Innlent

Norðmenn harðari í afstöðu sinni til Icesave

Þriðjungur þeirra Norðmanna sem afstöðu tóku í könnun MMR um afstöðu til Icesave-deilunnar segja að Íslendingum eigi að verða gert að endurgreiða Bretum og Hollendingum að fullu. Í tilkynningu frá MMR segir að könnunin hafi verið framkvæmd dagana 11.-15. febrúar 2010 og var heildarfjöldi svarenda 1031 einstaklingar.

59 prósent aðspurðra tóku afstöðu til mögulegra endurgreiðslna Íslendinga til Breta og Hollendinga vegna Icesave. Af þeim voru 33 prósent sem töldu rétt að Íslendingum yrði gert að endurgreiða Bretum og Hollendingum að fullu. Ef litið er könnunarinnar í heild sinni, það er að segja ef þeir sem tóku ekki afstöðu eru teknir með, eru 20 prósent Norðmanna á því að Íslendingar eigi að borga að fullu.

Í þessum svörum endurspeglast harðari afstaða Norðmanna til málsins en Svía, því þar í landi voru níu prósent á því að Íslendingum beri að greiða allt upp í topp.

Hér má kynna sér efni könnunar MMR betur.






Tengdar fréttir

Svíum er nokk sama um Icesave

Yfir helmingur Svía hafa enga skoðun á mögulegum endurgreiðslum Íslendinga vegna Icesave eða 55 prósent samkvæmt skoðanakönnun MMR sem var framkvæmd dagana 11. - 15. febrúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×