Erlent

Hvattur til að endurskoða framboð

David Paterson
David Paterson
Bandaríkjaforseti hefur farið þess á leit við David Paterson, ríkisstjóra New York, að hann gefi ekki kost á sér til embættis ríkisstjóra í næstu kosningum sem fara fram árið 2010.

Forystumenn Demókrataflokksins munu hafa áhyggjur af því að pólitísk staða Patersons sé ekki nægilega sterk og telja embættið of mikilvægt til að taka áhættu, að því er ónafngreindir ráðgjafar flokksins segja í samtali við AP-fréttastofuna.

Paterson tók við embættinu af Eliot Spitzer í mars 2008 eftir að hann varð uppvís að kynlífshneyksli. - ve



Fleiri fréttir

Sjá meira


×