Fólk í bráðri hættu við nýja gossprungu 1. apríl 2010 08:00 MYND/Óskar Friðriksson Hópur fólks var í bráðri lífshættu þegar ný sprunga opnaðist á gossvæðinu á Fimmvörðuhálsi í gærkvöldi. Þyrluflugmaður sem varð vitni að því þegar sprungan opnaðist segir hóp fólks hafa verið í 30 til 40 metra fjarlægð frá sprungunni. Einhverjir úr hópnum hafi ákveðið að ganga nær sprungunni í stað þess að forða sér. „Fólk virtist ekki átta sig á því sem var að gerast," segir Gísli Gíslason, þyrluflugmaður hjá Norðurflugi. „Við sáum fyrstu spýjuna koma upp úr storknuðu hrauni klukkan 18.52," segir Gísli. Það hafi verið afar tilkomumikil sjón að sjá hraunið klofna og eldinn rísa upp úr sprungunni. Hann var þá nýlentur á hól skammt frá þar sem sprungan opnaðist. Hann segir að fljótlega eftir það hafi hann ákveðið að fljúga burt með sinn hóp, enda sprungan tekin að lengjast. Þyrlur voru notaðar til að ferja fólk sem var á göngu nærri sprungunni að Hótel Skógum. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð á svæðið og fékk liðsauka frá tveimur þyrlum sem notaðar höfðu verið fyrir útsýnisflug. Veginum inn í Þórsmörk var lokað fljótlega eftir að nýja sprungan myndaðist. Á tíunda tímanum í gær var fólki sem vildi komast burtu úr Þórsmörk leyft að fara yfir Hvanná í hópum með aðstoð björgunarsveitarmanna. Nýi gígurinn virðist jafn kröftugur og sá fyrri, segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. Hann segir gosrásina sem liggur að fyrri gígnum væntanlega hafa klofnað á litlu dýpi norðvestan við fyrri gíginn. Óli Þór Hilmarsson, fararstjóri hjá Útivist, var á göngu með tíu manna hóp þegar gossprungan opnaðist. Hann tók í kjölfarið að sér að koma fólki sem var í nágrenninu á eigin vegum niður í Bása á Goðalandi. „Það gekk mjög vel að koma fólkinu niður enda gott veður og gott göngufæri," segir Óli. Einhverjir ætluðu að gista í skálanum í Básum í nótt. - bj Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Hópur fólks var í bráðri lífshættu þegar ný sprunga opnaðist á gossvæðinu á Fimmvörðuhálsi í gærkvöldi. Þyrluflugmaður sem varð vitni að því þegar sprungan opnaðist segir hóp fólks hafa verið í 30 til 40 metra fjarlægð frá sprungunni. Einhverjir úr hópnum hafi ákveðið að ganga nær sprungunni í stað þess að forða sér. „Fólk virtist ekki átta sig á því sem var að gerast," segir Gísli Gíslason, þyrluflugmaður hjá Norðurflugi. „Við sáum fyrstu spýjuna koma upp úr storknuðu hrauni klukkan 18.52," segir Gísli. Það hafi verið afar tilkomumikil sjón að sjá hraunið klofna og eldinn rísa upp úr sprungunni. Hann var þá nýlentur á hól skammt frá þar sem sprungan opnaðist. Hann segir að fljótlega eftir það hafi hann ákveðið að fljúga burt með sinn hóp, enda sprungan tekin að lengjast. Þyrlur voru notaðar til að ferja fólk sem var á göngu nærri sprungunni að Hótel Skógum. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð á svæðið og fékk liðsauka frá tveimur þyrlum sem notaðar höfðu verið fyrir útsýnisflug. Veginum inn í Þórsmörk var lokað fljótlega eftir að nýja sprungan myndaðist. Á tíunda tímanum í gær var fólki sem vildi komast burtu úr Þórsmörk leyft að fara yfir Hvanná í hópum með aðstoð björgunarsveitarmanna. Nýi gígurinn virðist jafn kröftugur og sá fyrri, segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. Hann segir gosrásina sem liggur að fyrri gígnum væntanlega hafa klofnað á litlu dýpi norðvestan við fyrri gíginn. Óli Þór Hilmarsson, fararstjóri hjá Útivist, var á göngu með tíu manna hóp þegar gossprungan opnaðist. Hann tók í kjölfarið að sér að koma fólki sem var í nágrenninu á eigin vegum niður í Bása á Goðalandi. „Það gekk mjög vel að koma fólkinu niður enda gott veður og gott göngufæri," segir Óli. Einhverjir ætluðu að gista í skálanum í Básum í nótt. - bj
Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira