Ummæli saksóknara ómakleg 1. apríl 2010 06:30 Hæstaréttarlögmennirnir Sveinn Andri Sveinsson og Vilhjálmur H. Vilhjálmsson eru andvígir forvirkum rannsóknarheimildum lögreglu. Öryggi fólks og borgaraleg réttindi hljóti alltaf að vera í fyrirrúmi.fréttablaðið/GVA Ummæli þriggja saksóknara í Fréttablaðinu um síðustu helgi þess efnis að suma verjendur skorti háttvísi í dómsal eru gegnumsneitt ómakleg. Þetta segja þeir Sveinn Andri Sveinsson og Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hæstaréttarlögmenn. „Það eru auðvitað svartir sauðir í þessari stétt eins og öðrum. En almennt séð eru mjög góð og kurteisleg samskipti milli verjenda og saksóknara,“ segir Sveinn Andri, sem minnir á að einungis tvisvar hafi dómari beitt verjanda réttarfarssektum í dómsal. Hvorugur segist taka þessi ummæli til sín, enda eigi þeir báðir gott samstarf við ákæruvaldið. „Auðvitað kann það að vera að verjendur og sækjendur greini á um hvort ákveðnar spurningar til sakborninga eða vitna eigi við eða ekki,“ segir Vilhjálmur. „En ég tel að verjendur séu almennt ekki að beina spurningum til vitna nema þeir telji að þær séu nauðsynlegar fyrir málsvörn skjólstæðinga sinna. Menn eru ekki að því til þess að skaprauna saksóknurum. Það sama á við kærur til Hæstaréttar. Verjendur kæra úrskurði til Hæstaréttar af því að þess er þörf eða að kröfu skjólstæðings þeirra. Það er ekki gert í því skyni að skaprauna saksóknurum eða til þess að valda vinnuálagi hjá dómstólum.“ Sveinn Andri segir ekki mega gleyma því að erlendum brotamönnum, einkum frá Austur-Evrópu, fari fjölgandi hér. Í heimalandinu ríki annar „kúltúr“ en hér, sem byggi á tortryggni gegn yfirvöldum. Í þá sé innprentað að sýna ekkert samstarf og nota allar kæruleiðir sem færar séu. Verjandi þurfi að framkvæma þær óskir. Endurteknar kærur gæsluvarðhaldsúrskurða telji þeir bera vott um að þeir séu saklausir. Lögmennirnir eru sammála um að dómarar haldi góðum aga í dómsal. Sveinn Andri nefnir nýlegt dæmi þar sem hópur Pólverja var ákærður og tvö vitni vildu ekki tjá sig. Í því tilviki hefði dómari sektað hvort vitni um 300 þúsund krónur. Þá séu dómarar harðir á að láta handtaka vitni sem ekki mæti. „Hins vegar finnst mér ákæruvaldið í sumum tilvikum tefja meðferð mála með því að leiða fram vitni sem engu máli skipta,“ segir Vilhjálmur. Vilhjálmur og Sveinn Andri segjast vera andvígir forvirkum rannsóknarheimildum lögreglu. Lögregla og ákæruvald dragi yfirleitt í lengstu lög að afhenda sakborningum og verjendum gögn máls, sem geri alla vinnu hinna síðarnefndu torveldari. Lögregla beiti núverandi heimildum gagnvart hverjum sem er í dag og misfari með þær eins og dæmin sanna. Það valdi tortryggni lögmanna gagnvart auknum heimildum. Borgaraleg réttindi og öryggi fólks hljóti alltaf að vera í fyrirrúmi. Spurðir hvort forvirkar rannsóknarheimildir sem tæki til að handsama höfuðpaura í brotamálum breyti engu um afstöðu þeirra segir Sveinn Andri að víðtækari notkun heimildar í lögum til að semja við brotamenn um vitnavernd og verulegar niðurfellingar refsingar myndu reynast betur í þeim efnum. Vilhjálmur kveðst óttast að lögregla færi að beita auknum heimildum sem meginreglu og misnota þær með þeim hætti. jss@frettabladid.is Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira
Ummæli þriggja saksóknara í Fréttablaðinu um síðustu helgi þess efnis að suma verjendur skorti háttvísi í dómsal eru gegnumsneitt ómakleg. Þetta segja þeir Sveinn Andri Sveinsson og Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hæstaréttarlögmenn. „Það eru auðvitað svartir sauðir í þessari stétt eins og öðrum. En almennt séð eru mjög góð og kurteisleg samskipti milli verjenda og saksóknara,“ segir Sveinn Andri, sem minnir á að einungis tvisvar hafi dómari beitt verjanda réttarfarssektum í dómsal. Hvorugur segist taka þessi ummæli til sín, enda eigi þeir báðir gott samstarf við ákæruvaldið. „Auðvitað kann það að vera að verjendur og sækjendur greini á um hvort ákveðnar spurningar til sakborninga eða vitna eigi við eða ekki,“ segir Vilhjálmur. „En ég tel að verjendur séu almennt ekki að beina spurningum til vitna nema þeir telji að þær séu nauðsynlegar fyrir málsvörn skjólstæðinga sinna. Menn eru ekki að því til þess að skaprauna saksóknurum. Það sama á við kærur til Hæstaréttar. Verjendur kæra úrskurði til Hæstaréttar af því að þess er þörf eða að kröfu skjólstæðings þeirra. Það er ekki gert í því skyni að skaprauna saksóknurum eða til þess að valda vinnuálagi hjá dómstólum.“ Sveinn Andri segir ekki mega gleyma því að erlendum brotamönnum, einkum frá Austur-Evrópu, fari fjölgandi hér. Í heimalandinu ríki annar „kúltúr“ en hér, sem byggi á tortryggni gegn yfirvöldum. Í þá sé innprentað að sýna ekkert samstarf og nota allar kæruleiðir sem færar séu. Verjandi þurfi að framkvæma þær óskir. Endurteknar kærur gæsluvarðhaldsúrskurða telji þeir bera vott um að þeir séu saklausir. Lögmennirnir eru sammála um að dómarar haldi góðum aga í dómsal. Sveinn Andri nefnir nýlegt dæmi þar sem hópur Pólverja var ákærður og tvö vitni vildu ekki tjá sig. Í því tilviki hefði dómari sektað hvort vitni um 300 þúsund krónur. Þá séu dómarar harðir á að láta handtaka vitni sem ekki mæti. „Hins vegar finnst mér ákæruvaldið í sumum tilvikum tefja meðferð mála með því að leiða fram vitni sem engu máli skipta,“ segir Vilhjálmur. Vilhjálmur og Sveinn Andri segjast vera andvígir forvirkum rannsóknarheimildum lögreglu. Lögregla og ákæruvald dragi yfirleitt í lengstu lög að afhenda sakborningum og verjendum gögn máls, sem geri alla vinnu hinna síðarnefndu torveldari. Lögregla beiti núverandi heimildum gagnvart hverjum sem er í dag og misfari með þær eins og dæmin sanna. Það valdi tortryggni lögmanna gagnvart auknum heimildum. Borgaraleg réttindi og öryggi fólks hljóti alltaf að vera í fyrirrúmi. Spurðir hvort forvirkar rannsóknarheimildir sem tæki til að handsama höfuðpaura í brotamálum breyti engu um afstöðu þeirra segir Sveinn Andri að víðtækari notkun heimildar í lögum til að semja við brotamenn um vitnavernd og verulegar niðurfellingar refsingar myndu reynast betur í þeim efnum. Vilhjálmur kveðst óttast að lögregla færi að beita auknum heimildum sem meginreglu og misnota þær með þeim hætti. jss@frettabladid.is
Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira