Fleiri fréttir

Styðja Guðjón Arnar áfram sem formann

Aðildarfélög Frjálslynda flokksins í Norðausturkjördæmi lýsa yfir eindregnum stuðningi við Guðjón Arnar Kristjánsson til áframhaldandi setu sem formaður flokksins.

Mikið um slys á fólki um helgina

Allnokkuð var um slys á fólki um helgina en lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust vel á annan tug tilkynninga þess efnis. Óhöppin voru af ýmsu tagi en minnst þrír beinbrotnuðu á laugardagsmorgun.

Steinunn stefnir á 4.sætið

Steinunn Þóra Árnadóttir öryrki og mannfræðinemi hefur ákveðið að gefa kost á sér í 4.sæti í sameiginlegu forvali Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs fyrri Reykjavíkurkjördæmin sem haldið verður í byrjun næsta mánaðar.

Farið fram á forsjársviptingu

Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu segir það liggja fyrir að barnverndarnefnd fari fram á forsjársviptingu foreldra stúlkunnar sem misnotuð var af föður sínum ítrekað. Faðirinn fékk tveggja ára fangelsisdóm í síðustu viku en málið hefur vakið talsverða athygli fjölmiðla. Bragi segir stúlkuna fá alla þá meðferð sem hægt sé að veita og segir dóminn marka tímamót hér á landi. Bragi var gestur í Kastljósi Sjónvarpsins í kvöld.

Kjarnorkukafbátar í árekstri djúpt í Atlantshafi

Tveir kjarnorkukafbátar frá Bretlandi og Frakklandi skemmdust mikið þegar þeir lentu í hörðum árekstri djúpt í Atlantshafinu fyrr í þessum mánuði. Flotastjórnir landanna reyndu að leyna atburðinum

Færeyjar og Ísland

Nokkur umfjöllun hefur átt sér stað um þungan dóm sem íslenskur maður hlaut í Færeyjum en hann hlaut 7 ára fangelsisdóm fyrir litlar sakir. Um leið og Íslendingar velta fyrir sér óréttlæti í réttarkerfi Færeyja ættu þær að nýta tækifærið og líta sér nær.

Ólíklegt að laun hækki um næstu mánaðarmót

Ólíklegt er að laun á almennum vinnumarkaði hækki um næstu mánaðarmót eins og kjarasamningar gera ráð fyrir. Meirihluti formanna aðildarfélaga ASÍ vill fresta endurskoðun samninganna fram á sumar sem þýðir að hækkanirnar frestast þangað til.

Segir Sjálfstæðisflokkinn hafa sofið á verðinum

Guðlaugur Þór Þórðarson fyrrverandi heilbrigðisráðherra segir að Sjálfstæðisflokkurinn eigi að viðurkenna mistök sín og biðja þjóðina afsökunar. Þetta sagði Guðlaugur Þór í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni fyrir stundu. Hann segist ekki vera búinn að gera upp við sig hvort hann fari í formannsslag á komandi landsfundi.

Tölvupóstar Geirs og AGS

Geir H. Haarde hefur sent fjölmiðlum tölvupóstsamskipti sín og Poul Thomsen hjá IMF dagana 9. og 12. febrúar en það var á grundvelli þessarar samskipta var ákveðið að spyrja forsætisráðherra út í hina upphaflegu umsögn sjóðsins um frumvarp um breytingar á lögum um Seðlabankann.

Segir fullyrðingar Geirs Haarde ekki réttar

Forsætisráðuneytið hefur ákveðið að birta tölvupóstsamskipti milli ráðuneytisins og Alþjóða gjaldeyrissjóðsins í tilefni orða Geirs H. Haarde á Alþingi í dag. Þar sagði Geir að forsætisráðherra hefði sagt ósatt um áskilinn trúnað AGS á athugasemdum sem sjóðurinn sendi stjórnvöldum fyrr í þessum mánuði.

Tvær og hálf milljón á mann hjá Sjálfstæðisflokknum

Þeim tilmælum hefur verið beint til þáttakenda í prófkjörum Sjálfstæðisflokknum um allt land að þeir leggi að hámarki 2,5 milljónir króna í baráttuna. Þetta var ákveðið á sameiginlegum fundi framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins, formanna kjördæmisráða og formanna kjörnefnda í síðustu viku þar sem fjallað var um takmarkanir á kostnaði frambjóðenda í fyrirhuguðum prófkjörum flokksins.

Sara Dögg gefur kost á sér

Sara Dögg Jónsdóttir, skólastjóri Barnaskóla Hjallastefnunnar í Hafnarfirði hefur ákveðið að gefa kost á sér í 3ja sæti á lista Samfylkingar í suðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningar 25. apríl 2009. „Köllun eftir nýju fólki til starfa er áskorun sem ég tek fagnandi,“ segir Sara Dögg.

Davíð býður sig fram í Reykjavík

Þá hefur Davíð Stefánsson gefið kost á sér í 2.-3. sæti í forvali VG fyrir komandi Alþingiskosningar. Davíð er 35 ára bókmenntafræðingur. Börn hans heita Ása Rut og Askur Ari og er hann í sambúð með Höllu Gunnarsdóttur.

Vill tengja íslensku krónuna við þá norsku

Kannaður verður möguleikinn á því að tengja íslensku krónuna við aðra mynt, til dæmis norsku krónuna í samráði og samstarfi við norsk stjórnvöld, verði þingsályktunartillaga, sem Jón Magnússon mælti fyrir á Al

Hnífamanni sleppt

Búið er að sleppa manni sem reyndi að skera annan mann á háls í samkvæmi á Ísafirði síðustu helgi. Árásin átti sér stað aðfaranótt sunnudags en þá réðist maðurinn að öðrum í samkvæmi. Hann var vopnaður hnífi og reyndi að skera hann á háls en gestir í samkvæminu stöðvuðu manninn.

Geir segir Jóhönnu fara með rangt mál

Geir Haarde formaður Sjálfstæðisflokksins kom í pontu á Alþingi í dag undir liðnum óundirbúnar fyrirspurnir þar sem hann spurði Jóhönnu Sigurðardóttur út í samskipti forsætisráðuneytisins við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Geir sakaði Jóhönnu um að hafa sagt ósatt þegar hún sagði að fyrstu athugasemdir sjóðsins við nýju frumvarpi um Seðlabanka Íslands yrði að fara með sem trúnaðarmál.

Sirrey jarðsungin

Sirrey María Axelsdóttir, var jarðsungin í dag frá Bústaðakirkju en hún fannst látin í dúfnakofa við Kapelluhraun í Hafnarfirði í byrjun febrúar.

Árni Þór býður sig fram í annað sætið

Árni Þór Sigurðsson þingmaður hefur ákveðið að gefa kost á sér í forvali Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Reykjavík, sem fram fer þann 7. mars næstkomandi. Árni hefur setið á þingi síðan 2007 en þá skipaði hann annað sætið í Reykjavíkurkjördæmi norður. Árni mun sækjast eftir því að skipa áfram 2. sætið í öðru hvoru Reykjavíkur­kjördæmanna.

Vændiskonur umkringja lögreglustöðina

Þrjár vændiskonur halda til í íbúð við Rauðaárstíg í Reykjavík en Stöð 2 sagði frá því í síðustu viku að annað vændishús væri hinu megin við lögreglustöðina, það er að segja við Hverfisgötu 105.

Hlúa að sýndarsjúklingnum Hermanni

Hjúkrunarfræðinemar munu hlúa að sýndarsjúklingnum Hermanni á Háskóladeginum sem fram fer í Háskóla Íslands næstkomandi laugardag. Hermann er nýtt verkfæri, brúða í fullri líkamsstærð sem getur kveinkað sér undan sýndarverkjum. Þá hefur hæfileiki Hermanns til að skipta um kyn einnig vakið athygli þeirra sem með hann hafa sýslað.

Kjarnorkukafbátar rákust saman

Tveir kjarnorkukafbátar rákust saman á miðju Atlantshafinu fyrr í mánuðinum. Þetta var staðfest í dag af breska varnarmálaráðuneytinu en annar báturinn var breskur en hinn var franskur.

Leita að vitnum að íkveikju á Akranesi

Að kvöldi laugardagsins 14. febrúar var slökkvilið og lögreglan á Akranesi kölluð til vegna bruna að Dalbraut 1 á Akranesi. Eldur var laus í nýbyggingu við húsið, sem hýsa á Bæjarbókasafn Akraness. Í byggingunni eru m.a. verslunin Krónan og Penninn / Eymundsson.

Landgrunn vöktuð í von um að loðna finnist

Ákveðið hefur verið að vakta öll grunn við sunnanvert landið þar sem von er til að loðna gangi í einhverju magni. Enn hefur ekki tekist að mæla nægilegt magn til þess að fiskifræðingar treysti sér til að gefa út byrjunarkvóta á loðnuveiðunum.

Barnið svipt vernd með nafngreiningu

„ Með því að birta nafn geranda, til dæmis þegar hann er faðir þolanda, er búið að svipta barnið mikilvægri vernd sem nafnleyndinni er ætlað að veita" segir Svala Ísfeld Ólafsdóttir, kennari í refsirétti og afbrotafræði við HR, um nafnbirtingar á föður tæplega fjögurra ára gamallar stúlku sem finna má á bloggsíðum og Facebook. Bloggari, sem heldur úti vefsíðu undir véböndum mbl.is, nafngreindi föður stúlkunnar. Að auki hefur hópur manna tekið sig saman á Facebook og birt nafn mannsins þar sem gjörðir hans eru fordæmdar. Maðurinn, sem er 25 ára gamall, var dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness snemma í síðustu viku fyrir að misnota dóttur sína.

Traust til forsetans fer minnkandi

Flestir Íslendingar bera traust til Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra ef marka má nýja skoðanakönnun MMR. Innan við þriðjungur segist bera traust til forseta Íslands.

Ráðherra fundar með starfsfólki Landspítalans

Heilbrigðisráðherra fundar nú með starfsfólki Landspítalans um niðurskurð á spítalanum. Fram hefur komið í máli Huldu Gunnlaugsdóttur, forstjóra spítalans að stjórnendur á Landsspítalanum þurfi að skera niður kostnað um 2,6 milljarða á þessu ári, samkvæmt kröfum frá heilbrigðisráðuneytinu.

Karlarnir á móti fléttulista

Karlarnir þrír, sem allir sækjast eftir efstu sætum á lista Samfylkingarinnar í Noðrausturkjördæmi greiddu atkvæði gegn tillögu um að tvö efstu sætin yrðu skipuð konu og karli, þegar um það var kosið á kjördæmisþingi flokksins í gærkvöldi.

Svínakjötsbirgðir hlaðast upp

Svínabændur leita nú allra leiða til að selja umframbirgðir af svínakjöti úr landi á slikk, frekar enn að þurfa að urða það með ærnum kostnaði. Á sama tíma stór eykst innflutningur á svínakjöti frá Evrópusambandinu.

Rauði krossinn ræðst gegn einelti

Hjálparsími Rauða krossins stendur fyrir átaksviku gegn einelti þessa vikuna. Átakið hófst í gær og því líkur á laugardaginn. „ Tvisvar á ári erum við með svokallaðar átaksvikur. Seinast vorum við með

Umboðsmaður Alþingis úrskurðar svæfingalækni í vil

Umboðsmaður Alþingis hefur úrskurðað að fyrrum forstöðumaður Tryggingastofnunnar, Karl Steinar Guðnason, hafi brotið gegn svæfingalækni með ummælum sínum varðandi ásakanir á hin fyrrnefnda um að hafa stolið tugum milljóna króna af stofnuninni. Svæfingalæknirinn, sem var sýknaður í héraði vegna málsins, vísaði ummælum Karls Steinars, auk fleiri atriða sem viðkoma samskipti stofnunarinnar við fjölmiðla, til umboðsmanns Alþingis. Hann kemst að þeirri niðurstöðu að stofnunin sé hugsanlega skaðabótaskyld vegna málsins.

Birgir krefur Jóhönnu um upplýsingar varðandi AGS

Birgir Ármannsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í Viðskiptanefnd hefur sent Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra bréf þar sem hann óskar eftir upplýsingum vegna samskipta ráðuneytisins við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.

Barnaníðingi mótmælt á Facebook

Maðurinn sem var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að níðast á barnungri dóttur sinni hefur verið mynd- og nafnbirtur á Facebook, en þar hefur síða verið stofnuð honum til höfuðs. Síðan telur um fjórtán hundruð meðlimi en allir mótmæla þeir níðingsskap líkt og maðurinn gerðist sekur um.

Grunur um stórkostlegt misferli bandarískra herforingja

Bandarísk yfirvöld hafa sett í gang opinbera rannsókn á því sem gæti orðið umfangsmesta fjársvikamál í sögu landsins þegar upp er staðið en rannsóknin beinist að umsvifum nokkurra háttsettra herforingja Bandaríkjahers í Írak og meðferð þeirra á heljarmiklum fjárupphæðum sem renna áttu til uppbyggingarinnar þar í landi eftir að valdatíð Saddams Husseins lauk.

Sigur fyrir fólkið og byltinguna segir Chavez

Úrslit þjóðaratkvæðagreiðslu um forsetakjör í Venesúela gera Hugo Chavez, forseta landsins, kleift að bjóða sig fram þriðja kjörtímabilið í röð árið 2012 en kjörtímabil forseta þar í landi er sex ár.

Gripnir í miðju ráni

Þrír piltar á aldrinum 15 - 17 ára hafa verið úrskurðaðir í 26 daga gæsluvarðhald á stofnun fyrir unga afbrotamenn í Danmörku eftir að lögregla handtók þá við rán í verslun í Kaupmannahöfn um helgina.

Þrettán fórust í þyrluslysi í Chile

Þrettán fórust þegar þyrla hrapaði í Maule-héraðinu í Chile í gær en hún var að flytja slökkviliðsmenn að skógareldum sem loga á þessum slóðum. Flestir slökkviliðsmannanna sem fórust voru háskólanemar sem höfðu slökkvistarfið að aukavinnu.

Sjá næstu 50 fréttir