Innlent

Aldrei hafa fleiri mætt

Ragnhildur G. Guðmundsdóttir
Ragnhildur G. Guðmundsdóttir

Aðra vikuna í röð mættu yfir 500 manns í vikulega matarúthlutun Mæðrastyrksnefndar. „Í þessari viku mættu 502 og í síðustu 504. Síðan ég tók við hjá Mæðrastyrksnefnd fyrir sex árum hafa ekki mætt svona margir til okkar,“ segir Ragnhildur G. Guðmundsdóttir, formaður Mæðrastyrksnefndar.

Ragnhildur segir að í haust hafi yfirleitt um 400 manns mætt í viku hverri að meðaltali. Hún taki eftir því að fjölgað hefur í hópi eldri borgara, öryrkja og eins mæti meira af ungu fólki en áður, yngra en tvítugt sem sé illa statt og þurfi því að leita aðstoðar.- sbt




Fleiri fréttir

Sjá meira


×