Forherðing í réttarsalnum 27. mars 2010 07:30 Kolbrún Sævarsdótttir, saksóknari í mansalsmálinu. Einkenni skipulagðrar glæpastarfsemi koma glöggt fram í íslenskum dómsölum. Dæmi um þetta er ósannsögli sakborninga, sem talin er stafa af hreinum ótta. Þetta er nýr veruleiki sem rannsóknarlögreglumenn og ákæruvaldið þurfa að horfast í augu við. Í sumum stærri málum er vafasamt að hægt hefði verið að sakfella brotamenn ef ekki hefði komið til tæknivinna lögreglu, sem sannaði svo ekki varð um villst að sakborningarnir voru að segja ósatt. Valtýr Sigurðsson ríkissaksóknari, Kolbrún Sævarsdóttir saksóknari og Sigríður Elsa Kjartansdóttir saksóknari, sem öll hafa sótt brotamenn til saka í stórum sakamálum, settust niður með blaðamanni Fréttablaðsins til að ræða um nýjan veruleika sem blasir við í dómsölum. „Í stærri fíkniefnamálum er nánast orðin regla að sakborningar neita staðreyndum sem blasa við," segir Valtýr. „Ákvæði laga um að ákæruvaldið geti lagt til þriðjungs mildun refsingar upplýsi sakamaður um aðild annarra að broti eða refsilækkun vegna játningar virka ekki í þessum málum, því sakborningar virðast hafa þann möguleika að engu." Tilbúnar sögur og skýringarSigríður Elsa Kjartansdóttir Saksóknari í „skútumálinu“.„Þessar tilbúnu sögur og skýringar fella þá oft, því þær eru oft mjög ótrúverðugar," segir Sigríður Elsa. Hún nefnir sem dæmi amfetamínverksmiðjumálið, þar sem sakborningar þóttust í upphafi vera að búa til eldvarnarefni. Rannsókn leiddi hins vegar í ljós að það sem fram fór í verksmiðjunni átti ekkert skylt við slíka framleiðslu.Kolbrún nefnir dæmi úr mansalsmálinu. Þar náðist mynd af einum sakborninganna ásamt stúlku frá Litháen í eftirlitsmyndavél á hóteli í Reykjavík. Stúlkan skýrði frá því að þau hefðu komið saman á hótelið. Sakborningur sagðist ekki þekkja stúlkuna og bar að maðurinn á myndinni hlyti að vera af einhverjum sem líktist honum.Þá sagðist einn sakborninga hafa kynnst fórnarlambinu á samskiptasíðu á Netinu undir tilteknu nafni. Í ljós kom við rannsókn að það nafn tengdist ekki stúlkunni fyrr en með fölsku skilríki sem stolið var handa henni nokkrum mánuðum síðar.„Þessi saga stóðst því greinilega ekki en hann hélt sig við hana. Ég tel líklegt að sakborningar sem hegða sér svona óttist einhverja og láti sig hafa það að standa fast á sínu hversu fjarstæðukennt sem það kann að vera," segir Kolbrún. Dýrmæt tæknivinna lögreglu „Kannski óttast menn að fylgst sé með þessu einhvers staðar annars staðar frá og þá af skipulögðum glæpahópum,“ segir Valtýr.Valtýr Sigurðsson Ríkissaksóknari.Kolbrún telur að ef til vill sé þarna einnig um að ræða ákveðinn „kúltúr" brotamanna í skipulagðri glæpastarfsemi. Svo virðist sem þeir beri enga virðingu fyrir lögreglu eða öðrum yfirvöldum og treysti engum. Þannig hafi sakborningar í mansalsmálinu ítrekað skipt um verjendur.Talið berst að tæknivinnu lögreglu í rannsóknum stórra sakamála. Kolbrún, Valtýr og Sigríður Elsa eru á einu máli um að í sumum málum hefði tæplega eða ekki verið unnt að sakfella sakborninga hefði þeirrar vinnu ekki notið við. „Við verðum að reiða okkur æ meira á þessa greiningar- og tæknivinnu lögreglu við rannsókn mála," segir Valtýr.„Þetta á við um staðsetningar farsíma, DNA-próf, símhlustanir og fleira. Þetta eru svokölluð óbein sönnunargögn og virðist sem mikilvægi þeirra í rekstri sakamála sé sífellt að aukast. Minna sé hægt að reiða sig á framburð vitna og sakborninga." Hætta á réttarspjöllumskútumálið Í Sirtaki-málinu kvaðst einn sakborninga ekki hafa hringt úr skútunni, enda enginn sími verið um borð í henni. Á minniskorti myndavélar sem fannst í skútunni mátti sjá myndir sem teknar höfðu verið um borð, meðal annars af gervihnattasíma.Sú mikla rannsóknarvinna sem þarf að liggja að baki saksókn í stórum brotamálum getur gert að verkum að sækjandi hefur skamman tíma til að undirbúa málssókn. „Það getur verið misdjúpt á gögnum," segir Sigríður Elsa og nefnir „skútumálið" til sögunnar. Þar þurfti að fá gögn um tengingar úr gervihnattasímum frá fyrirtæki í Bandaríkjunum sem bárust ekki fyrr en nóttina fyrir aðalmeðferð málsins.Kolbrún bendir á að í nýjum lögum um meðferð sakamála sem tóku gildi í fyrra hafi verið sett takmörk um að ekki megi halda fólki lengur en þrjá mánuði í gæsluvarðhaldi áður en ákæra er gefin út. Þetta setji aukna pressu á ákæruvaldið í umfangsmeiri málum eins og mansalsmálinu þar sem þurft hefði að gefa út ákæru innan tímarammans, kalla eftir gögnum frá útlöndum, útvega túlka, boða vitni og halda utan um alla tæknivinnu, auk lögfræðilegra atriða. Vegna naums tíma og umfangs málsins hefði ákæruvaldið þurft að leggja fram gögn eftir útgáfu ákæru.Valtýr undirstrikar að ábyrgð ákærandans sé mikil. Hann sé yfirleitt einn í umfangsmiklum málum, jafnvel þar sem grunur leiki á að um skipulagða starfsemi sé að ræða og margir sakborningar eigi í hlut. Verjendur í slíkum málum séu hins vegar margir. „Þetta er að mínu mati ekki viðunandi og eykur hættuna á réttarspjöllum," segir Valtýr. „Því ber að stefna að því að í slíkum málum séu tveir saksóknarar, eða saksóknari og saksóknarfulltrúi." Skortur á háttvísiSú spurning vaknar hvort í viðmóti sakborninga gagnvart ákæruvaldinu sé farið að gæta meiri hörku, vanvirðingar og jafnvel fyrirlitningar? „Nei, það ber ekki á því," segir Kolbrún. „Hins vegar hefur komið upp að einstaka verjendur hefur skort háttvísi. Þeir hafa til dæmis misfarið með réttarfarsreglur og tafið mál með kröfum um úrskurði og með kærum sem ekki verður séð að þjóni hagsmunum skjólstæðinga þeirra. Nefna má síendurteknar kærur gæsluvarðhaldsúrskurða héraðsdóms yfir fimm mönnum í mansalsmálinu til Hæstaréttar. Fyrir lágu dómar Hæstaréttar þar sem fallist hafði verið á kröfu lögreglu og ákæruvalds um gæsluvarðhald á þeim forsendum að vitnum stafaði hætta af mönnum og að hætta væri á að þeir myndu flýja land. Því voru engar líkur á að rétturinn kæmist að annarri niðurstöðu, sérstaklega ekki eftir útgáfu ákæru og sakfellingu héraðsdóms.Þetta veldur auknu álagi á Hæstarétt og ákæruvaldið. Auðvitað á sakborningur alltaf þann rétt að bera úrskurð um frelsissviptingu undir æðri dómstól en það er samt vandséð hvaða hagsmunum það þjónar að kæra úrskurði, sem byggjast á sömu forsendum, ítrekað. Þá er óhjákvæmilegt að nefna að í mansalsmálinu bendir ýmislegt til þess að einhver verjendanna hafi lekið upplýsingum úr lokuðu þinghaldi í fjölmiðla sem er vítavert." Langt gengið í yfirheyrslum„Enn fremur má nefna hvernig einstakir verjendur spyrja vitni. Þeir spyrja sama vitni í sífellu sömu spurningarinnar á mismunandi vegu ef þeir fá ekki það svar sem þeir vilja. Mér finnst stundum mjög langt gengið í yfirheyrslu á vitnum. Þeir eru í raun farnir að rökræða við vitnið. Þetta er oft orðið leiðandi."„Það er afar þýðingarmikið að dómari stjórni þinghöldum, ekki síst þegar sakborningar eru margir og réttarhöld umfangsmikil, en láti ekki ekki allt vaða áfram," bætir Valtýr við. „Þetta er atriði sem leggja verður áherslu á í þjálfun dómara." Á bak við litað glerSakborningar í mansalsmálinu mótmæltu öllum kröfum vitna um að víkja úr sal og hlýða á framburð þeirra í gegnum fjarskiptabúnað. Þeir stóðu fastir á sínu og töluðu um mannréttindabrot. Því þurfti dómsúrskurð til að skera úr um þetta atriði og einungis var fallist á að sakborningar myndu víkja úr dómsal er brotaþoli gaf skýrslu.„Þetta vekur upp spurningu um hvort ekki ætti að hafa sakborningana bak við litað gler í svona alvarlegum málum, þannig að vitnin sjái þá ekki," segir Kolbrún. „Aðalatriðið er að þeir geti fylgst með, en hafi ekki áhrif á framburð vitna. Þeir virðast nota þennan rétt, að vera viðstaddir þinghöld, til þess að hræða vitnin." Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fleiri fréttir Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Sjá meira
Einkenni skipulagðrar glæpastarfsemi koma glöggt fram í íslenskum dómsölum. Dæmi um þetta er ósannsögli sakborninga, sem talin er stafa af hreinum ótta. Þetta er nýr veruleiki sem rannsóknarlögreglumenn og ákæruvaldið þurfa að horfast í augu við. Í sumum stærri málum er vafasamt að hægt hefði verið að sakfella brotamenn ef ekki hefði komið til tæknivinna lögreglu, sem sannaði svo ekki varð um villst að sakborningarnir voru að segja ósatt. Valtýr Sigurðsson ríkissaksóknari, Kolbrún Sævarsdóttir saksóknari og Sigríður Elsa Kjartansdóttir saksóknari, sem öll hafa sótt brotamenn til saka í stórum sakamálum, settust niður með blaðamanni Fréttablaðsins til að ræða um nýjan veruleika sem blasir við í dómsölum. „Í stærri fíkniefnamálum er nánast orðin regla að sakborningar neita staðreyndum sem blasa við," segir Valtýr. „Ákvæði laga um að ákæruvaldið geti lagt til þriðjungs mildun refsingar upplýsi sakamaður um aðild annarra að broti eða refsilækkun vegna játningar virka ekki í þessum málum, því sakborningar virðast hafa þann möguleika að engu." Tilbúnar sögur og skýringarSigríður Elsa Kjartansdóttir Saksóknari í „skútumálinu“.„Þessar tilbúnu sögur og skýringar fella þá oft, því þær eru oft mjög ótrúverðugar," segir Sigríður Elsa. Hún nefnir sem dæmi amfetamínverksmiðjumálið, þar sem sakborningar þóttust í upphafi vera að búa til eldvarnarefni. Rannsókn leiddi hins vegar í ljós að það sem fram fór í verksmiðjunni átti ekkert skylt við slíka framleiðslu.Kolbrún nefnir dæmi úr mansalsmálinu. Þar náðist mynd af einum sakborninganna ásamt stúlku frá Litháen í eftirlitsmyndavél á hóteli í Reykjavík. Stúlkan skýrði frá því að þau hefðu komið saman á hótelið. Sakborningur sagðist ekki þekkja stúlkuna og bar að maðurinn á myndinni hlyti að vera af einhverjum sem líktist honum.Þá sagðist einn sakborninga hafa kynnst fórnarlambinu á samskiptasíðu á Netinu undir tilteknu nafni. Í ljós kom við rannsókn að það nafn tengdist ekki stúlkunni fyrr en með fölsku skilríki sem stolið var handa henni nokkrum mánuðum síðar.„Þessi saga stóðst því greinilega ekki en hann hélt sig við hana. Ég tel líklegt að sakborningar sem hegða sér svona óttist einhverja og láti sig hafa það að standa fast á sínu hversu fjarstæðukennt sem það kann að vera," segir Kolbrún. Dýrmæt tæknivinna lögreglu „Kannski óttast menn að fylgst sé með þessu einhvers staðar annars staðar frá og þá af skipulögðum glæpahópum,“ segir Valtýr.Valtýr Sigurðsson Ríkissaksóknari.Kolbrún telur að ef til vill sé þarna einnig um að ræða ákveðinn „kúltúr" brotamanna í skipulagðri glæpastarfsemi. Svo virðist sem þeir beri enga virðingu fyrir lögreglu eða öðrum yfirvöldum og treysti engum. Þannig hafi sakborningar í mansalsmálinu ítrekað skipt um verjendur.Talið berst að tæknivinnu lögreglu í rannsóknum stórra sakamála. Kolbrún, Valtýr og Sigríður Elsa eru á einu máli um að í sumum málum hefði tæplega eða ekki verið unnt að sakfella sakborninga hefði þeirrar vinnu ekki notið við. „Við verðum að reiða okkur æ meira á þessa greiningar- og tæknivinnu lögreglu við rannsókn mála," segir Valtýr.„Þetta á við um staðsetningar farsíma, DNA-próf, símhlustanir og fleira. Þetta eru svokölluð óbein sönnunargögn og virðist sem mikilvægi þeirra í rekstri sakamála sé sífellt að aukast. Minna sé hægt að reiða sig á framburð vitna og sakborninga." Hætta á réttarspjöllumskútumálið Í Sirtaki-málinu kvaðst einn sakborninga ekki hafa hringt úr skútunni, enda enginn sími verið um borð í henni. Á minniskorti myndavélar sem fannst í skútunni mátti sjá myndir sem teknar höfðu verið um borð, meðal annars af gervihnattasíma.Sú mikla rannsóknarvinna sem þarf að liggja að baki saksókn í stórum brotamálum getur gert að verkum að sækjandi hefur skamman tíma til að undirbúa málssókn. „Það getur verið misdjúpt á gögnum," segir Sigríður Elsa og nefnir „skútumálið" til sögunnar. Þar þurfti að fá gögn um tengingar úr gervihnattasímum frá fyrirtæki í Bandaríkjunum sem bárust ekki fyrr en nóttina fyrir aðalmeðferð málsins.Kolbrún bendir á að í nýjum lögum um meðferð sakamála sem tóku gildi í fyrra hafi verið sett takmörk um að ekki megi halda fólki lengur en þrjá mánuði í gæsluvarðhaldi áður en ákæra er gefin út. Þetta setji aukna pressu á ákæruvaldið í umfangsmeiri málum eins og mansalsmálinu þar sem þurft hefði að gefa út ákæru innan tímarammans, kalla eftir gögnum frá útlöndum, útvega túlka, boða vitni og halda utan um alla tæknivinnu, auk lögfræðilegra atriða. Vegna naums tíma og umfangs málsins hefði ákæruvaldið þurft að leggja fram gögn eftir útgáfu ákæru.Valtýr undirstrikar að ábyrgð ákærandans sé mikil. Hann sé yfirleitt einn í umfangsmiklum málum, jafnvel þar sem grunur leiki á að um skipulagða starfsemi sé að ræða og margir sakborningar eigi í hlut. Verjendur í slíkum málum séu hins vegar margir. „Þetta er að mínu mati ekki viðunandi og eykur hættuna á réttarspjöllum," segir Valtýr. „Því ber að stefna að því að í slíkum málum séu tveir saksóknarar, eða saksóknari og saksóknarfulltrúi." Skortur á háttvísiSú spurning vaknar hvort í viðmóti sakborninga gagnvart ákæruvaldinu sé farið að gæta meiri hörku, vanvirðingar og jafnvel fyrirlitningar? „Nei, það ber ekki á því," segir Kolbrún. „Hins vegar hefur komið upp að einstaka verjendur hefur skort háttvísi. Þeir hafa til dæmis misfarið með réttarfarsreglur og tafið mál með kröfum um úrskurði og með kærum sem ekki verður séð að þjóni hagsmunum skjólstæðinga þeirra. Nefna má síendurteknar kærur gæsluvarðhaldsúrskurða héraðsdóms yfir fimm mönnum í mansalsmálinu til Hæstaréttar. Fyrir lágu dómar Hæstaréttar þar sem fallist hafði verið á kröfu lögreglu og ákæruvalds um gæsluvarðhald á þeim forsendum að vitnum stafaði hætta af mönnum og að hætta væri á að þeir myndu flýja land. Því voru engar líkur á að rétturinn kæmist að annarri niðurstöðu, sérstaklega ekki eftir útgáfu ákæru og sakfellingu héraðsdóms.Þetta veldur auknu álagi á Hæstarétt og ákæruvaldið. Auðvitað á sakborningur alltaf þann rétt að bera úrskurð um frelsissviptingu undir æðri dómstól en það er samt vandséð hvaða hagsmunum það þjónar að kæra úrskurði, sem byggjast á sömu forsendum, ítrekað. Þá er óhjákvæmilegt að nefna að í mansalsmálinu bendir ýmislegt til þess að einhver verjendanna hafi lekið upplýsingum úr lokuðu þinghaldi í fjölmiðla sem er vítavert." Langt gengið í yfirheyrslum„Enn fremur má nefna hvernig einstakir verjendur spyrja vitni. Þeir spyrja sama vitni í sífellu sömu spurningarinnar á mismunandi vegu ef þeir fá ekki það svar sem þeir vilja. Mér finnst stundum mjög langt gengið í yfirheyrslu á vitnum. Þeir eru í raun farnir að rökræða við vitnið. Þetta er oft orðið leiðandi."„Það er afar þýðingarmikið að dómari stjórni þinghöldum, ekki síst þegar sakborningar eru margir og réttarhöld umfangsmikil, en láti ekki ekki allt vaða áfram," bætir Valtýr við. „Þetta er atriði sem leggja verður áherslu á í þjálfun dómara." Á bak við litað glerSakborningar í mansalsmálinu mótmæltu öllum kröfum vitna um að víkja úr sal og hlýða á framburð þeirra í gegnum fjarskiptabúnað. Þeir stóðu fastir á sínu og töluðu um mannréttindabrot. Því þurfti dómsúrskurð til að skera úr um þetta atriði og einungis var fallist á að sakborningar myndu víkja úr dómsal er brotaþoli gaf skýrslu.„Þetta vekur upp spurningu um hvort ekki ætti að hafa sakborningana bak við litað gler í svona alvarlegum málum, þannig að vitnin sjái þá ekki," segir Kolbrún. „Aðalatriðið er að þeir geti fylgst með, en hafi ekki áhrif á framburð vitna. Þeir virðast nota þennan rétt, að vera viðstaddir þinghöld, til þess að hræða vitnin."
Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fleiri fréttir Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Sjá meira