Fleiri fréttir Búið að finna afturhluta kóresku korvettunnar Búið er að finna á hafsbotni afturhluta af suður-kóresku korvettunni Cheonan sem sökk síðastliðinn föstudag eftir mikla sprengingu. 29.3.2010 10:50 Tólf ákærðir fyrir hnífstungu Tólf unglingar verða í dag ákærðir fyrir aðild sína að morði á Viktoríu lestarstöðinni í London. Sofyen Belamúadden var stunginn margsinnis þegar tvær unglingaklíkur bárust á banaspjót í lestarstöðinni á föstudaginn var á háannatíma. Lögreglan hefur nú kært 12 unglinga á aldrinum 16 - 17 ára fyrir aðild sína að málinu og dómari tekur kæruna fyrir síðar í dag. 29.3.2010 10:23 Ísraelar hafa áhyggjur af ímynd sinni Ný skoðanakönnun sýnir að Ísraelar hafa nokkrar áhyggjur af ímynd þjóðarinnar. 29.3.2010 10:15 Fótspor á tunglinu friðuð Fornleifafræðingar í Kaliforníu hafa friðlýst lendingarstað Apollo 11 geimfarsins sem flutti fyrstu mennina til tungslins árið 1969. 29.3.2010 10:01 Golfstraumurinn er ekki að hægja á sér Golfstraumurinn, hafstraumurinn sem gerir Ísland byggilegt, er ekki að hægja á sér. Þetta eru niðurstöður bandarískra vísindamanna sem nýttu sér gerfitungl til þess að mæla hafstraumana. 29.3.2010 09:59 Íbúafundur í Ólafsvík Verkalýðsfélag Snæfelllinga og Snæfellsbær boða í sameiningu til almenns íbúafundar í Klifi í Ólafsvík í kvöld til að ræða þá alvarlegu stöðu, sem upp er komin í atvinnumálum í sveitarfélaginu. 29.3.2010 09:01 Enn leitað að Suður-kóreskum sjóliðum Fjögur bandarísk herskip aðstoða nú Suður-Kóreska flotann við að finna tugi sjóliða sem enn er saknað eftir að Suður-Kóreskt herskip sprakk og sökk á föstudaginn var. 29.3.2010 09:00 Fjallað um hreinlæti og sótthreinsum í HÍ Elizabeth Scott, dósent við Simmons College í Boston, Massachusetts, flytur í dag fyrirlestur um stefnur og strauma á sviði hreinlætis og sótthreinsunar á heimilum í Háskóla Íslands klukkan tólf. 29.3.2010 08:58 Engir Íslendingar um borð í lestunum Engir Íslendingar voru á ferð í neðanjarðarlestarstöðvunum í Moskvu þar sem tvær konur sprengdu sig í loft upp í morgun. Þetta segir Bjarni Sigtryggsson sendiráðsritari í Moskvu í samtali við fréttastofu. 29.3.2010 08:26 Sinueldur í Mosfellsbæ Kveikt var í sinu í grennd við Skálatúnsheimilið í Mosfellsbæ uppúr klukkan eitt í nótt. Slökkviliðið var hvatt á vettvang og lauk slökkvistarfi á tæpri klukkustund. Engin mannvirki voru í hættu þar sem eldurinn logaði á milli akvegs og göngustígs. 29.3.2010 08:07 NATO þyrla hrapaði í Afganistan Fjórtán eru slasaðir eftir að herþyrla á vegum NATO hrapaði í Suður-Afganistan í nótt. Enginn lést þegar þyrlan hrapaði en allir um borð voru fluttir slasaðir á sjúkrahús. 29.3.2010 07:54 Bílvelta á Akureyri Ökumaður slapp ómeiddur þegar jepplingur rann til og valt á hliðina í Gilinu á Akureyri í gærkvöldi. Ökumaður missti stjórn á bílnum í snjó og hálku, en skafrenningur og vetrarfæri er nú á Akureyri og þar í grennd. 29.3.2010 07:52 Ferðamenn aðstoðaðir á Fimmvörðuhálsi í nótt Björgunarsveitarmen aðstoðuðu síðustu ferðamennina á Fimmvörðuhálsi niður til byggða á þriðja tímanum í nótt, en þá var orðið mjög hvasst og kalt á svæðinu. 29.3.2010 07:01 Tugir látnir í sjálfsmorðsprengingum í Moskvu Að minnsta kosti 37 eru látnir eftir að tvær konur sprengdu sig í loft upp í neðanjarðarlestarkerfi Moskvu með skömmu millibili í morgun. Fyrri sprengjan sprakk á Lubyanka lestarstöðinni sem er nærri höfuðstöðvum rússnesku leyniþjónustunnar. 29.3.2010 06:59 Árstöf vegna Icesave kostar 50 milljarða Tafir á framkvæmdum vegna stóriðju valda því að landsframleiðsla mun dragast saman í ár miðað við í fyrra. Þetta kemur fram í útreikningum hagfræðinga Alþýðusambands Íslands fyrir Fréttablaðið. Frekari tafir munu orsaka minni landsframleiðslu sem hleypur á milljarðatugum. 29.3.2010 06:00 Rússar fækka tímabeltum Rússland, AP Rússar hafa fækkað tímabeltum landsins úr 11 niður í níu. Dmitrí Medvedev forseti gaf út tilskipun um þetta og tóku breytingarnar gildi í gærmorgun, þegar flestir Rússar flýttu klukkunni yfir í sumartíma. 29.3.2010 05:30 Stjórnlagaþing kosið í október? Formaður allsherjarnefndar Alþingis stefnir að því að ljúka afgreiðslu frumvarps um stjórnlagaþing upp úr páskum. Lög verði sett fyrir sumarhlé Alþingis og kosið til stjórnlagaþings í október á þessu ári. 29.3.2010 05:00 Reynir á styrk Berlusconis Ítalía, AP Ítalir bíða spenntir eftir fyrstu úrslitum sveitarstjórnarkosninga, sem birt verða í kvöld. Þá kemur í ljós hvort vinsældir Silvio Berlusconis hafa dalað í kjölfar hneykslismála og versnandi efnahagsástands. 29.3.2010 04:30 Ofbeldisverkum fjölgar í kjölfar kosninga Írak, AP Töluvert ofbeldi hefur verið í Írak um helgina eftir birtingu kosningaúrslita á föstudagskvöld þar sem veraldlega sinnaðir súnnímúslimar unnu óvæntan sigur. 29.3.2010 04:30 Stappar stáli í sína hermenn Afganistan, AP Barack Obama Bandaríkjaforseti heimsótti Hamid Karzai Afganistansforseta í Kabúl í gær. Að því búnu hélt hann til Bagramflugvallar þar sem hann ávarpaði 2.500 bandaríska hermenn. 29.3.2010 04:15 Enginn árangur í sjónvarpinu Taíland, AP Abhisit Vejjajiva, forsætisráðherra Taílands, átti í gær fund í beinni sjónvarpsútsendingu með leiðtogum mótmælendahreyfingar sem krefjast þess að ríkisstjórn hans víki. 29.3.2010 03:30 Meira sent af gögnum en tali í fyrsta sinn Magn gagnasendinga fór í fyrsta sinn fram úr umferð talaðs máls í þráðlausum fjarskiptum í desember síðastliðnum. Farsímafyrirtækið Ericsson greindi frá þessu á CTIA Wireless 2010 ráðstefnunni í Las Vegas í Bandaríkjunum í liðinni viku. Niðurstaðan er fengin úr mælingum Ericsson á gagnaumferð um heim allan. 29.3.2010 03:30 Raunsætt að fækka stofnunum ríkisins um 30-40% Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra vill fækka ráðuneytum úr tólf í níu á þessu ári og telur raunsætt að fækka megi ríkisstofnunum um 30-40 prósent á næstu tveimur til þremur árum. 29.3.2010 03:00 Allir þingflokkar styðja viðræðurnar Þýska þingið fjallar um aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu á þingfundi fimmtudaginn 22. apríl. Daginn áður, þann 21. apríl, er reiknað með að Evrópunefnd þingsins taki málið til lokaafgreiðslu. 29.3.2010 02:30 Eigendaskipti á DV og dv.is Listaverkasali og núverandi ritstjóri stærstu nýju hluthafarnir. 29.3.2010 00:01 Mikið um gostúrista í dag Björgunarsveitarmenn hafa þurft að beita valdi til að koma í veg fyrir að ferðamenn á eldgosasvæðinu við Fimmvörðuháls fari sér að voða. Fólk þrjóskast við að verða við tilmælum björgunarsveitarmanna. 28.3.2010 19:12 Ritstjóri DV sáttur við eigendaskiptin „Ég er mjög ánægður. Ég held að þetta sé mjög farsælt fyrir DV,“ segir Reynir Traustason, annar ritstjóri DV, en hann hefur keypt blaðið ásamt Lilju Skaftadóttur, listverkasala. Að sögn Reynis eru um 20 einstaklingar sem koma að eignarhaldi DV, þar á meðal eru kráareigandi og prestur. 28.3.2010 17:51 Ofkældist klæddur í leðurjakka og gallabuxur Björgunarsveitin á Hellu bjargaði ungum karlmanni sem hafði gengið upp að Baldvinsskála klæddur í strigaskó, leðurjakka og gallabuxur, en hann reyndist vera með merki um ofkólnun. Formaður Flugbjörgunarsveitar Hellu, Svanur S. Lárusson, sagðist ekki búast við því að maðurinn yrði sendur á spítala með sjúkrabíl. 28.3.2010 16:48 Rændu spilavíti í Basel Um tíu grímuklæddir menn stormuðu inn í stappfullt spilavíti skammt frá landamæraborginni Basel í Sviss í nótt og náðu að komast undan með hundruð þúsunda franka. 28.3.2010 16:03 Landnámshænsnabóndinn: „Ég held ótrauður áfram“ „Mér líður bara ömurlega,“ sagði Júlíus Már Baldursson, þegar Vísir hafði samband við hann en útihúsið hans brann í nótt ásamt um 200 landnámshænum og tæplega þúsund eggjum sem áttu að klekjast út eftir þrjá daga. 28.3.2010 15:09 Villtust á Mýrdalsjökli Lögreglan á Hvolsvelli fékk tilkynningu um hálf tólf í morgun að vélsleðamenn hefðu villst upp á Mýrdalsjökli en þar er nokkur umferð vegna eldgosins. Fólkið bjargaðist þó fljótlega en það rataði aftur til baka. 28.3.2010 14:09 Erill í miðbænum Nóttin var frekar erilsöm hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og mikið um svokölluð minniháttar brot. Undir morgun var nokkuð um útköll en þau mál leystust yfirleitt farsællega á vettvangi. Fáir gistu þó fangageymslur og ekkert stórvægilegt kom upp að sögn lögreglu. 28.3.2010 09:27 Gosið í beinni hjá Mílu Míla fór á dögunum og setti upp vefmyndavélar á Þórólfsfelli og á Fimmvörðuhálsi þannig hægt er að skoða gosið úr stofunni heima. Vefmyndavélarnar má finna hér. 27.3.2010 19:00 Ætlar að breyta myntkörfulánum í krónulán Árni Páll Árnason, félagsmálaráðherra, telur líklegt að hægt verði að ganga frá samkomulagi við eignaleigufyrirtækin í næstu viku um afskriftir bílalána. Til stendur að breyta erlendum bílalánum í verðtryggð krónulán. 27.3.2010 19:00 Hraunið rennur í átt að Krossá Eldgosið heldur áfram af sama krafti og hraunið rennur niður Hrunagil og Hvannárgil í átt að Krossá. Fisflugvél nauðlenti á Fimmvörðuhálsi í dag. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni hafa fáir skjálftar verið á svæðinu í dag og eldgosið verið nokkuð stöðugt. 27.3.2010 18:45 Fisflugvél hrapaði nærri eldgosinu Fisflugvél nauðlenti á Fimmvörðuhálsinum upp úr klukkan fjögur í dag. Vélin var á flugi yfir svæðinu þegar flugmaðurinn virðist hafa þurft að lenda á hálsinum nærri eldgosinu. 27.3.2010 16:54 Björgunarsveitamenn hræðast Mýrdalsjökul „Það sem við hræðumst er Mýrdalsjökull,“ segir Kristinn Ólafsson, björgunarsveitamaður og framkvæmdarstjóri Landsbjargar spurður hvernig gangi með ferðamenn á Fimmvörðuhálsinum. Hann segist minnstar áhyggjur hafa af göngufólki sem gengur upp að gosstöðvunum. Það er þó ísskalt, kuldinn getur farið niður í 20 gráður í mínus með vindkælingu. Að sögn Kristins er þó einfalt að komast áleiðis upp að gosstöðvunum þar sem ferðamenn feta slóð. Því er auðvelt að finna þá ef eitthvað kemur fyrir. 27.3.2010 16:03 Meiðyrðamál vegna forstjóra SS fellt niður Ríkissaksóknari hefur fellt niður ákærur á hendur Oddi Eysteini Friðrikssyni, sem var ákærður fyrir meiðyrði í garð Steinþórs Skúlasonar, forstjóra Sláturfélags Suðurlands. 27.3.2010 14:37 400 fóru fótgangandi að gosinu í morgun Lögreglan á Hvolsvelli telur að um 400 manns hafi lagt af stað upp Fimmvörðuhálsinn fótgangandi í morgun. Um er að ræða marga hópa ásamt leiðsögumönnum. 27.3.2010 14:03 42 milljónir söfnuðust í Mottu-mars Átakinu Mottu-mars lauk formlega í gærkvöldi eftir beina útsendingu á Stöð 2 þar sem peningum var safnað. 27.3.2010 10:12 Þarf að greiða fyrir réttarhöld yfir morðingja barna sinna Belginn Bouchaib Moqadem fékk heldur sérkennilegan víxil heim til sín á dögunum. Belgíska ríkið ætlar að rukka hann um tæplega 73 þúsund evrur, eða 12 milljónir króna, sem er kostnaður ríkisins fyrir að sækja fyrrverandi eiginkonu hans til saka eftir að hún myrti öll börnin þeirra, fimm talsins, á meðan Moqadem var staddur erlendis. 27.3.2010 22:00 Líflátshótanir hræða túlka úr réttarhöldum Dæmi eru um að sakborningar í alvarlegum brotamálum hafi hótað túlkum í dómsal og hrætt þá svo að þeir hafa hætt í miðjum réttarhöldum. Ákæruvaldið hefur þá þurft að bregða skjótt við og útvega nýja túlka. 27.3.2010 08:00 Ók niður lækni á reiðhjóli Tæplega þrítugur karlmaður hefur verið dæmdur í tíu mánaða fangelsi og til greiðslu 333 þúsunda króna í skaðabætur fyrir að aka niður mann á reiðhjóli. 27.3.2010 07:45 Forherðing í réttarsalnum Einkenni skipulagðrar glæpastarfsemi koma glöggt fram í íslenskum dómsölum. Dæmi um þetta er ósannsögli sakborninga, sem talin er stafa af hreinum ótta. Þetta er nýr veruleiki sem rannsóknarlögreglumenn og ákæruvaldið þurfa að horfast í augu við. Í sumum stærri málum er vafasamt að hægt hefði verið að sakfella brotamenn ef ekki hefði komið til tæknivinna lögreglu, sem sannaði svo ekki varð um villst að sakborningarnir voru að segja ósatt. 27.3.2010 07:30 Kjósendurnir sýna óánægjuna í verki Það kemur ef til vill ekki sérstaklega á óvart að Besti flokkurinn, grínframboð Jóns Gnarr, njóti nokkurs stuðnings eftir það sem á undan hefur gengið í íslenskum stjórnmálum. 27.3.2010 06:30 Sjá næstu 50 fréttir
Búið að finna afturhluta kóresku korvettunnar Búið er að finna á hafsbotni afturhluta af suður-kóresku korvettunni Cheonan sem sökk síðastliðinn föstudag eftir mikla sprengingu. 29.3.2010 10:50
Tólf ákærðir fyrir hnífstungu Tólf unglingar verða í dag ákærðir fyrir aðild sína að morði á Viktoríu lestarstöðinni í London. Sofyen Belamúadden var stunginn margsinnis þegar tvær unglingaklíkur bárust á banaspjót í lestarstöðinni á föstudaginn var á háannatíma. Lögreglan hefur nú kært 12 unglinga á aldrinum 16 - 17 ára fyrir aðild sína að málinu og dómari tekur kæruna fyrir síðar í dag. 29.3.2010 10:23
Ísraelar hafa áhyggjur af ímynd sinni Ný skoðanakönnun sýnir að Ísraelar hafa nokkrar áhyggjur af ímynd þjóðarinnar. 29.3.2010 10:15
Fótspor á tunglinu friðuð Fornleifafræðingar í Kaliforníu hafa friðlýst lendingarstað Apollo 11 geimfarsins sem flutti fyrstu mennina til tungslins árið 1969. 29.3.2010 10:01
Golfstraumurinn er ekki að hægja á sér Golfstraumurinn, hafstraumurinn sem gerir Ísland byggilegt, er ekki að hægja á sér. Þetta eru niðurstöður bandarískra vísindamanna sem nýttu sér gerfitungl til þess að mæla hafstraumana. 29.3.2010 09:59
Íbúafundur í Ólafsvík Verkalýðsfélag Snæfelllinga og Snæfellsbær boða í sameiningu til almenns íbúafundar í Klifi í Ólafsvík í kvöld til að ræða þá alvarlegu stöðu, sem upp er komin í atvinnumálum í sveitarfélaginu. 29.3.2010 09:01
Enn leitað að Suður-kóreskum sjóliðum Fjögur bandarísk herskip aðstoða nú Suður-Kóreska flotann við að finna tugi sjóliða sem enn er saknað eftir að Suður-Kóreskt herskip sprakk og sökk á föstudaginn var. 29.3.2010 09:00
Fjallað um hreinlæti og sótthreinsum í HÍ Elizabeth Scott, dósent við Simmons College í Boston, Massachusetts, flytur í dag fyrirlestur um stefnur og strauma á sviði hreinlætis og sótthreinsunar á heimilum í Háskóla Íslands klukkan tólf. 29.3.2010 08:58
Engir Íslendingar um borð í lestunum Engir Íslendingar voru á ferð í neðanjarðarlestarstöðvunum í Moskvu þar sem tvær konur sprengdu sig í loft upp í morgun. Þetta segir Bjarni Sigtryggsson sendiráðsritari í Moskvu í samtali við fréttastofu. 29.3.2010 08:26
Sinueldur í Mosfellsbæ Kveikt var í sinu í grennd við Skálatúnsheimilið í Mosfellsbæ uppúr klukkan eitt í nótt. Slökkviliðið var hvatt á vettvang og lauk slökkvistarfi á tæpri klukkustund. Engin mannvirki voru í hættu þar sem eldurinn logaði á milli akvegs og göngustígs. 29.3.2010 08:07
NATO þyrla hrapaði í Afganistan Fjórtán eru slasaðir eftir að herþyrla á vegum NATO hrapaði í Suður-Afganistan í nótt. Enginn lést þegar þyrlan hrapaði en allir um borð voru fluttir slasaðir á sjúkrahús. 29.3.2010 07:54
Bílvelta á Akureyri Ökumaður slapp ómeiddur þegar jepplingur rann til og valt á hliðina í Gilinu á Akureyri í gærkvöldi. Ökumaður missti stjórn á bílnum í snjó og hálku, en skafrenningur og vetrarfæri er nú á Akureyri og þar í grennd. 29.3.2010 07:52
Ferðamenn aðstoðaðir á Fimmvörðuhálsi í nótt Björgunarsveitarmen aðstoðuðu síðustu ferðamennina á Fimmvörðuhálsi niður til byggða á þriðja tímanum í nótt, en þá var orðið mjög hvasst og kalt á svæðinu. 29.3.2010 07:01
Tugir látnir í sjálfsmorðsprengingum í Moskvu Að minnsta kosti 37 eru látnir eftir að tvær konur sprengdu sig í loft upp í neðanjarðarlestarkerfi Moskvu með skömmu millibili í morgun. Fyrri sprengjan sprakk á Lubyanka lestarstöðinni sem er nærri höfuðstöðvum rússnesku leyniþjónustunnar. 29.3.2010 06:59
Árstöf vegna Icesave kostar 50 milljarða Tafir á framkvæmdum vegna stóriðju valda því að landsframleiðsla mun dragast saman í ár miðað við í fyrra. Þetta kemur fram í útreikningum hagfræðinga Alþýðusambands Íslands fyrir Fréttablaðið. Frekari tafir munu orsaka minni landsframleiðslu sem hleypur á milljarðatugum. 29.3.2010 06:00
Rússar fækka tímabeltum Rússland, AP Rússar hafa fækkað tímabeltum landsins úr 11 niður í níu. Dmitrí Medvedev forseti gaf út tilskipun um þetta og tóku breytingarnar gildi í gærmorgun, þegar flestir Rússar flýttu klukkunni yfir í sumartíma. 29.3.2010 05:30
Stjórnlagaþing kosið í október? Formaður allsherjarnefndar Alþingis stefnir að því að ljúka afgreiðslu frumvarps um stjórnlagaþing upp úr páskum. Lög verði sett fyrir sumarhlé Alþingis og kosið til stjórnlagaþings í október á þessu ári. 29.3.2010 05:00
Reynir á styrk Berlusconis Ítalía, AP Ítalir bíða spenntir eftir fyrstu úrslitum sveitarstjórnarkosninga, sem birt verða í kvöld. Þá kemur í ljós hvort vinsældir Silvio Berlusconis hafa dalað í kjölfar hneykslismála og versnandi efnahagsástands. 29.3.2010 04:30
Ofbeldisverkum fjölgar í kjölfar kosninga Írak, AP Töluvert ofbeldi hefur verið í Írak um helgina eftir birtingu kosningaúrslita á föstudagskvöld þar sem veraldlega sinnaðir súnnímúslimar unnu óvæntan sigur. 29.3.2010 04:30
Stappar stáli í sína hermenn Afganistan, AP Barack Obama Bandaríkjaforseti heimsótti Hamid Karzai Afganistansforseta í Kabúl í gær. Að því búnu hélt hann til Bagramflugvallar þar sem hann ávarpaði 2.500 bandaríska hermenn. 29.3.2010 04:15
Enginn árangur í sjónvarpinu Taíland, AP Abhisit Vejjajiva, forsætisráðherra Taílands, átti í gær fund í beinni sjónvarpsútsendingu með leiðtogum mótmælendahreyfingar sem krefjast þess að ríkisstjórn hans víki. 29.3.2010 03:30
Meira sent af gögnum en tali í fyrsta sinn Magn gagnasendinga fór í fyrsta sinn fram úr umferð talaðs máls í þráðlausum fjarskiptum í desember síðastliðnum. Farsímafyrirtækið Ericsson greindi frá þessu á CTIA Wireless 2010 ráðstefnunni í Las Vegas í Bandaríkjunum í liðinni viku. Niðurstaðan er fengin úr mælingum Ericsson á gagnaumferð um heim allan. 29.3.2010 03:30
Raunsætt að fækka stofnunum ríkisins um 30-40% Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra vill fækka ráðuneytum úr tólf í níu á þessu ári og telur raunsætt að fækka megi ríkisstofnunum um 30-40 prósent á næstu tveimur til þremur árum. 29.3.2010 03:00
Allir þingflokkar styðja viðræðurnar Þýska þingið fjallar um aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu á þingfundi fimmtudaginn 22. apríl. Daginn áður, þann 21. apríl, er reiknað með að Evrópunefnd þingsins taki málið til lokaafgreiðslu. 29.3.2010 02:30
Eigendaskipti á DV og dv.is Listaverkasali og núverandi ritstjóri stærstu nýju hluthafarnir. 29.3.2010 00:01
Mikið um gostúrista í dag Björgunarsveitarmenn hafa þurft að beita valdi til að koma í veg fyrir að ferðamenn á eldgosasvæðinu við Fimmvörðuháls fari sér að voða. Fólk þrjóskast við að verða við tilmælum björgunarsveitarmanna. 28.3.2010 19:12
Ritstjóri DV sáttur við eigendaskiptin „Ég er mjög ánægður. Ég held að þetta sé mjög farsælt fyrir DV,“ segir Reynir Traustason, annar ritstjóri DV, en hann hefur keypt blaðið ásamt Lilju Skaftadóttur, listverkasala. Að sögn Reynis eru um 20 einstaklingar sem koma að eignarhaldi DV, þar á meðal eru kráareigandi og prestur. 28.3.2010 17:51
Ofkældist klæddur í leðurjakka og gallabuxur Björgunarsveitin á Hellu bjargaði ungum karlmanni sem hafði gengið upp að Baldvinsskála klæddur í strigaskó, leðurjakka og gallabuxur, en hann reyndist vera með merki um ofkólnun. Formaður Flugbjörgunarsveitar Hellu, Svanur S. Lárusson, sagðist ekki búast við því að maðurinn yrði sendur á spítala með sjúkrabíl. 28.3.2010 16:48
Rændu spilavíti í Basel Um tíu grímuklæddir menn stormuðu inn í stappfullt spilavíti skammt frá landamæraborginni Basel í Sviss í nótt og náðu að komast undan með hundruð þúsunda franka. 28.3.2010 16:03
Landnámshænsnabóndinn: „Ég held ótrauður áfram“ „Mér líður bara ömurlega,“ sagði Júlíus Már Baldursson, þegar Vísir hafði samband við hann en útihúsið hans brann í nótt ásamt um 200 landnámshænum og tæplega þúsund eggjum sem áttu að klekjast út eftir þrjá daga. 28.3.2010 15:09
Villtust á Mýrdalsjökli Lögreglan á Hvolsvelli fékk tilkynningu um hálf tólf í morgun að vélsleðamenn hefðu villst upp á Mýrdalsjökli en þar er nokkur umferð vegna eldgosins. Fólkið bjargaðist þó fljótlega en það rataði aftur til baka. 28.3.2010 14:09
Erill í miðbænum Nóttin var frekar erilsöm hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og mikið um svokölluð minniháttar brot. Undir morgun var nokkuð um útköll en þau mál leystust yfirleitt farsællega á vettvangi. Fáir gistu þó fangageymslur og ekkert stórvægilegt kom upp að sögn lögreglu. 28.3.2010 09:27
Gosið í beinni hjá Mílu Míla fór á dögunum og setti upp vefmyndavélar á Þórólfsfelli og á Fimmvörðuhálsi þannig hægt er að skoða gosið úr stofunni heima. Vefmyndavélarnar má finna hér. 27.3.2010 19:00
Ætlar að breyta myntkörfulánum í krónulán Árni Páll Árnason, félagsmálaráðherra, telur líklegt að hægt verði að ganga frá samkomulagi við eignaleigufyrirtækin í næstu viku um afskriftir bílalána. Til stendur að breyta erlendum bílalánum í verðtryggð krónulán. 27.3.2010 19:00
Hraunið rennur í átt að Krossá Eldgosið heldur áfram af sama krafti og hraunið rennur niður Hrunagil og Hvannárgil í átt að Krossá. Fisflugvél nauðlenti á Fimmvörðuhálsi í dag. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni hafa fáir skjálftar verið á svæðinu í dag og eldgosið verið nokkuð stöðugt. 27.3.2010 18:45
Fisflugvél hrapaði nærri eldgosinu Fisflugvél nauðlenti á Fimmvörðuhálsinum upp úr klukkan fjögur í dag. Vélin var á flugi yfir svæðinu þegar flugmaðurinn virðist hafa þurft að lenda á hálsinum nærri eldgosinu. 27.3.2010 16:54
Björgunarsveitamenn hræðast Mýrdalsjökul „Það sem við hræðumst er Mýrdalsjökull,“ segir Kristinn Ólafsson, björgunarsveitamaður og framkvæmdarstjóri Landsbjargar spurður hvernig gangi með ferðamenn á Fimmvörðuhálsinum. Hann segist minnstar áhyggjur hafa af göngufólki sem gengur upp að gosstöðvunum. Það er þó ísskalt, kuldinn getur farið niður í 20 gráður í mínus með vindkælingu. Að sögn Kristins er þó einfalt að komast áleiðis upp að gosstöðvunum þar sem ferðamenn feta slóð. Því er auðvelt að finna þá ef eitthvað kemur fyrir. 27.3.2010 16:03
Meiðyrðamál vegna forstjóra SS fellt niður Ríkissaksóknari hefur fellt niður ákærur á hendur Oddi Eysteini Friðrikssyni, sem var ákærður fyrir meiðyrði í garð Steinþórs Skúlasonar, forstjóra Sláturfélags Suðurlands. 27.3.2010 14:37
400 fóru fótgangandi að gosinu í morgun Lögreglan á Hvolsvelli telur að um 400 manns hafi lagt af stað upp Fimmvörðuhálsinn fótgangandi í morgun. Um er að ræða marga hópa ásamt leiðsögumönnum. 27.3.2010 14:03
42 milljónir söfnuðust í Mottu-mars Átakinu Mottu-mars lauk formlega í gærkvöldi eftir beina útsendingu á Stöð 2 þar sem peningum var safnað. 27.3.2010 10:12
Þarf að greiða fyrir réttarhöld yfir morðingja barna sinna Belginn Bouchaib Moqadem fékk heldur sérkennilegan víxil heim til sín á dögunum. Belgíska ríkið ætlar að rukka hann um tæplega 73 þúsund evrur, eða 12 milljónir króna, sem er kostnaður ríkisins fyrir að sækja fyrrverandi eiginkonu hans til saka eftir að hún myrti öll börnin þeirra, fimm talsins, á meðan Moqadem var staddur erlendis. 27.3.2010 22:00
Líflátshótanir hræða túlka úr réttarhöldum Dæmi eru um að sakborningar í alvarlegum brotamálum hafi hótað túlkum í dómsal og hrætt þá svo að þeir hafa hætt í miðjum réttarhöldum. Ákæruvaldið hefur þá þurft að bregða skjótt við og útvega nýja túlka. 27.3.2010 08:00
Ók niður lækni á reiðhjóli Tæplega þrítugur karlmaður hefur verið dæmdur í tíu mánaða fangelsi og til greiðslu 333 þúsunda króna í skaðabætur fyrir að aka niður mann á reiðhjóli. 27.3.2010 07:45
Forherðing í réttarsalnum Einkenni skipulagðrar glæpastarfsemi koma glöggt fram í íslenskum dómsölum. Dæmi um þetta er ósannsögli sakborninga, sem talin er stafa af hreinum ótta. Þetta er nýr veruleiki sem rannsóknarlögreglumenn og ákæruvaldið þurfa að horfast í augu við. Í sumum stærri málum er vafasamt að hægt hefði verið að sakfella brotamenn ef ekki hefði komið til tæknivinna lögreglu, sem sannaði svo ekki varð um villst að sakborningarnir voru að segja ósatt. 27.3.2010 07:30
Kjósendurnir sýna óánægjuna í verki Það kemur ef til vill ekki sérstaklega á óvart að Besti flokkurinn, grínframboð Jóns Gnarr, njóti nokkurs stuðnings eftir það sem á undan hefur gengið í íslenskum stjórnmálum. 27.3.2010 06:30