Karlmaður á þrítugsaldri var dæmdur í morgun fyrir að nefbrjóta mann á skemmtistaðnum Tunglinu í miðborg Reykjavíkur í september á síðasta ári. Maðurinn sló fórnalamb sitt einu höggi með þeim afleiðingum að hann nefbrotnaði.
Maðurinn játaði brot sitt skýlaust og var því dæmdur í 30 daga fangelsi skilorðsbundið til tveggja ára. Þá þarf hann að greiða manninum 200 þúsund krónur auk þess að greiða lögmannskostnað fórnalambsins. Það var Héraðsdómur Reykjavíkur sem kvað upp dóminn.