Ummæli saksóknara ómakleg 1. apríl 2010 06:30 Hæstaréttarlögmennirnir Sveinn Andri Sveinsson og Vilhjálmur H. Vilhjálmsson eru andvígir forvirkum rannsóknarheimildum lögreglu. Öryggi fólks og borgaraleg réttindi hljóti alltaf að vera í fyrirrúmi.fréttablaðið/GVA Ummæli þriggja saksóknara í Fréttablaðinu um síðustu helgi þess efnis að suma verjendur skorti háttvísi í dómsal eru gegnumsneitt ómakleg. Þetta segja þeir Sveinn Andri Sveinsson og Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hæstaréttarlögmenn. „Það eru auðvitað svartir sauðir í þessari stétt eins og öðrum. En almennt séð eru mjög góð og kurteisleg samskipti milli verjenda og saksóknara,“ segir Sveinn Andri, sem minnir á að einungis tvisvar hafi dómari beitt verjanda réttarfarssektum í dómsal. Hvorugur segist taka þessi ummæli til sín, enda eigi þeir báðir gott samstarf við ákæruvaldið. „Auðvitað kann það að vera að verjendur og sækjendur greini á um hvort ákveðnar spurningar til sakborninga eða vitna eigi við eða ekki,“ segir Vilhjálmur. „En ég tel að verjendur séu almennt ekki að beina spurningum til vitna nema þeir telji að þær séu nauðsynlegar fyrir málsvörn skjólstæðinga sinna. Menn eru ekki að því til þess að skaprauna saksóknurum. Það sama á við kærur til Hæstaréttar. Verjendur kæra úrskurði til Hæstaréttar af því að þess er þörf eða að kröfu skjólstæðings þeirra. Það er ekki gert í því skyni að skaprauna saksóknurum eða til þess að valda vinnuálagi hjá dómstólum.“ Sveinn Andri segir ekki mega gleyma því að erlendum brotamönnum, einkum frá Austur-Evrópu, fari fjölgandi hér. Í heimalandinu ríki annar „kúltúr“ en hér, sem byggi á tortryggni gegn yfirvöldum. Í þá sé innprentað að sýna ekkert samstarf og nota allar kæruleiðir sem færar séu. Verjandi þurfi að framkvæma þær óskir. Endurteknar kærur gæsluvarðhaldsúrskurða telji þeir bera vott um að þeir séu saklausir. Lögmennirnir eru sammála um að dómarar haldi góðum aga í dómsal. Sveinn Andri nefnir nýlegt dæmi þar sem hópur Pólverja var ákærður og tvö vitni vildu ekki tjá sig. Í því tilviki hefði dómari sektað hvort vitni um 300 þúsund krónur. Þá séu dómarar harðir á að láta handtaka vitni sem ekki mæti. „Hins vegar finnst mér ákæruvaldið í sumum tilvikum tefja meðferð mála með því að leiða fram vitni sem engu máli skipta,“ segir Vilhjálmur. Vilhjálmur og Sveinn Andri segjast vera andvígir forvirkum rannsóknarheimildum lögreglu. Lögregla og ákæruvald dragi yfirleitt í lengstu lög að afhenda sakborningum og verjendum gögn máls, sem geri alla vinnu hinna síðarnefndu torveldari. Lögregla beiti núverandi heimildum gagnvart hverjum sem er í dag og misfari með þær eins og dæmin sanna. Það valdi tortryggni lögmanna gagnvart auknum heimildum. Borgaraleg réttindi og öryggi fólks hljóti alltaf að vera í fyrirrúmi. Spurðir hvort forvirkar rannsóknarheimildir sem tæki til að handsama höfuðpaura í brotamálum breyti engu um afstöðu þeirra segir Sveinn Andri að víðtækari notkun heimildar í lögum til að semja við brotamenn um vitnavernd og verulegar niðurfellingar refsingar myndu reynast betur í þeim efnum. Vilhjálmur kveðst óttast að lögregla færi að beita auknum heimildum sem meginreglu og misnota þær með þeim hætti. jss@frettabladid.is Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Sjá meira
Ummæli þriggja saksóknara í Fréttablaðinu um síðustu helgi þess efnis að suma verjendur skorti háttvísi í dómsal eru gegnumsneitt ómakleg. Þetta segja þeir Sveinn Andri Sveinsson og Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hæstaréttarlögmenn. „Það eru auðvitað svartir sauðir í þessari stétt eins og öðrum. En almennt séð eru mjög góð og kurteisleg samskipti milli verjenda og saksóknara,“ segir Sveinn Andri, sem minnir á að einungis tvisvar hafi dómari beitt verjanda réttarfarssektum í dómsal. Hvorugur segist taka þessi ummæli til sín, enda eigi þeir báðir gott samstarf við ákæruvaldið. „Auðvitað kann það að vera að verjendur og sækjendur greini á um hvort ákveðnar spurningar til sakborninga eða vitna eigi við eða ekki,“ segir Vilhjálmur. „En ég tel að verjendur séu almennt ekki að beina spurningum til vitna nema þeir telji að þær séu nauðsynlegar fyrir málsvörn skjólstæðinga sinna. Menn eru ekki að því til þess að skaprauna saksóknurum. Það sama á við kærur til Hæstaréttar. Verjendur kæra úrskurði til Hæstaréttar af því að þess er þörf eða að kröfu skjólstæðings þeirra. Það er ekki gert í því skyni að skaprauna saksóknurum eða til þess að valda vinnuálagi hjá dómstólum.“ Sveinn Andri segir ekki mega gleyma því að erlendum brotamönnum, einkum frá Austur-Evrópu, fari fjölgandi hér. Í heimalandinu ríki annar „kúltúr“ en hér, sem byggi á tortryggni gegn yfirvöldum. Í þá sé innprentað að sýna ekkert samstarf og nota allar kæruleiðir sem færar séu. Verjandi þurfi að framkvæma þær óskir. Endurteknar kærur gæsluvarðhaldsúrskurða telji þeir bera vott um að þeir séu saklausir. Lögmennirnir eru sammála um að dómarar haldi góðum aga í dómsal. Sveinn Andri nefnir nýlegt dæmi þar sem hópur Pólverja var ákærður og tvö vitni vildu ekki tjá sig. Í því tilviki hefði dómari sektað hvort vitni um 300 þúsund krónur. Þá séu dómarar harðir á að láta handtaka vitni sem ekki mæti. „Hins vegar finnst mér ákæruvaldið í sumum tilvikum tefja meðferð mála með því að leiða fram vitni sem engu máli skipta,“ segir Vilhjálmur. Vilhjálmur og Sveinn Andri segjast vera andvígir forvirkum rannsóknarheimildum lögreglu. Lögregla og ákæruvald dragi yfirleitt í lengstu lög að afhenda sakborningum og verjendum gögn máls, sem geri alla vinnu hinna síðarnefndu torveldari. Lögregla beiti núverandi heimildum gagnvart hverjum sem er í dag og misfari með þær eins og dæmin sanna. Það valdi tortryggni lögmanna gagnvart auknum heimildum. Borgaraleg réttindi og öryggi fólks hljóti alltaf að vera í fyrirrúmi. Spurðir hvort forvirkar rannsóknarheimildir sem tæki til að handsama höfuðpaura í brotamálum breyti engu um afstöðu þeirra segir Sveinn Andri að víðtækari notkun heimildar í lögum til að semja við brotamenn um vitnavernd og verulegar niðurfellingar refsingar myndu reynast betur í þeim efnum. Vilhjálmur kveðst óttast að lögregla færi að beita auknum heimildum sem meginreglu og misnota þær með þeim hætti. jss@frettabladid.is
Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Sjá meira