Erlent

Stappar stáli í sína hermenn

Karzai og Afganistan Obama kom í óvænta heimsókn til Kabúl.fréttablaðið/AP
Karzai og Afganistan Obama kom í óvænta heimsókn til Kabúl.fréttablaðið/AP
Afganistan, AP Barack Obama Bandaríkjaforseti heimsótti Hamid Karzai Afganistansforseta í Kabúl í gær. Að því búnu hélt hann til Bagramflugvallar þar sem hann ávarpaði 2.500 bandaríska hermenn.

Hann sagði þeim að erfiðir tímar væru fram undan í stríðinu í Afganistan, en Bandaríkin ætli sér ekki að gefast upp og muni hafa sigur á endanum.

Karzai færði hann hins vegar þau skilaboð að stjórnarhættir í Afganistan verði að batna og Karzai verði að vinna bug á spillingu innan stjórnarinnar.- gb



Fleiri fréttir

Sjá meira


×