Erlent

Brown og Gaddafi funda

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Brown og Gaddafi.
Brown og Gaddafi.

Breski forsætisráðherrann Gordon Brown mun funda með Muammar Gaddafi Líbýuleiðtoga á fimmtudaginn og reyna með því að lægja reiðiölduna sem reis í Bretlandi eftir að Skotar slepptu Lockerbie-sprengjumanninum Ali Mohmed al-Megrahi úr fangelsi af mannúðarástæðum, eins og það var skýrt. Háværar raddir segja þó lausn al-Megrahis til komna af viðskiptahagsmunum Breta og Líbýumanna en Bretar selja Líbýumönnum vopn fyrir milljónir punda á ári auk þess sem olíusamningar milli landanna eru í bígerð. Brown og Gaddafi munu hittast í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York á fimmtudaginn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×