Fleiri fréttir Krabbameinsleit fremur gagnleg en skaðleg Krabbameinsleit í brjóstum gerir meira gagn en ógagn. Fjöldi lífa sem bjargað er með slíkri leit er tvöfaldur á við þær leitir sem gerðar eru að tilefnislausu. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar sem gerðar voru á 80 þúsund konum. 31.3.2010 10:36 Loftslagsprófessor gerði ekkert rangt Vísindanefnd breska þingsins hefur komist að þeirri niðurstöðu að prófessor sem var í miðdepli hins svokallaða tölvupóstahneykslis í loftslagsmálum hafi ekki falsað neinar niðurstöður. 31.3.2010 09:48 Fjölmörgum frumvörpum dreift í dag Engin mál eru á dagskrá Alþingis í dag, en dagurinn verður þess í stað notaður til að dreifa frumvörpum, enda er þetta síðasti dagur til þess á þessu vorþingi. Frumvörp, sem þingflokkar stjórnarflokkanna og ríkisstjórnin hafa samþykkt, skipta tugum, og mörg hver varða endurreysn efnahagslífsins. 31.3.2010 09:24 Ellefu fórust í sjálfsmorðssprengjuárás Að minnsta kosti ellefu fórust í tveimur sjálfsmorðssprengjuárásum í bænum Kisljar á Kákasussvæðinu við Rússland í nótt. Meðal þeirra sem fórust voru sex lögreglumenn. Þjóðarsorg var í Rússlandi í gær vegna hryðjuverkanna í Moskvu í fyrradag. 31.3.2010 08:09 Fresta skýrslu um morðið á Bhutto Sameinuðu þjóðirnar hafa frestað útgáfu skýrslu um morðið á Benazir Bhutto, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistan, að beiðni pakistanskra stjórnvalda. Ban Ki-moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, samþykkti þessa frestun í gær, einungis fáeinum klukkustundum áður en skýrlsan átti að koma út. Bhutto var myrt í sjálfsmorðsárás á leið sinni á framboðsfund í Rawalpindi í desember 2007. 31.3.2010 08:00 Rændu 100 indverskum sjómönnum Sómalskir sjóræningjar hafa rænt meira en 100 indverskum sjómönnum undan ströndum Sómalíu. Gíslarnir voru á sjö til átta farþegaskipum þegar þeim var rænt, en skipin eru núna á valdi sjóræningjanna. 31.3.2010 08:00 Biðjast afsökunar á fjöldamorðunum í Srebrenica Serbneska þingið samþykkti í gær ályktun þar sem beðist er afsökunar á fjöldamorðunum í Srebrenica fyrir fimmtán árum síðan. Í ályktuninni segir að Serbar hefðu átt að gera meira til þess að koma í veg fyrir þær hörmungar sem urðu. Um átta þúsund múslimar í Bosníu voru myrtir í árásunum en árásarmennirnir voru bandamenn Slobodans Milesovic, sem þá var forseti Serbíu. Ályktunin var samþykkt með naumum meirihluta eftir 13 tíma umræður í serbneska þinginu. 31.3.2010 07:51 Innbrotsþjófar fóru inní fyrirtæki við Skipholt Brotist var inn í fyrirtæki við Skipholt í Reykjavík i nótt og þaðan stolið dýrum tækjabúnaði, að sögn lögreglu. Það var öryggisvörður, sem tilkynnti um innbrotið, en þá voru þjófarnir á bak og burt og eru ófundnir. Búnaðurinn mun vera sérhæfður og er því ekki talinn markaðsvara á fíkniefnamarkaðnum. 31.3.2010 07:38 Kveiktu í timburgámi í Borgarnesi Mikill eldur gaus upp í timburgámi fyrir úrgangstimbur á gámasvæðinu í Borgarnesi í gærkvöldi og skíðlogaði úr honum þegar slökkvilið kom á vettvang. Auk þess lagði mikinn reyk yfir bæinn. Slökkvistarf gekk vel og eldurinn náði ekki að teygja sig í verðmæti í grenndinni. Brennuvargurinn er ófundinn.-Það var líka kveikt í rusli á skólalóð Hólabrekkuskóla í Reykjavík, en ekki hlaust tjón af áður en eldurinn var slökktur. Ekki er vitað hver kveikti í.- 31.3.2010 07:33 Vildu fá endurgreidda töng sem þeir stálu Lögreglan á Akranesi handtók í gær tvö kalrmenn um tvítugt á bensínstöð Olís þar í bæ, þar sem þeir voru að reyna að fá endurgreidda forláta töng, sem þeir höfðu skömmu áður stolið í Olísstöðinni í Borgarnesi. 31.3.2010 07:07 Tifandi tímasprengja á Fimmvörðuhálsi Björgunarsveit var kölluð út undir morgun eftir að kona hafði fest bíl sinn í krapa og íshröngli í Gilsá í Fljótsdal, en hún var ásamt tveimur öðrum á leið að gosstöðvunum við Fimmvörðuháls. 31.3.2010 07:00 Súkkulaði dregur úr líkum á hjartasjúkdómum Líkurnar á því að fá hjartasjúkdóma eða heilablóðfall geta minnkað um 39%, borði menn súkkulaði á hverjum degi. Þetta fullyrðir þýskur næringarfræðingur sem hefur rannsakað málið. 31.3.2010 07:00 Hyggjast leigja makrílkvóta Sú hugmynd er rædd af alvöru innan sjávarútvegsráðuneytisins, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, að makrílkvóta þessa árs, sem er 130 þúsund tonn, verði ekki deilt út til útgerðanna í landinu í neinu samhengi við veiðireynslu þeirra. Útgerðir sem hafa aflað sér veiðireynslu undanfarin fjögur ár muni fá tiltekið magn í sinn hlut en frekari veiðiheimildir þurfi viðkomandi útgerð að greiða fyrir. 31.3.2010 06:15 Fermdist ásamt dóttur sinni og tvíburasonum Þjóðkirkjan Séra Bragi Ingibergsson í Víðistaðakirkju blessaði ellefu fermingarbörn á sunnudaginn var. Þar af voru fjögur úr sömu fjölskyldunni, og það elsta að nálgast fertugt. 31.3.2010 06:00 Níu Fáfnisliðar krefja ríkið um skaðabætur Níu núverandi og fyrrverandi félagar í vélhjólaklúbbnum Fáfni hafa stefnt ríkinu til greiðslu skaðabóta vegna ólögmætrar handtöku. Sjö þeirra krefjast 600 þúsund króna í bætur og tveir krefjast einnar milljónar. 31.3.2010 06:00 Össur fagnar viðbrögðum Hillary Clinton „Við erum mjög ánægð með viðbrögð utanríkisráðherra Bandaríkjanna og teljum að hún hafi lög að mæla,“ segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra um orð Hillary Clinton á samráðsfundi fimm ríkja um málefni norðurskautsins, sem haldinn var í Kanada, „en við höfum reyndar komið þessum sjónarmiðum skýrt á framfæri við bandarísk stjórnvöld í gegnum utanríkisþjónustuna. Og ég man ekki betur en ég hafi verið eini utanríkisráðherra þessara þriggja ríkja sem utan standa, sem kvaddi sér hljóðs um málið á alþjóðafundi fyrir um tveimur mánuðum.“ 31.3.2010 05:30 Meirihluti framlaga úr sjávarútveginum Meira en helmingur allra framlaga lögaðila til Sjálfstæðisflokksins árið 2008 kom úr sjávarútvegi. 31.3.2010 05:00 Bygging á nýju fangelsi fær græna ljósið „Þetta er ánægjulegur áfangi í fangelsismálum hér á landi," segir Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra um samþykkt ríkisstjórnarinnar í gær um að dómsmálaráðuneyti verði heimilað að auglýsa útboð nýrrar fangelsisbyggingar á höfuðborgarsvæðinu svo fremi sem fjármögnun fáist. 31.3.2010 05:00 Segja Catalinu seka um mansal Vitnisburðir kvenna vegna rannsóknar lögreglu á meintri vændisstarfsemi Catalinu Ncoco benda til þess að hún hafi gerst sek um mansal gagnvart sumum þeirra, sem bera að hún hafi selt þær í vændi. Hún hafi beitt ótilhlýðilegri aðferð, ofbeldi, hótunum um ofbeldi og frelsissviptingu gegn konunum. Hæstiréttur framlengdi í gær gæsluvarðhald yfir Catalinu til 23. apríl. 31.3.2010 04:30 Örfáir eru algerlega öruggir Aðeins einn af hverjum fjörutíu ökumönnum getur ekið bíl og talað í farsíma á sama tíma án þess að það bitni á öryggi hans og ökuhæfileikum, samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar. 31.3.2010 04:00 Róteindir nálguðust ljóshraða Sviss, ap Vísindamönnum við Evrópsku kjarnorkurannsóknarstöðina (CERN) tókst í gær að koma róteindum nærri hraða ljóssins og láta þær svo rekast saman í risavöxnum sterkeindahraðli. 31.3.2010 03:00 Slysum fækkaði um 15 prósent Alvarleg umferðarslys í fyrra voru fimmtán prósentum færri en árið áður, eða 170 miðað við 200 árið 2008. Þetta kemur fram í árlegri samantekt slysaskráningar Umferðarstofu. 31.3.2010 03:00 Ísraelar ósamstiga um kröfur Bandaríkjanna Ísrael, AP Tilgangur Baracks Obama með því að boða Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, á sinn fund í Washington í síðustu viku var að kynna þær kröfur sem Bandaríkjamenn gera til Ísraelsstjórnar. 31.3.2010 03:00 Hægir á verðhækkun orku Tólf mánaða verðbólga í aðildarríkjum Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) minnkaði lítillega í febrúar á þessu ári, var 1,9 prósent. Í fyrra mánuði mældist 2,1 prósents verðbólga. 31.3.2010 02:00 Mikil mildi að enginn slasaðist Mikil mildi þykir að enginn skyldi hafa slasast þegar bíl var ekið í gegnum girðingu og inn á lóð leikskólans Suðurborgar í Breiðholti á mánudag. Börnin voru innan dyra þegar atvikið varð. 31.3.2010 01:30 Óvíst um afdrif námumanna Kína, AP Ættingjar 153 námuverkamanna kröfðust svara og aðgerða af björgunarfólki og stjórnvöldum í Kína. Um þúsund björgunarmenn hafa unnið á vöktum við að bjarga mönnum úr námu í Shanxi-héraði eftir að vatn flæddi niður í hana á sunnudag. 31.3.2010 01:00 Kveikt í rusli við Hólabrekkuskóla Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað í Breiðholtið í kvöld en þar hafði verið kveikt í rusli á lóð Hólabrekkuskóla. Að sögn vaktstjóra var um minniháttar eld að ræða og slökkvliðsmenn áttu ekki í vandræðum með að slökkva í glæðunum. Að öðru leyti hefur kvöldið verið rólegt hjá slökkviliðs- og lögreglumönnum. 30.3.2010 22:25 Varnarmálastofnun lokað um áramót Varnarmálastofnun verður lögð niður 1. janúar næstkomandi verði boðað frumvarp ríkisstjórnarinnar samþykkt. 30.3.2010 21:33 Níu mánaða fangelsi fyrir þjófnað og ölvunarakstur Hæstiréttur dæmdi í dag karlmann í níu mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyri þjófnað og umferðarlagabrot. Héraðsdómur hafði áður dæmt manninn í níu mánuði einnig, en þá var dómurinn bundinn skilorði að fullu. 30.3.2010 20:26 Ungir framsóknarmenn á Austurlandi vilja hætta ESB viðræðum Stjórn Eysteins - félags ungra framsóknarmanna á Austurlandi, skorar á ríkisstjórn Íslands að hætta aðildarviðræðum við Evrópusambandið og draga aðildarumsóknina til baka. Það er austfirski miðillinn Austurglugginn sem greinir frá þessu en félagið samþykkti ályktun þess efnis í gær. Þetta er þvert á nýlega ályktun Sambands ungra framsóknarmanna. 30.3.2010 19:55 Gróðurinn stendur af sér kuldakastið Kuldakastið undanfarna daga, hefur engin áhrif á gróðurinn, sem byrjaður er að lifna við. Þetta segir Náttúrufræðistofnun. Margir hafa velt fyrir sér áhrifum kuldans á gróðurinn sem er að kvikna eftir veturinn, en það mun vera alvanalegt að kuldaköst sem þessi komi eftir að gróður hefur tekið við sér. Hann mun því harka af sér frosthörkur síðustu daga. 30.3.2010 19:07 TR borgar bæturnar á morgun Tryggingastofnun ríkisins hyggst borga lífeyrisþegum mánaðarlegar bætur á morgun eða degi fyrr en vanalega vegna páskahátíðarinnar. 30.3.2010 19:06 Ekki inn í gilin í Þórsmörk án súrefniskúta Þótt Þórsmörk hafi nú verið opnuð á ný verður fólki bannað fara inn í gilin sem hraunið rennur um vegna hættu á eiturgasi og gufusprengingum. 30.3.2010 18:56 Gosrásin beygði á síðustu stundu til Fimmvörðuháls Litlu munaði að eldgosið kæmi upp í austurjaðri hábungu Eyjafjallajökuls og ylli stórhlaupi í Markarfljóti sem hefði rofið varnargarða og sett fólk í bráða hættu. Kvikan beygði hins vegar á síðustu stundu í átt til Fimmvörðuháls á leið sinni til yfirborðs. 30.3.2010 18:36 Ríkisstjórnin samþykkti frumvarp um fækkun lögregluumdæma Ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögu Rögnu Árnadóttur dómsmála- og mannréttindaráðherra þess efnis að lögregluumdæmum verði fækkað úr 15 í 6 og að yfirstjórn lögreglu verði skilin frá embættum sýslumanna frá og með 1. janúar 2011. Í tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu segir að miðað sé við að frumvarpið verði lagt fram á Alþingi á morgun að fengnu samþykki stjórnarflokka. 30.3.2010 17:34 Catalina reyndi að lokka samfanga sinn í vændi Catalina Ncoco bauð samfanga sínum, ungri konu, að starfa fyrir sig sem vændiskona, þegar hún væri laus úr fangelsi. Hún var úrskurð í áframhaldandi gæsluvarðhald í dag. Stefnt er á aðalmeðferð í máli hennar þann 12. apríl. Breki Logason. 30.3.2010 17:18 Kanada löðrungaði Hillary Hillary Clinton utanríkisráðherra Bandaríkjanna fékk óþægilegan skell í Kanada í dag. 30.3.2010 17:12 Helstirnið í nærmynd Cassini geimfarið tók þessa mynd af Mimas tungli Satúrnusar úr aðeins 9.500 kílómetra fjarlægð. Það er það næsta sem geimfar hefur farið tunglinu. 30.3.2010 16:44 Óvíst að fiskum fjölgi þrátt fyrir hvalveiðar Útreikningar um hagkvæmni hvalaveiða eru hæpnir, að mati Árna Finnssonar, formanns Náttúruverndarsamtaka Íslands. Hann segir að þessir útreikningar sýni hvað það sé hættulegt þegar hagfræðingar komist í tölur sem þeir skilji ekki. Meginniðurstaða skýrslunnar er sú að hvalveiðar þjóðhagslega hagkvæmar. Því vísar Árni á bug. 30.3.2010 16:22 Gunnar tók þriðja sætið Tuttugu og tveggja manna framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi var samþykktur á fulltrúarfundi flokksins í gær. Fátt kemur á óvart á listanum sem endurspeglar niðurstöðu prófkjörsins í Kópavogi. 30.3.2010 15:51 Þakhluti á höll Nerós hrundi í dag Stór hluti af þakinu á hinni Gullnu höll Nerós í Róm hrundi í dag. Ekki er vitað til þess að neinn hafi orðið þar undir, en slökkviliðsmenn hafa girt svæðið af og eru að leita í rústunum. 30.3.2010 15:47 Með hríðskotariffla í neðanjarðarlestum Lestarfarþegum í neðanjarðarlestum í New York brá í brún í morgun þegar þeir sáu lögreglumenn með hríðskotariffla, hjálma og í skotheldum vestum um borð í lestarvögnunum. 30.3.2010 14:24 Veðurstofan sagði að rólegra væri undir Eyjafjallajökli Fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis fékk þær upplýsingar frá Veðurstofunni laust fyrir klukkan fimm á gosdaginn, þann 20. mars, að heldur rólegra væri undir Eyjafjallajökli en hefði þá verið undanfarna daga. Engu að síður væri unnið eftir áætlunum um óvissustig á svæðinu vegna mögulegs eldgoss. 30.3.2010 14:23 Páskaeggin brotnuðu öll á leið til Danmerkur Íslenskur afi sem ætlaði að senda páskaegg til barnabarna sinna í Danmörku segir farir sínar ekki sléttar í samskiptum við danska póstinn. Hann sendi átta páskaegg til Esbjerg í síðustu viku en þegar þau komust á leiðarenda voru þau öll brotin nema eitt. 30.3.2010 14:01 Hvar í helv... er klósettpappírinn? Starfsmenn í Stjórnsýslumiðstöð breska ríkisins í West Midlands eru öskureiðir yfir því að búið er að setja upp tímamæla sem slökkva ljós á klósettum miðstöðvarinnar eftir tíu mínútur. 30.3.2010 13:45 Sjá næstu 50 fréttir
Krabbameinsleit fremur gagnleg en skaðleg Krabbameinsleit í brjóstum gerir meira gagn en ógagn. Fjöldi lífa sem bjargað er með slíkri leit er tvöfaldur á við þær leitir sem gerðar eru að tilefnislausu. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar sem gerðar voru á 80 þúsund konum. 31.3.2010 10:36
Loftslagsprófessor gerði ekkert rangt Vísindanefnd breska þingsins hefur komist að þeirri niðurstöðu að prófessor sem var í miðdepli hins svokallaða tölvupóstahneykslis í loftslagsmálum hafi ekki falsað neinar niðurstöður. 31.3.2010 09:48
Fjölmörgum frumvörpum dreift í dag Engin mál eru á dagskrá Alþingis í dag, en dagurinn verður þess í stað notaður til að dreifa frumvörpum, enda er þetta síðasti dagur til þess á þessu vorþingi. Frumvörp, sem þingflokkar stjórnarflokkanna og ríkisstjórnin hafa samþykkt, skipta tugum, og mörg hver varða endurreysn efnahagslífsins. 31.3.2010 09:24
Ellefu fórust í sjálfsmorðssprengjuárás Að minnsta kosti ellefu fórust í tveimur sjálfsmorðssprengjuárásum í bænum Kisljar á Kákasussvæðinu við Rússland í nótt. Meðal þeirra sem fórust voru sex lögreglumenn. Þjóðarsorg var í Rússlandi í gær vegna hryðjuverkanna í Moskvu í fyrradag. 31.3.2010 08:09
Fresta skýrslu um morðið á Bhutto Sameinuðu þjóðirnar hafa frestað útgáfu skýrslu um morðið á Benazir Bhutto, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistan, að beiðni pakistanskra stjórnvalda. Ban Ki-moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, samþykkti þessa frestun í gær, einungis fáeinum klukkustundum áður en skýrlsan átti að koma út. Bhutto var myrt í sjálfsmorðsárás á leið sinni á framboðsfund í Rawalpindi í desember 2007. 31.3.2010 08:00
Rændu 100 indverskum sjómönnum Sómalskir sjóræningjar hafa rænt meira en 100 indverskum sjómönnum undan ströndum Sómalíu. Gíslarnir voru á sjö til átta farþegaskipum þegar þeim var rænt, en skipin eru núna á valdi sjóræningjanna. 31.3.2010 08:00
Biðjast afsökunar á fjöldamorðunum í Srebrenica Serbneska þingið samþykkti í gær ályktun þar sem beðist er afsökunar á fjöldamorðunum í Srebrenica fyrir fimmtán árum síðan. Í ályktuninni segir að Serbar hefðu átt að gera meira til þess að koma í veg fyrir þær hörmungar sem urðu. Um átta þúsund múslimar í Bosníu voru myrtir í árásunum en árásarmennirnir voru bandamenn Slobodans Milesovic, sem þá var forseti Serbíu. Ályktunin var samþykkt með naumum meirihluta eftir 13 tíma umræður í serbneska þinginu. 31.3.2010 07:51
Innbrotsþjófar fóru inní fyrirtæki við Skipholt Brotist var inn í fyrirtæki við Skipholt í Reykjavík i nótt og þaðan stolið dýrum tækjabúnaði, að sögn lögreglu. Það var öryggisvörður, sem tilkynnti um innbrotið, en þá voru þjófarnir á bak og burt og eru ófundnir. Búnaðurinn mun vera sérhæfður og er því ekki talinn markaðsvara á fíkniefnamarkaðnum. 31.3.2010 07:38
Kveiktu í timburgámi í Borgarnesi Mikill eldur gaus upp í timburgámi fyrir úrgangstimbur á gámasvæðinu í Borgarnesi í gærkvöldi og skíðlogaði úr honum þegar slökkvilið kom á vettvang. Auk þess lagði mikinn reyk yfir bæinn. Slökkvistarf gekk vel og eldurinn náði ekki að teygja sig í verðmæti í grenndinni. Brennuvargurinn er ófundinn.-Það var líka kveikt í rusli á skólalóð Hólabrekkuskóla í Reykjavík, en ekki hlaust tjón af áður en eldurinn var slökktur. Ekki er vitað hver kveikti í.- 31.3.2010 07:33
Vildu fá endurgreidda töng sem þeir stálu Lögreglan á Akranesi handtók í gær tvö kalrmenn um tvítugt á bensínstöð Olís þar í bæ, þar sem þeir voru að reyna að fá endurgreidda forláta töng, sem þeir höfðu skömmu áður stolið í Olísstöðinni í Borgarnesi. 31.3.2010 07:07
Tifandi tímasprengja á Fimmvörðuhálsi Björgunarsveit var kölluð út undir morgun eftir að kona hafði fest bíl sinn í krapa og íshröngli í Gilsá í Fljótsdal, en hún var ásamt tveimur öðrum á leið að gosstöðvunum við Fimmvörðuháls. 31.3.2010 07:00
Súkkulaði dregur úr líkum á hjartasjúkdómum Líkurnar á því að fá hjartasjúkdóma eða heilablóðfall geta minnkað um 39%, borði menn súkkulaði á hverjum degi. Þetta fullyrðir þýskur næringarfræðingur sem hefur rannsakað málið. 31.3.2010 07:00
Hyggjast leigja makrílkvóta Sú hugmynd er rædd af alvöru innan sjávarútvegsráðuneytisins, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, að makrílkvóta þessa árs, sem er 130 þúsund tonn, verði ekki deilt út til útgerðanna í landinu í neinu samhengi við veiðireynslu þeirra. Útgerðir sem hafa aflað sér veiðireynslu undanfarin fjögur ár muni fá tiltekið magn í sinn hlut en frekari veiðiheimildir þurfi viðkomandi útgerð að greiða fyrir. 31.3.2010 06:15
Fermdist ásamt dóttur sinni og tvíburasonum Þjóðkirkjan Séra Bragi Ingibergsson í Víðistaðakirkju blessaði ellefu fermingarbörn á sunnudaginn var. Þar af voru fjögur úr sömu fjölskyldunni, og það elsta að nálgast fertugt. 31.3.2010 06:00
Níu Fáfnisliðar krefja ríkið um skaðabætur Níu núverandi og fyrrverandi félagar í vélhjólaklúbbnum Fáfni hafa stefnt ríkinu til greiðslu skaðabóta vegna ólögmætrar handtöku. Sjö þeirra krefjast 600 þúsund króna í bætur og tveir krefjast einnar milljónar. 31.3.2010 06:00
Össur fagnar viðbrögðum Hillary Clinton „Við erum mjög ánægð með viðbrögð utanríkisráðherra Bandaríkjanna og teljum að hún hafi lög að mæla,“ segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra um orð Hillary Clinton á samráðsfundi fimm ríkja um málefni norðurskautsins, sem haldinn var í Kanada, „en við höfum reyndar komið þessum sjónarmiðum skýrt á framfæri við bandarísk stjórnvöld í gegnum utanríkisþjónustuna. Og ég man ekki betur en ég hafi verið eini utanríkisráðherra þessara þriggja ríkja sem utan standa, sem kvaddi sér hljóðs um málið á alþjóðafundi fyrir um tveimur mánuðum.“ 31.3.2010 05:30
Meirihluti framlaga úr sjávarútveginum Meira en helmingur allra framlaga lögaðila til Sjálfstæðisflokksins árið 2008 kom úr sjávarútvegi. 31.3.2010 05:00
Bygging á nýju fangelsi fær græna ljósið „Þetta er ánægjulegur áfangi í fangelsismálum hér á landi," segir Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra um samþykkt ríkisstjórnarinnar í gær um að dómsmálaráðuneyti verði heimilað að auglýsa útboð nýrrar fangelsisbyggingar á höfuðborgarsvæðinu svo fremi sem fjármögnun fáist. 31.3.2010 05:00
Segja Catalinu seka um mansal Vitnisburðir kvenna vegna rannsóknar lögreglu á meintri vændisstarfsemi Catalinu Ncoco benda til þess að hún hafi gerst sek um mansal gagnvart sumum þeirra, sem bera að hún hafi selt þær í vændi. Hún hafi beitt ótilhlýðilegri aðferð, ofbeldi, hótunum um ofbeldi og frelsissviptingu gegn konunum. Hæstiréttur framlengdi í gær gæsluvarðhald yfir Catalinu til 23. apríl. 31.3.2010 04:30
Örfáir eru algerlega öruggir Aðeins einn af hverjum fjörutíu ökumönnum getur ekið bíl og talað í farsíma á sama tíma án þess að það bitni á öryggi hans og ökuhæfileikum, samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar. 31.3.2010 04:00
Róteindir nálguðust ljóshraða Sviss, ap Vísindamönnum við Evrópsku kjarnorkurannsóknarstöðina (CERN) tókst í gær að koma róteindum nærri hraða ljóssins og láta þær svo rekast saman í risavöxnum sterkeindahraðli. 31.3.2010 03:00
Slysum fækkaði um 15 prósent Alvarleg umferðarslys í fyrra voru fimmtán prósentum færri en árið áður, eða 170 miðað við 200 árið 2008. Þetta kemur fram í árlegri samantekt slysaskráningar Umferðarstofu. 31.3.2010 03:00
Ísraelar ósamstiga um kröfur Bandaríkjanna Ísrael, AP Tilgangur Baracks Obama með því að boða Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, á sinn fund í Washington í síðustu viku var að kynna þær kröfur sem Bandaríkjamenn gera til Ísraelsstjórnar. 31.3.2010 03:00
Hægir á verðhækkun orku Tólf mánaða verðbólga í aðildarríkjum Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) minnkaði lítillega í febrúar á þessu ári, var 1,9 prósent. Í fyrra mánuði mældist 2,1 prósents verðbólga. 31.3.2010 02:00
Mikil mildi að enginn slasaðist Mikil mildi þykir að enginn skyldi hafa slasast þegar bíl var ekið í gegnum girðingu og inn á lóð leikskólans Suðurborgar í Breiðholti á mánudag. Börnin voru innan dyra þegar atvikið varð. 31.3.2010 01:30
Óvíst um afdrif námumanna Kína, AP Ættingjar 153 námuverkamanna kröfðust svara og aðgerða af björgunarfólki og stjórnvöldum í Kína. Um þúsund björgunarmenn hafa unnið á vöktum við að bjarga mönnum úr námu í Shanxi-héraði eftir að vatn flæddi niður í hana á sunnudag. 31.3.2010 01:00
Kveikt í rusli við Hólabrekkuskóla Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað í Breiðholtið í kvöld en þar hafði verið kveikt í rusli á lóð Hólabrekkuskóla. Að sögn vaktstjóra var um minniháttar eld að ræða og slökkvliðsmenn áttu ekki í vandræðum með að slökkva í glæðunum. Að öðru leyti hefur kvöldið verið rólegt hjá slökkviliðs- og lögreglumönnum. 30.3.2010 22:25
Varnarmálastofnun lokað um áramót Varnarmálastofnun verður lögð niður 1. janúar næstkomandi verði boðað frumvarp ríkisstjórnarinnar samþykkt. 30.3.2010 21:33
Níu mánaða fangelsi fyrir þjófnað og ölvunarakstur Hæstiréttur dæmdi í dag karlmann í níu mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyri þjófnað og umferðarlagabrot. Héraðsdómur hafði áður dæmt manninn í níu mánuði einnig, en þá var dómurinn bundinn skilorði að fullu. 30.3.2010 20:26
Ungir framsóknarmenn á Austurlandi vilja hætta ESB viðræðum Stjórn Eysteins - félags ungra framsóknarmanna á Austurlandi, skorar á ríkisstjórn Íslands að hætta aðildarviðræðum við Evrópusambandið og draga aðildarumsóknina til baka. Það er austfirski miðillinn Austurglugginn sem greinir frá þessu en félagið samþykkti ályktun þess efnis í gær. Þetta er þvert á nýlega ályktun Sambands ungra framsóknarmanna. 30.3.2010 19:55
Gróðurinn stendur af sér kuldakastið Kuldakastið undanfarna daga, hefur engin áhrif á gróðurinn, sem byrjaður er að lifna við. Þetta segir Náttúrufræðistofnun. Margir hafa velt fyrir sér áhrifum kuldans á gróðurinn sem er að kvikna eftir veturinn, en það mun vera alvanalegt að kuldaköst sem þessi komi eftir að gróður hefur tekið við sér. Hann mun því harka af sér frosthörkur síðustu daga. 30.3.2010 19:07
TR borgar bæturnar á morgun Tryggingastofnun ríkisins hyggst borga lífeyrisþegum mánaðarlegar bætur á morgun eða degi fyrr en vanalega vegna páskahátíðarinnar. 30.3.2010 19:06
Ekki inn í gilin í Þórsmörk án súrefniskúta Þótt Þórsmörk hafi nú verið opnuð á ný verður fólki bannað fara inn í gilin sem hraunið rennur um vegna hættu á eiturgasi og gufusprengingum. 30.3.2010 18:56
Gosrásin beygði á síðustu stundu til Fimmvörðuháls Litlu munaði að eldgosið kæmi upp í austurjaðri hábungu Eyjafjallajökuls og ylli stórhlaupi í Markarfljóti sem hefði rofið varnargarða og sett fólk í bráða hættu. Kvikan beygði hins vegar á síðustu stundu í átt til Fimmvörðuháls á leið sinni til yfirborðs. 30.3.2010 18:36
Ríkisstjórnin samþykkti frumvarp um fækkun lögregluumdæma Ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögu Rögnu Árnadóttur dómsmála- og mannréttindaráðherra þess efnis að lögregluumdæmum verði fækkað úr 15 í 6 og að yfirstjórn lögreglu verði skilin frá embættum sýslumanna frá og með 1. janúar 2011. Í tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu segir að miðað sé við að frumvarpið verði lagt fram á Alþingi á morgun að fengnu samþykki stjórnarflokka. 30.3.2010 17:34
Catalina reyndi að lokka samfanga sinn í vændi Catalina Ncoco bauð samfanga sínum, ungri konu, að starfa fyrir sig sem vændiskona, þegar hún væri laus úr fangelsi. Hún var úrskurð í áframhaldandi gæsluvarðhald í dag. Stefnt er á aðalmeðferð í máli hennar þann 12. apríl. Breki Logason. 30.3.2010 17:18
Kanada löðrungaði Hillary Hillary Clinton utanríkisráðherra Bandaríkjanna fékk óþægilegan skell í Kanada í dag. 30.3.2010 17:12
Helstirnið í nærmynd Cassini geimfarið tók þessa mynd af Mimas tungli Satúrnusar úr aðeins 9.500 kílómetra fjarlægð. Það er það næsta sem geimfar hefur farið tunglinu. 30.3.2010 16:44
Óvíst að fiskum fjölgi þrátt fyrir hvalveiðar Útreikningar um hagkvæmni hvalaveiða eru hæpnir, að mati Árna Finnssonar, formanns Náttúruverndarsamtaka Íslands. Hann segir að þessir útreikningar sýni hvað það sé hættulegt þegar hagfræðingar komist í tölur sem þeir skilji ekki. Meginniðurstaða skýrslunnar er sú að hvalveiðar þjóðhagslega hagkvæmar. Því vísar Árni á bug. 30.3.2010 16:22
Gunnar tók þriðja sætið Tuttugu og tveggja manna framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi var samþykktur á fulltrúarfundi flokksins í gær. Fátt kemur á óvart á listanum sem endurspeglar niðurstöðu prófkjörsins í Kópavogi. 30.3.2010 15:51
Þakhluti á höll Nerós hrundi í dag Stór hluti af þakinu á hinni Gullnu höll Nerós í Róm hrundi í dag. Ekki er vitað til þess að neinn hafi orðið þar undir, en slökkviliðsmenn hafa girt svæðið af og eru að leita í rústunum. 30.3.2010 15:47
Með hríðskotariffla í neðanjarðarlestum Lestarfarþegum í neðanjarðarlestum í New York brá í brún í morgun þegar þeir sáu lögreglumenn með hríðskotariffla, hjálma og í skotheldum vestum um borð í lestarvögnunum. 30.3.2010 14:24
Veðurstofan sagði að rólegra væri undir Eyjafjallajökli Fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis fékk þær upplýsingar frá Veðurstofunni laust fyrir klukkan fimm á gosdaginn, þann 20. mars, að heldur rólegra væri undir Eyjafjallajökli en hefði þá verið undanfarna daga. Engu að síður væri unnið eftir áætlunum um óvissustig á svæðinu vegna mögulegs eldgoss. 30.3.2010 14:23
Páskaeggin brotnuðu öll á leið til Danmerkur Íslenskur afi sem ætlaði að senda páskaegg til barnabarna sinna í Danmörku segir farir sínar ekki sléttar í samskiptum við danska póstinn. Hann sendi átta páskaegg til Esbjerg í síðustu viku en þegar þau komust á leiðarenda voru þau öll brotin nema eitt. 30.3.2010 14:01
Hvar í helv... er klósettpappírinn? Starfsmenn í Stjórnsýslumiðstöð breska ríkisins í West Midlands eru öskureiðir yfir því að búið er að setja upp tímamæla sem slökkva ljós á klósettum miðstöðvarinnar eftir tíu mínútur. 30.3.2010 13:45