Fleiri fréttir Konur í ánauð neyddar til að skrifa upp á skuldaviðurkenningar Dæmi eru um að erlendum konum sem haldið hefur verið í ánauð hér á landi hafi verið í svo mikilli einangrun að þær vita ekki hvar þær búa, enda þótt þær hafi dvalið hér árum saman. Þá hafa konur verið neyddar til að skrifa upp á skuldaviðurkenningar. 1.12.2009 18:45 Geir Haarde verður 139 ára þegar almenningur verður upplýstur að fullu Allt að 80 ára leynd mun hvíla á viðkvæmum upplýsingum sem rannsóknarnefnd Alþingis hefur haft til meðferðar í tengslum við skýrslu um bankahrunið. Um er ræða upplýsingar sem snerta launakjör einstaklinga og rekstur fyrirtækja. Forseti Alþingis segir að þetta muni ekki rýra gildi skýrslunnar. 1.12.2009 18:38 Ákærð fyrir að stinga 5 ára stelpu Ríkissaksóknari hefur ákært Selmu Guðnadóttur fyrir að stinga fimm ára telpu með hnífi í brjóstið þann 27. september en atburðurinn átti sér stað á heimili stúlkunnar í Reykjanesbæ. 1.12.2009 18:30 Allir búnir að skila nema Ólafur Allir borgarfulltrúar nema Ólafur F. Magnússon, fulltrúi F listans, hafa skilað inn upplýsingum um fjárhaglsega hagsmuni sína, samkvæmt yfirliti sem birt er á vef Reykjavíkurborgar. 1.12.2009 18:09 Tilkynnt um tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlauna Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna voru tilkynntar við hátíðlega athöfn í Listasafni Íslands seinnipartinn í dag. 1.12.2009 17:39 Deilt um afstöðu lögspekinga í fjárlaganefnd Höskuldur Þórhallsson nefndarmaður í fjárlaganefnd segist hafa aðra upplifun af þeim fundi sem haldinn var í fjárlaganefnd í dag þegar fjórir lögfræðingar voru kallaðir fyrir nefndina til að leggja mat sitt á hvort fyrirhugað frumvarp um Icesave stangist á við stjórnarskrá. 1.12.2009 17:27 Báðust afsökunar á „fulleldis“ auglýsingu „Það voru mikil vonbrigði að sjá auglýsinguna í Morgunblaðinu í morgun. Hún var ekki aðeins helmingi minni en í fyrra heldur einnig verulega illa unnin, bæði hvað varðar útlit og texta," segir í yfirlýsingu frá VR en heilsíðu auglýsing í Morgunblaðinu olli óánægju meðal félagsmanna. Tilgangur hennar var að fagna fullveldi Íslendinga. 1.12.2009 17:14 Bandaríkjamenn héldu að það yrði dansað á götunum Bretar sárbændu Bandaríkjamenn um að búa sig vel undir að takast á við ástandið í Írak að innrásinni lokinni, að sögn bresks diplomats. 1.12.2009 16:31 Lögspekingar telja Icesave frumvarpið ekki stangast á við stjórnaskrá Þrír af þeim fjórum lögspekingum sem kallaðir voru fyrir fjárlaganefnd í dag til þess að ræða hvort fyrirhuguð lög um ríkisábyrgð vegna Icesave samningana standist stjórnarskrá eru á því að svo sé ekki. Sá fimmti telur að þessa spurningu þurfi að kanna frekar. 1.12.2009 16:28 Vill hækka útsvar í Reykjavík Borgarfulltrúi Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, vill fullnýta útsvarsins og lagði tillögu þess eðlis fyrir borgarstjórnarfund í morgun og var henni vísað til borgarstjórnar. 1.12.2009 15:43 Miðbaugsmaddaman dæmd fyrir hórmang Catalina Ncogo var sýknuð af ákærum um mansal í Héraðsdómi Reykjaness fyrir stundu en hún var hinsvegar dæmd fyrir að hafa haft viðurværi af vændi kvenna sem hún hélt úti í miðborg Reykjavíkur. Hún hlaut tveggja og hálfs árs fangelsi óskilorðsbundið fyrir sinn þátt í málinu. 1.12.2009 15:18 Tiger og Elín þögul sem gröfin Tiger Woods neitar enn að tala við lögregluna vegna bílslyssins sem hans lenti í. Dagblaðið Los Angeles Times segir að vegna þess hafi lögreglan leitað til sjúkrahússins sem hann var fluttur á til þess að fá áverkavottorð hans. 1.12.2009 15:17 Ungir jafnaðarmenn leggjast gegn skerðingu á fæðingarorlofi Ungir jafnaðarmenn leggjast gegn þeim áformum félagsmálaráðherra að skerða fæðingarorlof, hvernig sem þær tillögur verða framkvæmdar. Frá þessu segir í yfirlýsingu frá UJ. Í umræðu hafa verið tillögur um að skerða hámarksgreiðslur niður í 300 þúsund eða að gera foreldrum að fresta töku eins mánaðar af fæðingarorlofi um nokkur ár. 1.12.2009 15:09 Baugsmál í uppnám vegna tímaritsgreinar Fresta þurfti Baugsmálinu í dag vegna ritstjórnargreinar eftir Róbert Spanó sem finna má í nýjasta hefti Tímariti lögfræðinga og ber heitið: „Ne bis in idem - Mannréttindadómstóll Evrópu víkur frá fyrri fordæmum.“ 1.12.2009 14:51 Í fangelsi fyrir að stela tveimur nautalundum og kynlífseggi Kona var í dag dæmd í Héraðsdómi Reykjavíkur í 90 daga fangelsi fyrir að rjúfa skilorð þegar hún stal tveimur nautalundum í Hagkaup og kynlífseggi í versluninni Adam og Evu. Nautalundirnar voru verðmetnar á rúmar tíu þúsund krónur og eggið á tæpar fimm þúsund. Ákærða játaði skýlaust brot sín og í ljósi þess að hún hefur á stuttu tímabili gerst sek um nokkur afbrot ákvað dómurinn að dæma hana nú í 90 daga fangelsi. 1.12.2009 14:21 Dýrkeypt fegurð Fyrrverandi ungfrú Argentína lést um helgina eftir misheppnaða fegrunaraðgerð á þjóhnöppun. Þetta hefur beint athyglinni að því að Argentína er að verða alheimsmiðstöð fyrir fegrunaraðgerðir. 1.12.2009 14:00 Þorbjörn Jensson hlaut Barnamenningarverðlaunin 2009 Þorbjörn Jensson, forstöðumaður Fjölsmiðjunnar, hlaut í dag Barnamenningarverðlaun Velferðarsjóðs barna árið 2009 fyrir ómetanlegt starf sitt í þágu ungmenna. Verðlaunaféð, 3,5 milljónir króna, verður nýtt til að efla nýja uppbyggingu meðal annars tónlistardeild Fjölsmiðjunnar. Alls var úthlutað ríflega 26 milljónum króna úr Velferðarsjóði barna í dag en heildarúthlutunin úr sjóðnum í ár nemur alls um 160 milljónum króna. 1.12.2009 14:00 Úrskurðarnefnd hækkar verð á þorski, ýsu og karfa Á fundi Úrskurðarnefndar sjómanna og útvegsmanna var ákveðið að hækka verð á slægðum og óslægðum þorski, sem ráðstafað er til eigin vinnslu eða seldur til skyldra aðila, um 5%. 1.12.2009 13:42 Svandís gagnrýnd fyrir seinagang Lagning nýs vegar um Vattarfjörð og Kjálkafjörð á sunnanverðum Vestfjörðum þarf að fara í umhverfismat, þvert gegn vilja Vegagerðarinnar, samkvæmt úrskurði Svandísar Svavarsdóttur umhverfissráðherra. Gagnrýnt var á Alþingi í gær að það hefði tekið ráðherrann sjö mánuði að kveða upp úrskurðinn þegar lög gerðu ráð fyrir að hann hefði tvo. Ráðherrann lofaði bót og betrun vegna ítrekaðrar gagnrýni á ráðuneytið fyrir að draga úrskurði fram úr hófi. 1.12.2009 13:39 Við vorum alls ekki boðflennur í Hvíta húsinu Hjónin sem skutu upp kollinum í kvöldverðarboði í Hvíta húsinu í síðustu viku segja að þau hafi alls ekki verið boðflennur. 1.12.2009 13:27 Lögreglumorð í Seattle: Morðinginn skotinn til bana Lögreglan í Seattle í Bandaríkjunum hefur skotið til bana mann sem grunaður var um að hafa myrt fjóra lögreglumenn með köldu blóði. Morðin voru framin á kaffihúsi á sunnudagsmorgun og hefur verið gerð gríðarleg leit að morðingjum síðan. 1.12.2009 12:26 Siglufjarðarvegur ruddur eftir snjóflóð Vegagerðarmenn ruddu í morgun í gegnum snjóflóðin tvö, sem féllu á Siglufjarðarveg í gærdag, og er vegurinn nú fær. 1.12.2009 12:22 Áhyggjur af HIV smiti með sprautunálum Konur eru í meirihluta þeirra sem smituðust af HIV hér á landi en tólf manns hafa greinst með sjúkdóminn á þessu ári. Í þessum hópi eru fjórir karlmenn og átta konur en enginn samkynhneigður hefur greinst með smit á árinu. Í dag er alþjóðlegi baráttudagurinn gegn alnæmi. 1.12.2009 12:09 Pústrar í Vestmannaeyjum Það var í ýmis horn að líta hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum í vikunni þrátt fyrir að engin alvarleg mál hafi komið upp. 1.12.2009 12:02 Helmingur borgarfulltrúa birtir ekki fjárhagslegar upplýsingar Átta borgarfulltrúar af fimmtán hafa enn ekki skilað upplýsingum um sína fjárhagslegu hagsmuni - eins og borgarráð samþykkti að gera fyrir mánuði. Þeirra á meðal er Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri. 1.12.2009 11:55 Mikill liðsauki til Afganistans Það eru nú um 68 þúsund erlendir hermenn í Afganistan og af þeim eru þrjátíu þúsund frá Bandaríkjunum. 1.12.2009 11:33 Dabbi Grensás ákærður fyrir að kýla kampavínskóng Davíð Smári Helenarson hefur verið ákærður fyrir að slá eiganda Kampavínsklúbbsins Strawberries, Viðar Má Friðfinnsson, á vinstra gagnaugað með þeim afleiðingum að andlitsbein hans brotnaði. Árásin á að hafa átt sér stað í febrúar síðastliðnum. 1.12.2009 11:29 Fjárlaganefnd: Lögspekingar ræða Icesave og stjórnarskrá Nokkrir af virtustu lögfræðingum landsins hafa verið boðaðir á fund fjárlaganefndar í hádeginu í dag. Kallað hefur verið eftir áliti þeirra á því hvort fyrirliggjandi frumvarp um ríkisábyrgð í Icesave málinu standist stjórnarskrána. Á meðal gesta nefndarinnar í dag er Sigurður Líndal prófessor sem á dögunum skrifaði grein í Fréttablaðið þar sem vakin er athygli á því hve lítil umræða hafi farið fram um Icesave með tilliti til stjórnarskráarinnar. 1.12.2009 11:28 Dæmdur fyrir nefbrot á Tunglinu Karlmaður á þrítugsaldri var dæmdur í morgun fyrir að nefbrjóta mann á skemmtistaðnum Tunglinu í miðborg Reykjavíkur í september á síðasta ári. Maðurinn sló fórnalamb sitt einu höggi með þeim afleiðingum að hann nefbrotnaði. 1.12.2009 11:02 Fjölskylduhjálp: „Það er allt tómt, allar frystikistur, allir skápar“ Fjölskylduhjálp Íslands er orðinn uppiskroppa með matvæli en líknarfélagið biðlar til þjóðarinnar allrar að aðstoða félagið svo það geti aðstoðað þá sem minna mega sín. Góðgerðarfélagið hefur hingað til aðstoðað 49 þúsund einstaklinga á ári - allt stefnir í að það met verði slegið í ár. 1.12.2009 10:36 Barn kafnaði við brjóstagjöf Fjögurra mánaða gamalt barn kafnaði þegar móðir þess sofnaði við að gefa því brjóst í einni af flugvélum United Airlines. 1.12.2009 10:34 Ungir bændur ánægðir með skipun vinnuhóps Stjórn Samtaka ungra bænda, fagnar því að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherrra hefur skipað vinnuhóp til að fjalla um breytingar sem verða á eignarhaldi bújarðar vegna bankahrunsins og að vilji sé fyrir hendi til að tryggja að jarðir fari ekki úr landbúnaðarnotkun og leitast sé við að tryggja áframhaldandi búsetur á þeim. 1.12.2009 10:19 Hannaði hjálpartæki gleðinnar „Kínversk speki segir að ef þú brosir fimm sinnum á hverjum degi án tilefnis, breytir þú lífi þínu á nítíu dögum," segir listamaðurinn Gegga, eða Helga Birgisdóttir, sem hefur hannað svokallaðan brosara sem fólk getur nýtt sér til þess að fást við lífið og tilveruna. 1.12.2009 10:00 Íranar handtaka áhöfn af seglskútu Íranar hafa í haldi fimm breska skipverja af kappsiglingasnekkju sem þeir segja að hafi komið inn í landhelgi sína síðastliðin miðvikudag. 1.12.2009 09:53 Neyðarkall frá Fjölskylduhjálp Íslands Fjölskylduhjálp Íslands biðlar til þjóðarinnar um aðstoð fyrir jólin en matarkistur og skápar Fjölskylduhjálpar Íslands eru tómar samkvæmt tilkynningu frá Ásgerði Jónu Flosadóttur, formanns Fjölskylduhjálpar. 1.12.2009 09:53 Gleyma 10.000 símum á mánuði í leigubílum Lundúnabúar skilja að jafnaði 10.000 farsíma eftir í leigubílum í hverjum mánuði og enn fleirum í jólamánuðinum. Auk símanna gleymast eða týnast að jafnaði 1.000 annars konar rafmagnstæki, svo sem fartölvur eða iPod-spilarar, sem farþegar hafa með sér í leigubílana. 1.12.2009 08:22 Óheppileg auglýsingamennska í Alabama Tveimur yfirmönnum sjónvarpsstöðvar í Alabama hefur verið sagt upp störfum eftir heldur óheppilega framsetningu á auglýsingaskilti. 1.12.2009 07:54 Hálka og skafrenningur víða um land Hálka og skafrenningur er víða um land, en helstu leiðir eru færar, segir í tilkynningu frá Vegagerðinni. 1.12.2009 07:51 Enn ein flökkusaga af dauða Kim Jong-il Stjórnvöld í Suður-Kóreu lýstu því yfir opinberlega í morgun að ekkert væri hæft í því að Kim Jong-il Norður-Kóreuleiðtogi hefði verið myrtur eftir að sögusagnir um það komust á kreik. 1.12.2009 07:49 Mesta Rússaflug við Noreg síðan í kalda stríðinu Flug rússneskra herflugvéla meðfram vesturströnd Noregs hefur ekki verið meira síðan á kaldastríðsárunum, að sögn yfirmanns í norska flughernum. 1.12.2009 07:28 Lögregla skaut mann í Kalundborg Lögregla í Kalundborg á Sjálandi skaut mann til bana um klukkan eitt í nótt að íslenskum tíma eftir að hann hafði gert tilraun til að keyra tvo lögreglumenn niður á bíl sínum. 1.12.2009 07:26 Lissabon-sáttmálinn tekur gildi í dag Lissabon-sáttmáli Evrópusambandsins tekur gildi í dag eftir að öll 27 aðildarríki sambandsins hafa undirritað hann. 1.12.2009 07:24 Clemmons talinn njóta aðstoðar vina Maurice Clemmons, sem er á flótta undan lögreglu í Washington eftir að hafa skotið fjóra lögreglumenn til bana á veitingastað í fyrradag, er talinn njóta aðstoðar vina sinna við að fara huldu höfði. 1.12.2009 07:21 Hundur varð fjögurra ára dreng að bana Fjögurra ára drengur í Liverpool í Bretlandi lést eftir að hundur ömmu hans réðst á hann og beit hann í gær. 1.12.2009 07:18 Skora á stjórnina að draga ESB-umsókn til baka Stjórnarfundur Heimssýnar, hreyfingar sjálfstæðissinna í Evrópumálum, skorar á ríkisstjórnina að draga umsókn um aðild Íslands að Evrópusambandinu, til baka. 1.12.2009 07:15 Sjá næstu 50 fréttir
Konur í ánauð neyddar til að skrifa upp á skuldaviðurkenningar Dæmi eru um að erlendum konum sem haldið hefur verið í ánauð hér á landi hafi verið í svo mikilli einangrun að þær vita ekki hvar þær búa, enda þótt þær hafi dvalið hér árum saman. Þá hafa konur verið neyddar til að skrifa upp á skuldaviðurkenningar. 1.12.2009 18:45
Geir Haarde verður 139 ára þegar almenningur verður upplýstur að fullu Allt að 80 ára leynd mun hvíla á viðkvæmum upplýsingum sem rannsóknarnefnd Alþingis hefur haft til meðferðar í tengslum við skýrslu um bankahrunið. Um er ræða upplýsingar sem snerta launakjör einstaklinga og rekstur fyrirtækja. Forseti Alþingis segir að þetta muni ekki rýra gildi skýrslunnar. 1.12.2009 18:38
Ákærð fyrir að stinga 5 ára stelpu Ríkissaksóknari hefur ákært Selmu Guðnadóttur fyrir að stinga fimm ára telpu með hnífi í brjóstið þann 27. september en atburðurinn átti sér stað á heimili stúlkunnar í Reykjanesbæ. 1.12.2009 18:30
Allir búnir að skila nema Ólafur Allir borgarfulltrúar nema Ólafur F. Magnússon, fulltrúi F listans, hafa skilað inn upplýsingum um fjárhaglsega hagsmuni sína, samkvæmt yfirliti sem birt er á vef Reykjavíkurborgar. 1.12.2009 18:09
Tilkynnt um tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlauna Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna voru tilkynntar við hátíðlega athöfn í Listasafni Íslands seinnipartinn í dag. 1.12.2009 17:39
Deilt um afstöðu lögspekinga í fjárlaganefnd Höskuldur Þórhallsson nefndarmaður í fjárlaganefnd segist hafa aðra upplifun af þeim fundi sem haldinn var í fjárlaganefnd í dag þegar fjórir lögfræðingar voru kallaðir fyrir nefndina til að leggja mat sitt á hvort fyrirhugað frumvarp um Icesave stangist á við stjórnarskrá. 1.12.2009 17:27
Báðust afsökunar á „fulleldis“ auglýsingu „Það voru mikil vonbrigði að sjá auglýsinguna í Morgunblaðinu í morgun. Hún var ekki aðeins helmingi minni en í fyrra heldur einnig verulega illa unnin, bæði hvað varðar útlit og texta," segir í yfirlýsingu frá VR en heilsíðu auglýsing í Morgunblaðinu olli óánægju meðal félagsmanna. Tilgangur hennar var að fagna fullveldi Íslendinga. 1.12.2009 17:14
Bandaríkjamenn héldu að það yrði dansað á götunum Bretar sárbændu Bandaríkjamenn um að búa sig vel undir að takast á við ástandið í Írak að innrásinni lokinni, að sögn bresks diplomats. 1.12.2009 16:31
Lögspekingar telja Icesave frumvarpið ekki stangast á við stjórnaskrá Þrír af þeim fjórum lögspekingum sem kallaðir voru fyrir fjárlaganefnd í dag til þess að ræða hvort fyrirhuguð lög um ríkisábyrgð vegna Icesave samningana standist stjórnarskrá eru á því að svo sé ekki. Sá fimmti telur að þessa spurningu þurfi að kanna frekar. 1.12.2009 16:28
Vill hækka útsvar í Reykjavík Borgarfulltrúi Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, vill fullnýta útsvarsins og lagði tillögu þess eðlis fyrir borgarstjórnarfund í morgun og var henni vísað til borgarstjórnar. 1.12.2009 15:43
Miðbaugsmaddaman dæmd fyrir hórmang Catalina Ncogo var sýknuð af ákærum um mansal í Héraðsdómi Reykjaness fyrir stundu en hún var hinsvegar dæmd fyrir að hafa haft viðurværi af vændi kvenna sem hún hélt úti í miðborg Reykjavíkur. Hún hlaut tveggja og hálfs árs fangelsi óskilorðsbundið fyrir sinn þátt í málinu. 1.12.2009 15:18
Tiger og Elín þögul sem gröfin Tiger Woods neitar enn að tala við lögregluna vegna bílslyssins sem hans lenti í. Dagblaðið Los Angeles Times segir að vegna þess hafi lögreglan leitað til sjúkrahússins sem hann var fluttur á til þess að fá áverkavottorð hans. 1.12.2009 15:17
Ungir jafnaðarmenn leggjast gegn skerðingu á fæðingarorlofi Ungir jafnaðarmenn leggjast gegn þeim áformum félagsmálaráðherra að skerða fæðingarorlof, hvernig sem þær tillögur verða framkvæmdar. Frá þessu segir í yfirlýsingu frá UJ. Í umræðu hafa verið tillögur um að skerða hámarksgreiðslur niður í 300 þúsund eða að gera foreldrum að fresta töku eins mánaðar af fæðingarorlofi um nokkur ár. 1.12.2009 15:09
Baugsmál í uppnám vegna tímaritsgreinar Fresta þurfti Baugsmálinu í dag vegna ritstjórnargreinar eftir Róbert Spanó sem finna má í nýjasta hefti Tímariti lögfræðinga og ber heitið: „Ne bis in idem - Mannréttindadómstóll Evrópu víkur frá fyrri fordæmum.“ 1.12.2009 14:51
Í fangelsi fyrir að stela tveimur nautalundum og kynlífseggi Kona var í dag dæmd í Héraðsdómi Reykjavíkur í 90 daga fangelsi fyrir að rjúfa skilorð þegar hún stal tveimur nautalundum í Hagkaup og kynlífseggi í versluninni Adam og Evu. Nautalundirnar voru verðmetnar á rúmar tíu þúsund krónur og eggið á tæpar fimm þúsund. Ákærða játaði skýlaust brot sín og í ljósi þess að hún hefur á stuttu tímabili gerst sek um nokkur afbrot ákvað dómurinn að dæma hana nú í 90 daga fangelsi. 1.12.2009 14:21
Dýrkeypt fegurð Fyrrverandi ungfrú Argentína lést um helgina eftir misheppnaða fegrunaraðgerð á þjóhnöppun. Þetta hefur beint athyglinni að því að Argentína er að verða alheimsmiðstöð fyrir fegrunaraðgerðir. 1.12.2009 14:00
Þorbjörn Jensson hlaut Barnamenningarverðlaunin 2009 Þorbjörn Jensson, forstöðumaður Fjölsmiðjunnar, hlaut í dag Barnamenningarverðlaun Velferðarsjóðs barna árið 2009 fyrir ómetanlegt starf sitt í þágu ungmenna. Verðlaunaféð, 3,5 milljónir króna, verður nýtt til að efla nýja uppbyggingu meðal annars tónlistardeild Fjölsmiðjunnar. Alls var úthlutað ríflega 26 milljónum króna úr Velferðarsjóði barna í dag en heildarúthlutunin úr sjóðnum í ár nemur alls um 160 milljónum króna. 1.12.2009 14:00
Úrskurðarnefnd hækkar verð á þorski, ýsu og karfa Á fundi Úrskurðarnefndar sjómanna og útvegsmanna var ákveðið að hækka verð á slægðum og óslægðum þorski, sem ráðstafað er til eigin vinnslu eða seldur til skyldra aðila, um 5%. 1.12.2009 13:42
Svandís gagnrýnd fyrir seinagang Lagning nýs vegar um Vattarfjörð og Kjálkafjörð á sunnanverðum Vestfjörðum þarf að fara í umhverfismat, þvert gegn vilja Vegagerðarinnar, samkvæmt úrskurði Svandísar Svavarsdóttur umhverfissráðherra. Gagnrýnt var á Alþingi í gær að það hefði tekið ráðherrann sjö mánuði að kveða upp úrskurðinn þegar lög gerðu ráð fyrir að hann hefði tvo. Ráðherrann lofaði bót og betrun vegna ítrekaðrar gagnrýni á ráðuneytið fyrir að draga úrskurði fram úr hófi. 1.12.2009 13:39
Við vorum alls ekki boðflennur í Hvíta húsinu Hjónin sem skutu upp kollinum í kvöldverðarboði í Hvíta húsinu í síðustu viku segja að þau hafi alls ekki verið boðflennur. 1.12.2009 13:27
Lögreglumorð í Seattle: Morðinginn skotinn til bana Lögreglan í Seattle í Bandaríkjunum hefur skotið til bana mann sem grunaður var um að hafa myrt fjóra lögreglumenn með köldu blóði. Morðin voru framin á kaffihúsi á sunnudagsmorgun og hefur verið gerð gríðarleg leit að morðingjum síðan. 1.12.2009 12:26
Siglufjarðarvegur ruddur eftir snjóflóð Vegagerðarmenn ruddu í morgun í gegnum snjóflóðin tvö, sem féllu á Siglufjarðarveg í gærdag, og er vegurinn nú fær. 1.12.2009 12:22
Áhyggjur af HIV smiti með sprautunálum Konur eru í meirihluta þeirra sem smituðust af HIV hér á landi en tólf manns hafa greinst með sjúkdóminn á þessu ári. Í þessum hópi eru fjórir karlmenn og átta konur en enginn samkynhneigður hefur greinst með smit á árinu. Í dag er alþjóðlegi baráttudagurinn gegn alnæmi. 1.12.2009 12:09
Pústrar í Vestmannaeyjum Það var í ýmis horn að líta hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum í vikunni þrátt fyrir að engin alvarleg mál hafi komið upp. 1.12.2009 12:02
Helmingur borgarfulltrúa birtir ekki fjárhagslegar upplýsingar Átta borgarfulltrúar af fimmtán hafa enn ekki skilað upplýsingum um sína fjárhagslegu hagsmuni - eins og borgarráð samþykkti að gera fyrir mánuði. Þeirra á meðal er Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri. 1.12.2009 11:55
Mikill liðsauki til Afganistans Það eru nú um 68 þúsund erlendir hermenn í Afganistan og af þeim eru þrjátíu þúsund frá Bandaríkjunum. 1.12.2009 11:33
Dabbi Grensás ákærður fyrir að kýla kampavínskóng Davíð Smári Helenarson hefur verið ákærður fyrir að slá eiganda Kampavínsklúbbsins Strawberries, Viðar Má Friðfinnsson, á vinstra gagnaugað með þeim afleiðingum að andlitsbein hans brotnaði. Árásin á að hafa átt sér stað í febrúar síðastliðnum. 1.12.2009 11:29
Fjárlaganefnd: Lögspekingar ræða Icesave og stjórnarskrá Nokkrir af virtustu lögfræðingum landsins hafa verið boðaðir á fund fjárlaganefndar í hádeginu í dag. Kallað hefur verið eftir áliti þeirra á því hvort fyrirliggjandi frumvarp um ríkisábyrgð í Icesave málinu standist stjórnarskrána. Á meðal gesta nefndarinnar í dag er Sigurður Líndal prófessor sem á dögunum skrifaði grein í Fréttablaðið þar sem vakin er athygli á því hve lítil umræða hafi farið fram um Icesave með tilliti til stjórnarskráarinnar. 1.12.2009 11:28
Dæmdur fyrir nefbrot á Tunglinu Karlmaður á þrítugsaldri var dæmdur í morgun fyrir að nefbrjóta mann á skemmtistaðnum Tunglinu í miðborg Reykjavíkur í september á síðasta ári. Maðurinn sló fórnalamb sitt einu höggi með þeim afleiðingum að hann nefbrotnaði. 1.12.2009 11:02
Fjölskylduhjálp: „Það er allt tómt, allar frystikistur, allir skápar“ Fjölskylduhjálp Íslands er orðinn uppiskroppa með matvæli en líknarfélagið biðlar til þjóðarinnar allrar að aðstoða félagið svo það geti aðstoðað þá sem minna mega sín. Góðgerðarfélagið hefur hingað til aðstoðað 49 þúsund einstaklinga á ári - allt stefnir í að það met verði slegið í ár. 1.12.2009 10:36
Barn kafnaði við brjóstagjöf Fjögurra mánaða gamalt barn kafnaði þegar móðir þess sofnaði við að gefa því brjóst í einni af flugvélum United Airlines. 1.12.2009 10:34
Ungir bændur ánægðir með skipun vinnuhóps Stjórn Samtaka ungra bænda, fagnar því að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherrra hefur skipað vinnuhóp til að fjalla um breytingar sem verða á eignarhaldi bújarðar vegna bankahrunsins og að vilji sé fyrir hendi til að tryggja að jarðir fari ekki úr landbúnaðarnotkun og leitast sé við að tryggja áframhaldandi búsetur á þeim. 1.12.2009 10:19
Hannaði hjálpartæki gleðinnar „Kínversk speki segir að ef þú brosir fimm sinnum á hverjum degi án tilefnis, breytir þú lífi þínu á nítíu dögum," segir listamaðurinn Gegga, eða Helga Birgisdóttir, sem hefur hannað svokallaðan brosara sem fólk getur nýtt sér til þess að fást við lífið og tilveruna. 1.12.2009 10:00
Íranar handtaka áhöfn af seglskútu Íranar hafa í haldi fimm breska skipverja af kappsiglingasnekkju sem þeir segja að hafi komið inn í landhelgi sína síðastliðin miðvikudag. 1.12.2009 09:53
Neyðarkall frá Fjölskylduhjálp Íslands Fjölskylduhjálp Íslands biðlar til þjóðarinnar um aðstoð fyrir jólin en matarkistur og skápar Fjölskylduhjálpar Íslands eru tómar samkvæmt tilkynningu frá Ásgerði Jónu Flosadóttur, formanns Fjölskylduhjálpar. 1.12.2009 09:53
Gleyma 10.000 símum á mánuði í leigubílum Lundúnabúar skilja að jafnaði 10.000 farsíma eftir í leigubílum í hverjum mánuði og enn fleirum í jólamánuðinum. Auk símanna gleymast eða týnast að jafnaði 1.000 annars konar rafmagnstæki, svo sem fartölvur eða iPod-spilarar, sem farþegar hafa með sér í leigubílana. 1.12.2009 08:22
Óheppileg auglýsingamennska í Alabama Tveimur yfirmönnum sjónvarpsstöðvar í Alabama hefur verið sagt upp störfum eftir heldur óheppilega framsetningu á auglýsingaskilti. 1.12.2009 07:54
Hálka og skafrenningur víða um land Hálka og skafrenningur er víða um land, en helstu leiðir eru færar, segir í tilkynningu frá Vegagerðinni. 1.12.2009 07:51
Enn ein flökkusaga af dauða Kim Jong-il Stjórnvöld í Suður-Kóreu lýstu því yfir opinberlega í morgun að ekkert væri hæft í því að Kim Jong-il Norður-Kóreuleiðtogi hefði verið myrtur eftir að sögusagnir um það komust á kreik. 1.12.2009 07:49
Mesta Rússaflug við Noreg síðan í kalda stríðinu Flug rússneskra herflugvéla meðfram vesturströnd Noregs hefur ekki verið meira síðan á kaldastríðsárunum, að sögn yfirmanns í norska flughernum. 1.12.2009 07:28
Lögregla skaut mann í Kalundborg Lögregla í Kalundborg á Sjálandi skaut mann til bana um klukkan eitt í nótt að íslenskum tíma eftir að hann hafði gert tilraun til að keyra tvo lögreglumenn niður á bíl sínum. 1.12.2009 07:26
Lissabon-sáttmálinn tekur gildi í dag Lissabon-sáttmáli Evrópusambandsins tekur gildi í dag eftir að öll 27 aðildarríki sambandsins hafa undirritað hann. 1.12.2009 07:24
Clemmons talinn njóta aðstoðar vina Maurice Clemmons, sem er á flótta undan lögreglu í Washington eftir að hafa skotið fjóra lögreglumenn til bana á veitingastað í fyrradag, er talinn njóta aðstoðar vina sinna við að fara huldu höfði. 1.12.2009 07:21
Hundur varð fjögurra ára dreng að bana Fjögurra ára drengur í Liverpool í Bretlandi lést eftir að hundur ömmu hans réðst á hann og beit hann í gær. 1.12.2009 07:18
Skora á stjórnina að draga ESB-umsókn til baka Stjórnarfundur Heimssýnar, hreyfingar sjálfstæðissinna í Evrópumálum, skorar á ríkisstjórnina að draga umsókn um aðild Íslands að Evrópusambandinu, til baka. 1.12.2009 07:15