Erlent

Styttist í tilraunaskot N-Kóreumanna

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Gervihnattamynd af skotpallinum.
Gervihnattamynd af skotpallinum.

Norður-Kóreumenn hafa nú hafist handa við að hlaða langdræga eldflaug eldsneyti, að sögn heimildamanns innan raða Bandaríkjahers. Er nú talið að það styttist í tilraunaskot, sem Norður-Kóreumenn hafa fram að þessu haldið staðfastlega fram að snúist um að koma gervitungli á braut en ekki skjóta upp eldflaug.

Bandaríkjamenn segjast sjá af gervihnattamyndum að oddi eldflaugarinnar hafi nýlega verið komið fyrir á henni, en annars sé erfitt að fylgjast nákvæmlega með framvindu mála þar sem Norður-Kóreumenn hafi hulið skotpallinn með yfirbreiðslu til að torvelda að með þeim sé fylgst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×