Innlent

Framkvæmdastjórn ESB mun mæla með aðildarviðræðum við Ísland

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins mun á fundi sínum þann 24. febrúar næstkomandi mæla með því að hafnar verði aðildarviðræður við Íslendinga. Þetta hefur Reuters fréttastofan eftir ónafngreindum heimildarmönnum.

Í frétt Reuters kemur fram að stjórnvöld á Íslandi hafi sagt að búist væri við að það tæki um 12 - 24 mánuði að ljúka viðræðum.

Það var þann 16. júlí í fyrra sem Alþingi samþykkti með 33 atkvæðum að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði þá að hún teldi líklegt að samningaviðræður hæfust snemma á þessu ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×