Innlent

Jákvæð upplifun besta gjöfin

prjónadót Meðal þess sem dómnefnd Rannsóknaseturs verslunarinnar stingur upp á að stuðli að jákvæðri upplifun eru heimagerðar jólagjafir.
prjónadót Meðal þess sem dómnefnd Rannsóknaseturs verslunarinnar stingur upp á að stuðli að jákvæðri upplifun eru heimagerðar jólagjafir.

Jólagjöfin í ár er „jákvæð upplifun“ að mati dómnefndar Rannsóknaseturs verslunarinnar á Bifröst.

Niðurstaðan fékkst eftir að farið hafði verið yfir á annað hundrað tillagna, að því er fram kemur í tilkynningu.

„Í þessu vali felst að jólagjöfin veiti þeim sem fær gjöfina jákvæða upplifun og verðið rúmist innan fjárhags gefandans,“ segir í tilkynningu. Best sé að láta ímyndunaraflið ráða för. „Dansnámskeið fyrir afa, flúðasigling fyrir frænku, miði á leiksýningu fyrir besta vininn eða iljanudd fyrir eiginmanninn,“ segir þar og jafnframt bent á að frídagur með börnum, eða heimaprjónaðir vettlingar falli líka í þennan flokk.- óká




Fleiri fréttir

Sjá meira


×