Amfetamínsmyglari fékk þrjú og hálft ár 27. nóvember 2009 02:00 Litla-Hraun Gunnar Viðar Árnason hefur setið í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni frá því í maí. Gunnar Viðar Árnason hefur verið dæmdur til að sæta þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa staðið að innflutningi á 6,1 kílói af amfetamíni 21. apríl. Efnið kom frá Hollandi með hraðsendingarfyrirtækinu UPS á Keflavíkurflugvelli og tók lögregla amfetamínið samdægurs. Það var í áldósum sem ætlaðar voru undir viðarolíu. Gunnar Viðar lagði á ráðin um innflutninginn og var í samráði við aðila í Hollandi um tilhögun sendingar fíkniefnanna hingað til lands. Maður að nafni Roelof Knopper kom pakkanum í sendingu hjá UPS. Daginn áður en sendingin var tekin bárust upplýsingar til lögregluyfirvalda hér að von væri á pakka með fíkniefnum til landsins. Jafnframt að hollenskur karlmaður hefði verið í sambandi við símanúmer hér á landi sem var óskráð. Þar hefði verið rætt um skipulag sendingarinnar. Var talið að notandi íslenska númersins væri Gunnar Viðar, en hann var í sambandi við símanúmer í eigu Hollendings að nafni Johns Dieliessen og fleiri. Til að sanna notkun Gunnars Viðars á símanúmerinu var meðal annars aflað raddgreiningar hjá bandarísku alríkislögreglunni FBI. Þá var unnin staðsetningargreining hjá embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu sem sýndi að óskráði síminn var alltaf í notkun mjög nærri öðrum síma sem Gunnar Viðar kannaðist við að nota. Líkurnar á að það væri tilviljun væru 0,05 prósent. Sjálfur sagðist hann fyrir dómi ekki vilja fullyrða að hann notaði óskráða símann nema þá til að „bulla í kellingum“. Varðandi milljónaupphæðir, nefndar í símtölum, kvaðst Gunnar Viðar hafa lent í illdeilum út af fasteignaviðskiptum og sér hefði verið hótað með „Munda morðingja“. Í maí sáu lögreglumenn Gunnar Viðar hitta þrjá menn, alla útlendinga, í Smáralind, þar sem hann afhenti þeim þykkt umslag. Þeir eru grunaðir um þátt í stórfelldum fíkniefnabrotum. Skömmu síðar var Gunnar Viðar handtekinn. Heima hjá honum fannst marijúana og 1,2 milljónir króna í peningum. Á vinnustað hans voru haldlagðar tæpar 700 þúsund krónur. Því var haldið á lofti að símtöl milli Hollands og Íslands sem lutu að sendingunni og lögregluyfirvöld hleruðu snerust um að útvega til Hollands bíla á góðu verði til að selja með ágóða ytra. Hvað varðar skýringar Gunnars Viðars á símtölum og fleiru segir dómurinn þær „fánýtan fyrirslátt og að engu hafandi“. Allt sé á sömu bókina lært og svör hans og skýringar „út í hött“. Hann eigi sér engar málsbætur. jss@frettabladid.is Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Sjá meira
Gunnar Viðar Árnason hefur verið dæmdur til að sæta þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa staðið að innflutningi á 6,1 kílói af amfetamíni 21. apríl. Efnið kom frá Hollandi með hraðsendingarfyrirtækinu UPS á Keflavíkurflugvelli og tók lögregla amfetamínið samdægurs. Það var í áldósum sem ætlaðar voru undir viðarolíu. Gunnar Viðar lagði á ráðin um innflutninginn og var í samráði við aðila í Hollandi um tilhögun sendingar fíkniefnanna hingað til lands. Maður að nafni Roelof Knopper kom pakkanum í sendingu hjá UPS. Daginn áður en sendingin var tekin bárust upplýsingar til lögregluyfirvalda hér að von væri á pakka með fíkniefnum til landsins. Jafnframt að hollenskur karlmaður hefði verið í sambandi við símanúmer hér á landi sem var óskráð. Þar hefði verið rætt um skipulag sendingarinnar. Var talið að notandi íslenska númersins væri Gunnar Viðar, en hann var í sambandi við símanúmer í eigu Hollendings að nafni Johns Dieliessen og fleiri. Til að sanna notkun Gunnars Viðars á símanúmerinu var meðal annars aflað raddgreiningar hjá bandarísku alríkislögreglunni FBI. Þá var unnin staðsetningargreining hjá embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu sem sýndi að óskráði síminn var alltaf í notkun mjög nærri öðrum síma sem Gunnar Viðar kannaðist við að nota. Líkurnar á að það væri tilviljun væru 0,05 prósent. Sjálfur sagðist hann fyrir dómi ekki vilja fullyrða að hann notaði óskráða símann nema þá til að „bulla í kellingum“. Varðandi milljónaupphæðir, nefndar í símtölum, kvaðst Gunnar Viðar hafa lent í illdeilum út af fasteignaviðskiptum og sér hefði verið hótað með „Munda morðingja“. Í maí sáu lögreglumenn Gunnar Viðar hitta þrjá menn, alla útlendinga, í Smáralind, þar sem hann afhenti þeim þykkt umslag. Þeir eru grunaðir um þátt í stórfelldum fíkniefnabrotum. Skömmu síðar var Gunnar Viðar handtekinn. Heima hjá honum fannst marijúana og 1,2 milljónir króna í peningum. Á vinnustað hans voru haldlagðar tæpar 700 þúsund krónur. Því var haldið á lofti að símtöl milli Hollands og Íslands sem lutu að sendingunni og lögregluyfirvöld hleruðu snerust um að útvega til Hollands bíla á góðu verði til að selja með ágóða ytra. Hvað varðar skýringar Gunnars Viðars á símtölum og fleiru segir dómurinn þær „fánýtan fyrirslátt og að engu hafandi“. Allt sé á sömu bókina lært og svör hans og skýringar „út í hött“. Hann eigi sér engar málsbætur. jss@frettabladid.is
Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Sjá meira