúið aftur til Skóga og niður í Þórsmörk og einnig hefur farartækjum á Mýrdalsjökli verið snúið til baka. 31.3.2010 21:52
Fólk í Básum heldur kyrru fyrir þar Að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli hefur öllu ferðafólki verið komið niður af Fimmvörðuhálsi. Veginum inn í Þórsmörk hefur verið lokað en fólk sem statt er inni í Básum mun halda kyrru fyrir þar. Þar er nokkur fjöldi fólks en lögregla hefur ekki nákvæma tölu á fjöldanum. 31.3.2010 21:27
Landsvirkjun kemur af fjöllum og segir skilyrði uppfyllt á Kárahnjúkum Landsvirkjun vísar því á bug að ekki hafi verið staðið við öll skilyrði varðandi Kárahnjúkavirkjun en eins og greint var frá í dag hefur umhverfisráðherra ákveðið að láta kanna það. Ráðherra sagðist í daga hafa fengið ábendingar um að skilyrði í úrskurði ráðherra um mat á umhverfisáhrifum Kárahnjúkavirkjunar hafi ekki verið uppfyllt og því hefur Umhverfisstofnun verið falið að kanna málið. 31.3.2010 20:46
Aukin viðbúnaður vegna nýju sprungunnar Aukin mönnun er í Samhæfingarstöð vegna óvissunnar á Fimmvörðuhálsi en þar opnaðist ný sprunga um klukkan sjö. Í samhæfingarmiðstöðinni eru nú um 12 manns að störfum. Aðgerðastjórn á Hellu hefur einnig verið boðuð til starfa. 31.3.2010 20:30
Mælar Veðurstofunnar sýna engin merki um nýja sprungu Á mælum Veðurstofunnar er ekki hægt að sjá að ný sprunga hafi opnast á Fimmvörðuhálsi eins og raunin er. Að sögn jarðfræðings á vakt eru engin merki um aukinn óróa og engir jarðskjálftar hafa komið fram á mælum. 31.3.2010 20:14
Allt í lás hjá læknum Fátt bendir til annars en að neyðarástand skapist á Landspítalanum á morgun þegar sextíu læknar ætla að leggja niður störf vegna deilna um vinnutíma. 31.3.2010 19:05
Hraunið ekki á hraðferð í Þórsmörk Hraunið frá eldstöðinni á Fimmvörðuhálsi hefur ekkert nálgast Þórsmörk frá því fyrir helgi. Ástæðan er víxlverkun hraunfossanna ofan í gilin tvö sem veldur því að nýjar hraunspýjur hlaðast upp í giljunum hver ofan á annnarri. 31.3.2010 18:39
Hraunið myndar skeifu um skjöldinn Minningarskjöldurinn um ungmennin þrjú, sem fórust á Fimmvörðuhálsi fyrir fjörutíu árum, er enn óskemmdur á sínum stað, rétt við rætur nýja eldfjallsins. Tvær hrauntungur hafa myndað skeifu utan um skjöldinn, en vari gosið lengi gæti minningarreiturinn lent undir hrauni. 31.3.2010 18:30
Hleypt inn í hollum í Heiðrúnu Margir hyggja á ferðalög um páskana og því kemur ekki á óvart að mikið hafi verið að gera í vínbúðum borgarinnar í dag. Meðfylgjandi mynd var tekin í Heiðrúnu fyrir stundu og þar var hleypt inn í hollum. 31.3.2010 17:22
Ráðherra undirritar makrílreglugerð Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur í dag undirritað reglugerð um stjórn makrílveiða íslenskra skipa árið 2010. Í tilkynningu frá ráðuneytinu er tekið fram að ekki hafi náðst samkomulag við önnur strandríki um fyrirkomulag eða leyfilegt heildarmagn makrílveiða, og verða því leyfi til veiða á makríl einungis gefin út fyrir yfirstandandi ár. 31.3.2010 16:59
Fjórtándi hjálparstarfsmaður Rauða krossins til Haítí Valgerður Grímsdóttir, hjúkrunarfræðingur, heldur til Haítí þriðjudaginn 6. apríl til starfa fyrir Rauða kross Íslands. Valgerður hefur áður starfað í neyðarverkefnum Rauða krossins í Pakistan og Írak. Í tilkynningu frá Rauða krossinum segir að hún sé fjórtándi hjálparstarfsmaðurinn sem Rauði kross Íslands sendir til Haítí. 31.3.2010 16:47
Kárahnjúkar: Kannað hvort staðið hafi verið við skilyrði Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra hefur falið Umhverfisstofnun að kanna hvernig staðið hefur verið við þau skilyrði sem umhverfisráðuneytið setti í úrskurði um mat á umhverfisáhrifum Kárahnjúkavirkjunar í desember 2001. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að ábendingar hafi borist um að ekki hafi verið staðið við öll skilyrði sem sett hafi verið og þess vegna hafi ráðherra falið Umhverfisstofnun að kanna það sérstaklega. 31.3.2010 16:32
Íranskur kjarnorkufræðingur í Bandaríkjunum Íranskur kjarnorkuvísindamaður hefur fengið pólitískt hæli í Bandaríkjunum að sögn ABC fréttastofunnar. 31.3.2010 16:14
Þungar áhyggjur af deilum almennra lækna við Landspítalann Læknaráð Landspítala lýsir yfir þungum áhyggjum vegna þess ástands sem skapast ef deildar- og aðstoðarlæknar á sjúkrahúsinu mæta ekki til vinnu um næstu mánaðarmót. Tugir lækna gera ráð fyrir að leggja niður störf á morgun ef ekki næst sátt í deilu þeirra við stjórnendur spítalans sem snýst um vinnufyrirkomulag. 31.3.2010 15:32
Búrkur og blæjur bannaðar í Belgíu Þverpólitísk þingnefnd í Belgíu samþykkti einróma í dag að banna blæjur og annan klæðnað sem algerlega hylur andlit manna. 31.3.2010 15:21
Biskupar hvetja fólk til að kæra misnotkun Evrópskir biskupar eru farnir að hvetja fórnarlömg kynferðislegrar misnotkunar í kaþóolsku kirkjunni að fara með mál sín til lögregluyfirvalda. 31.3.2010 15:05
Sýna myndir af gosinu í HD gæðum Stöð 2 Sport HD sýnir um þessa dagana fyrstu myndirnar af gosinu á Fimmvörðuhálsi sem teknar eru upp með svokallaðri HD tækni. Myndirnar hafa verið í sýningu síðan í fyrradag og verða eitthvað áfram, að sögn Haraldar Ása Lárussonar, sem tók myndirnar. 31.3.2010 14:50
Skoda með fljótasta löggubílinn í Danaveldi Skoda og Ford umboðin í Danmörku eru komin í pínulítið stríð út af löggubílum. Í síðustu viku sagði Extrabladet frá Ford Focus sem umboðíð hafði látið mála sem lögreglubíl. 31.3.2010 14:21
Leggja niður störf á morgun að óbreyttu Tugir ungra lækna á Landspítalanum munu leggja niður störf frá og með morgundeginum ef ekki næst sátt um breytingar sem fyrirhugaðar eru á spítalanum. Þetta er mikill meirihluti almennra lækna á spítalanum,“ segir Gunnar Thoroddsen, hjá Félagi almennra lækna. Hann segist ekki geta sagt til um hversu margir læknar leggi niður störf. Þó er ljóst að þeir hlaupa á tugum. 31.3.2010 13:58
Upplýsingavefur um kosningar opnaður Upplýsingavefur dómsmála- og mannréttindaráðuneytisins um sveitarstjórnarkosningarnar 29. maí næstkomandi hefur verið opnaður. Á vefnum, sem hefur slóðina www.kosning.is, eins og við aðrar kosningar, er að finna fróðleik og hagnýtar upplýsingar er lúta að framkvæmd kosninganna. 31.3.2010 12:48
Veiði í Elliðavatni hefst á morgun Stangaveiði í Elliðavatni hefst á morgun. Það er mánuði fyrr en verið hefur síðustu áratugi. Veiðimenn geta útvegað sér leyfi til veiðanna á 31.3.2010 12:18