Amfetamínsmyglari fékk þrjú og hálft ár 27. nóvember 2009 02:00 Litla-Hraun Gunnar Viðar Árnason hefur setið í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni frá því í maí. Gunnar Viðar Árnason hefur verið dæmdur til að sæta þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa staðið að innflutningi á 6,1 kílói af amfetamíni 21. apríl. Efnið kom frá Hollandi með hraðsendingarfyrirtækinu UPS á Keflavíkurflugvelli og tók lögregla amfetamínið samdægurs. Það var í áldósum sem ætlaðar voru undir viðarolíu. Gunnar Viðar lagði á ráðin um innflutninginn og var í samráði við aðila í Hollandi um tilhögun sendingar fíkniefnanna hingað til lands. Maður að nafni Roelof Knopper kom pakkanum í sendingu hjá UPS. Daginn áður en sendingin var tekin bárust upplýsingar til lögregluyfirvalda hér að von væri á pakka með fíkniefnum til landsins. Jafnframt að hollenskur karlmaður hefði verið í sambandi við símanúmer hér á landi sem var óskráð. Þar hefði verið rætt um skipulag sendingarinnar. Var talið að notandi íslenska númersins væri Gunnar Viðar, en hann var í sambandi við símanúmer í eigu Hollendings að nafni Johns Dieliessen og fleiri. Til að sanna notkun Gunnars Viðars á símanúmerinu var meðal annars aflað raddgreiningar hjá bandarísku alríkislögreglunni FBI. Þá var unnin staðsetningargreining hjá embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu sem sýndi að óskráði síminn var alltaf í notkun mjög nærri öðrum síma sem Gunnar Viðar kannaðist við að nota. Líkurnar á að það væri tilviljun væru 0,05 prósent. Sjálfur sagðist hann fyrir dómi ekki vilja fullyrða að hann notaði óskráða símann nema þá til að „bulla í kellingum“. Varðandi milljónaupphæðir, nefndar í símtölum, kvaðst Gunnar Viðar hafa lent í illdeilum út af fasteignaviðskiptum og sér hefði verið hótað með „Munda morðingja“. Í maí sáu lögreglumenn Gunnar Viðar hitta þrjá menn, alla útlendinga, í Smáralind, þar sem hann afhenti þeim þykkt umslag. Þeir eru grunaðir um þátt í stórfelldum fíkniefnabrotum. Skömmu síðar var Gunnar Viðar handtekinn. Heima hjá honum fannst marijúana og 1,2 milljónir króna í peningum. Á vinnustað hans voru haldlagðar tæpar 700 þúsund krónur. Því var haldið á lofti að símtöl milli Hollands og Íslands sem lutu að sendingunni og lögregluyfirvöld hleruðu snerust um að útvega til Hollands bíla á góðu verði til að selja með ágóða ytra. Hvað varðar skýringar Gunnars Viðars á símtölum og fleiru segir dómurinn þær „fánýtan fyrirslátt og að engu hafandi“. Allt sé á sömu bókina lært og svör hans og skýringar „út í hött“. Hann eigi sér engar málsbætur. jss@frettabladid.is Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Sjá meira
Gunnar Viðar Árnason hefur verið dæmdur til að sæta þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa staðið að innflutningi á 6,1 kílói af amfetamíni 21. apríl. Efnið kom frá Hollandi með hraðsendingarfyrirtækinu UPS á Keflavíkurflugvelli og tók lögregla amfetamínið samdægurs. Það var í áldósum sem ætlaðar voru undir viðarolíu. Gunnar Viðar lagði á ráðin um innflutninginn og var í samráði við aðila í Hollandi um tilhögun sendingar fíkniefnanna hingað til lands. Maður að nafni Roelof Knopper kom pakkanum í sendingu hjá UPS. Daginn áður en sendingin var tekin bárust upplýsingar til lögregluyfirvalda hér að von væri á pakka með fíkniefnum til landsins. Jafnframt að hollenskur karlmaður hefði verið í sambandi við símanúmer hér á landi sem var óskráð. Þar hefði verið rætt um skipulag sendingarinnar. Var talið að notandi íslenska númersins væri Gunnar Viðar, en hann var í sambandi við símanúmer í eigu Hollendings að nafni Johns Dieliessen og fleiri. Til að sanna notkun Gunnars Viðars á símanúmerinu var meðal annars aflað raddgreiningar hjá bandarísku alríkislögreglunni FBI. Þá var unnin staðsetningargreining hjá embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu sem sýndi að óskráði síminn var alltaf í notkun mjög nærri öðrum síma sem Gunnar Viðar kannaðist við að nota. Líkurnar á að það væri tilviljun væru 0,05 prósent. Sjálfur sagðist hann fyrir dómi ekki vilja fullyrða að hann notaði óskráða símann nema þá til að „bulla í kellingum“. Varðandi milljónaupphæðir, nefndar í símtölum, kvaðst Gunnar Viðar hafa lent í illdeilum út af fasteignaviðskiptum og sér hefði verið hótað með „Munda morðingja“. Í maí sáu lögreglumenn Gunnar Viðar hitta þrjá menn, alla útlendinga, í Smáralind, þar sem hann afhenti þeim þykkt umslag. Þeir eru grunaðir um þátt í stórfelldum fíkniefnabrotum. Skömmu síðar var Gunnar Viðar handtekinn. Heima hjá honum fannst marijúana og 1,2 milljónir króna í peningum. Á vinnustað hans voru haldlagðar tæpar 700 þúsund krónur. Því var haldið á lofti að símtöl milli Hollands og Íslands sem lutu að sendingunni og lögregluyfirvöld hleruðu snerust um að útvega til Hollands bíla á góðu verði til að selja með ágóða ytra. Hvað varðar skýringar Gunnars Viðars á símtölum og fleiru segir dómurinn þær „fánýtan fyrirslátt og að engu hafandi“. Allt sé á sömu bókina lært og svör hans og skýringar „út í hött“. Hann eigi sér engar málsbætur. jss@frettabladid.is
Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Sjá meira
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent