Innlent

Bensínverð hækkar skyndilega um ferðahelgi

Athugið að myndin tengist ekki fréttinni beint.
Athugið að myndin tengist ekki fréttinni beint.

Öll olíufélögin á Íslandi hafa hækkað eldsneytisverð í dag samkvæmt vefsíðunni bensinverd.is. Algengasta verðið á bensínlitranum eru 204 krónur en dísellítrinn er á 203 krónur.

Litlar skýringar er að finna á hækkuninni en á heimasíðu Olís segir að lítrinn hafi hækkað um þrjár krónur en það er svipuð hækkun og hjá flestum öðrum olíufélögunum. Ekkert kemur fram hversvegna bensínlítrinn hækkaði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×