Erlent

Herskörum helvítis var sigað á mig

Óli Tynes skrifar
Alistair Darling frjármálaráðherra Bretlands.
Alistair Darling frjármálaráðherra Bretlands.

Sögur um dólgslæti Gordons Brown við starfsfólk sitt fengu byr undir báða vængi í gær.

Þá sagði Alistair Darling fjármálaráðherra í viðtali við Sky fréttastofuna að herskörum helvítis hefði verið sigað á sig þegar hann sagði að efnahagssamdráttur yrði meiri en búist væri við árið 2008.

Fjármálaráðherrann sagði reyndar í viðtalinu að að Brown hefði aldrei verið með nein dólgslæti í sinn garð. Hinsvegar hefðu starfsmenn forsætisráðuneytisins hafið gegn sér ákafa herferð.

Þótt Darling hafi þarna borið af Brown sakir sá forsætisráðherrann ástæðu til þess að neita því að hafa nokkuð haft með herskara helvítis að gera.

-Ég myndi aldrei segja neinum að gera neitt annað en styðja fjármálaráðherra minn. Ég held að Alistair geti staðfest það.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×