Fleiri fréttir

Gefa ný krabbameinslyf fyrsta árið á Íslandsmarkaði

Actavis hefur ákveðið að færa íslenskum sjúkrastofnunum gjöf í tilefni þess að fyrstu krabbameinslyf félagsins á stungulyfjaformi eru nú aðgengileg á Íslandi. Mun Actavis afhenda sjúkrastofnununum ársbirgðir af fimm tilteknum krabbameinslyfjum endurgjaldslaust, að fram kemur í tilkynningu. Verðmæti gjafarinnar er metið um 13til15 milljónir íslenskra króna.

Leita leiða til að tryggja rekstur Strætós

Eigendur og stjórnendur Strætó bs. ætla að tryggja áframhaldandi rekstur fyrirtæksins, segir Jórunn Frímannsdóttir stjórnarformaður Strætó bs. „Það hefur aldrei verið meiri þörf fyrir þjónustuna en núna og við munum leita allra leiða til að koma í veg fyrir frekari skerðingu á þjónustunni.“

Verið að traðka á stjórnarskránni í boði Framsóknar

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í umræðum á Alþingi í kvöld að ekki væri hægt að tala um málþóf þegar stjórnarskráin væri til umræðu. Hún sagði að ekki einungis aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar væri í boði Framsóknarflokksins heldur væri einnig verið að traðka á stjórnarskránni í boði flokksins.

Telja Íslendinga brjóta alþjóðasamninga

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins telur að áform Íslendinga um auknar veiðar á makríl brjóti alþjóðasamninga sem eigi að koma í veg fyrir ofveiði fiskistofna. Framkvæmdastjórnin telur að fyrirætlun Íslendinga vinni gegn frekari uppbyggingu á makrílstofninum.

Lögreglan lýsir eftir manni

Lögreglan á Suðurnesjum lýsir manni sem slapp úr haldi lögreglunnar fyrr í dag. Hann er talinn vera í felum í Reykjanesbæ. Maðurinn er fæddur 1988, klæddur í bláar gallabuxur, brúna mokka úlpu og dökka skyrta. Hann er svarthærður með brún augu. Við leit á manninum í dag setti lögregla meðal annars upp vegatálma í grennd við Reykjanesbæ.

Yfirtaka eignir svikahrappsins Madoffs

Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa nú hafist handa við að yfirtaka eignir svikahrappsins Bernards Madoffs. Þegar er búið að leggja hald á snekkju Madoffs sem er mikil listasmíði frá árinu 1969. Hún er metin á um 260 milljónir króna. Minni bátur var hirtur í leiðinni.

Boða langar umræður um stjórnarskrárfrumvarpið

Sjálfstæðismenn boða langar umræður um stjórnarskrárfrumvarp forsætisráðherra en þeir vilja að fallið verði frá öllum greinum frumvarpsins nema einni. Þeir segja að verið sé að brjóta hálfrar aldar hefð um að afgreiða breytingar á stjórnarskrá í sátt allra flokka á þingi.

Agnes: FME rannsaki bankamenn frekar en blaðamenn

Agnes Bragadóttir, blaðamaður á Morgunblaðinu, segir að Fjármálaeftirlitið ætti fremur að rannsaka bankamenn en þá sem fjalla um þá. Fjármálaeftirlitið telur að hún og annar blaðamaður Morgunblaðsins hafi brotið gegn bankaleynd. Eftirlitið átti sjálft frumkvæði að málinu. Formaður Blaðamannafélags Íslands segir þetta tilraun til að kúga blaðamenn til þagnar.

Olíuskattar Íslands draga úr áhuga á Drekaútboðinu

Áformuð skattheimta íslenskra stjórnvalda af olíuvinnslu hrekur olíufélög frá því að taka þátt í Drekaútboðinu. Þetta segir forstjóri norsks olíufélags sem spáir því að umsækjendur verði teljandi á fingrum annarrar handar þegar fresturinn rennur út þann 15. maí.

Vinstri grænir eru enn næst stærstir

Vinstrihreyfingin - grænt framboð er enn næststærsti stjórnmálaflokkur landsins samkvæmt nýrri Capacent-Gallup skoðanakönnun sem birt var í dag og greint var frá í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins. Sem fyrr mælist Samfylkingin stærsti flokkur landsins.

Ung vinstri græn vilja sumarannir

Ung vinstri græn hvetja menntamálaráðherra til að beita sér fyrir því að sem flestir háskólar bjóði upp á sumarannir á komandi sumri. Einnig leggja Ung vinstri græn til að skólagjöld fyrir sumarnám á framhaldsskólastigi verði afnumin.

Hægt að samþykja frumvarp um persónukjör

Lögfræðingar telja að ekki þurfi aukin meirihluta þingmanna til að breyta ákvæðum kosningalaga er lúta að persónukjöri. Áður hefur komið fram í áliti lögfræðings Alþingis um að atkvæði 2/3 hluta þingmanna þurfi til að breyta lögunum. Tekist hefur verið á um málið undanfarna daga, meðal annars í sölum Alþingis.

Bjóða upp á ókeypis tannlækningar

Tannlæknafélag Íslands og Tannlæknadeild Háskóla Íslands hafa tekið höndum saman og bjóða barnafjölskyldum sem búa við kröpp kjör upp á ókeypis tannlæknaþjónustu fjórar laugardaga í apríl og maí.

Sýknuð af ákæru um umboðssvik

Hæstiréttur sýknaði í dag karlmann sem hafði verið dæmdur í Héraðsdómi Norðurlands eystra fyrir umboðsvik. Héraðsdómur hafi fundið manninn sekan um að hafa misnotað aðgang sinn að gjaldeyrisviðskiptakerfi í Netbanka Glitnis.

Setuverkfalli stúdenta lokið

Setuverkfalli stúdenta í Háskóla Íslands lauk nú fyrir stundu, skömmu eftir að Háskólaráðsfundi var slitið. Í tilkynningu frá stúdentafélaginu Röskvu segir að á fundi Háskólaráðs hafi verið ákveðið að rektor Háskóla Íslands myndi funda með menntamálaráðherra, Katrínu Jakobsdóttur, á morgun og að einnig yrði boðaður fundur með rektor, fulltrúum stúdenta og menntamálaráðuneytinu strax eftir helgi.

Fjögurra ára fangelsisdómur Annþórs staðfestur í Hæstarétti

Hæstiréttur staðfesti í dag fjögurra ára fangelsisdóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Annþóri Kristjáni Karlssyni og tveggja og hálfs árs fangelsisdóm yfir Tómasi Kristjánssyni. Þeir voru dæmdir fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa staðið saman, ásamt tveimur öðurm, að innflutningi á rúmu fjögurra og hálfu kílói af amfetamíni og rúmu hálfu kílói af kókaíni frá Þýskalandi til Íslands.

Stúdentar enn í setuverkfalli - bíða eftir að fundi háskólaráðs ljúki

Stúdentar sem hófu setuverkfall í morgun í Háskóla Íslands til þess að þrýsta á skólayfirvöld um að taka upp sumarannir við Háskólann sitja enn sem fastast og bíða þess að háskólaráð ljúki fundarhöldum sínum um málið. Í yfirlýsingu frá stúdentum segir að krafan um sumarannir hafi verið uppi í lengri tíma en að engin skýr svör hafi borist frá yfirvöldum.

Um 42% kvenna sæta ofbeldi

Um 42% kvenna á Íslandi hafa sætt ofbeldi einhvern tíma á ævinni frá 16 ára aldri. Með ofbeldi er átt við líkamlegt ofbeldi, hótanir og kynferðislega snertingu sem veldur mikilli vanlíðan.

Umsagnaraðilum stillt upp við vegg

Umsagnaraðilum um frumvarp um breytingar á stjórnskipunarlögum var stillt upp við vegg vegna tímaskorts, að sögn Björns Bjarnasonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins.

Í fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning

Þrír karlmenn voru dæmdir fyrir innflutning á fíkniefnum í hérðasdómi Reykjaness í morgun. Einn mannanna hlaut fimm mánaða fangelsisdóm, annar fjögurra mánaða og sá þriðji sex mánaða skilorðsbundinn dóm. Um var að ræða innflutning á rúmu kílói af maríjúana sem mönnum mátti vera ljóst að væru til sölu hér á landi samvkæmt ákæru.

Gagnrýnir laun Evu Joly

Kristján Þór Júlíusson segir að með samkomulagi sem ríkisstjórnin gerði við Evu Joly hafi ríkið tekið nýja launastefnu. Hún fái greiddar 325 þúsund krónur á dag.

Blásið til nýrrar Búsáhaldabyltingar

Boðað hefur verið til mótmæla fyrir utan Alþingishúsið í dag og fram á kvöld þar sem mótmæla á málþófi og andstöðu Sjálfstæðisflokksins við frumvarpi um stjórnlagaþing. Heiða B. Heiðarsdóttir ætlar að taka þátt í mótmælunum og bendir á að 70% þjóðarinnar vilji fá stjórnlagaþing og krafan um nýja stjórnarskrá sé hávær. Heiða tilheyrir Borgarahreyfingunni sem setur markið hátt í komandi þingkosningum.

Lögreglan leitar að Karen Lind

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar að Karen Lind Sigurpálsdóttur 14 ára sem fór frá heimili sínu að morgni 31.mars.

Gagnrýni á óvandaða málsmeðferð

Stjórnarskráin er grundvöllur stjórnskipulags íslenska lýðveldisins. Hún mælir annarsvegar fyrir um reglur er fjalla um vald handhafa ríkisvalds, þ.e. löggjafarvalds, framkvæmdavalds og dómsvalds, og hinsvegar um mannréttindi borgaranna og þær takmarkanir og skyldur sem hvíla á handhöfum ríkisvalds gagnvart almenningi í landinu.

Tveggja ára fangelsi fyrir líkamsárás

Gytis Kepalas, var dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar í dag fyrir líkamsárás og þann 5. október síðastliðinn. Kepalas réðst að 69 ára gömlum manni í húsasundi gegnt Laugavegi 49 í Reykjavík ásamt öðrum manni, sló hann nokkrum sinnum í andlitið þannig að hann féll í jörðina og tók af honum seðlaveski með 100 þúsund krónum og farsíma. Maðurinn særðist í andliti og á brjóstkassa.

Söng í ræðustól á Alþingi - myndband

Árni Johnsen þingmaður Sjálfstæðisflokksins kemur sífellt á óvart. Hann hefur stjórnað brekkusöng á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í fjölda mörg ár og svo virðist sem hann hafi fært það hlutverk sinn inn á Alþingi. Rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi kvað Árni sér hljóðs í umræðum um endrugreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi, þar sem hann söng lítinn lagstúf.

Endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar hækka í 20 prósent

Frumvarp um breytingu á lögum um tímabundnar endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar hér á landi var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum á Alþingi í dag. Breytingin mun hafa það í för með sér að endurgreiðsluhlutfall vegna erlendrar kvikmyndagerðar hér á landi mun hækka úr 14 prósentum í 20 prósent.

G20: 250 milljarðar dollara í björgunarpakka

Leiðtogar 20 helstu iðnvelda heims eru nálægt því að ná samkomulagi um 250 milljarða dollara björgunarpakka til þess að liðka fyrir alþjóðaviðskiptum. Þeir vilja einnig herða eftirlit með fjármálastofnunum. Þessa 250 milljarða dollara á að nota á næstu tveimur árum til þess að liðka fyrir viðskiptum í gegnum afurðalána- og fjárfestingastofnanir sem og þróunarlánabanka.

Forstjóri Fjármálaeftirlitsins skipaður í dag

Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra sagði frá því að fundi viðskiptanefndar Alþingis í dag að svo kynni að fara að nýr forstjóri Fjármálaeftirlitsins yrði skipaður á næstu klukkustundum. Sagði hann að Gunnar Haraldsson,

Vandséð að umsókn Breta þjóni nokkrum tilgangi

Tómas H. Heiðar, þjóðréttarfræðingur hjá utanríkisráðuneytinu, segir vandséð að einhliða greinargerðir Breta og Íra varðandi Hatton-Rockall svæðið þjóni nokkrum tilgangi. Þjóðirnar hafa lagt inn umsókn til Sameinuðu Þjóðanna um full yfirráð yfir svæðinu sem talið er ríkgt af olíu en það liggur mitt á milli Bretlands og Íslands í Norður-Atlantshafinu.

Aprílgabb Vísis

Fréttamenn á Visi leggja sig fram um að segja áreiðanlegar og góðar fréttir af málefnum líðandi stundar á hverjum degi.

Auka á hlut kvenna í sveitarstjórnum

Alþingi hefur ályktað að Ásta R. Jóhannesdóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, feli Jafnréttisstofu að hrinda af stað aðgerðum til að efla hlut kvenna í sveitarstjórnum.

Auglýsir eftir þingmönnum

Lýðræðishreyfingin undir forystu Ástþórs Magnússonar hefur auglýst stöður þingmanna og ráðherra laustar til umsóknar. Í tilkynningu frá hreyfingunni segir að stöðurnar séu auglýstar á vefsíðunni xp.is. Þar kemur einnig fram að launakjör séu frá 600.000 krónum á mánuði auk ýmissa fríðinda. Eftir að hafa árangurslaust reynt að ná sambandi við fólk í atvinnuleit í gegnum atvinnumiðlun Vinnumálastofnunar voru störf á vegum Lýðræðishreyfingarinnar auglýstar á vefnum job.is að því er kemur fram í tilkynningunni.

Nýnemum fjölgaði um 70% á tíu árum

Nýnemar á háskólastigi á Íslandi voru 3.379 haustið 2007 og hafði fjölgað um 70,7% frá hausti 1997, eftir þvi sem fram kemur í tölum Hagstofunnar. Nýnemar á háskólastigi eru skilgreindir sem þeir

Útfararþjónusta grunuð um að stytta lík

Lögregla í Suður-Karólínu rannsakar nú hvort útfararþjónusta hafi fjarlægt fótleggina af líki hávaxins manns til að koma því fyrir í kistunni. Rannsóknin á þessum óhugnanlega niðurskurði er byggð á framburði fyrrverandi starfsmanns útfararþjónustunnar en hinn látni var tæpir tveir metrar á hæð og lést úr krabbameini árið 2004.

Stefnir í stríð milli Íslands og Bretlands um Rockall svæðið

Bretland hefur lagt inn umsókn hjá Sameinuðu þjóðunum um full yfiráð yfir Hatton-Rockall svæðinu í Norður Atlantshafi. Þar með stefni í diplómatískt stríð milli Íslands og Færeyja annarsvegar og Bretlands hinsvegar. Írland átti einnig aðild að samningaviðræðunum.

Netnotkun eykur afköst starfsfólks

Niðurstöður rannsóknar á vegum háskólans í Melbourne koma vafalítið sem blaut tuska í andlit vinnuveitenda sem keppst hafa við að loka á notkun ýmiss konar samskipta- og myndskeiðavefja á vinnustaðnum, svo sem Facebook, Twitter og YouTube svo eitthvað sé nefnt.

Íbúðaverð hríðfellur á Manhattan

Verð íbúða á Manhattan í New York hefur fallið um allt að 16 prósent á fyrsta fjórðungi ársins, að sögn fasteignasala í borginni. Fram að þessu hefur verð fasteigna í þessum hluta borgarinnar verið hátt en á því hefur orðið mikil breyting með auknu atvinnuleysi og stöðugri lækkun hlutabréfa á Wall Street. Atvinnuleysi í New York-borg mælist nú 8,1 prósent og hefur ekki verið meira síðan haustið 2003.

Styttist í tilraunaskot N-Kóreumanna

Norður-Kóreumenn hafa nú hafist handa við að hlaða langdræga eldflaug eldsneyti, að sögn heimildamanns innan raða Bandaríkjahers. Er nú talið að það styttist í tilraunaskot, sem Norður-Kóreumenn hafa fram að þessu haldið staðfastlega fram að snúist um að koma gervitungli á braut en ekki skjóta upp eldflaug.

Mótmælandi varð bráðkvaddur

Maður lést í mótmælum nærri seðlabanka Englands í London í gærkvöldi en þar var fjöldi mótmælenda saman kominn í tilefni af G20-fundinum svokallaða. Maðurinn, sem var staddur í hópi mótmælenda, hneig skyndilega niður og kölluðu aðrir mótmælendur til lögreglu.

Sjá næstu 50 fréttir