Erlent

Gleyma 10.000 símum á mánuði í leigubílum

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Lundúnabúar skilja að jafnaði 10.000 farsíma eftir í leigubílum í hverjum mánuði og enn fleirum í jólamánuðinum. Auk símanna gleymast eða týnast að jafnaði 1.000 annars konar rafmagnstæki, svo sem fartölvur eða iPod-spilarar, sem farþegar hafa með sér í leigubílana. Um þetta er fjallað í grein í málgagni breskra leigubílstjóra, Taxi, og sagt frá því að áður fyrr hafi fólk helst gleymt skjölum og skrifstofupappírum í bílunum en nú sé öldin önnur og alls konar rafeindabúnaður gleymist en hann bjóði mun frekar upp á að óprúttnir aðilar komist yfir bankaupplýsingar og aðrar viðkvæmar upplýsingar farþeganna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×