Innlent

Í fangelsi fyrir að stela tveimur nautalundum og kynlífseggi

Kona var í dag dæmd í Héraðsdómi Reykjavíkur í 90 daga fangelsi fyrir að rjúfa skilorð þegar hún stal tveimur nautalundum í Hagkaup og kynlífseggi í versluninni Adam og Evu. Nautalundirnar voru verðmetnar á rúmar tíu þúsund krónur og eggið á tæpar fimm þúsund. Ákærða játaði skýlaust brot sín og í ljósi þess að hún hefur á stuttu tímabili gerst sek um nokkur afbrot ákvað dómurinn að dæma hana nú í 90 daga fangelsi.

Þá var karlmaður dæmdur í héraðsdómi í dag fyrir að stela svokölluðum „demantsbolla" í Byko að verðmæti tæplega sjöþúsund króna og rjúfa með því skilorð. Hann var því dæmdur til þess að sæta fangelsi í þrjá mánuði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×