Erlent

Lögregluþjónn stal vopnum og fannst myrtur

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Lögregla rannsakar staðinn þar sem lík mannsins fannst í Juarez í Mexíkó.
Lögregla rannsakar staðinn þar sem lík mannsins fannst í Juarez í Mexíkó. MYND/CNN/KINT

Lík bandarísks lögreglumanns, sem flúði úr landi eftir að hafa stolið fjölda skotvopna í ríkiseigu, fannst í mexíkósku borginni Juarez í gær. Maðurinn hafði verið skotinn til bana. Hann átti yfir höfði sér ákæru í Bandaríkjunum fyrir þjófnaðinn en þar hafði hann starfað í 17 ár við löggæslustörf í landamæraborginni El Paso í Texas. Lögregla segir að búið sé að finna öll vopnin sem maðurinn tók ófrjálsri hendi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×