Innlent

Fjárlaganefnd: Lögspekingar ræða Icesave og stjórnarskrá

Sigurður Líndal.
Sigurður Líndal.

Nokkrir af virtustu lögfræðingum landsins hafa verið boðaðir á fund fjárlaganefndar í hádeginu í dag. Kallað hefur verið eftir áliti þeirra á því hvort fyrirliggjandi frumvarp um ríkisábyrgð í Icesave málinu standist stjórnarskrána. Á meðal gesta nefndarinnar í dag er Sigurður Líndal prófessor sem á dögunum skrifaði grein í Fréttablaðið þar sem vakin er athygli á því hve lítil umræða hafi farið fram um Icesave með tilliti til stjórnarskráarinnar.

Sigurður segist ekkert vilja fullyrða um það en spyr hvort ekki væri réttara að huga að því áður en frumvarpið verði samþykkt.

Guðbjartur Hannesson, formaður fjárlaganefndar segir óskað hafi verið eftir því að menn myndu ræða þennan þátt, hvort einhver vafi liggi á því að málið sé ekki í samræmi við stjórnarskrá. „Það er það sem við ætlum að ræða í dag," segir Guðbjartur.

Ásamt Sigurði mæta á fundinn þau Eiríkur Tómasson, Björg Thorarensen og Ragnhildur Helgadóttir.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×