Erlent

Ráðgátan um Bermúda þríhyrninginn leyst

Nokkrar herflugvélar hurfu á miðri síðustu öld í Bermúda þríhyrningnum. Talið er að þær hafi orðið bensínlausar.
Nokkrar herflugvélar hurfu á miðri síðustu öld í Bermúda þríhyrningnum. Talið er að þær hafi orðið bensínlausar.

Blaðamaðurinn og rannsakandinn Tom Mangold telur sig hafa gert það sem enginn hefur getað gert í tugi ára; leyst ráðgátuna um Bermúda þríhyrninginn.

Þríhyrningurinn sem dregur nafn sitt af Bermúdaeyjum, Flórída og Puerto Rico, hefur lengi verið alræmdur. Fjöldi flugvéla og skipa hafa horfið eða sokkið á svæðinu. Margir telja að umferð geimskipa sér sérstaklega mikil á svæðinu, aðrir telja að leyfar Atlantis sé á botni hafsins og grandi faratækjunum.

Tom Magnold hefur hinsvegar unnið markvisst að því a leysa gátuna fyrir BBC og telur sig hafa gert það.

Frægustu atvikin varðandi Bermúda þríhyrninginn eru hvarf fjölda flugvéla. Þar á meðal hvarf bresk farþegavél með 51 einum farþega um borð. Hún hvarf sporlaust á fimmta áratugnum.

Ástæðan var einföld að mati Toms; hún hrapaði vegna alvarlegrar bilunar í tæknibúnaði sem var tilkominn af lélegri hönnun.

Þá er frægt þegar nokkrar herflugvélar, sem voru við æfingar, hurfu sporlaust á heiðskírum á miðri síðustu öld. flugvélarnar urðu bensínlausar meðal annars vegna mótvinds að sögn Tom.

Hægt er að lesa hvernig Tom leysir gátuna á vef BBC.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×