Erlent

Komu í veg fyrir gleðigöngu

Lögreglumenn biðu átekta í Belgrad í gær.fréttablaðið/AP
Lögreglumenn biðu átekta í Belgrad í gær.fréttablaðið/AP
Samkynhneigðir hættu í gær við fyrirhugaða gleðigöngu sína í Belgrad, höfuðborg Serbíu, vegna hótana frá harðlínuhópum þjóðernissinna, sem boðuðu til mótmælasamkomu gegn gleðigöngunni.

Fáir mættu á mótmælafundinn, en 46 manns voru handteknir í aðgerðum lögreglu gegn ofbeldishópum sem gert hafa töluverðan usla í borginni undanfarið. Í gær var ráðist á 25 ára gamlan Ástrala, sem var á gangi í almenningsgarði í Belgrad. Annar útlendingur, 28 ára Frakki, liggur lífshættulega slasaður á sjúkrahúsi eftir barsmíðar sem hann varð fyrir á fimmtudag.- gb



Fleiri fréttir

Sjá meira


×