Erlent

Mesta Rússaflug við Noreg síðan í kalda stríðinu

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Rússnesk sprengjuflugvél af gerðinni Tupolev Tu-95, svonefndur Björn.
Rússnesk sprengjuflugvél af gerðinni Tupolev Tu-95, svonefndur Björn.

Flug rússneskra herflugvéla meðfram vesturströnd Noregs hefur ekki verið meira síðan á kaldastríðsárunum, að sögn yfirmanns í norska flughernum. Norska ríkisútvarpið hefur það eftir manninum að á tíunda áratugnum hafi orðið vart við rússneskar herflugvélar þrisvar til fjórum sinnum á ári við Noreg en í fyrra hafi það gerst 87 sinnum og í ár hafi norskar F-16 orrustuþotur 75 sinnum flogið til móts við rússneskar herflugvélar og fylgt þeim eftir. Fleiri tegundir Rússavéla séu einnig á ferð og þær fljúgi nú lengri ferðir en áður og séu farnar að taka eldsneyti á flugi í stað þess að láta flugþol einnar tankfylli nægja.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×