Fleiri fréttir Ragnheiður Elín: Ögmundur reynir að koma í veg fyrir atvinnusköpun Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar, sem er að fullu í eigu ríkisins, ætlar að leggja 100 milljónir til endurbóta á gamla hersjúkrahúsinu að Ásbrú. 24.2.2010 22:00 Ikea-vaskur í lúxusíbúð Jóns Ásgeirs - leigjandi höfðar mál Leigjandi lúxusíbúðar Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Ingibjargar Pálmadóttur í New York hefur höfðað skaðabótamál gegn hjónunum vegna innréttinga sem þau létu setja upp í íbúðinni. Fjallað er um málið vef New York Daily News í kvöld og þar kemur fram að meðal þess sem umræðir sé ljótur eldhúsvaskur úr Ikea. 24.2.2010 21:50 Viðskiptaþvinganir gegn Ísrael ekki til skoðunar Í málefnum Ísraels og Palestínu hafa viðskiptaþvinganir á Ísrael ekki komið til alvarlegrar skoðunar, að minnsta kosti enn sem komið er. Þetta kemur fram í svari Össur Skarphéðinssonar, utanríkisráðherra, við fyrirspurn Önnu Pálu Sverrisdóttur, varaþingmanns Alþingis. Hann útilokar þó ekki að nýjum úrræðum verði beitt á næstu missirum. 24.2.2010 21:15 Reykjanesbær fær mest úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um áætlaða úthlutun framlaga til jöfnunar á tekjutapi einstakra sveitarfélaga á árinu 2010 vegna lækkunar tekna af fasteignaskatti. Reykjanesbær fær hæsta framlagið. 24.2.2010 20:33 Einn heilbrigðisstarfsmaður sviptur starfsleyfi í fyrra Einn heilbrigðisstarfsmaður var sviptur starfsleyfi á árinu 2009, en það er alvarlegasta aðgerðin er sem gripið er til af hálfu heilbrigðisyfirvalda ef kærumál er staðfest. Auk þess var tveimur heilbrigðisstarfsmönnum veitt lögformleg áminning í framhaldi kvörtunarmáls og afrit sent til ráðherra eins og lög gera ráð fyrir. Þetta kemur fram í Talnabrunni, fréttabréfi landlæknis. Ekki kemur fram fyrir hvað starfsmaðurinn var sviptur starfsleyfi né hvar hann starfaði. 24.2.2010 20:15 Byssubardagar í Reykjavík fái Hells Angels að festa rætur Borgarstjórinn í Kaupmannahöfn varar Íslendinga við komu Hells Angels hingað til lands. Ekki líði að löngu þangað til glæpagengi skiptist á skotum á götum Reykjavíkur, eins og gerst hafi í Danmörku. 24.2.2010 19:34 Segja Helguvík fara á fullt í sumar Bjartsýni ríkir nú á Suðurnesjum um að álversframkvæmdir í Helguvík komist brátt á fulla ferð en eigendur Norðuráls segja það gerast í kringum mitt ár. 24.2.2010 19:24 Varað við hálku á höfuðborgarsvæðinu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar ökumenn við mikilli hálku á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni. Ökumenn eru beðnir um að aka varlega. 24.2.2010 19:15 Eignamenn sem vissu af hruninu munu ekki sleppa Eignamenn, sem höfðu pata af hruninu og færðu eigur sínar yfir á fjölskyldumeðlimi fyrir örlagadaginn 6. október í hittiðfyrra, munu ekki sleppa ef nýtt frumvarp nær fram að ganga. 24.2.2010 18:49 Segir son sinn ekki hafa látist af slysförum Faðir Harðar Heimis Sigurðssonar sem lést á sunnudag, ári eftir að hann hlaut mikla áverka þegar ekið var á hann, segir son sinn ekki hafa látist af slysförum. Hann er mjög ósáttur við dóm yfir ökumanninum, en sá var undir áhrifum vímuefna og flúði af vettvangi. 24.2.2010 18:42 Vitorðsmaðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald Karlmaður sem talinn er vera vitorðsmaður sjötugs manns sem handtekinn var fyrr í mánuðinum með tæpt kíló af kókaíni í Leifsstöð var í dag úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald. 24.2.2010 18:03 Ræningi úrskurðaður í síbrotagæslu Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið úrskurðaður í síbrotagæslu til 23. mars að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn, sem hefur ítrekað komið við sögu hjá lögreglu, var handtekinn um helgina en þá hafði hann bæði brotist inn og framið rán í verslun í austurborginni þar sem hann ógnaði afgreiðslustúlku. 24.2.2010 17:49 Skyndilegur glæpafaraldur í Svíþjóð Nýr glæpafaraldur hefur steypst eins og holskefla yfir Svíþjóð undanfarið. Ástæðan er gríðarlegt fannfergi en þar hefur snjóað stanslítið í margar vikur. 24.2.2010 16:43 Barist á götum í Aþenu Gríska lögreglan beitti bæði kylfum og táragasi í snörpum óeirðum sem hófust þegar fimmtíu þúsund manns fóru í mótmælagöngu um Aþenu í dag. 24.2.2010 16:30 Faðir sjö ára stúlku sýknaður af ásökunum um barnaníð Faðir sjö ára stúlku var sýknaður í Héraðsdómi Suðurlands af ásökunum að hafa beitt hana grófu kynferðislegu ofbeldi. Meðal annars með því að láta stúlkubarnið hafa við sig munnmök, nauðgað henni og í eitt skiptið sýnt telpunni klámmynd. 24.2.2010 16:23 Kringlan flokkaði hundrað tonn af sorpi Verslunareigendur og starfsfólk Kringlunnar flokkaði um hundrað tonn af sorpi árið 2009. Þetta lætur nærri að vera 23% af öllu sorpi sem féll til í tengslum við rekstur verslunarmiðstöðvarinnar samkvæmt tilkynningu frá Kringlunni. 24.2.2010 16:07 170 yfirheyrðir vegna bankahrunsins Sérstakur saksóknari hefur tekið skýrslur af 170 einstaklingum vegna bankahrunsins en þar af njóta 40-50 einstaklingar stöðu sakbornings en það gæti hæglega breyst. 24.2.2010 15:39 Ekkert bólar á bíræfnum þjófum Lögreglan rannsakar enn bíræfinn þjófnað sem átti sér stað við Herdísarvík á tímabilinu átta um kvöldið á mánudag til klukkan átta um morguninn daginn eftir. 24.2.2010 15:12 Vilja hætta aftökum 2015 Evrópusambandið vill að öllum aftökum verði hætt árið 2015. Það á að vera fyrsta skrefið í að gera dauðarefsingu útlæga um allan heim. 24.2.2010 14:43 Samtök lánþega vöruðu bankastarfsmenn við persónulegum ábyrgðum Samtök lánþega dreifðu í morgun tilkynningu til allra starfsmanna Arion Banka þar sem samtökin bentu á ábyrgð starfsmanna gagnvart viðskiptavinum sínum. 24.2.2010 14:42 ESB: Styrkja þarf sjálfstæði íslenskra dómstóla Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins leggur til að íslenska verði eitt af opinberum tungumálum ESB í áliti sem það gaf í dag út um aðildarumsókn Íslands að ESB. 24.2.2010 14:27 Vill ekki sjá friðarverðlaun Nóbels Ísraelski kjarnorkuuppljóstrarinn Mordechai Vanunu hefur beðið friðarverðlaunanefnd Nóbels í Noregi að taka sig út af lista yfir hugsanlega þiggjendur á þessu ári. 24.2.2010 14:05 SAS verður Blu Radisson SAS hótelin, sem eru hluti af einni stærstu og virtustu hótelkeðju heims, heita nú Radisson Blu. 24.2.2010 13:50 Stolinn Polo fundinn Rauður Polo sem lýst var eftir hér á Vísi fyrr í dag er fundinn. Starfsmenn Heklu fengu ábendingu frá athugulum vegfaranda eftir birtingu fréttarinnar. Bíllinn hafði verið skilinn eftir í porti fyrir aftan hús nálægt Heklu. Hann var læstur en engir lyklar voru í honum. 24.2.2010 13:47 Fyrsti Gvantanamo fanginn til Spánar Spánverjar tóku í dag við sínum fyrsta fanga frá Gvantanamo fangabúðum Bandaríkjamanna á Kúbu. 24.2.2010 13:46 Flateyrarvegur fær eftir snjóflóð Flateyrarvegur er orðinn fær en snjóflóð féll á veginn í morgun. Samkvæmt Vegagerðinni kom flóðið niður Selabólsurð en það var 70 til 80 metra breitt og fjörtíu sentímetra djúpt. 24.2.2010 13:39 Norðmenn harðari í afstöðu sinni til Icesave Þriðjungur þeirra Norðmanna sem afstöðu tóku í könnun MMR um afstöðu til Icesave-deilunnar segja að Íslendingum eigi að verða gert að endurgreiða Bretum og Hollendingum að fullu. Í tilkynningu frá MMR segir að könnunin hafi verið framkvæmd dagana 11.-15. febrúar 2010 og var heildarfjöldi svarenda 1031 einstaklingar. 24.2.2010 12:54 Fjármálaráðherra vonast eftir hreyfingu á Icesave Talsmaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fullyrðir að Icesave deilan hafi ekki áhrif á endurskoðun sjóðsins á efnahagsáætlun landsins. Fjármögnun áætlunar sjóðsins sé hins vegar grundvallaratriði við endurskoðun áætlunarinnar. 24.2.2010 12:16 Vitorðsmaður gamla kókaínsmyglarans handtekinn Lögreglan á Suðurnesjum hefur nú í haldi mann sem talinn er vera vitorðsmaður sjötugs manns sem handtekinn var fyrr í mánuðinum með tæpt kíló af kókaíni í Leifsstöð. 24.2.2010 12:10 Telur skipulag virkjana á Hengilssvæði ólöglegt Skipulag jarðvarmavirkjana á Hellisheiði er ólöglegt, að mati Atla Gíslasonar, lögmanns og þingmanns Vinstri grænna. 24.2.2010 12:09 Framkvæmdastjórn ESB mælir með viðræðum Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins mælir með því við leiðtoga sambandins að hafnar verði viðræður við Íslendinga um aðild að sambandinu. Íslendingar uppfylli öll helstu skilyrði aðildar en verði að breyta löggjöf sinni varðandi sjávarútveg, landbúnað og fleira. Hluti efnahagsvanda Íslendinga nú, sé að bankarnir hafi verið einkavinavæddir á sínum tíma. 24.2.2010 12:07 Lýst eftir stolnum Polo Glænýrri Volkswagen Polo bifreið var stolið frá Heklu miðvikudaginn 17. febrúar síðastliðinn. Um er að ræða nýja gerð Volkswagen Polo, með skráningarreynslunúmerið RN325 sem er rautt númer. „Bifreiðin sem er mjög áberandi appelsínugul á litinn, er á álfelgum og samlit allan hringin. 24.2.2010 11:39 Beðið fyrir manni sem slasaðist alvarlega í eldsvoða Í kvöld verður haldin bænastund þar sem beðið verður fyrir Þórði Sighvatssyni. 24.2.2010 11:30 Orðljótir forsetar Venesúela og Kólumbía hafa eldað saman grátt silfur í mörg ár og meðal annars flutt herlið að landamærunum sitthvorumegin. 24.2.2010 11:05 Eldri borgari fékk klám í staðinn fyrir sænska ríkissjónvarpið „Þetta er fyrir neðan allar hellur,“ segir sjötug kona frá Akureyri sem var svipt sænska ríkissjónvarpinu síðasta haust en í staðinn fékk hún klámrásina Hustler. 24.2.2010 10:54 Lögreglan æfir forgangsakstur Nokkrir lesendur Vísis hafa haft samband og sagt frá nokkrum fjölda lögreglubíla sem nú aka með blikkandi ljós og vælandi sírenur á Reykjanesbrautinni. Að sögn lögreglu er um að ræða æfingu fyrir lögreglumenn í forgangsakstri. 24.2.2010 10:33 Herskörum helvítis var sigað á mig Sögur um dólgslæti Gordons Brown við starfsfólk sitt fengu byr undir báða vængi í gær. 24.2.2010 09:46 Ólafur Þ. Stephensen ráðinn ritstjóri Fréttablaðsins Ritstjóraskipti verða á Fréttablaðinu í dag. Jón Kaldal, sem verið hefur ritstjóri frá árinu 2007, lætur af störfum. Við starfinu tekur Ólafur Þ. Stephensen, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins og 24 stunda. Auk þess að sinna ritstjórn Fréttablaðsins mun Ólafur vinna að því að auka samstarf fréttaritstjórna 365 miðla. 24.2.2010 09:42 Snjóflóð féll á Flateyrarveg Flateyrarvegur er lokaður vegna snjóflóðs sem fallið hefur á veginn. Vegagerðin vinnur nú að því að opna veginn á ný. Ekki er ljóst á þessari stundu hvort um stórt flóð sé að ræða og því óvíst hvenær hægt verður að opna veginn á ný. 24.2.2010 09:26 Líklegast mælt með aðildarviðræðum síðar í dag Búist er við því að Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins mæli með því í dag að aðildarviðræður við Ísland verði hafnar. Verði þetta niðurstaðan á fundi Framkvæmdastjórnarinnar í dag er gert ráð fyrir að málið verði borið upp á leiðtogafundi Evrópusambandsins sem fram fer dagana 25 og 26 mars, en einróma samþykki leiðtoganna þarf fyrir því að málið komist á rekspöl. Það gæti hins vegar orðið þrautin þyngri verði Icesave-deilan við Breta og Hollendinga ekki útkljáð fyrir þann tíma. 24.2.2010 08:13 Dönsk sérsveit berst við gengin Danska lögreglan hefur stofnað sérsveit sem berst gegn skipulagðri glæpastarfsemi mótorhjólagengja. Nýja sveitin, sem gengur undir nafninu "Task Force Öst" hefur síðustu daga komið upp um stórfelld fíkniefnaviðskipti hjá meðlimum mótorhjólagengja og sú breyting hefur orðið á að nú er lögreglan að ná að tengja glæpina við háttsetta meðlimi samtakanna en hingað til hefur það reynst þrautin þyngri í Danmörku. 24.2.2010 08:11 Enn leitað að loðnu Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson hélt enn á ný til loðnuleitar í gær og verður einkum leitað austur af Vesmannaeyjum. Fiskiskip hafa víða orði vör við loðnu við Suðurströndina, en veiðisvæðið er nú á Faxaflóa, þar sem nokkur skip fengu all góðann afla snemma í gær. 24.2.2010 08:10 Vopnahlé í Darfur Forseti Súdans, Omar al-Bashir hefur skrifað undir vopnahléssamning við JEM, helsta uppreisnarhópinn á Darfur svæðinu en þar hafa menn tekist á með skelfilegum afleiðingum fyrir almenna borgara síðustu árin. 24.2.2010 08:05 Snjókoma veldur töfum fyrir vestan Flutningabílar á leið til Ísafjarðar töfðust um nokkrar klukustundir í gærkvöldi vegna ófærðar á leiðinni. Eitthvað snjóaði vestra í nótt og var þæfingsfærð á götum Ísfjarðarbæjar í morgun og Vegagerðarmenn eru að ryðja vegi þar í grennd. 24.2.2010 08:01 Brotist inn í bíla Brotist var inn í tvo bíla í Austurborginni i nótt og einhverjum verðmætum stolið ur þeim. Úr öðrum var meðal annars stolið radarvara, en þessháttar tæki ásamt GPS staðsetningartækjum virðast öðru fremur vekja áhuga þjófa, ef marka má hverju hefur verið stolið úr bílum að undanförnu. 24.2.2010 07:58 Sjá næstu 50 fréttir
Ragnheiður Elín: Ögmundur reynir að koma í veg fyrir atvinnusköpun Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar, sem er að fullu í eigu ríkisins, ætlar að leggja 100 milljónir til endurbóta á gamla hersjúkrahúsinu að Ásbrú. 24.2.2010 22:00
Ikea-vaskur í lúxusíbúð Jóns Ásgeirs - leigjandi höfðar mál Leigjandi lúxusíbúðar Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Ingibjargar Pálmadóttur í New York hefur höfðað skaðabótamál gegn hjónunum vegna innréttinga sem þau létu setja upp í íbúðinni. Fjallað er um málið vef New York Daily News í kvöld og þar kemur fram að meðal þess sem umræðir sé ljótur eldhúsvaskur úr Ikea. 24.2.2010 21:50
Viðskiptaþvinganir gegn Ísrael ekki til skoðunar Í málefnum Ísraels og Palestínu hafa viðskiptaþvinganir á Ísrael ekki komið til alvarlegrar skoðunar, að minnsta kosti enn sem komið er. Þetta kemur fram í svari Össur Skarphéðinssonar, utanríkisráðherra, við fyrirspurn Önnu Pálu Sverrisdóttur, varaþingmanns Alþingis. Hann útilokar þó ekki að nýjum úrræðum verði beitt á næstu missirum. 24.2.2010 21:15
Reykjanesbær fær mest úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um áætlaða úthlutun framlaga til jöfnunar á tekjutapi einstakra sveitarfélaga á árinu 2010 vegna lækkunar tekna af fasteignaskatti. Reykjanesbær fær hæsta framlagið. 24.2.2010 20:33
Einn heilbrigðisstarfsmaður sviptur starfsleyfi í fyrra Einn heilbrigðisstarfsmaður var sviptur starfsleyfi á árinu 2009, en það er alvarlegasta aðgerðin er sem gripið er til af hálfu heilbrigðisyfirvalda ef kærumál er staðfest. Auk þess var tveimur heilbrigðisstarfsmönnum veitt lögformleg áminning í framhaldi kvörtunarmáls og afrit sent til ráðherra eins og lög gera ráð fyrir. Þetta kemur fram í Talnabrunni, fréttabréfi landlæknis. Ekki kemur fram fyrir hvað starfsmaðurinn var sviptur starfsleyfi né hvar hann starfaði. 24.2.2010 20:15
Byssubardagar í Reykjavík fái Hells Angels að festa rætur Borgarstjórinn í Kaupmannahöfn varar Íslendinga við komu Hells Angels hingað til lands. Ekki líði að löngu þangað til glæpagengi skiptist á skotum á götum Reykjavíkur, eins og gerst hafi í Danmörku. 24.2.2010 19:34
Segja Helguvík fara á fullt í sumar Bjartsýni ríkir nú á Suðurnesjum um að álversframkvæmdir í Helguvík komist brátt á fulla ferð en eigendur Norðuráls segja það gerast í kringum mitt ár. 24.2.2010 19:24
Varað við hálku á höfuðborgarsvæðinu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar ökumenn við mikilli hálku á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni. Ökumenn eru beðnir um að aka varlega. 24.2.2010 19:15
Eignamenn sem vissu af hruninu munu ekki sleppa Eignamenn, sem höfðu pata af hruninu og færðu eigur sínar yfir á fjölskyldumeðlimi fyrir örlagadaginn 6. október í hittiðfyrra, munu ekki sleppa ef nýtt frumvarp nær fram að ganga. 24.2.2010 18:49
Segir son sinn ekki hafa látist af slysförum Faðir Harðar Heimis Sigurðssonar sem lést á sunnudag, ári eftir að hann hlaut mikla áverka þegar ekið var á hann, segir son sinn ekki hafa látist af slysförum. Hann er mjög ósáttur við dóm yfir ökumanninum, en sá var undir áhrifum vímuefna og flúði af vettvangi. 24.2.2010 18:42
Vitorðsmaðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald Karlmaður sem talinn er vera vitorðsmaður sjötugs manns sem handtekinn var fyrr í mánuðinum með tæpt kíló af kókaíni í Leifsstöð var í dag úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald. 24.2.2010 18:03
Ræningi úrskurðaður í síbrotagæslu Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið úrskurðaður í síbrotagæslu til 23. mars að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn, sem hefur ítrekað komið við sögu hjá lögreglu, var handtekinn um helgina en þá hafði hann bæði brotist inn og framið rán í verslun í austurborginni þar sem hann ógnaði afgreiðslustúlku. 24.2.2010 17:49
Skyndilegur glæpafaraldur í Svíþjóð Nýr glæpafaraldur hefur steypst eins og holskefla yfir Svíþjóð undanfarið. Ástæðan er gríðarlegt fannfergi en þar hefur snjóað stanslítið í margar vikur. 24.2.2010 16:43
Barist á götum í Aþenu Gríska lögreglan beitti bæði kylfum og táragasi í snörpum óeirðum sem hófust þegar fimmtíu þúsund manns fóru í mótmælagöngu um Aþenu í dag. 24.2.2010 16:30
Faðir sjö ára stúlku sýknaður af ásökunum um barnaníð Faðir sjö ára stúlku var sýknaður í Héraðsdómi Suðurlands af ásökunum að hafa beitt hana grófu kynferðislegu ofbeldi. Meðal annars með því að láta stúlkubarnið hafa við sig munnmök, nauðgað henni og í eitt skiptið sýnt telpunni klámmynd. 24.2.2010 16:23
Kringlan flokkaði hundrað tonn af sorpi Verslunareigendur og starfsfólk Kringlunnar flokkaði um hundrað tonn af sorpi árið 2009. Þetta lætur nærri að vera 23% af öllu sorpi sem féll til í tengslum við rekstur verslunarmiðstöðvarinnar samkvæmt tilkynningu frá Kringlunni. 24.2.2010 16:07
170 yfirheyrðir vegna bankahrunsins Sérstakur saksóknari hefur tekið skýrslur af 170 einstaklingum vegna bankahrunsins en þar af njóta 40-50 einstaklingar stöðu sakbornings en það gæti hæglega breyst. 24.2.2010 15:39
Ekkert bólar á bíræfnum þjófum Lögreglan rannsakar enn bíræfinn þjófnað sem átti sér stað við Herdísarvík á tímabilinu átta um kvöldið á mánudag til klukkan átta um morguninn daginn eftir. 24.2.2010 15:12
Vilja hætta aftökum 2015 Evrópusambandið vill að öllum aftökum verði hætt árið 2015. Það á að vera fyrsta skrefið í að gera dauðarefsingu útlæga um allan heim. 24.2.2010 14:43
Samtök lánþega vöruðu bankastarfsmenn við persónulegum ábyrgðum Samtök lánþega dreifðu í morgun tilkynningu til allra starfsmanna Arion Banka þar sem samtökin bentu á ábyrgð starfsmanna gagnvart viðskiptavinum sínum. 24.2.2010 14:42
ESB: Styrkja þarf sjálfstæði íslenskra dómstóla Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins leggur til að íslenska verði eitt af opinberum tungumálum ESB í áliti sem það gaf í dag út um aðildarumsókn Íslands að ESB. 24.2.2010 14:27
Vill ekki sjá friðarverðlaun Nóbels Ísraelski kjarnorkuuppljóstrarinn Mordechai Vanunu hefur beðið friðarverðlaunanefnd Nóbels í Noregi að taka sig út af lista yfir hugsanlega þiggjendur á þessu ári. 24.2.2010 14:05
SAS verður Blu Radisson SAS hótelin, sem eru hluti af einni stærstu og virtustu hótelkeðju heims, heita nú Radisson Blu. 24.2.2010 13:50
Stolinn Polo fundinn Rauður Polo sem lýst var eftir hér á Vísi fyrr í dag er fundinn. Starfsmenn Heklu fengu ábendingu frá athugulum vegfaranda eftir birtingu fréttarinnar. Bíllinn hafði verið skilinn eftir í porti fyrir aftan hús nálægt Heklu. Hann var læstur en engir lyklar voru í honum. 24.2.2010 13:47
Fyrsti Gvantanamo fanginn til Spánar Spánverjar tóku í dag við sínum fyrsta fanga frá Gvantanamo fangabúðum Bandaríkjamanna á Kúbu. 24.2.2010 13:46
Flateyrarvegur fær eftir snjóflóð Flateyrarvegur er orðinn fær en snjóflóð féll á veginn í morgun. Samkvæmt Vegagerðinni kom flóðið niður Selabólsurð en það var 70 til 80 metra breitt og fjörtíu sentímetra djúpt. 24.2.2010 13:39
Norðmenn harðari í afstöðu sinni til Icesave Þriðjungur þeirra Norðmanna sem afstöðu tóku í könnun MMR um afstöðu til Icesave-deilunnar segja að Íslendingum eigi að verða gert að endurgreiða Bretum og Hollendingum að fullu. Í tilkynningu frá MMR segir að könnunin hafi verið framkvæmd dagana 11.-15. febrúar 2010 og var heildarfjöldi svarenda 1031 einstaklingar. 24.2.2010 12:54
Fjármálaráðherra vonast eftir hreyfingu á Icesave Talsmaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fullyrðir að Icesave deilan hafi ekki áhrif á endurskoðun sjóðsins á efnahagsáætlun landsins. Fjármögnun áætlunar sjóðsins sé hins vegar grundvallaratriði við endurskoðun áætlunarinnar. 24.2.2010 12:16
Vitorðsmaður gamla kókaínsmyglarans handtekinn Lögreglan á Suðurnesjum hefur nú í haldi mann sem talinn er vera vitorðsmaður sjötugs manns sem handtekinn var fyrr í mánuðinum með tæpt kíló af kókaíni í Leifsstöð. 24.2.2010 12:10
Telur skipulag virkjana á Hengilssvæði ólöglegt Skipulag jarðvarmavirkjana á Hellisheiði er ólöglegt, að mati Atla Gíslasonar, lögmanns og þingmanns Vinstri grænna. 24.2.2010 12:09
Framkvæmdastjórn ESB mælir með viðræðum Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins mælir með því við leiðtoga sambandins að hafnar verði viðræður við Íslendinga um aðild að sambandinu. Íslendingar uppfylli öll helstu skilyrði aðildar en verði að breyta löggjöf sinni varðandi sjávarútveg, landbúnað og fleira. Hluti efnahagsvanda Íslendinga nú, sé að bankarnir hafi verið einkavinavæddir á sínum tíma. 24.2.2010 12:07
Lýst eftir stolnum Polo Glænýrri Volkswagen Polo bifreið var stolið frá Heklu miðvikudaginn 17. febrúar síðastliðinn. Um er að ræða nýja gerð Volkswagen Polo, með skráningarreynslunúmerið RN325 sem er rautt númer. „Bifreiðin sem er mjög áberandi appelsínugul á litinn, er á álfelgum og samlit allan hringin. 24.2.2010 11:39
Beðið fyrir manni sem slasaðist alvarlega í eldsvoða Í kvöld verður haldin bænastund þar sem beðið verður fyrir Þórði Sighvatssyni. 24.2.2010 11:30
Orðljótir forsetar Venesúela og Kólumbía hafa eldað saman grátt silfur í mörg ár og meðal annars flutt herlið að landamærunum sitthvorumegin. 24.2.2010 11:05
Eldri borgari fékk klám í staðinn fyrir sænska ríkissjónvarpið „Þetta er fyrir neðan allar hellur,“ segir sjötug kona frá Akureyri sem var svipt sænska ríkissjónvarpinu síðasta haust en í staðinn fékk hún klámrásina Hustler. 24.2.2010 10:54
Lögreglan æfir forgangsakstur Nokkrir lesendur Vísis hafa haft samband og sagt frá nokkrum fjölda lögreglubíla sem nú aka með blikkandi ljós og vælandi sírenur á Reykjanesbrautinni. Að sögn lögreglu er um að ræða æfingu fyrir lögreglumenn í forgangsakstri. 24.2.2010 10:33
Herskörum helvítis var sigað á mig Sögur um dólgslæti Gordons Brown við starfsfólk sitt fengu byr undir báða vængi í gær. 24.2.2010 09:46
Ólafur Þ. Stephensen ráðinn ritstjóri Fréttablaðsins Ritstjóraskipti verða á Fréttablaðinu í dag. Jón Kaldal, sem verið hefur ritstjóri frá árinu 2007, lætur af störfum. Við starfinu tekur Ólafur Þ. Stephensen, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins og 24 stunda. Auk þess að sinna ritstjórn Fréttablaðsins mun Ólafur vinna að því að auka samstarf fréttaritstjórna 365 miðla. 24.2.2010 09:42
Snjóflóð féll á Flateyrarveg Flateyrarvegur er lokaður vegna snjóflóðs sem fallið hefur á veginn. Vegagerðin vinnur nú að því að opna veginn á ný. Ekki er ljóst á þessari stundu hvort um stórt flóð sé að ræða og því óvíst hvenær hægt verður að opna veginn á ný. 24.2.2010 09:26
Líklegast mælt með aðildarviðræðum síðar í dag Búist er við því að Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins mæli með því í dag að aðildarviðræður við Ísland verði hafnar. Verði þetta niðurstaðan á fundi Framkvæmdastjórnarinnar í dag er gert ráð fyrir að málið verði borið upp á leiðtogafundi Evrópusambandsins sem fram fer dagana 25 og 26 mars, en einróma samþykki leiðtoganna þarf fyrir því að málið komist á rekspöl. Það gæti hins vegar orðið þrautin þyngri verði Icesave-deilan við Breta og Hollendinga ekki útkljáð fyrir þann tíma. 24.2.2010 08:13
Dönsk sérsveit berst við gengin Danska lögreglan hefur stofnað sérsveit sem berst gegn skipulagðri glæpastarfsemi mótorhjólagengja. Nýja sveitin, sem gengur undir nafninu "Task Force Öst" hefur síðustu daga komið upp um stórfelld fíkniefnaviðskipti hjá meðlimum mótorhjólagengja og sú breyting hefur orðið á að nú er lögreglan að ná að tengja glæpina við háttsetta meðlimi samtakanna en hingað til hefur það reynst þrautin þyngri í Danmörku. 24.2.2010 08:11
Enn leitað að loðnu Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson hélt enn á ný til loðnuleitar í gær og verður einkum leitað austur af Vesmannaeyjum. Fiskiskip hafa víða orði vör við loðnu við Suðurströndina, en veiðisvæðið er nú á Faxaflóa, þar sem nokkur skip fengu all góðann afla snemma í gær. 24.2.2010 08:10
Vopnahlé í Darfur Forseti Súdans, Omar al-Bashir hefur skrifað undir vopnahléssamning við JEM, helsta uppreisnarhópinn á Darfur svæðinu en þar hafa menn tekist á með skelfilegum afleiðingum fyrir almenna borgara síðustu árin. 24.2.2010 08:05
Snjókoma veldur töfum fyrir vestan Flutningabílar á leið til Ísafjarðar töfðust um nokkrar klukustundir í gærkvöldi vegna ófærðar á leiðinni. Eitthvað snjóaði vestra í nótt og var þæfingsfærð á götum Ísfjarðarbæjar í morgun og Vegagerðarmenn eru að ryðja vegi þar í grennd. 24.2.2010 08:01
Brotist inn í bíla Brotist var inn í tvo bíla í Austurborginni i nótt og einhverjum verðmætum stolið ur þeim. Úr öðrum var meðal annars stolið radarvara, en þessháttar tæki ásamt GPS staðsetningartækjum virðast öðru fremur vekja áhuga þjófa, ef marka má hverju hefur verið stolið úr bílum að undanförnu. 24.2.2010 07:58